Morgunblaðið - 01.12.1967, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DES. 1967
I
Geir Thorsteinsson
Minning
í DAG er kvaddur einn þekktasti
og vinsælasti borgari Reykjavík-
ur, Geir Thorsteinsson útgerðar-
maður. Hann fæddist hér í bæ
4. marz 1890 og var því á 78.
aldursári.
Við fráfall þessa góðvinar
okkar hjónanna rifjast upp
margra ára vinátta og kunnings-
skapur í meira en hálfa öld.
Á unglingsárum sínum var
Geir Thorsteinsson sá ungra
manna, sem við yngri drengir
litum upp til, enda var hann
þekktur íþróttamaður og sund-
garþur.
Foreldrar hans voru Thor-
steinn Thorsteinsson, kaupmað-
ur og útgerðarmaður í Reykja-
vík og kona hans Kristjana, dótt-
ir Geirs Zoega, kaupmanns, hins
merkasta athafnamanns um síð-
ustu aldamót.
Útgerð fiskiskipa var þannig
lífsstarf, sem bæði faðir hans og
afi stunduðu. Skútutímabilið var
þá að fjara út og botnvörpu-
veiðar á byrjunarstigi. Geir
Thorsteinsson gerðist maður
hins nýja tíma og varð brátt
þátttakandi í útgerð botnvörp-
unga og sjálfur eigandi slíkra
skipa. Geir Thorstemsson hefur
æ síðan stundað útgerð botn-
vörpuskipa fram á síðustu ár, er
Ragnar sonur hans tók við fram-
kvæmdastjórn.
Það var einkenni fyrir Geir
Thorsteinsson, hve félagslyndur
og samvinnuþýður hann var í
málefnum útgerðarinnar. Á ár-
inu 1923 stofnuðu botnvörpu-
skipaeigendur tryggingarfélag
fyrir slík skip og fóru nýja leið
með viðskiptin erlendis, beint til
Llods-markaðar í London, en sá
markaður hefur alla tíð verið
vettvangur botnvörpuskipa
flestra landa í tryggingarmálum.
í stjórn þessa innlenda trygg-
ingafélags var Geir Thorsteins-
son kosinn 1935 og verið æ síð-
an. Þegar samtök um meðferð
og sölu á meðalalýsi voru sett
á fót 1933, var Geir einnig með
í hópnum og í stjórn þess félags.
Sveiflur í botnvörpuskipaút-
gerð, sem margvíslegar hafa ver-
ið, hafa ekki farið fram hjá Geir
Thorsteinsson, enda tók hann
þátt í endurnýjun skipaflotans,
upp úr báðum heimsstyrjöldum.
Þá Jét hann einnig til sín taka
hin nýju verkefni útgerðarinnar
eins og síldveiðar, og reisti verk-
smiðju til síldarvinnslu og verk-
unarstöð fyrir síld, hvort tveggja
á Ingólfsfirði.
í vinahópi var Geir Thorsteins-
son aufúsugestur, hógværð hans
fór ekki úr skorðum, en látbragð
hans og kímni í tilsvörum kom
öltum í gott skap, og þegar hann
tók í píanóið var unun að hlýða
á hann leika.
Geir Thorsteinssoh var kvænt-
ur Sigríði Hafstein, dóttur Hann-
esar skálds og ráðherra. Þau
eignuðust fimrn börn, sem öll eru
á lífi. Þau eru: Þorsteinn, verk-
fræðingur, Hanne^, loftskeyta-
maður, Ragnar, framkvæmda-
stjóri, kvæntur Elísabetu Maack,
Kristjana Milla, eiginkona
A'Ifreðs Elíassonar, forstjóra
Loftleiða og Ragnheiður Guð-
rún, eiginkona Sveins Björns-
sonar, kaupmanns. Viðar Thor-
steinsson, gistihúseigandi er son-
ur Geirs.
Ásgeir Þorsteinsson.
í DAG fer fram útför eins af
mætustu borgurum Reykjavíkur,
Geirs Thorsteinssonar, útgerðar
manns. Ætt hans og lífsferill
í umfangsmiklum atvinnurekstri
er rakinn í annarri minningar-
grein um þennan merka athafna
mann, sem ekki mátti vamm
sitt vita og var hugljúfi sam-
starfsmanna, er voru margir eft-
ir langan athafnatíma í stórút-
gerð.
Leiðir okkar Geirs lágu sam-
an, þegar hann var kominn á
efri ár og kynntist ég þar mikl-
um mannkostamanni, sem ætíð
var reiðubúinn á kurteisan og
ljúfmannlegan hátt að ræða um
vandamál líðandi stundar og sér
staklega yngri kynslóðarinnar
af skilningi og velvilja. Það,
sem einkenndi hann í viðræðum
og glímunni við oft erfið við-
fangsefni, var einstæð ró og
stilling, sem vakti traust og trú
Skrifstofa okkar verður
lokuð,
fyrir hádegi í dag vegna útfarar,
Geirs Thorsteinsson, útgerðarmanns.
Samtrygging íslenzkra botnvörpunga.
Höfum opnað
nýja matvöruverzlun ásamt söluturni að
Búðargerði 9.
Opið frá kl. 8.30—23,30 alla daga vikunnar.
Leggjum áherzlu á góða þjónustu.
Reynið viðskiptin.
Vöruval — Vörugæði.
8ÖBECH8VERZLUN
Búðargerði 9 — Sími 32140.
á þvi að hafa Geir í stafni og
láta hann stjórna förinni. Minn-
ist ég þess ætíð með hve mik-
ilLi virðingu og hlýleik eldri
sjómenn sem hjá honum höfðu
starfað, töluðu um Geir Thor-
steinsson, Hann var útgerðar-
maður, sem sjómönnum þótti
gott að starfa hjá og báru traust
til, enda stjórnaði Geir togara-
útgerð sinni farsællega meðan
aðstæður og skilyrði voru til
sjálfstæðrar togaraútgerðar á
Islandi.
Sjávarútvegur og fiskiðnaður
og þá sérstaklega togaraútgerð-
in átti hug hans allan og við
þessa atvinnugrein var hugur-
inn til hinztu stundar. Við frá-
fall Geirs er fallinn í valinn einn
af hinum fáu íslendingum sem
eftir voru a.f þeirri miklu for-
ystukynsióð er leiddi þjóðina
til sjálfstæðis og manndóms á
grundvelli þess aúðs, sem ís-
lenzk togaraútgerð skóp á fyrri
helmingi þessarar aldar. Einn
fremsti forustumaður íslenzkra
stjórnmála sagði í ræðu fyrir
skömmu að én íslenzkrar
togaraútgerðar hefðu ís-
lendingar aldrei öðlazt sjálf-
stæði si'tt. Er það orð að
sönnu. Það var í þessari mikil-
vægu forustusveit, sem Geir
Thorsteinsson, haslaði sér völL
I henni voru fáir, samhentir en
útvaldir menn, sem þurftu oft
að berjast við erfiðar aðstæður,
eins og títt er um þá, sem í
forustu standa. En þeir skiluðu
þjóð sinni miklum arfi og
tryggðu henni sterka forustu
þar sem mikilsverðast var í upp
byggingu þess atvinnuvegar,
stórútgerðar, sem átti ríkasta
þáttinn í að tryggja frelsi og
sjálfstæði þjóðarinnar árið 1944.
í fáum kveðjuorðum er fátt
eitt hægt að segja um jafn góð-
an mann og drenglundaðan sem
Geir Thorsteinsson var. En hann
og hin fágæta hona hans, frú
Sigríðuij hafa skilað þjóðinni
verðmætum arfi í meiri skilningi
en sjá miá í hinu ytra lífi, þar
sem eru hin ágætu börn þeirra
hjóna. Þau eru Þorsteinn, verk-
fræðingur, Hannes, loftskeyta-
maður, Ragnar, útgerðarmaður,
Kristjana Milla, húsfrú og Ragn
heiður Guðrún, húsfrú. Er þetta
mannkostafólk, gætt ríkum ein-
kennum góðra foreldra, sem
munu Ufa í eftirkomendum.
Eg votta frú Sigríði, börnum
barnabörnum og tengdafó lki
innilegustu samúð mína og konu
minnar.
GuSm. H. Garðarsson.
Egyptar áforvna
stjórnmálasamb.
við V-Þýzkaland
Kairó, 28. nóveber, AP.
Taíið er að Egyptar, sem nú
fyrir skemmstu tóku aftur upp
stjórnmálasambánd við Bret-
land, áformi nú að taka aftur
upp stjórnmálasamband við V-
Þýzkaland. Er þetta haft eftir
egypzka blaðinu „A1 Gomour-
iya“, sem segir að málið verði
rætt á leiðtogafundi Arabaríkj-
anna, sem ef til vill verður hald-
inn í næsta mánuði. Egyptaland
og mörg Arabaríki önnur slitu
stjórnmálasambandi við Vestur-
Þýzkaland 1965 er Bonn-stjórnin
viðurkenndi ísraelsríki.
Aðstandendur „Drauga-
réttarins deila"
Kaupmannahöfn 24. nóv.
RUSSEL-réttarhöldin, sem
standa yfir í Danmörku haía
fengið auknefnið „drauga-
réttarhöld" meðal margra,
sem hafa fylgzt með þeim.
Það er annar hluti þeirra,
sem nú fer fram í Hróars-
keldu. Allmargir þekktustu
meðlima hafa sent staðgengia
sína og forseti þeirra Jean
Paul Sartre og júgóslavneski
rithöfundurinn dr. Vladlmir
Dedijer hafa lítið komið þar
nálægt.
Sé þessi síðari fundur
borinn saman við fyrri nlut-
ann, sem haldinn var í Stoki:
hólmi í maí sl., má segja, ð
ósköp sé dauft yfir sölunurn
og réttarhöldin einkennist af
innbyrðis sundurþykkju aðal
manna, svo og ábugaleysi fuli
trúa frá Norður-Vietr.arn.
Upphaflega var rétturinn sett
ur á laggirnar sem áhrifamiK
il árás á Vietnam styrjöidrna
og til að hafa veruleg áhrif
á viðhorf almennings í Banda
ríkjunum á stefnu Jonnsons,
forseta og stjórnar hans. Nú
virðast aðstandendur réttar-
ins ekki lengur eins sann-
færðir um gildi sitt og fyrr.
Forvígismennirnir ætluðu
að halda réttarhöldin í París
og ef það brygðist áttú þau
að standa í London. En þeg-
ar de Gauille beitti sér gegn
því að fyrsti hluti færi þar
fram, tóku Bretar að ítreka,
að þeir veittu ekki heldur
leyfi til að rétturinn yrði
settur í Englandi. Svíar létu
þá síðan vita, að þeir fengju
ekki að halda seinni hlutann
í Svíþjóð og þeir urðu að
gera sér Danmörku að góðu,
en þar er stjórnin undir sterk
ur þvingunum frá vinstri
mönnum. Hins vegar urðu
þeir að sætta sig við, að rétt
arhöldin færu fram í Hróars-
keldu, en ekki í Kaupmanna
hiöfn, svo sem þeir höfðu á-
formað.
Aðalákærur sem lagðar eru
fram í réttinum eru þær, að
Bandaríik j a men n hafi gerzt
sekir um ofbeldisstefnu, þjóð
armorð, notkun ólöglegva
meðala og vopna. Rétturinn
starfar sem dómari, kviðdóm
ur og saksóknari.
Allir helztu mennirmr eru
yfirlýstir marxistar, svo sem
Sartre og Dedjier, stuðnings-
menn Viet Cong til dæmis
þýzka leikskáldið Pefer
Weiss, eða hreinlega andstæð
mgar stefnu Johnsons í Viet-
nam. Kannski er það að fínna
skýringu á því, að margir
Danir sem gagnrýna stefnu
Johnsons í Vietnan, hafa
ekki viljað fallast á s:aðhæf-
ingu réttarins, að hann væri
hlutlaus og réttsýnn og því
hafi réttarhöldin ekki vakið
áhuga almenmings í Dan-
mörku.
Kannski skýrir þetta einn-
ig þær deilur, sem hófust í
Stokkhólmi og hafa að veru-
legu leyti lamað starfsemi
réttarins. í Stokkíhólmi byrj-
aði ágreiningurinn milli
hinna herskáu með einkarit-
ara Russels, Ralph Shoenman
í broddi fylkingar og hinna
varfærnu, m.a. Sartre og Ded
jier. Shoenman vildi ekkert
minna en allsherjar fordæm-
ingu á Bandaríkin og John-
son forseta, en Sartre og Ded
jier vildu sýna meiri kænsku
og tvíræðni. Hinir siðar-
nefndu bóru sigur af hólmi
og hafði það í för með sér,
að aðalstöðvar réttarins voru
fluttar frá London tiil París-
ar og Shoenman var vikið úr
þeirri virðingarstöðu, sem
hann hafði skipað. Hann hef
ur nú upp á síðkastið þeytzt
fram og aftur til að reyna _ð
komast inn í Danmörku, en
ekki tekizt, og meðan því hef
ur farið fram hafa risið upp
nýjar deilur, að þessu sinni
milli Sartre og Dedjier.
Dedjier vill fordæma
Bandaríkin á grundvelli al-
þjóðalaga, en Sartre vill vísa
til æðri laga „lög mnanilegrar
samvizku". Samkvæmt kenn-
ingum existen.S'íalista — en
þar hefur Sartre verið aðal-
frömuður um árabil — þá af
neita þeir tilveru æðri sam-
vizku.
Rétturinn hefur í Stokk-
hólmi og Kaupmannahöfn
sýnt kvikmyndir og ljósmynd
ir af loftárásum á Norður
Vietnam, og lagt kapp á að
sýna þar sem mestan hryll-
ing, til dæmis nærmyndir af
særðum og dauðum. Sem rök
gegn styrjöldum eiga þessar
myndir ef til vill rétt á sér,
en sem árás gegn Bandaríkj-
unurn eru þar haldlitlar.
Fulltrúar frá Norður Viet-
nam hafa sérstaka skrifstofu
til að útvega réttinum vitn.i,
og þeir hafa greitt kostnað
af för endinefndar réttarins
til Norður-Vietnam til að
afla gagna. Hanoi-stjórn
sendi fjölmenna sendinefnd,
bæði til Stokkhólms og Hró-
arskeldu, þar í hóp hafa ver-
ið særðir og bæklaðir og lögð
álherzila á að viðstaddir sæju
sem greitfilegast sár og ör-
kuml þeirra.
Margir eru þeirrar skoðun-
ar, að aðstandendurnir séu
nú í miklum vamda staddir.
Kannski reyni þeir að birta
einhvers konar yfirlýdngu til
að réttlæta þetta fyrirtæki
sitt, eða þeir reyni á kænleg-
an hátt að draga í land, án
þess að bíða við það teljandi
álitshnekki.
(OBSERVER, öll réttindi á-
skilin, stytt í þýðingu)
Kvenfélagið HRINGURINN
efnir til sinnar árlegu kaffisölu og bazars, sunnudaginn 3. desember næst-
komandi. Kaffisalan er að Hótel Borg og bazarinn í húsakynnum Almennra
trygginga í Pósthússtraeti. — Á bazarnum er óvenjumikið af fallegum hand-
unnum munum. — Allur ágóðinn rennur til að koma upp lækningaheimili
fyrir taugaveikluð börn.
Góðir Reykvíkingar komið og styrkið þetta MIKLA nauðsynjamál.
KVENFÉLAGIÐ HRINGURINN.