Morgunblaðið - 01.12.1967, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DES. 1967
//
Ég er á móti dag-
skráruppeldi á börnum
//
- spjall v/ð Guðmund L. Friðfinsson,
rithöfund, bónda og barnavin á
(
Egilsá í Skagafirði
j ÞEGAR bóndi utan af landi
■ kemur til Reykjavíkur, vill það
| oft bera við að í ýmsu sé að
i snúast. Auk þess, að útrétta hitt
j og þetta, þarf hann að heim-
! sækja kunningja og ættingja.
! Það var því lítill tími sem Guð-
i mundur L. Friðfinnsson, rithöf-
undur, bóndi og barnavinur á
Egilsá í Skagafirði, hafði til að
! spjalla við mig, þegar hann var
j á ferð í höfuðborginni fyrir
i skemmstu. Enda sagðist Guð-
mundur litlu hafa að segja frá.
Eftir fortölur lét þó Guðmundur
undan kvabbi mínu ©g kom nið-
; ur á blað, og spjallaði þar við
, mig. Þar sem ég hafði heyrt að
til stæði að hann gæfi út bók
núna fyrir jólin, lá beint fyrir
í að spyrja hann fyrst um hana:
|i — Ég nefni bókina „Undir
f ljóskerinu“, sagði Guðmundur.
ÍÞetta eru sagnaþættir byggðir á
sönnum heimildum ágæts sagna-
þular, og auk þess hafa allar rit-
aðar heimildir verið kannaðar
eins vel og tök hefur verið á.
Ég tel mig reyndar ekki fræði-
mann, enda læt ég þess getið í
formála bókarinnar, að ég láti
mér í léttu rúmi liggja hvort
bókin sé lesin sem fræði. Sumir
þættirnir eru reyndar stílfærðir
nokkuð á þann hátt, að reynt er
að skyggnast lítið eitt lengra en
frásögnin nær. Meðan sögur og
sagnir geymdust á þann hátt að
xnaður sagði manni, létu haenn
sér ekki nægja að hlýða sög-
unni einni saman. Hver saga,
hversu glögg sem hún er og skil-
t merkilega sögð, segir aldrei allt.
I>að er alltaf eitthvað á bak við
eöguna, sem fólkið vill skyggn-
«-ast -inn í. Ég leyfi mér að kalla
þetta sál sögunnar.
Ég man vel eftir því frá æsku
íninni, þegar verið að segja frá
[ ýmsum atburðum, þá varð mönn
nm tíðrætt um þá löngu á eftir.
Já, það urðu oft langar umræð-
or og getgátur, og voru menn þá
að reyna að gera sér í hugar-
lund, hvernig atburðarásin, sem
^ sagan bar ekki ljóst með sér,
Jfaefði verið. Menn lifðu sig sem
í eagt inn í söguna, og tóku þátt
\ I henni með persónunum. Og
þetta gildir enn þann dag í dag,
að menn verða að lifa sig inn í
söguna til þess að njóta hennar
á réttan hátt.
I — Eru það skagfirzk málefni,
f sem þættirnir fjalla um?
í. — Já. Þetta gerist að mestu
I leyti í einum dal af fjórtán sem
1 liggja fram af Skagafjarðar-
\ héraði. Austurdalur nefnist
| hann. Heimildarmaður allra þátt
j anna er ættaður úr þessum dal,
f og mjög kunnugur staðháttum
LÍ>ar-
k — Hvers eðlis eru þáettirnir?
9 — Flestir þættirnir eru um
f slys og svaðilfarir. Þá er og
sagt töluvert frá einu heimili og
í eett sem þar bjó. Það eru Skata-
j staðir í Austurdal. M.a. er nokk-
Uð langur þáttur um mann sem
Var fæddur árið 1802 og hét Gísli
tÁrnason og .hafði kenningamafn
‘ ið hinn sterki. Var talsvert um-
i talaður á sinni tíð. Sérkennileg-
1 or maður sterkur og um hann
gengu ýmsar sögur, jafnvel löngu
eftir aðhann var látinn. M.a. sú,
< að hann hefði fóigið peninga í
I jörðu. Ég man meira að segja
eftir því frá bernsku minni, að
talað var um Skatastaðapening-
! ana.
—. Þurfa menn ekki að vera
1 skáld Guðmundur, til þess að
j geta fengið fram „sál sögunnar"
>í slíkum þáttum?
; — Um það skal ég ekki segja.
Hefur þetta hugtak nokkurn
ii tíma verið skilgreint til hlítar?
Er það ekki eitthvað svipað og
með orðið „sál“, sem mönnum
er tamt að nota, en kunna þó
furðu lítil skil á. Sál sögu verður
auðvitað aldrei_ ljósmynduð né
sýnd á venjulegu tjaldi. Til þess
að njóta slíkra hluta, ætla ég að
skáldneisti lesandans þurfi að
koma til. Eins má geta að menn
verða að rita íslenzkt mál sóma-
samlega og geta sagt sæmilega
frá, til að þetta verði læsilegt
fyrir fólk. Hvort mér hefur tek-
izt það og annað í þessum þátt-
um læt ég aðra dæma um.
Áttunda bókin
— Hvað ert þú búinn að
skrifa margar bækur, Guðmund-
ur?
— Þetta verður sú áttunda.
Tvær fyrstu bækurnar mínar
voru ætlaðar unglingum. Sú
fyrsta heitir Bjössi á Tréstöðum,
önnur Jónsi karlinn í Koti og
telpurnar tvær. Sú saga var
fyrst lesin í útvarpi, sem fram-
haldssaga í barnatíma, undir
nafninu Eins og gerist og geng-
ur.
— Er hægt að svara því
hvernig stóð á því að þú byrjað-
ir að skrifa bækur?
— Ef til vill ekki beint, en
það er eitthvað sem knýr á. Það
væri hins vegar heil saga að
segja frá því hvernig þetta gekk
til þegar ég byrjaði að skrifa.
Ég var kominn talsvert á aldur
og þar að auki í þessu starfi.-
Satt að segja hef ég verið al.la
ævi mina önnum kafinn og.graf-
inn í vinnu, — ef til vill full-
mikilli vinnu, að mér hefur fund
izt stundum. Mér fannst ég vera
að hlaupa svolítið út undan mér
þegar ég byrjaði á þessu. En það
var eitthvað sem kallaði, og lét
mann ekki í friði. Ég reyndi að
fara dult með þetta í fyrstu, og
ég skrifaði Bjössa á Tréstöðum
þannig, að ég gekk alltaf með
blað og blýant í vestisvasanum
og skrifaði hvar sem ég var
staddur. Skrifaði oft á garða-
bandinu, þegar ég var að bíða
eftir að féð æti. Ég hefði núna
dálítið gaman af því að eiga
frumritið, það bar þess merki að
ég vann allskonar óhreinlega
vinnu og var þess vegna velkt og
lifað úr vasa mínum. Ég brenndi
því, sem hverju öðru ómerki-
legu rusli.
— Síðan hefur þú snúið þér
að skáldsögunni?
—■ Næsta bók mín var Mátt-
ur lífs og moldar, síðan kom
Leikur blær að laufi, þá Hinu
megin við heiminn. Þetta eru allt
skáldsögur. Næsta bók mín var
Saga bóndans í Hrauni. Hún er
reyndar ævisaga lifandi manns,
Jónasar Jónssonar, bónda að
Hrauni í Öxnadal. Þá bók var ég
búinn að lesa að töluverðu leyti
í útvarpi þegar hún kom út. Síð-
an kom svo út smásagnabók er
ég kallaði Baksvipur mannsins.
Þá bók held ég að enginn hafi
orðið var við, og hefur það vald-
ið mér nokkrum sárindum og
beizkju. Undirtónninn í þeirri
bók er minn ekta tónn, eins og
hann er núorðið.
—. En ertu hættúr að fást við
skáldsöguna?
— Ja,það veit maður raunar
aldrei. Ég vil ekki fara að gera
nein fyrirheit, enda hafa þau
víst lítið gildi, þar sem útilegu-
maður á í hlut. Hitt er svo ann-
að mál, að maður er þetta alltaf
við sama heygarðshornið, og get-
ur hlaupið útundan sér aftur og
ennþá.
— Nú fjalla þínar skáldsögur
um tengsl mannsins og moldar-
innar?
— Rétt er það, enda ekki
nema eðlilegt að maður skrifi
um það efni sem maður þekktir
bezt, og hefur lifað. Ég hef farið
út fyrir þann ramma, einkum í
smásögunum.
— Nú var ég að heyra að þú
værir búinn að skrifa leikrit Guð
mundur?
— Ég get ekki neitað því, að
mér hefur dottið ýmislegt í hug
í þá átt og löngunin hefur alltaf
verið fyrir hendi. Mér er hins
vegar ljóst, að það ei vandasamt
að rita leikrit og ekki sízt fyrir
þá sem litla aðstöðu hafa til
að kynnast leikhúslífi. Það er
nokkuð langt síðan, að ég fór að
fikta svolítið við þetta, en hvort
það verður nokkurn tíman ann-
að en von og draumur og svo
vonbirgði læt ég ósagt.
Að verða til einhvers gagns
— En þér hefur aldei dottið
í hug að reyna að gera ritstörf-
in að þínu aðalstarfi?
— Ég veit ekki hvert ég hefði
verið þess umkominn. Ef til vill
er ég alltof margklofinn til þess,
og þar fyrir utan var ég seztur
í þetta sæti, og farinn að fást
við búskap. Ég á þessa jörð og
því er ekki að neita að hún á
sterk ítök . í mér. Ef til vill er
það eins með mig og suma bænd
ur aðra sem eiga jarðir. Þetta
snýst við og jarðirnar fara að
eiga þá. Það er vafasamt hversu
heppilegt slíkt er. Hvað um það,
ég taldi mig hafa skyldur við
jörðina og þótti illt að hlaupast
á brott frá henni. Mitt ævistarf
hefur aðallega verið fólgið í því
að rækta og bæta og prýða jörð-
á gras yfir sumartímann og lifa.
sem óþvinguðustu lífi á sumar-
fögrum stað, umgangast grþður
og húsdýr og taka auk þess þátt
í önnum og starfi sveitafólks.
Með öðrúm orðum, alast upp á
svipaðan hátt og íslenzk börn
hafa alist upp gegnum aldirnar.
Erfið frumbýlisár
Sigurlaug dóttir okkar, hvatti
okkur mjög að fara út á þessa
braut, og við hjónin höfðum allt-
af aðkomubörn frá því að við
byrjuðum að búa. Það var lengi
að þau unnu bara fyrir sér.
Komu þetta sjö til átta ára og
voru fram yfir fermingu. Alltaf
var það til siðs, að þau eignuð-
ust einhverjar skepnur, og stund
um voru þau líka farin að fá svo
lítið kaup. Það var alltaf tölu-
verður þrýstingur á okkur að
taka börn.
Á endanum fórum við svo út í
það að hafa barnaheimili og ég
fór að atanda í byggingum i
þessu sambandi. Við húsið hjá
mér er nokkuð stór trjágarður,
tæplega hálf dagslátta,og í hon-
um reisti ég hús. Að vísu ekki
með það augnamið í huga að taka
börn í það, en það varð síð@r
niðurstaðan. Síðan byggði ég
skála við íbúðarhúsið og þar höf
um við einnig börn. Þá vantaði
okkur tilfinnanlega aðstöðu til
matseldar og þegar á heildina
var litið var þetta húsnæði, sem
komið var, allt fremur þröngt
og óþægilegt og mér fannst sem
það væri á engan hátt trygging
fyrir því að þetta starf héldi
áfram þarna, eftir að við vær-
um öll. Þá réðst ég í að byggja
stórt hús, um 1000 rúmmetra.
Byrjaði á því 1965 og var verk-
inu að mestu lokið í fyrra. Það
var ákaflega erfitt að hafa ',’örn-
in meðan á þessari byggingu stóð,
en hjá því varð ekki komizt
vegna fjárskorts. Þessi frrmbýl-
isár hafa verið ákaflega erfið.
Fjárfestingin mikil og tíminn
alltof stuttur til þess að þetta
geti orðið hagsmunafyriræki.
Svipmynd frá barnaheimilinu að Egilsá, sem hægt væri að
kalla: „Snati í viðhafnarbúningi“.
ina og standa í ýmislega lagaðri
baráttu fyrir tilveru hennar
stundum allharðri. Þegar ég svo
þóttist sjá að rás tímanna yrði
sú,að ekki væri farið að sækj-
ast eftir jörðum og litlar líkur
til þess að nokkuð af mínu fólki
mundi setjast að á jörðinni, þá
varð ég að gera upp hug minn.
Tvö úrræði voru'til. Annað að
hopa og setjast að á mölinni —
gerast loks mikill maður með
því að mæla malbik höfuðborg-
arinnar ásamt öllum hinum. Hitt
var að reyna að skyrpa enn í lóf-
ana og gera eitthvað. Ég er þeirr
ar skoðunar aðallt heilbrigt fólk
þrái að verða til einhvers gagns
í þjóðfélaginu, og ekki gerist
það átaka- og sársaukalaust að
vakna við það morgun einn að
allt, sem unnið hefur verið á
langri ævi, er að engu orðið. Er
þuð ekki eiginlega andvana fætt
ævistarf? En vonin og viðleitnin
er alltaf eftir, þótt manneskjan
sé dauð til hálfs. Og þá var það
sem mér datt í hug, að ég gæti
?f til vill orðið til einhvers
gagns ef ég hjálpaði nokkrum
kaupstaðabörnum til að komast
Börnin hafa í raun og. veru ekki
nema þriggja mánaða sumarfri
frá skólunum.
Sjálfsagt hefur eitt og anna^
verið að hjá okkur þessi erfiðu
frumbýlingsár, en viljinn hefur
alltaf verið fyrir hendi, að börn-
in mættu gott hljóta af dvol
sinni.,Og í sumar gekk alH svo
framúrskarandi vel. Raunar
finnst mér það hafi alltaf gengið
vel, en aldrei eins og í sumar.
Við vorum mjög heppin með
starfsfólk. Það lét sér annt am
börnin, heimilið var ein heiid,
þótt það væri stórt. Við barna-
heimilið voru 10-—11 manna
starfslið m.a. lærður matreiðslu-
maður. Frá því við hófum þetVi
starf hefúr verið hjá okkur eldri
kona sem Guðbjörg heitir. Hún
er mjög góð kona, segir börn-
unum sögur, talar við þau og
kennir þeim söngva. Við eigjm
henni mikið að þakka.
— Hvað voru mörg börn á Eg-
ilsá í sumar?
— Þau hafa verið um áttatíu.
—■ Og þau kalla ykkur afa og
ömmu?
— Ójá, það er einhvern veg-
Guðmundur L. Friðfinnsson
rithöfundur.
inn orðin venja að þau geri það,
og út af fyrir sig þykir mér
ákaflega vænt um það, því get
ég ekki neitað. Við höfum aldrei
sagt neinu barni að kalla okkur
afa og örpmu, en þetta kom upp-
haflega þannig til, að dótturdótt-
ir okkar var hjá okkur og börn-
in tóku þetta upp eftir henni.
Áhrifin geymast
— Mér þykir ákaflega vænt
um öll börnin, sem hafa verið
hjá okkur, sagði Guðmundur. Ég
held ég hugsi til þeirra flest
eða öll kvöld og morgna. Ég
gleymi ef til vill nöfnum, en
áhrifingleymast ekki. Það eru
þræðir á milli okkar þótt lang-
ar fjarlægðir skilji. Börnin hafa
veitt okkur ótaldar gleðistilndir.
Á móti dagskráruppeldi
— Er ekki erfitt að hafa of-
an af fyrir 80 börnum?
— Ekki finnst mér það. Erfið-
leikar eru aðallega fyrst meðan
þau eru að aðlagast umhverfinu
og breyttum siðum. Ég held að
þegar tíminn líður finnist flest-
um börnunum að þau eigi heima
hjá okkur. Þannig þarf það líka
að vera til þess að þau geti not-
ið sín.
Ég er enginn uppeidisfræðingur,
en ég leyfi mér samt að vera
á móti þessu stöðuga dagskrár-
uppeidi á fólki. Börnin eru alin
upp samkvæmt dagskrá allan
skólatímann, 8—9 mánuði á ári.
Þess vegna finnst mér eins mikil
nauðsyn og lífsloft að þau fái að
vera dálítið frjáls, þótt ekki sé
nema hluta sumarsins. Og ég
hef reynt að veita þeim mikið
persónufrelsi og mögulegt hefur
verið .Aðstaðan er mjög góð hjá
okkur. Við erum dáiítið frá öðr-
um bæjum og þarf því ekki að
óttast að þau troði öðrum um
tær, þótt þau þurfi geysilegt svig
rúm.
Ég skipa börnunum ekki nið-
ur í deildlr, eða flokka. Það gera
þau sjálf eftir því hvað á saman.
Það dregst saman eins og segull
sem saman á, og þau mynda með
sér smá starfshópi, sem ailtaf
hafa nóg að gera. Við höfum dá-
lítið af leiktækjum hjá okkur, en
þau eru ekki mikið r.otuð, Börn-
in mega einfaldlega ekki vera að
því.
Saman eru börnin náttúrlega
oft, bæði við mat og drykk og
einnig eru þau kölluð saman í
stofu og þar er talað við þau,
þeim sagðar sögur, látin syngja,
sýnt ýmislegt m.a. skuggamynd-
ir.Við töium einnig við þau á
kvöldin og lesum bænir með
þeim og reynum að fá þau til
að tileinka sér kristilega sið-
fræði og 'lífsskoðun. Einnig höf-
um við leitað til þjóðkirkjunnar
með leiðbeiningarstarfsemi. Það
Framhald á bls. 22