Morgunblaðið - 22.11.1967, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓV. 1967
17
- ÞINGFLOKKUR
Framlhald af bls. 1
segja af sér. Var það Austen
Al'bu, sem sagði, að nýir menn
ættu að hefja nýja stefnu — en
ekki þeir, sem hefðu neytt
Breta út í síðustu gryfjuna.
Houghton sagði, að flokkur-
inn stæði að baki þeim Gallag-
han og Wilson, að minnsta kosti
í bili, — hinsvegar hefðu heyrzt
raddir, sem ékki væru samþykk
ar frekari kauþbindingu, sér-
staklega innan vinstri armsins.
Stjórnmálasérfræðingar hafa
hinsvegar rætt mjög um, að
kaupbinding sé nauðsynleg til
þess að ekki verði að engu gert
það, sem áunnizt getur með geng
isfellingunni. Einn af helztu
framiámönnum í brezka iðnaðin-
um sagði í gærkveldi eftir funu
með fulltrúum stjórnarinnar, að
gripa yrði til róttækra áðstaf-
ana til þess að koma í veg fyrir
launakröfuöldu, er skylli í kjöl-
far gengisbreytingarinnar.
IHoughton sagði, að Gallag'han
hefði sagt á flokksfundinum, að
launahækkanir mundu alger-
lega grafa und-an hinum já-
kvæðu áhrifum gengislækkunar-
innar. Hann taldi, að nokkur
tími mundi líða, áður en ljóst
yrði, hver stefna yrði i launa-
kröfum og þann tíma mundi
stjórnin nota til þess að ræða
miálin við framleiðendur og
verkalýðinn og kanna' hvað þess
ir aðilar vildu sjáilfviljugir á sig
leggja.
Atkvæðagreiðsla annað kvöld
í NTB-frétt segir, að búast
megi við víðtækum breytingum
í brezku stjórninm. Hefur þó
ekkert komið fram hjá brezkum
ráðherrum er réttlætir þá skoð-
un, sem sögð er ríkjandi meðai
stjórnmálasérfræðinga, og fyrst
og fremst byggð á ummælum
Gallaghans í Neðri málsstofunni
í gær, er hann varði gengislækk
unina.
Sem fyrr segir hófust í dag
tveggja daga umræður um geng-
islækkunina. Búizt var við, að
stjórnarandstaðan mundi leggja
fram vantrauststillögu í upþhafi,
en það gerði hún ekki, svo að
umræðurnar fóru fram á grund-
'velli tillögu ríkisstjórnarinnar
um, að þingið samþykkti geng-
isfellinguna. Ljóst er, að hún
verður samþykkt, þar sem
Verkamannaflokkurinn hefur
yfirgnæfandi meirihiuta. Einnig.
er hugsaniegt, að þingmenn
frjálslyndra, tólf talsins, styðji
tillöguna éða sitji hjá en íhalds-
menn greiða ugglaust atkvæði á
móti. Atkvæðagreiðsla fer fram
annað kvöld.
Áður en sjálfar umræðurna.
hófust í dag, var spurningatími,
þar sem ráðherrar, þar á meðal
Wilson og Gallaghan, svöriíðu
spurningum þingmanna. Wilson
sagði þá, að Bretar ættu nú eftir
gengisfellinguna að hafa miklu
meiri möguleika en áður á að fá
inngöngu í Efnahagsbandalag
Evr'pu. >eir, sem svo hefðu lit-
ið á, að staða pundsins, eins og
hún var, stæði í vegi fyrir aðild,
hlytu nú að endurskoða afstöðu
sína.
Einn þingwianna spurði Wil-
ison, hvort ekki væri ráð, að
hann tæki upp persónulegt sam-
band við De Gaulle, forseta
Frakklandfi, og fengi hann ;il
að gera fultkomna grein fyrir
afstöðu sinni til aðildar Bret-
- MINNING
F. amhald af bls. 18.
svo mjög einkenndi ömmu og
aia.
Eftir lát Tómasar bjó Guðrún
enn um nokkurt skeið, í Bröttu-
götu og síðan í húsi sonar síns,
Þorgrims og Ingibjargar, tengda-
dóttur sinnar, — í lítilli en mjög
vistiegri íbúð. Þangað lá leiðin
oft cg þótt Guðrún, hin síðari ár,
hafi oft átt við heilsubrest að
striða var hún ávallt söm við sig,
æðrulaus, síveitandi og sífræð-
andi.
í>að er mikið lífslán, og mér-
til ' maél'ds ávinnings, að hafa
átt þess kost að kynnast og eiga
að vini jafn ágæta konu.
Þ.Þ.
landfi. Því svaraði Wilson til, að
samkvæmt Róimarsáttmálanum
skyldu viðræður um aðild fara
fram við bandalagið í heild en
ekki einstök aðildarríki þess.
Gallaghan svaraði fyrirspurn-
um um hlutverk pundsins sem
alþjóðlegs gjaldmiðils: Hafa
Frakkar m.a. gert þá kröfu, að
hætt verði að nota pundið
þanniig, áður en Bretar fái
aðild að Efnahagsbandalaginu.
Það sagðí Gallaghan ekki koma
til greina, a.m.k. ekki fyrr en
einbver önnur leið hefði verið
fundin, sem fulilnægjandi væri
fyrir þær þjóðir, er miðuðu við
sterlingspundið.
Að því er NTB segir, má búast
við, að gengisfellingin í Bret-
landi komi þar niður, sem áhrif-
anna gæti hvað mest og beinast
— Þ.e.a.s. í búri Bretans. Mat-
vörukaupmenn staðhæfa, að
matarreikningar húsmæðranna
fyrir vikuna muni hækka þegar
um að minnista kosti þrjú pró-
sent og jólin verði þeiim eflaust
dýr. Talið er, að verðhækkunin
komi fyrst fram á inntfluttum
þurrkuðum ávöxtum, niðursoðnu
kjöti, ávöxtum í dósum og
grænmeti.
Áhrifin frá öðrum löndum
Margar þjóðir hafa fylgt í.
kjölfar Breta og lækkað gengi
gjaldmiðils síns. í gær var sagt,
að Danmörk, ísrael, írland,
Spánn., Hong Kong, Malawi og
Malta hefðu farið að dæmi
Breta. Síðan hafa bætzt í hóp-
inn Nýja Sjáland, Kýpur,
Gambia, Jamaica, Br. Houduras
og eyjaklassinn Mauritius —
sem fær sálfstæði 12. marz nk.
Grískum bönkum hefur verið
bannað að kaupa sterlingspund
og er uppi hávær orðrómur um
væntanlega gengisfeillingu. . En
talsmaður stjórnarinnar neitar
og segir, að á morgun. verði aftur
leyfð kaup á pundum, enda hafi
felling gengis sterlingspundsms
engin áhritf á verðgildi gríska
gjaldmiðilsins, þar sem hann sé
varinn gulli og dollurum.
í frétt frá Nairobi í Kenya
segir, að stjórnir Kenya, Uganda
og Tanzaniu hafi ákveðið að
fella gengið. Áður hafði stjórn
Ghana tilkynnt hið sama — en
þar var gengið fellt um 30%
í júlí sl.
í Hong Kong er viðbúið, að
gengisfelling verði mjög til að
rýra kjör íbúanna, þar sem
99% eru Kínverjar og 90%
þeirra búa við bág launakjör.
Er óttast, að afleiðingarnar verði
ekki glæsilegar, aukin ólga og
e.t.v. uppþot og óeirðir. Þegar
í dag höfðu hundruð smáverzl-
ana hækkað vöruverð um allt
að því 18—20%. Líta embættis-
menn og stjórnmálamenn til
þess með kvíða, sem gerast
kann á komandi vikum, þegar
verð á hrísgrjónum, kjöti og
grænmeti fer að hækka.
Stjórn Sýrlands hefur til-
kynnt, að þar verði ekki gengis-
lækkun. Hinsvegar var takmörk-
uð gengisfelling í Malaysíu og
Singapore. Þar hafa stjórnarvöld
smám saman verið að fella úr
gildi hinn gamla Malayadollar,
sem var sterlingstryggður og inn
leiða þess í stað gulltryggðan
dolíar. Sá fyrrgreindi féll í verði
um leið og sterlingspundið og
kom til vandræða í dag, þegar
verzlanir neituðu að taka við
öðru en gullvörðu myntinni. Þar
sem ekki er ennþá nóg af henni
í umferð, var stundum gripið
til vöruskipta í stað peningavið-
skipta. Síðar í dag kom til óeirða
og varð lögregla að beita tára-
gasi til þess að dreifa hóp
manna er mótmæltu gengislækk-
uninni. Stjórnin telur að ennþá
séu í umferð gamlir sterlings-
tryggðir dollarar fyrir upphæð,
sem nemur um 200 milljónum
bandarískra dala. Eru það tveir
fimmtu hlutar alls gjaldmiðils i
umferð.
Á peningamarkaðinum í Par-
ísarborg bar mikið á gullkaup-
um í dag. Komst 20 franka
Napoleons gullpeningurinn, sem
hefur síðustu daga staðið í 50.80
frönkum upp í 52.10 franka eða
10.42 dollara. 20 dollara gullpen.
ingar seldust á 247.60 franka,
49.52 dollara en voru áður í
244.40 frönkum eða 48.88 doll-
urum.
Þá segir í AP-frétt frá Jóhann
esarborg, að þar hafi gull hækk
að í verði um 10% og mikill
æsingur verið í fjármálalífinu
í dag. í gær var allt með kyrr-
um kjörum, þar eð gjaldeyris-
afgreiðslum var lokað.
Vaxtahækkanir víðar?
Fjármálaráðherra Japans lýsti
því yfir í dag, að hann væri
uggandi um, að vaxtahækkunin
í Bretlandi mundi valda vaxta-
hækkun í fleiri löndum. Hann
kvað stjórn lands síns reiðubúna
a‘ð taka þátt í ráðstöfunum til
þess að styrkja sterlingspundið
og stöðu þess í alþjóðaviðskipt-
um.
Vaxtahækkuninni hefur þ.egar
fylgt vaxtahækkun í Bandaríkj-
unum. Hækkuðu fyrstir vexti
,,The National City Bank otf
New York“, þriðji stærvsti banki
í Bandaríkjunum og „Manufac-
turers Hanover", úr 5%% upp í
6%. Er líklegt talið, að aðrir
bankar fylgi á eftir.
Gengisfellingin í Bretlandi er
töluvert áfall útibúum banda-
rískra bílaframleiðenda í Bret-
landi. Þar sem kaupgeta Breta
verður nú minni, verður allt
kapp lagt á að auka útflutning.
Með gengisfellingunni verða bif-
rei'ðar, smíðaðar í Bretlandi, í
betri samkeppnisaðstöðu á banda
ríska márkaðinum gagnvart t. d.
Volkswagen-bifreiðinni þýzku,
sem þar hefur verið söluhæsti
evrópski bíllinn. Sem dæmi um
bílverð segir AP, að fjögurra
dyra Ford Cortina, sem kostaði
í Bandaríkjunum 1943,93 doll-
ara muni nú lækka niður í 1666
dollara, og verða ódýrari en
Volkswagen.
Danmörk og Noregur.
Svo sem frá var skýrt í frétt-
um í gær, felldu Danir gengi
dönsku krónunnar, þegar eftir
að brezka pundið var fellt. I
gærkveldi samþykkti danska
þingið stjórnarfrumvarp um það,
sem Danir kalla ,,avancestop“, en
samkvæmt því, er komið í veg
fyrir, að þegar í stað hækki ver’ð
á þeim vórum, sem fyrirsjáan-
legt er að gengisfellingin valdi
hækkun á — þ.e.a.s. að verð-
hækkunin má ekki koma fyrr en
á næstu vörusendingar, en þær
vörur, sem þegar eru til á lager,
verða að seljast með gamla verð-
inu. Er búizt við allmiklu
hamstri danskra kaupenda á
næstunni.
SAS flugfélagasamsteypan hef
ur þegar hækkað fargjöld,
sem seld eru fyrir danskar krón-
ur. Er hækkunin 7.9% og til þess
gerð að halda samræmi milli far-
miðaverðs í Danmörku, Noregi
og Svíþjóð.
Að lokum skal geti'ð um-
mæla viðskiptamálaráðherra
Noregs er hann viðhafði á fundi
norska stórþingsins í dag. Hann
sagði, að gengisfellingin í Brét-
landi mundi baka Norðmönnum
geysimikið tjón, þar sem þeir
ættu talsverðar innstæður í pund
um — sérstaklega vegna skipa-
flutninganna — sem yrði að
breyta í annan gjaldeyri. „Það
liggur í hlutarins eðli“, sagði
Willock að ekki er hægt að
reikna slíkt tap nákvæmlega út,
en óhætt mun að segja, að Nor-
egur hafi í heild orðið allmiklu
fátækari en áður eftir gengisfell
inguna í Bretlandi. Og breyting
á norsku krónunni getur með
engu móti bætt upp þetta tap“.
Hann taldi ekki, að gjaldeyris-
staða Norðmanna mundi batna
við gengisfellingu — hins vegar
væri því ekki að neita, að rpjög
mundi harðna samkeppnisaðstaða
norska útfl.ingsins nú að brezka
genginu felldu. Fyrst og fremsit
mundi þetta bitna á þeim aðil-
um, sem seldu til Bretlands og
Danmerkur en fyrirtæki í þess-
um tveimur löndum, svo og öðr-
um löndum, sem felldu gengi
Gísli Gíslason stór-
kaupm. fimmtugur
GÍSLI Gíslason er fæddur í Vest-
mannaeyjum 22. nóvember 1917.
Foreldrar hans voru hjónin
Rannveig Vilhjálmsdóttir og
Gísli Þórðarson, vélstjóri og sjó-
maður í Vestmannaeyjum. Gísli
missti föður sinn þegar hann var
barn, að aldri, .en móðir hans
giftist aftúr, Viggó Björnssyni,
bankastjóra í Vestmahnaeyjum.
Hefur Gísli oft minnst þess, að
stjúpfaðirinn hafi verið honum
mjög góður.
Gísli útskrifaðist úr Verzlun-
arskóla íslands 1936. Hann starf-
aði í Útvegsbankanum í Vest-
mannaeyjum á árunum 1936 til
1939. Hann- stofnaði heildverzl-
un i Vestmannaeyjum á þessum
árum, og hefir stjórna'ð henni
síðan með miklum dugnaði og
myndarskap.
Árið 1945 stofnaði Gísli prent-
smiðjuna „Eyrún h.f.“, og er
hann stjórnarformaður í því
fyrirtæki. Árið 1958 var Haf-
skíp h.f. stofnað, og er Gísli
stjórnartformaður í því tfélagi og
hefur sýnt þar, eins og annars
staðar, mikinn dugnað og ár-
vekni. Hann var forseti bæjar-
stjórnar Vestmannaeyja 1962—
’66 og er enn i bæjarstjórn. Gísli
er í stjórn Oddfellow-stúkunnar
„Iíerjólfur" í Vestmannaeyjum.
Hann er í fulltrúaráði Sjálfstæð-
isflokksins í Vestmannaeyjum og
er mjög áhugasamur um flokks-
málin.
Af því, sem hér hefur verið
á minnst, sem er þó ekki nema
lítill hluti af þeim störfum, sem
Gísli hefur með höndum, er aúg-
ljóst að hann hefur nóg áð
starfa.
Gísli hefir sagt, að tíminn væri
dýrmætur og dagurinn oft of
stuttur, til þess að ljúka öllum
þeim verkefnum, sem fyrir
liggja. Því hefir hann tamið sér
algjörlega reglusemi og gengur
að hverju verki með dugnaði
og fyrirfram gerðri áætlun um,
hvernig verkefnin skuli verða
leyst.
Það er ánægjulegt til þess að
vita, þegar- ungir menn skipu-
leggja þannig störfin, og verja
tímanum eins og bezt verður á
kosið. Fimmtugur maður er enn
á bezta aldri og það er því af-
mælisósk mín, að heilsa Gísla
megi næstu áratugina verða
þannig, a'ð hann hafi starfsþrek
til þess að vinna eins og að
undanförnu. Það er öruggt, að
hann vill láta gott af sér leiða
og byggðarlagið og þjóðin munu
njóta starfanna meðan starfsþrek
hans endist.
Þessi sívinnandi athafnamað-
ur, hefir áunnið sér traust allra
sem hafa kynnst honum og sam-
skipti hafa við hann. Gísli er
giftur ágætri konu, Guðrúnu
Sveinbjarnardóttur, rafstöðvar-
stjóra Jónssonar frá Vestmanna-
eyjum. Eiga þau fjögur mann-
vænleg börn og fyrirmyndar
heimili.
Oft er gestkvæmt hjá þeim
hjónum, enda gestrisni og hjálp-
semi við þá, sem til þeirra leita,
löngu viðurkennd.
Það er fyrir löngu kunnugt, að
margir leita ráða hjá Gísla þegar
að vanda ber að höndum, og hef-
ir hann lagt sig mjög fram um
að verða þeim, sem til hans leita
að liði.
Vinsældir Gísla eru mjög
miklar, bæði í Vestmannaeyjum
og víðar.
Aðalstarfssvið Gísla hefir ver-
ið í Vestmannaeyjum, þótt hon-
um í seinni tíð hafi verið falin
mikilvæg störf utan heimabyggð
arinnar. Tryggð hans vfð Vest-
mannaeyjar og Vestmannaeyinga
er mikil og annars staðar en í
Vestmannaeyjum getur hann
ekki hugsað sér að eiga heima.
í dag munu margir heim-
sækja Gísla og færa honum og
og fjölskyldunni heillaóskir í til-
efni afmælisins.
Ég vil, með þessum fáu línum,
færa Gísla og skylduliði hans
mínar beztu heillaóskir, með
þökk fyrir ágæta viðkynningu á
liðnum árum.
í. J.
sitt, fengju hagstæðari sam-
keppnisaðstöðu en áður á norsk
um markaði. Þó maétti gera ráð
fyrir, að útflutningsvörur þess-
ara landa mundu hæk-ka eitt-
hvað í verði, vegna hækkandi
verðlags á vörum, er þangað
væru fluttar og útflutningsfram-
leiðsla þessara landa þyrfti á að
halda.
Hann ræddi m.a. um fiskveiðar
Norðmanna, sem mundu fá verri
samkeppnisaðstöðu en áður, en
þar mundi á móti koma hækk-
andi tilkositnaður í löndunum,
sem fellt hefðu gengið, og óhjá-
kvæmilega kæmi aftur fram í út-
flutningsverðiniu.
Norskur fiskiðnaður verður
fyrir miklu tjóni af völdum geng
isfellingarinnar, að því er NTB
segir. Fyrir utan hreint og tafar-
laust gjaldeyristap kemur þetta
niður á birgðum, sem þegar eru
tilbúnar til að senda á Bretlands-
markað. Formaður norska fiski-
mannasambandsins hefur lýst því
yfir, að fiskimenn geti ekki ein-
ir tekið á sig það tap. sem verði
vegna lægra fiskverðs og telur
einsýnt, að norska stjórnin verði
að gera einhverjar gagnráðstafan
ir. Ljóst er, að tapið kemur einn-
ig niður á skreiðarsölunni til
Nígeríu, enda þótt Nigería hafi
ekki fellt sitt gengi, — því að
salan hefur alltaf farið fram um
London og greiðslur verið í |
Sterlingspundum...
- SNJOKARLINN
Framhald af bls. 11.
riðið með Dodda ofgert frá hötf-
undarins hendi. Síríus var leik-
in atf Jónínu M. Ólafsdóttur, tfuSI-
trúi Sólar af Stefaníu Svein-
bjarnardóttur og pörupiltarnir
Mars og Merkúr (eða Palli og
Pési í vöku) af Þórunni Sig-
urðardóttur og Soffiu G. Jaik-
obsdóttur, og er þá upptalið
uppheimalið, nema sjö ungar
dainsmeyjar undir stjórn Bryn-
dísar Schram sem fóru með hlut-
verk Sjöstjörnunnar og gerðu
það laglega.
Óli og Ása voru leikin atf
ungum og lítt reyndum leikend-
um, Gunnari Borgarssyni og
Sigrúnu Björnsdóttur sem fóru
með hlutverk sín af furðumiklu
öryggi, þó fraimsögnin væri
nokkuð óskýr með köflum. Kom
það einkum að sök þegar þau
sneru sér friá áhorfenduni, og
ætti að vera létt verk að leið-
rétta þau mistök. Foreldra
þeirra léku Guðrún Ásmunds-
dóttir og Karl Guðmundsson,
lit.il hlutvenk en launkímin.
Sýningunni á sunnudaginn
var vel tekið atf hinum ungu
áhorfendum, og var leikendum,
leikstjóra, höfundi og tónskáldi j
vel fagnað í leiikslok. |
l
Sigurður A. Magnússon.