Morgunblaðið - 15.11.1967, Page 23

Morgunblaðið - 15.11.1967, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓV. 1967 23 Einar Benediktsson bóndi — Minning F. 9. apríl 1875. — D. 6. nóv. 1967 1»EGAR ég við leiðarlok kveð gamlan vin, Einar Benediktsson, átvegsbónda frá Ekru í Stöðvar- firði, verður mér hugsað heim til bernskustöðvanna. OÞað er áreiðanlega hverjum ungling gott veganesti, að hafa alizt upp með og um.gengizt í æsku trausta og drenglynda menn, heilsteypta persónuleika, menn sem ekki mega vamm sitt vita. Einn þessara manna var Einar á Ekru. Kynning mín af Einari, heim- ili hans og fjölskyldu, er ein af mínum beztu æskuminningum. Nýlega fermdur réðist ég sjó- maður eitt sumar til Einars og kynntist þá af eigin raun mann- kosbum hans og skapgerð. Sífellt glaður og reifur með bros á vör. Ég held, að hann hafi haft sér- staka ánægju af að umgangast unglinga. Viðmót hans var slikt, að það var jafnvel notalegt að vakna til að fara á sjóinn, þótt syfjaður væri; glaðværð hans vakti til áhuga á starfinu og gerði það að leik. Mér er það enn minnisstætt, eftir 40 ár þegar Einar lagði úr vör settist brosandi við stýrið á „Bjarma“, en svo nefndi hann skip sitt, en mér hefir stundum döttið í hug, að annað nafn á skipi hans hefði ekki getað kom- ið til greina. Ég þekkti engan m.eiri Stöð- firðing en Einar á Ekru og eng- um stað mun hann hafa unnað meir, enda beið hans hamingja þar, eftir að ýmsu leyti erfiða bernsku. Móður sina missti hann í bernsku og varð því snemma fyrir mikilli lífsreynslu. Varð að yfirgefa heimdli sitt ungur og og spila á eigin spýtur, enda þótt hann væri jafnan hjá góðu fólki. Þegar faðir hans giftist í ann- að sinn, flytur hann til hans og síðar ræðst han ntil Sveins bróð ur síns, sem fer að búa á Brekku borg í Breiðdal, og býr þar ? nokkur ár, en fluttist siðan með honum að Skjöldólfsstöðum í sömu sveit. Það kynntist hann fyrri konu sinni, Björg<u Björns- dóttur frá Kirkjulbóisseli í Stöðv arfirði. Eftir eins árs semtoúð missir hann konu sína og stend- ur þá einn uppi með dóttur sína Björgu. Var þá mikill harmur að honum kveðinn. En öll él birtir upp um síðir. Hann átti þá vissulega eftir að verða fyrir því láni að kynnast ungri og glæsilegri heimasæ.u af merkum stöðfirzkum ættum, Guðbjörgu Erlendsdóttur frá Kirkjubóli; voru þau gefin sam- an 30. maí 1908. Hófst nú Einar handa, með þessa ungu konnx við hlið sér, að mynda sér nýtt og sjálfstætt heimili að Ekru, sem var nýbýii frá Kirkjutoóli. Þar þurfti sam- t'ímis að byggja og rækta, en trúin á sigurinn og hamingju- sama framtíð léttu þeim störfin. Þeim varð sannarlega að trú sinni og hafa nú búið þar sveit- arfélagi sínu til sóma í 46 ár og eignast stóran hóp mannvæn- legra barna. Enda þótt það megi teljast ær- ið starf, að byggja up heimili og korna upp stórum barnahóp, gaf Einar sér tíma til að sinna með prýði þeim störfum fyrir sveit sína sem honum voru fal- in. Meðal annars sat hann í hreppsnefnd um átta ára skeið og símstöðvarstjóri var hann í 28 ár, og er til þess vitnað, að aldrei hefði þar athugasemda þurft við, slíkur var trúnaður hans. Félagshyggjumaður var Einar mikill og var ein aðal drif fjöðrin í leiklistarstarfsemi sveit ar sinnar um margra ára skeið og fór sjálfur með ýmis stór hlutverk. Við öll þessi störf var hann studdur af ráðum og dáð af konu sinni, sem nú lifir mann sinn, ennþá ern þótt komi sé yfir áttrætt. Þau Einar og Guðbjörg eign- uðust sex börn: Elsa Kristín, giftist Ingólfi Jónssyni, dó 1937, Ragnheiður, dó 1929 17 ára göm- ul, Þorbjörg Jónína, gift Birni Stefánssyni, kaupf'élagsstjóra, Helgi Benedikt, giftur Margréti Stefánsdóttur, Anna Valgerður, gift Baldri Helgasyni, tæknifræð ing, dreng misstu þau óskírðan, en yngstur þeirra barna er Björn Óskar tæknifræðingur, giftur Gunnvöru Brögu Sigurðar dóttur. Ég sendi öllum aðstandendum mínar beztu samúðarkveðjur. Halldór Þorsteinsison frá Stöðvarfirði. Það fer ekki hjá þvi, að á ferð okkar gegnum lífið, frá byrjun til endaskeiðs, verða þeir orðnir æði margir ferðafélagarnir undir lokin. Sumir ganga með okkur stutt, en aðrir langt, allt eftir áfanga- stað og átt hvers og eins. Aðrir eru á öfugri leið við okk- ur og við gerum aldrei meir, en að rnæta þeim örskotsstund. Sumir þessara ferðafélaga eru svo gjörðir, að þeir að ferðalok- um, hafa orðið okkur kærari og ógleymanlegri en aðrir. Persónu- leiki þeirra, lífssaga og þáttur þeirra í samskiptum við alla menn er slíkur, að ósjálfrátt frá fyrsta degi örlar á ósk okkar hinna, að geta tileinkað okkur eitthvað af því, er gerir þá svo sérstaka. Sl'íkur maður er kvaddur í dag. Öll framganga hans 1 lífinu, nærfærni hans og aðgætni við menn, dýr og hluti var slík, að við hin, sem sáum og heyrðum, urð'um stundum næsta undirleit. Níutíu og þrjú áx er langur tími og segir sig sjálft að víða hefur þurft að taka til hendi þessi ár, fyrir fyrirvinnu og for- svara stórs heimilis. En það er svo um flest okkar verk, að þau standast ekki tím- ans tönn og það, sem tekur einn mann ævina alla að rækta, hverfur í stækkandi þorpi á ör- fáum árum undir götur og hús. Að hafa þetta í huga, en geta þó að kveldi með hæversku brosi þakkað hvern liðinn dag, er meira en flest okkar hinna geta. Ef til vill vissir þú alltaf með sjálfum þér, að svo mundi fara og verið ljóst að ekki skipti öllu máli um starfið sjálft — og það stæði sjáanlegt um t'íma og eilífð, vitandi um þann, sem verkið vann. 'Hitt skipti þig held ég öllu, að skila afkom.endunum þeim arfi og áhrifum, sem entust og dyggðu til manndómis. Von mín nú við leiðarlok er sú, að þeim öllum megi verða ljóst, að það er aldrei fullþakk- að að vera af slíkurn stofni — því í honum er fólgnir þeir hæfileikar beztir, sem gera menn stóra. Ég vil að Lokum taka undir það með sér og segja: „Þökk fyrir dagana alla“. Gunnvör Braga Sigurðar. Herkvaðning heimsæskunnar Fátækt og vonleysi fyrir dyrum I SVONEFNDUM þróunar- löndum sem annars staðar fyllast allar götur af börn- uim, þegar skólanum lýkur, börnum sem streyma í allar áttir — kallandi, stjakandi, hrindandi, hlaupandi, lauisum úr fjötrum yfirful'lra kennslu Hér blasir við skilningsgóð um mönnum vandamál of- mikillar mannfjölgunar. Og í huga þeirra, sem nánar hyggja að, vaknar sú skelfi- lega hugsun, að meira en helmingur þessara ungmenna muni aldrei á ævinni flá vinnu. Allt að 6C% fólks í þróun- arlöndunuim eru unglingar og innan tveggja áratuga verð- ur hl'Utfallið 70%. í fólks- flestu hérúðunum er barna- fjöldinn svo mikill, að enda þótt engin fæðing ætti sér stað frá deginum í dag að telja, yrði fólksfjöldi á vinnu markaði þó 50% meiri eftir 15 ár en í dag. Hægvirkt krabbamein hjálp •arleysis og vonleysis hefur grafið um sig. Snemma á ævi rennur upp fyrir þessum unglingum, að ekkert nema kraftaverk getur bjargað þeim frá þvi að lifa á helja- þröm atvinnuleysils, skorts og hungurs unz lífið lognast út af. En það er einmitt þetta fólk, sem er stærsta ónotaða orkulind manniegs afls á okk ar dögum. Ef þsð hlyti þann stuðning og þær leiðbeining ar, sem þarf, gæti það unn- ið mikið hlutverk til lausnar hungri og fæðuskorti mann- kyns. Þetta er verkefnið, sem Young World Development Project hefur sett sér að leysa, en samtökin vinna á vegum FAO innan ramma Herferðar gegn hungri. Með námskeiðum æskufólks í þró unarlöndunum hyggst YWDP beizla 'orku ungu kynslóðar- innar og gera þannig kleift að bæta landbúnað og auka matvælaframleiðsluna. En áður en hafizt er handa þarf að kanna hvaða aðferð hent- ar bezt og hve mörg ung- menni í þróuðum og vanþró- uðum löndum eru fús til starfs. Upplýsingum hefur þegar verið safnað á nám- skeiðum, sem haldin hafa verið fyrir gjafafé frá Mass- ey-Ferguson Ltd í Toronto. Voru á sl. ári haldin nám- skeið í Austurlönduim fjær og nær, Mið- og Suður-Ame riku og í Afríku. Námskeið þessi sóttu æskulýðsleiðtog- ar frá þróunarlöndunum og fulltrúar stjórnarvalda, sem útskýrðu hvað einkum stæði í vegi fyrir framþróun í heimalöndum þeirra. Á námskeiðum sem voru haldin í Róm 3.—7. apríl og í Des Moines, Iowa, Banda- ríkjunum 15.—19. maí, voru mættir fulltrúar æskulýðs- hreyfinga og stjórnardeilda og annarra samtaka í þró- unarlöndunum. Þar var rætt um viðfangsefni Young World Appeal FAOs að frelsa heiiminn frá hungri. Þá komu fulltrúar fátækra og auðugra landa saman til ráðstefnu í Toronto i septem- ber sl. Auk fulltrúa frá ein- stökum meðlimalöndum FAO voru þar mættir fulltrúar stjórna, sjóða, verzlunar, iðnaðar og margra annarra skrifstofa Sameinuðu þjóð- nna. Var þar fjallað um margar leiðir til að ná sam- an æsku heimsins til starfs og sagt var frá árangursrík- um æskumannanámskeiðum, sem haldin hafa verið í þró- unarlöndunum. Meginum’-æðuefnið var hvernig takast mætti að auka matvælaframleiðsluna og einnig var rætt um aðferðir til að auka á'nuga á menntun og vísindum í þróunarlönd- 'unum, sem með því móti yrðu fær um að hjálpa sér sjálf er fram líða stund- ir. Tilraunir, sem gerðar hafa verið með starfskennslu hafa gefið mjög góða raun. Einhverjar ríkisstjórnir munu þegar hafa ákveðið hvernig þær haga væntan- legu starfi sínu á svæðanám skeiðunum. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir. Ef til vill stærsta verkefni væntanlegra r.ámskeiða að hrífa ungt fólk í þróunar- löndunum úr vanabundnum hugsunarhætci eldra fólks, sem of lengi hefur lifað eft- ir boðorðinu: „Þetta er nógu gott fyrir mig.“ Unga fólk- ið verður að gera sér ljóst, að það er hægt að bæta líf þess. Með eigin atorku geta þeir hrundið í framkvæmd því, sem þeir héldu að ekk- ert gæti gerzt nema fyrir kraftaverk. (Frá Herferð gegn hungri). Af tvennu illu skal taka það skárra EFTIRFARANDI grein birtist í síðasta hefti af Fréttabréfi um heilbrigðismál, sem Krabba- meinsfélag íslands gefur út. Höfundur hennar er Bjarni Bjarnason, læknir, ritstjóri tíma ritsins : Barátta gegn reykingunum er þegar búin að kosta krabba- meinsfélögin hér á landi og út um allan heim, mikið fé, mikið umstang og vinnu, en einnig mikil vonbrigði. Víða hafa verið settar á laggirriar nefndir og ráð lækna, sálfræðinga, hjúkrunar- kvenna og ráðsnjallra leik- manna, til að skipuleggja barátt- una gegn reykingunum, stjórna herferðinni gegn þeim og leita allra þeirra ráða, sem að gagni mættu kocma. Öllu þessu mikla starfi og fé virðist hafa verið eytt til lítils. Árangurinn hvað snertir full- orðna fólkið, sem hefur reykt lengi, er alls staðar hinn sami, nánast sagt enginn. Baráttan I skólunum virðist hins vegar bera nokkurn árangur hér á landi. Það eina, sem hefur nokkurn tíma rumskað við reykingafólk- inu svo um munaði, var skýrsla amerísku læknanefndarinnar. Hún tók af öil tvímæli að síga- retturnar eiga höfuðsök á lungnakrabbameininu. Skýrsl- an var miskunnarlaus ákæra á tóbakið og órækar sannanir um sekt þess. Eina ráðið til að út- rýma lungnakrabbameininu að mestu, er að sigarettureýking- arnar hverfi úr sögunni. Þá yrði það ekkert teijar.di vandamál lengur. Áhrif skýrs'unnar voru stór- kostLeg, en stoðu ekki lengi. Sama sagan alls staðar. Fólkið hrökk við, eins og það vaknaði við * vondan draum. Margir börðu þó höfðinu við steinir.n og sefjuðu ótta sinn og illa samvizku með því að vísa öllum aðvörunum á bug, sem marklausum æsifregnum til að blekkja auðtrúa fólk. Hinn hópurinn var æði stór hér á landi, sem brá við og hætti reykingum eða skipti um, tók til við vindla, pípu eða nef- tóbak. Allt spor í rétta átt. En lukkan stóð ekki lengi frekar en endranær þegar ís- lendingar ætla að siða sjálfa sig. Úthaldið brást eins og fyrri dag- inn. Forboðnu ávextirnir freist- uðu og að nokkrum máuðum liðnum var aiil komið í gamla farið og reykjarkófið, heilræðin gleymd og hræðslan slæfð með hæpnum rökum, sem flestir grípa til, sem skki kjósa að vita hið rétta vegna þess að það kemur þeim óþægilega. 80—90% allra lungnakrabbameina stafa af sígarettureykingum. Vörnin er einföld og örugg gegn því að lendi í hopi hinna dæmdu: Að byrja acdrei að reykja. Nauða einfalt og átakalaust. En að venjast reyking.um kostar flesta hálfgérðar pyntingar og mikla vanlíðan Óskiljanlegt hvejum sem um það hugsar að eftir þessu skuli mikill hluti allra íbúa heimsins sækjast, þrátt fyrir vissuna um að þegar líður á ævina, geti þeir átt á hættu að verða iungnakrabba- meininu að bráð. Sé ógerlegt að leggja það á sig að hætta reykingum, því má þá ekki reyna að gera eitthvað til að draga úr hæt.tunni? Það ætti engum að vera ofraun að skipta um og reykja vindla eða pípu í stað sígareLunnar. Pípan er langsamlega meiniausust. Sumir hafa bjargað sér með neftóbakþ Því ekki að reyna það? Árum samai. hefur verið bar- izt við að búa til síur, sem eyddu verstu áhr.fum sígarettu- neyksins og drægju í sig mestu tjöruna, en lélegur hefur sá ár- angur orðið. Nu hefur enn verið riðið á vaðið, fundið upp munn- stykki þannig útbúið að mikill hluti tjörunnar síast úr reykn- um og sezt í örlítið hylki'í neðri enda þess. Tækið er amerískt, heitir „Tar Gard“ og er fáanlegt hér á landi. Þetta ættu þeir að nota, sem með engu móíi geta kosið sér hið góða hlutskipti og sagt skil- ið við sígareLuns. — Bj. Bj. Kaupmcun — Kaupfélög Spil — spil Heildverzlun EIRÍKS KETILSSONAR Vatnsstíg 3 — Símar 23472—10363.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.