Morgunblaðið - 15.11.1967, Page 28

Morgunblaðið - 15.11.1967, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓV. 1967 MARY ROBERTS RINEHART: sagði hann. — Setjum nú svo, að bæði mamma þín og þú hverfi úr sögunni, þá er hún löglegiur erfingi þinn. Viltu kannski, að Wainwright-félagið komist und- ir hennar stjórn? Eftir það talaði Tony við Bessie, en hún gerði ekki annað en hlæja að honurn. — Skilja við þig? sagði hún og lyfti brúnum. — Hversvegna það? Til þess að þú getir gifzt þessari Morgan-stelpu, eða Pat Abbott? Nei, til hvers ætti ég að vera að því? — Ég vil ekki halda þiessu áfram, Bessie. — Nú, ekki það, sagði hún og þaut upp bálvond. — í>ú ættir að hugsa þig betur. Hver veit nema eitthvað gæti komið þér óþægi- lega á óvart — Hvað áttu við með því? Ef það er hótun, þá...... — Ég segi ekki annað, en það, sem ég segi, sagði hún og var nú rólegrL — En mundu það, að þú hefur ekki nokkurn skap- aðan hlut mér til foráttu. Og sem meira er: síðan mér var fleygt hér út fyrir þremur ár- um, hef ég skrifað þér hvert béfið efti annað og boðizt til að koma aftur til þín, og lög- fræðingurinn minn hefur afrit af þeim. Þetta eru góð bréf, þó ég segi sjálf frá. Hann trúði nú ekkert á þetta, sem hún sagði, að mundi koma honum illilega á óvart. Trúði yf- irleitt engu orði, sem hún sagði. En hann var bundinn á höndum og fótum. Það var r.ú ekki ein- asta fyrirtækið, heldur hafði Bill Sterling sagt honum, að Maud væri veil fyrir hjarta. Hann hafði engar aðstæður til að leggja til bardaga við Bessie, eins og á stóð, og það vissi hún mætavel, ekki síður en hann sjálfur. En um þessar mundir varð mikil breyting á honum. Hann var ekki lengur léttur í skapL og hættur að gera að gamni sínu eins og strákuir. Borð aði næstum ekkert, en drakk meira en áður, og var þreytu- legur og niðurdreginn. Og svo var hann órólegur. Hannhafði það til að fara út í bílnum sín- um og vera klukkustundum sam an að heiman. Eitt var þó sem bjargaði okk- ur. Enda þótt Hólbúar hefðu ó- beit á Bessie, þá átti hún marga kunningja í borginni. Við áttum löng, róleg kvöld, þegar háún beinlíniis hvarf, ók til borgarinn- ar og kom ekki heim fyrr en undir morgun og svaf þá mest allan daginn. Einn þjónninn varð að vera á fótum til þess að hleypa henni inn, og það og ýmis legt annað, sem af þessu leiddi, varð til þess, að hjá þjónustu- fóikinu lá við 'byltingu. Ein daginn sagði hún mér, að hún hefði tapað næstum fimm hundruð dölum í bridge. — Ég gaf ónýtan tékk upp á upphæðina, sagði hún léttilega. — Þér ættuð að segja Maud frá því. Hún verður Víst ekkert 'hnf in þegar hann fellur. Hún var búin að vera í Klaustr inu viku eða meira, þegar ég fékk tækifæri til að tala við Tony einslega. En svo var það eitt kvöldið, þegar Bessie hafði enn farið til borgarinnar, að hann bað mig að koma með sér út að ganga. Tvær vanar vélritunarstúlkur óskast Þurfa að hafa fullkomið vald á vélritun og hraða. Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir nk. laugard. merkt: „12000 ein“. SPARIKAUP Saumavélar - Eldavélar - Eldavélasamstæður - Sjónvarpstæki - Sjó- og vatnabátar - Utanborðsmótorar - og margt fleira Biðjið um auglýsingabækling. Kynnið yöur „sparikaup" gu/inai yfazdwjön Lf Suðurlandsbraut 16 — Laugavegi 33 Sím/ 35200 — Ef þú þá þolir það, sagði hann. — Ég þlýt að vera óþol- andi félagsskapur bæði fyrir menn og sikepnur, eins og er. Auðvitað fór ég með honum. Við gengum að gosbrunninum, sem var flóðlýstur, og svo að leikhúsinu, og Roger élti okkur. En Tony var þögull og niður- dreginn. Hann gekk álútur og með hendur í buxnavösunum, þangað til við vorum komin í hvarf frá húsinu. Þá staðnæmd- ist hann. — Sjáðu til, sagði hann. — Mér þykir þetta fjandans leiðin- legt. Þetta með Bessie, skilurðu. Mamma segir mér, að þú hafir enga hugmynd haft um það. — Ég býst nú við, að ég 'hafi heyrt um það þá, en bara ekki veitt því neina eftirtekt. Hann hikaði. — Ég segi ékki annað en það, að þá skulum við bara sleppa því. Hver maður gerir einhverja vitleysuna, og mín vitleysa var Bessie. Og ég er búin að gjalda hennar. Kannski hefur hún það líka. En láttu hana bara ekki móðga þig, góða. Hún er talsvert fyrir það gefin. Hann var ofurlítið hressari í bragði á eftir, rétt eins og hann hefði varpað af sér einhverju fargi. 18 — Hvernig ertu í tennis? sagði hann. — Ég hef þörf á að hreyfa mig eitthvað í kvöld. Er það betra en golfið hjá þér? Hann kveikti ljósin í leik- húsinu, fann einhverja tennis- skó handa mér í skáp og við lék um um stund. Hann lék eins og vitlaus maður þetta kvöld, en að lokum jafnaði hann sig rétt eins og hann hefð'i hrist af sér ein- hverja mikla reiði. Hann glotti til mín þegar við hættum. — Ég skal veðja um, að þú hefur aldrei lært tennis svona vel í verzlunarskólanum. — Geturðu ekki lofað mér að gleyma atvinnunni minni, rétt sem snöggvast? — Jú, góða mín, það er ein- mitt það eina í sambandi við þig, sem ég gleymi raunverulega. Mér til mestu undrunar, vafði hann mig örmum og lagði höfuð- ið á öxlina á mér, rétt eins og smádrengur, sem leitar huggun- ar. — Hvað á ég að gera, Pat? sagði hann og var mðmæltur. — Hvað á ég til bragðs að taka. Meira var það ekki. Hann sleippti takinu af méi og svo læst um við leikhúsinu og gengum til baka. Hann þagði. Rauf ekki þögnina nema einu sinni og tal- aði þá um móður sína. — Hún er ekki eins og hún á að sér, sagði hann. — Hún er orðin breytt. Það er ekki Bessie að kenna. Hún var orðin breytt áður en hún kom. Farð'u ekki að segja mér, að það hafi verið hit- anum að kenna. Hvað getur gengið að henni, Pat? — Ég veit það ekki, sagði ég hreinsikilnislega. — Ef mér fynd ist það ekki óbugsandi, mundi ég segj'a, að hún væri hrædd við eitthvað. — Hún hefur aldrei orðið hrædd á sinni lífsfæddri ævi, sagði hann, næstum hörkulega. — Aldrei. Ég varð lengi andvaka þessa nótt. Ég heyrði, að Stevens hleypti Bessie inn klukkan tvö, en skömmu seinna sofnaði ég og svaf fast. Þessvegna vissi ég ek'ki fyrr en morguninn eftir, að brotizt hafði verið inn í húsið um nóttina. Ég hafði ekki einu sinni heyrt Roger gera hávaða, né ftieldur þegar Tony fór niður til að at- huga þetta. Hann hafði tekið með sér skammbyssuna sína, en þegar han kom á vettvang, var innbrotsmaðurinn horfinn. Dyrn ar við endann á vesturgangin- um stóðu upp á gátt, og það leit út fyrir, að 'keðjan hefði alls ekki verið sett á. En þegar Tony spurði Stevens um þetta, fullyrti 'hann, að s.vo hefði verið. — Ég hleypti frú Wainwright inn um dyrnar, eftir að hún hafði gengið frá bílnum sínum í skúrnum, sagði hann, þóttalegur. — Hún beið 'hjá mér meðan ég setti keðjuna á. Hún var að kveikja í vindlingi. Ég er viss um, að Ihún vottar þetta með mér. En Bessie, sem var vakin á þeim ókristilega tíma, klukkan átta, sagðist ekkert vita um þetta. — Hvað ætti ég að vita um það? hvein í henni. — Ég kom bara heim og fór í rúmið, og þar ætl’a ég að vera áfram, ef þið viljið láta mig í friði. Engu hafði verið stolið, en Jim Conway, sem kom daginn eftir til að athuga þetta, vildi ekki trúa fram Stevens. — Maðurin var hálf sof'andi, sagði hún. — Hefur sennilega alls ekki munað eftir keðjunni. En annars kemur þetta allt heim og saman. Sá, sem náði í lykl- ana hans Evans, er farinn að nota þá. Vissi bara ekki um hundinn. — Hver sá, sem vissi af lykl- unum í fórum Evans, hefur líka vitað uim hundinn, sagði ég við hann. — Og Roger geltir ekki nerna að ókunnugum. Jim tók l'ítið mark á þessu. — Auðvitað hefur þetta verið að- komumaður, sagði hann. — Hver heldurðu, að það hafi ver- ið? Einhver gamall húsvinur, eða hvað? En lögreglan komst ekki að neinu.Það voru engin fótspor á jörðinni úti fyrir, og útkoman af þessu varð ekki önnur en auk- in aðgæzla heimilisfólksins, og það gerði annað innbrotið — þeg ar að því kom — ennþá dular- fyllra en hið fyrra. En þó að þessu væri nú sleppt, held ég, að sorgaratburðir í húsinu hafi ein- hvern veginn ósjálfrátt lagzt í okkur öll. Vissulega var ekkert okkar eins og það átti að sér. Tony fór aftur að verða beizkur og niðurdreginn eftir kvöldið í leikhúsinu Maud var eitthvað einkennileg, næsitum fjarræn, og Bessie var bæði hrokafull og næstum ónotaleg. Þessvegna læt ur það einkennilega í eyrum að minnast þess, að fyrsti fyrir'boð- inn um veruleg vandræði, þegar loksins að því kom, virtist ekki vera neinu okkar viðkomandi. Þetta gerðist nokkrum dögum seinna og það snerti Lydiu Morg an þótt ólíklegt kunni að virðast. Þessi dagur er mér í minni öðr um framar, og það af fleiri á- stæðum en einni. f fyrsta lagi var það afmælisdagurinn minn, og sá tu'ttugasti og sjötti í þokka bót. Ég var nœstum búin að gleyma Ihonum, þangað til Maud kallaði á mig, eftir að Tony var farinn til borgairinnar kallaði á mig í innanhússsímann og bað mig að fara út á brautina fyrir utan. — Þú átt þar nokkuð, sagðd hún. — Til hamingju með afmæl ið, væna mín. KÚLUVELIN *r rítvél án stafleggja, — án vagns, — aðeins lítil, létt letur- kiila. Fisléttur áslóttur. — Fyrsta flokks viðgerðarþjónusta. £ SKRI FSTOFUVELAR H.F. \tlK^ Hverfisgötu 33. — Sími 20560.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.