Morgunblaðið - 15.11.1967, Page 22

Morgunblaðið - 15.11.1967, Page 22
M MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓV. 1967 Ásgeir Jónsson — Kveðjuorð ÁSGEIR Jónsson andaðist á heimili sínu hér í borg aðfara- nótt 7. þ.m. eftir langvarandi vanheilsu. Hann var faeddur 8. júní 1904 og því á 64. aldursári, er hann lézt. í dag er góður félagi og sam- ferðamaður kvaddur hinztu kveðju. Við, sem eftir stöndum á ströndinni og horfum á eftir fleyi hans út á haf hins óþekkta, rennum hnganum yfir liðnar samverustundir og rifjum upp margar góðar og ljúfar endurminningar um leið og við t Hjartkær eiginmaður minn Elías E. Jónsson bifreiðastjórí, Ásvallagötu 35, andaðist að Landakotsspítala þann 1. nóvember. Kristín Samúelsdóttir. t Eiginkona mín Guðrún Guðmundsdóttir Langholtsvegi 108, lézt í Landsspítalanum mánu- daginn 13. nóv. Sveinbjörn Friðfinnsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigurbjörg Hálfdánardóttir, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 16. þ. m. kl. 10.30 f. h. Dætur, tengdasynir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför sonar míns, bróður og mágs, Eyjólfs Asbergs Björnssonar Keflavik, Sérstakar þakkir færum við nemendum og kennurum Sam vinnuskólans að Bifröst og Gagnfræðaskóla Keflavíkur. Elísabet Lára Asberg, Guðný Asberg Björnsdóttir, Árni Samúelsson. t Útför móður okkar Borghildar Björnsson fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. nóv. kl. 3.00 e. h. Elísabet Thors, Fétur Ólafsson, Katrín Hjaltested, Björn Ólafsson. gjöldum þakkarskerf okkar í hljóðri bæn. Ég, sem þessar línur rita, minnist Ásgeirs Jónssonar með þakklátum huga. Störfuðum við saman á skrifstofum Eimskipa- félagsins í aldarfjórðung, en Ásgeir hafði nú í starfislok verið í þjónustu Eimskipafélagsins í nær 35 ár eða fré 13. janúar 1933. Gegndi hann margs kon- ar skrifstofustörfum hjá félag- inu og um skeið forstöðu fyrir farþegaafgreiðslu þess. Hann hafði samskipti við marga við- skiptavini félagsins, sem minn- ast munu hans með þakklæti, skipverja á skipum og fjölmennt starfslið á skrifstofum, bæði á aðalskrifstofunni hér í Reykja- vík og á afgreiðislum félagisins víðsvegar um landið, og ótalið er allt það venzlafólk skipverja, sem minnist Ásgeirs, fyrir fyrirgreiðsluna, sem hann veitti þvi, hvort sem var á skrifstof- unni eða á heimili hans utan vinnutíma. Þeir, sem einhver kynni höfðu af Ásgeiri, eða áttu sam- skipti við hann, urðu óhjókvæmi lega varir við hina góðu eigin- leika, sem hann var gæddur. Slíkt leynir sér sjaldan í fari manna. Hann var því vinmargur og oft til hans leitað, þegar að- stoðar og hollra ráða var þörf. Brást það sjaldan, að hvers manns vanda var Ásgeir reiðu- búinn að leysa af velvild og vin- áttu. Gat þá stundum svo farið, t Faðir minn, tengdafaðir, afi og bró'ðir, Arnbjörn Gunnlaugsson skipstjóri, Vatnsstíg 9 verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni fimmtudaginn 16. þ. m. kl. 1.30 e. h. Guðrún og Haukur Claessen, Sigríður I. Claessen, Gunnlaugur Claessen, Helga Claessen, Ambjörn G. Hjaltason, Þórarinn Gunnlaugsson, t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför Guðrúnar Eiríksdóttur Blönduhlíð 11 Böm, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för Jóhannesar Kristjáns Þórðarsonar Skólabraut 35, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við íþróttabandalagi Akraness, Knattspymuráði Akraness og Knattspyrnufélaginu Kára fyrir þeirra stórmannlegu og drengilegu framkomu. Einnig öllum öðrum er veittu okkur ómetanlega hjálp og stuðning. Guð blessi ykkur öll. Jófríður Jóhannesdóttir, Þorbergur Þórðarson, Guðlaugur Þórðarson og aðrir aðstandendur. Einar Sigurðsson — Minningarorð Fæddur 18. aept. 1942 Dáinn 8 nóv. 1967. f DAG fer fram frá Síðuimúla fcirkju í Borgarfirði, útför frænda míns og vinar Einars Sigurðssonar bónda á Sleggju- læk. Einar var fæddur þ. 18. sept. árið 1942, sonur hjónanna Hall dóru Gís-ladóttur og Sigurðar Sveinssonar bónda á Sleggju- læk í Borgarfirði. Einar var næst yngstur af fjórum syst- kinum. Hann stundaði nám í Bænda skólanum á Hvanneyri og út- skrifaðist þaðan vorið 1962. Þann 20. júni 1964 kvæntist Einar, Sehnu Ólaifsdóttur frá Efra-Skarði í Hvalfjarðar- strandarhreppi, þau voru bairn laus. Einr hafði tekið við búi föð ur síns árið 1965 og voru þau hjónin að ljúka við að koma sér fyrir á jörðnn, þegar En- ar var burt kvaddur aðeins 25 ára gamall. að erfitt var að gera svo öllum líkaði, því mikil er oft þiggjend anna þörf. Oft leituðum við samstarfismennirnir til hans, þegar sérstakrar hugkvæmni og smekkvísi þótti við þurfa. Ásgeir Jónsson var greindur maður, sem ekki verður lýst með fátæklegum orðum, enda ekki ólíklegt, að með honum hafi búið ýmislegt umfram það, sem almennt er veitt athygli og að sumu leyti var hann engum líkur. Hann var hógvær og yfirlætislaus, og bjó yfir fagur- hyggju eigi alllítilli, sem kom áreiðanlega frá hjartanu. Átti þetta sinn þátt í að skapa um- hverfis hann það sólskin, sem ég hygg að allir, sem kynntust honum, hafi hlotið að sjá og finna og verða fyrir óhrifum af. Listum unni hann með afbrigð- um og mun ekki fjarri sanni, að fiegurðin hafi jafnan setið í fyrirrúmi í sál hans, svo glögg- sýnn og fundvís sem hann var á hana jafnt í smáu sem stóru. Hann hyllti og þá lífsspeki, er telur ráðlegt að njóta sælu líð- andi stundar og sætta sig jafnan við sitt hlutskipti. Snilldarorð margt leið af vörum Ásgeirs og átti hann næmt skopskyn. Kunni hann þá list vel, að skjóta fyndnisörvum, þegar við átti, án þess að særa nokkurn. Var hann enda oftast fyrir valinu, þegar mæla þurfti fyrir munn okkar starfsfélag- anna. Ásgeir Jónsson vissi gjörla að hverju dró, þegar sjúkdómur hans sótti æ fastar á. Tók hann æðrulaust þeim sköpum, sem eigi má renna. Hann bar þó í brjósti einlæga lífslöngun og hefði kosið sér lengri vegferðar með fjölskyldu sinni og ekki hvað sízt litla nafna sínum og sonarsyni, sem var honum eink- ar hjartfólginn. Þar skynjaði hann einmitt barnslega hjarta- hlýju og hreinleika. Ég kveð þennan vin minn með trega og söknuði og bið honuim blessunar. Flyt ég hon- um innilegar þakkir frá öllu starfsfólki á skrifstofum Eim- skipafélagsins. Innilega samúð votta ég eig- inkon-u Ásgeins, sonum og öðrum aðstandendum, sem nú kveðja þennan kæra ástvin. Friður veri með þér. S. Þ. F. 8/6. 1904. D. 7/11. 1967. Kveðja frá vini. Enn er skarð 1 hópinn höggvið, hópinn beztu vina minna. Vetur hefur herferð sína hljóðna raddir sumarkynna. Gott er ætíð góðs að minnast, geymast lengi horfnu árin, Ljúfmennska, og brosið'bjarta, báru smyrsl á hjartasárin. Allt þitt líf var öðrum gæfa, ástvinirnir höfði drjúpa. En, þeir sem elska, aldrei missa alviskunnar mætti krjúpa. Sonarbörnin syrgja afa, sem að ungum leiðsögn veitti. Hann sem unni ljóði og listum. löngum sorg í gleði breytti. Hvíl í friði, kæri vinur, kyrrð er yfir dánarbeði. Hulið tár, og hljóðlát kveðja helst mun vera að þínu geði. X. X. Eiar Sigurðsson var glæsileg ur ungur maður, sem hafði alla þá kosti sem ungum mönnum sæmir, hann gerði meiri kröf- ur til sjóllfs sín en annarra, hann var fulluT af starfslöng- uin og lífsgleði til hinzta dags, hann var hrókur alls fagnaðar á gleðistund, en alvarlegur á alvörustund. Fyrir ári síðan átti ég þess kost að vinna með Einari að smáverkefni á Sleggjuiæk, við vorum þá oft tveir saman, á milli Iþess sem við gerðum að gamni okkar, ræddum við um ýmis málefni, þar á meðal veik indi Einars en hann hafði gengið lengi með alvarlegan nýrnasjúkdóm, honum var það vel ljóst að mjög litlar líkur voru á bata, hann ræddi um þetta vandamál með atiilingu, og sagði mér að þá þegar hefði hann komizt það nálægt dauð- anum að hann mundi reyna að sætta sig við að verða burt kvaddur hveær sem væri, því hann væri þess íullviss að eng inn mannlegur máttur gæti haft þar nein áhrif, á annan veg. Þetta lýsir því andlega þreki sem Einari var gefið, og mér er kunnugt um að þessu þreki hélt hann til síðasta dags. Þeir sem þekkja til á Sleggjulæk vita að það er leit un á öðrum eins öndvegis manneskjum og þeirn Halldóru og Sigurði, foreldrum Einars, þau eru ekki fá börnin og gam almennin sem þessi hjón hafa •tekið upp á sína anma um lengri eða skemmri tírna í sinni búskapartíð, og veitt þeim umönnun og hlýju. Þeissi ungu hjón Selma og Einar, tóku svo sannarlega upp þráðinn, sem frá var horfið, þegar þau tóku við sem hús- •bændur á Sleggjulæk. Það ■vill ætíð verða svo að mikið er sóttst eftir að koma börnum á góð sveitarheimili enda voru oftast nær tvö og þrjú börn á Sleggjulæk fýrir utan heimilis •fólkið á surnrin. Einar hafði yndi af börnum og sóttust þau eftir að vera í nærveru hans. Einar varð oft að fara á sjúkrahús nú upp á síðkastið og var þá lengi að ná sér aftur og mátti þá lítið gera, féll hon um þetta mjög illa, því hann vildi vera sívinnandi. Þegar svona stóð á kom Gísli bróðir hans iðulega heim frá annarri vinnu til að aðstoða hann. Þeir bræðurnir voru mjög sam rýmdir eins og þessi fjölskylda er ÖH, það er sorglegt að þurfa að sjá á bak þessum efnilega unga manni, sem átti svo mik ið eftir ógert, en ég er nærri því viss um að hann hefði held ur bosið þetta hlutskipti sjálf- ur heldur en að eiga á hættu að verða óvirkur áhorfandi í •lífsbaráttuinni ævilangt. Það mikilvægasta er að eft- ir stenduf skýr og björt minn- ing í huga allra sem þekktu þennan elskulega, unga mann, sem öllum tók með brosi og hlýju. Ég votta hans ástriku eigin- konu Selmu Ólafsdóttur, forr eldrum hans og systkinum samúð mina, fjölskyldu minn- ar og systkina. Jóhaxm Líndal JóhannsBon. ÞEGAR við vinnufélagar Ein- ars Sigurðssonar frá Sleggju- læk í Stafaboltstungum frétt- um lát hans, þá kom það okk- ur nokkuð á óvart. Að vísu vissum við að hann stríddi við hættulegan sjúkdóm, en við vonuðum að hans mikla lífs- gleði og karlmennska sigraðíi eins og svo oft áður. Nú við lát hans er okkur ríkast í huga að votta konu hans, foreldrum, og vinum samúð okkar. — En um leið viljum við þakka Ein ari gleðina og góðvildina, sem hann stráði á veginn hvar sem hann fór. Þakka honum alla daga sem hann dvaldi með okk ur. Það voru ánægjustundir. Bak við vetur bíður vor. Og bak við jarðneskt lif er eilífð in sjálf. Þar munum við hitta Einar aftur hjá vinum sínum og þakka honum betur en þessi fátæklegu orð geta gert. Starfsbræður. Kingston, New York, 6. nóv ember, AP. JOSEPH Kesselring, höfundur leikritsins „Arsenic and Old lace“ („Blúndur og Blásýra“), sem ledkið var á Broadway um árabil, lézt að sumarheimili sínu í Kingston á sunnudag, 65 ára gamall. Leikritið „Arsenic andi Old lace“ var leikið alls 1.444 sinn- um á Broadway og síðasta sýn- ing þess 17. júní 1944. Leikritið er enn í hópi fimmtán endingar- bezbu leikrita á Broadway. Það hefur verið leikið víða .um heim, oftast við metaðsókn, m.a. í Bretlandí, Chile, Argentínu, Sví þjóð, Honolulu og Tékkóslóvakíu og einnii-g hefur verið gerð kvik mynd eftir því. Ég þakka hjartanlega öllum þeim sem heimsóttu mig og glöddu með gjöfum, skeytum og blómum á 85 ára afmæli mínu 9. nóvember. Guð blessi ykkur 511. Katrín K. Húnfjörð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.