Morgunblaðið - 15.11.1967, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓV. 1967
Bergsveinn leikur með
Valsmenn leika
við Vasas í kvöld
gipsumbúðir um handlegg
í KVÖLD fer fram í Budapest
fyrri leikur Vas»js Budapest —
— ung-veirsku meLstaraima í
knatfcspymu — og íslandsmeist-
ara Vails, í 2. umferð Evrópu-
keppni meisbaraliða. Síðari leik
ur liðanna verður leikinn á
sama velli í Budapest á föstu-
dagskvöldið.
Valsmenn héldu utan á mánu
dagsmorguninn og var þar á
ferð 20 manna lið. Samkvæmit
reglum keppninnar mega vera
í slíkum hópum 20 menn, þó
ekki megi setja varamenn inná
eftir að leikur er hatfinn. Vals-
menn og Ungverjar sömdu svo
um, að fyrst báðir leikirnir fara
fnam í Ungverjalandi, þá
skyldu Ungverjar bera alian
kostnað af för Vals. Til að nota
20 sætin, sem umsamin eru,
fóru nokkrir atf eldri stuðnings
mönnum Vals með, í förina.
Næsta fáir — eða enginn —
mun ætla Valsliðinu að ná
jöfnum leik, hvað þá meira.
Ungversk knattspyrna er ein
sú bezta í heiminum, og ung-
versk lið eiga hreina snillinga
í knattspyrnu. Tveir atf liðs-
mönnum Unverja í úrslita-
keppni HM í Englandi í fyrra
voru valdir í heimsliðið og er
annar þeinra liðsmaður Vasas.
Heim halda Valsmenn um
eða etftir næstu heflgi — og með
þessum leikjum þeirra ytra er
lokið keppni þeirra á árinu sem
heíur verið viðburðarrík og
árangursríik. Utan fóru allir
beztu menn liðsins að Ingvari
Eiiassyni undanskildum, er ekki
átti heimangengt. Einn liðs-
maður Bergsveinn Alfonsson
varð fyrir því óhappi að hand-
leggsforotna um úlnlið. Gerðist
þat á æfingu. Er hann enn í
gipsumbúðum, en mun lieika
þannig. Fengu Valsmenn það
ráð, að láta hann leika þannig,
er þeir sáu svipaðar umbúðir
á þýskum leikmanni, en á
mynd atf honum rákust þeir á
ritsstjórnarskritfstofu Morgum-
blaðsins. Höfðu þeir myndina
með sér utan siem sönnunar-
gagn, ef Ungverjar tækju upp
á þvi að mótmæla umbúðunum.
Myndin frá leiknum er presturinn talar um.
Leikurinn var stöðvaður 40 sinnum
og byssukúlum og táragasi beitt
Segir ísl. presturinn sem Celtic
bauð með sér til S-Ameríku
SÉRA Róbert Jack var eini
í&lendingurinn — sem dkk-
ur er kunnugt um — er var
viðstaddur hinn sögulega
,,-aukaúrslitaleik“ milli Celt-
ic og Racing Cluh Argentínu,
er fra-m fór í Uruguay, etftir
að liðin voru enn jöfn eftix
leiki á sínum heimavöTlum.
Þarna gerðust skammarlegir
atburðir sem eru einstæðir
á sviði knattspymunnar.
Sr. Robert Jack er skozk-
ur að ætt og hetfur ávallt
verið mikill stuðningsmaður
Cletic. Nú var honum boðið
til leiksins í S-Ameríku en
félagið fór þangað í leigu-
vél og bauð mörgum gest-
um. Sr. Robert Jack hefur
sent Mbl. bréf þar sem hann
lýsir atburðunum:
Það gerðist margt í þess-
um leik sem er Evrópubú-
um framandi. Myndin sýnir
það vel. Bæði hermenn og
lögregluiþjónar urðu að fara
margar ferðir út á vöfllinn,
því annars hefði illia farið.
Utan vallar — eftir leikinn
— var ráðist á litinn hóp
Skota (100 manns) og voru
þeir lamdir alveg að ásitæðu-
lausu. Skriilinn þarna suður
frá er ofboðslegur, hvorki
iæs né skrifandi og hagar
sér eins og frums'kógardýr.
Fimm atf leikmönnum Rac
ing, sem vann leikinn 1—0,
kunna ekki að lesa eða
skrifa.
Dómarinn var frá Paraguay
og stöðvaði hann leikinn 40
sinnum og fékk túflk út á völl
inn, til að geta rætt við leik-
menn.. Hann hafði enga
stjóm á leiknum og var auð-
sjáanlega á bandi milljóna-
mærinigaklúbbsins, Racing.
Hlutlausari Uruguayar
komu til Skota á eftir og
báðust afsökunar og sögðust
aldrei hafa séð siíkt órétt-
læti á kniattspyrnuvedlli í
Uruiguay.
f götubardaga sem braust
út eftir leikinn milli Uru-
guaya og Aregentánumanna
meiddust 170 manns. Herinn
beitti vopnum og notaði
skotvopn. Enginn lét lífið en
bardaginn varð blóðugur.
Æsmgurinn á leikrmm
varð ofsalegur og varð her-
fflokkur að „smygla“ dóm'ar-
anum út á flugvöll og þaðan
var hann fluttur í einikaflug
véfl tifl Paraguay. Veizla,
sem halda átti eftir leikinn
var, aflýst.
Gerð var tilraun tii að ráð-
ast á hótelið þar sem sfcozku
leikmennirnir bjuggu. Monte
video var undir heraga
þangað til allir Argemtínu-
menn (21.000) er komið
höfðu tifl að sjá landa sín.a í
úrslitunum voru farnir jrfir
La Plafca ána.
Seinma um kvöldið hófst
gleðiháitíð í Buenos Aires og
um nóttina var enn gerð tifl
raun tifl að ráðast að hóteli
skozfcu leikmannanna þar.
Dreifði lögregAan 10 þúsund
manna sikrílshóp með tára-
gasi. Gerð var leit að vopn-
um í herbergjum Skota —
auðvitað fannst ekkert vopn.
Argentínumenn sýndu Bret-
um emga lipurð eða vinátitu.
Knattspyrna pessi er ekki
sport, heldur grafalvarlegt
mál og undir kyndir beiskja
og hatur og spilling. Þeir einu
sem sýndu Skotunum vináttu
þarna syðra voru Norður-
landabúar, en þeir eru margir
og minntust nokkrir þeirra
íslendinga er þar hefðu verið,
með hlýju.
Á myndinni sézt Martin
(Argentínu) í klóm lögreglu-
manna og hermanna, áður en
hann var leiddur út af leik-
vellinum. Hann var sá fyrsti
sem fór út af. Þá datt dómar-
anum í hug að „jafna ástand-
ið“ og reka einn leikmanna
Framhald á bls. 31
Það er engin sérstök ást eða blíða í mótttökum Vidovics hins
júgóslavneska, er Geir Hallsteinsson nálgast mark Júgóslava í
léiknum við FH í fyrrakvöld. Geir og Örn bróðir hans voru
markhæstu leikmenn vallarins með 4 og 5 mörk skoruð.
Kvenfólkið farið
að verja titilinn
IMorðurlandamótið hefst á
morgun
I DAG heldur ísl. la/ndsliðið í
handknattleik kvenna utam til
Norðurlandamótslns í hamd-
knattleik kvenwa. Mótið hefst
í Korslör á föstud/aginn og lefka
lið Noregs og Sviþjóðar fyrsta
leikinn. Síðari eflikurínn mma
kvöld er málli Danmerkur og
Finnfands.
Síðari hl'uta laugardags leika
fyrst Finnland og Noregur og
síðar Danmörk — Island. Laug
airdag'sleikimir verð'a leiknir í
Heddinge.
Á laugardagskvöld leika Finn
land-Island og Danmörk—Sví-
Þjóð.
Mótinu lýkur svo á sunnu-
daginn í Næstved og fara fram
þiessir leikir:
ísland — Noregur
Finniand — Svíþjóð
ísland — Svíþjóð
Danmörfc — Noregur
Þetta er í 12 sinn sem Noxð-
urlandamót, kvenna er haldið í
þessiari grein. Danir og Svíar
hafa unnið 5 sinnum en ísland
1 sinni, þá er mótið var hafldið
hér á landi en það var síðasfca
mót. Norðmenn og Finnar hafa
þannig aldrei sigrað.
Eins og sjá má er dagskrá
ísl. liðsins erfiðari en hjá
nokkru hinna landanna. Leik-
ur liðið tvo leiki á laugardag
og tvo á sunnudag, en ekkert
fyrsta leikdaginn.
Fyistn leikir 1
meistoinflokki
í KVÖLD kl. 8:15 verður körfu-
kna'ttleiksmóti Rvíkur haldið
áfram að Hálogalaindi og fara
þá fram fyrstu leikirnir í meist
araflokki karla. Leika fyrir
KFR og RÍ en síðan KR og ÍS.
Á sunnudaginn fóru fairm 3
leikir mótsins. í 3. flokki karia
vann ÍR lið Ármanns meö
28:24. f 2. fL karla vann Á —
KR 33:31 og í 1. fl. karla vamn
ÍR lið ÍS 47:32.
Engar æfingar
Vegna viðgerðar á salargólfi
verða engar æfingar í íþrótfca-
húsi Rétt arholfcs skóla ns
kvöld, miðvikudag.
AUGLÝSIN6AR
5IMI SS*4*BO