Morgunblaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DES. 1967
3
FYRSTI þjóðgarðurinn, eða nátt-
úruvemdarsvæðið í Vestur Indí-
um var opinberlega opnað sunnu
daginn 5. nóvember á Trinidad,
og ber nafnið „The AsAa Wright
Nature Centre". Sir Hugh Wood-
ing, yfirdómari opnaði þjóðgarð-
inn, og er hann einn fegursti
staður á Trinidad.
Sjóður hefur verið stofnaður
til styrktar viðhalda á svæ’ðinu
og nefnist sá „Ása Wringht
Centre Fund“. Svæði þetta er
meir en 193.000 ekrur og er efst
í Arima dalnum.
Frú Ása Wringht, sem allt
þetta gefur, er íslendingum áður
að góðu kunn, og hefur einnig
gefið stórgjafir til íslands, svo
sem allt bókasafn sitt til Bessa-
staða, ýmsa dýrgripi úr búi sínu
til Þjóðminjasafnsins, og margt
fleira. Hún er ættuð úr Stykk-
ishólmi, dóttir hjónanna Guð-
mundar Guðmundssonar og Arn-
dísar Jónsdóttur, konu hans. Frú
Ása giftist enskum plantekru-
eiganda, Wringht að nafni, og
settust þau að á Trinidad. Frú
Asa er nú ekkja, en rekur plant-
ekru sína enn, þótt hún sé orðin
76 ára.
Frú Wríght hefur áður byggt
við heimili sitt, Spring Hill
Estate, hús, sem hún hefur hýst
fuglafræðinga og fuglasko’ðara í,
og vill hún halda því áfram og,
að þjóðgarðurinn verði nokkurs
konar Mývatnssveit Trinidad.
Talsvert hefur verið af svo-
nefndum olíufugli á Trinidad,
merkilegum feitum fugli, sem
aðallega lifir á kakóbaunum, og
sem íbúðar Trinidad hafa drepið
mikið af vegna fitunnar, og uiot-
að í ljósmeti. Nú hefur gengið
tvöluverí á stofninn á Trinidad,
annarsstaðar en á landareign
frú Wringht.
wBk
'
Mynd af frú Ásu Wringht og Sir Hugh Wooding er hann sskrifar í gestabók á heimili
hennar á
Spring Hill Estate.
Brautrv^jendastarf íslenzkrar
konu á Trinidad
Fred Whitehead verður um
sjónarmaður stofnunarinnar.
Hlutverk sjóðs frú Asu
Wringht verður einnig það, að
vernda náttúru Trinidad og
Tobago me’ð því að glæða áhuga
á náttúrufræði í samvinnu við
Háskólann í Vestur Indíum í St.
Augustine.
Nefnd var kosin til að annast
mál stofnunarinnar, og var Dr.
Brian Aianscough, náttúrufræð-
iijgur við Háskólann í Vestur
Indíum kosinn formaður, en Mr.
í opnunaræðu sinni skoraði Sir
Hugh á íbúa á Trinidad að gefa
fé til stofnunar þessarar, og
sagði það álit sitt, að þeir ættu
að vera þessum framkvæmdum
skyldir á jákvæðan og hag-
kvæman hátt, og með gjöfum
gætu þeir vottað þakklæti og
virðingu í garð frú Ásu Wright,
og sýnt náttúru lands síns til-
hlýðilega athygli og þannig
tryggt framtíð þessarar stofnun-
ar. Hann talaði af mikilli að-
dáun um frú Wright, sjötíu og
sex ára, sem hefði varðveitt
náttúru landareignar sinnar
með ágætum síðustu tuttugu og
tvö árin. Hann minntist einnig
á. Mr. Don Nckleberry, sem er
amerískur fuglafræðingur og
listamaður, nokkurskonar Peter
Scott Ameríkana. Hann kvað
hann hafa veitt frú Wright ómet
anlegan styrk og stuðning.
Mr. Eckleberry sagði einnig
nokkur orð við þetta tækifæri.
Meðal gesta er viðstaddir voru
þessa hátíðlegu áthöfn voru
brezki landsstjórinn Sir Peter
Hampshire og Ladly Hamphire,
Höfuðsmaður, Roy Alston og frú
Alston.
Kúrdar setja
Iransstjórn
úrslitakosti
Kúrdar í Norður-írak' hafa nú
sett íraksstjórn úrslitakosti og
segja þeir að verði stjórnin ekki
við kröfum Kúrda íyrir fimmtu
dag n.k. muni Kúrdar hætta öll-
um afskipum af innanríkismál-
um, ráðherrar þeirra í stjórn
landsins segja af sér, Kúrdar all
ir hverfa aftur til víggirtra
þorpa sinna nyrzt í landinu og
hefja aftur rekstur ólöglegrar út-
varpsstöðvar Kúrda. Segja Kúrd-
ar að loforð þau sem íraksstjórn
hafi gefið þeim, legðu þeir nið-
ur vopn og sættust við aðra lands
menn, hafi ekki verið efnd en í
samningum þeim sem gerðir
voru með Kúrdum og íraks-
stjórn var kveðið á um sjálf-
stjórn Kúrda í ýmsum héruðum
þeirra. Ekki hóta Kúrdar vopna
viðskiptum að sinni, enda vetrar
riki of mikið í norðurhéruðun-
um til þess að þar verði barizt
svo nokkru nemi fyrr en að vori.
Frú Ása Wright, Slr Hugh Wooding og fleiri tignir gestir á opnunardaginn.
STAKSTEIMAR
Með blandinni gleði
Það var eftir því tekið, þegar
Tíminn birti í fyrradag frétt af
fundi í Framsóknarfélagi Reykja
víkur, þar sem Kristján nokkur
Thorlaciutý, formaður B.SJtB.,
lýsti því yfir, að forseti ASÍ
hefði „brugðizt forustuhlutverki
KÍnu“ í samningaviðræðum við
ríkisjtjórnina. Miðstjórn ASt
kom saman til fundar þegar
sama dag og gaf út yfirlýsingu,
sem nndirrituð var af öllum mið
s'íjornarmönnum ASÍ að forset-
anum sjálfum undansikildum, þar
sem þesgum ummælum for-
manns B.S.R.B. var lýsit sem „til
hæfulausum og ósönnum” »g
jafnframt tekið fram, að slík
ummæli mundu „valda tor-
tryggni“ milli þessara tveggja
félagasamtaka og loks lýst yfir
trausti á núverandi forseta ASÍ.
Undir þetta skrifar m.a. Óðinn
Rögn valdsson ,einn af frambjóð-
endum Framsóknarflokksins við
borgarstjórnarkosningarnar í
fyrra, og er ekki vafi á því, að
honum hefur verið það einskær
ánægja að skrifa undir þessa yf-
irlýsingu. Það er hins vegar ekki
jafnvist, að Þjóðviljinn hafi birt
þessa yfirlýsingu með jafn
óblandinni ánægju og Óðinn hef
ur skrifað undir hana. -Geð-
vonzka Þjóðviljaritstjóranna
leynir aldrei á sér, og ekki þarf
að efast um að slík yfirlýsing
hefði hlotið meira rúm á síðum
Þjóðviljans, ef sá sem veitzt var
að hefði t.d. heitið Eðvarð Sig-
urðsson. Það var því blandin
gelði á þeim báe þegar þessi yf-
irlýsing barst Þjóðviljanum í
hendur í fyrrakvöld.
Hvers vegna var
íréttin birt?
Viðbrögð Þjóðviljans skipta
þó minnstu máli í þesisu efni.
Mun fróðlegra er að velta fyrir
sér hvers vegna Tíminn yfirleitt
birti þessa frétt því að blaðið er
ekkert feimið við að stinga und-
ir stól fréttum, sem þvi líkar
illa. Augljóst er að þessi um-
mæli formannis B.S.RiB. voru
mjög til bess fallin að vekja úlf-
úð innan ASÍ og í ljusi þess að
B.S.R.B. hefur mjög leitazt við
að hengja sig afían í ASÍ að
undanförnu eru þessi ummæli
mjög klaufaleg, nema þau hafi
einungis verið ætluð til innan-
flokksneyzlu. Það er eina skyn-
samlega skýringin á slíkum um-
mælum formanns B.S.R.B. —
jafnvel þótt hann heiti Kristján
Thorlacíus. En hv.ið hefur þá
gerzt? Eins og kunn_át er, eru
fréttir Tímans yfirleitt einkennd
ar með stöfum þess blaðamanns,
sem fréttina skrifar. Einsiaka
sinnum kemur þó fyrir að þetta
er ekki gert og bregzt ekki að
í slíkum tilvikum er um fregnir
að ræða, sem megn ólykt er af
og kallar Timinn þó ekki aUt
ömmu sína í þeim efnum. Skyn-
samlegasta skýringin á þessari
frétt Tímans er því sú, að hún
hafi verið birt til þess að gera
formanni B.S.R.B. bölvun, því
að vitað er að hann nýtur engra
sérstakra vinsælda á ritstjórnar-
skrifstofum Tímans og í ýmsum
hópum Framsóknarmanna. Með
þessum klaufalegu ummælum
hefur formaður B.S.R.B. gefið
auðveldan höggstað á sér og
hann hefur umsvifalaust verið
notaður af „,samherjum“ sínum og
„stuðningsimönnum” á ritstjórn-
arskrifstofum flokksblaðsins.