Morgunblaðið - 01.12.1967, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 1. DES. 1967
ÞJÓÐMENNING Kínverja er
hin elzta í heimi. Hún
var orðin gömul og rótgróin
áður en menning Forn-Grikkja
hófst. Og fram á þessa öld helzt
hún í sömu skorðum. Ástæð-
urnar til þessa er að leita í lynd-
iseinkunn Kínverja, því að þeir
eru í eðli sínu ákaflega vana-
fastir og íhaldssamir. Auk þess
má nefna forfeðradýrkun þeirra,
því að hún tengir hverja kyn-
slóð órjúfandi böndum við allar
þær kynslóðir sem á undan eru
gengnar.
Saga ICínverja hefst aftur í
forneskju, eða fyrir um það bil
5000 árum. Þá höfðu margir ætt-
flokkar slegið sér saman og
myndað nokkurs konar ríki með
fram Gulá, en það voru sam-
eigin trúarbrögð og töfrasiðir,
sem tengdu þessa ættflokka sam-
an. Síðan færðu þeir út kvíarn-
ar og nú er kínverska þjóðin
fjölmennust allra þjóða í heimi.
Kínverjar hafa eignazt marga
merkilega spámenn og er Kon-
fusius talinn þeirra elztur og
merkastur og hann hefir mest
mótað lífsskoðun Kínverja. En
grundvöllur þeirrar lífsskoðunar
er eindrægni, maður verður að
'kappkosta að lifa í friði og skiln-
ingi við náunga sinn og náttúr-
una. Þessi Iífsskoðun hefir verið
svo rótgróin meðal þeirra um
þúsundir ára, að einn af keis-
urusm þeirra sagði einu sinni,
að hún væri þeim jafn nauð-
synleg og fuglum er loftið en
fiskum vatn,
Boðorð spámannanna hafa
Kínverjar kappkostað að rækja.
Þar á meðal eru þessi boðorð:
Breyttu við aðra eins og þú vilt
að þeir breyti við þig; vertu
ihófsamur í hvívetna; vertu ætíð
háttprúður; legðu alla stund á
að læra sem mest; en framar
öllu öðru áftu að heiðra for-
eldra þína og forfeður, einnig
kennara þína og yfirboðara.
Það var skylda yfirboðara og
ríkisstjórnar að gefa almenningi
gott eftirdæmi með breytni
sinni, miklu fremur en að
stjóma með lögum og refsing-
um. Þess vegna þurfti þjóðin að
£á góða valdsmenn og til þess
að tryggja það var fyrir 2000
árum lögfest, að þeir, sem vildu
gerast yfirboðarar, skyldu ganga
undir mjög strangt próf. Það var
þyrjað á því að loka þá inni í
mjög þröngum klefum og þar
urðu þeir að dúsa í 9 daga. Á
þessum tíma urðu þeir að gera
grein fyrir því hvað þeir vissu
um kínverskar bókmenntir,
sagnfræði, skáldskap og heim-
speki, og þó fyrst og fremst
um kenningar Konfúsíusar. Ár-
angurinn af þessu varð sá, að
Kínverjar eignuðust hámennt-
aða embættísmenn og stjórnend
uir, sem voru gagnkiunnugir sið-
fræði og hugsunarhætti þjóðar-
innar. Með þessu móti helzt
þjóðmenning Kínverja óbreytt
þótt breytt væri um stjórnend-
ur og embættismenn.
Saga kínversku þjóðarinnar
heifr gengið í stórbylgjum,
stundum hafa verið þar löng og
merkileg blómaskeið, en stund-
um hefir syrt í álinn, er her-
iskáar nágrannaþjóðir hafa ráð-
izt inn í landið, lagt það undir
sig, vegna þess að hún stóð föst
um fótum í fornri menningu.
Seinasta yfirgangsþjóðin var
Japanir. Þeir lögðu mikinn hluta
landsins undir sig á þessari öld.
Þegar svo var komið átti er-
lendur sendiherra ta’ við kín-
verskan menntamann og spurði
hvort hann óaði ekki við horfun-
um. En Kínverjinn svaraði: „Vel
getur farið svo, að Japanir leggi
undir sig allt landið, það gerir
okkur ekki svo mikið til, því
að þeir geta alls ekki haldið því
lengur en svo sem 500 ár.“ Þenn
an hugsunarhátt skildi Evrópu-
imaðurinn ekk; og munu fæstir
hvítir menn hafa get&ð skiiið
hann. En þarna kom íram traust
Kínverjans á siðme.m.ogu þjóð
ar sinnar, har.a var ekki hægt
að kúga né brjóta niður að hans
dómi, enda þóti hún yrði að lúta
erlendum yfirráðum um 500 ár.
Japanir urðu að yfirgefa Kína
eftir nokkur ár, en síðar náðu
kommúnistar öllu landinu undir
sig með vopnavaldi. Það var svo
sem ekkert nýtt í sögu þjóðar-
innar að vopnin væri látin ráða
úrslitum. Og svo virðist sem al-
menningur hafi tekið því með
jafnaðargeði. Þetta var bylting
og þjóðin hafði áður staðið ann-
að eins af sér.
En þessari byltingu fylgdi
önnur bylting enn geigvænlegri,
ný og ókunn bylting í sögu þjóð-
arinar, og heimurinn hefir verið
áhorfandi að henni um nokkur
ár. Tilgangur hennar er að afmá
hina fornu kínversku menningu,
sem hefir verið höfuðstyrkur
þjóðarinnar um 30. aldir, eða
lengur. Það á að afmá trú og
silðfræði þjóðarinnar, heimspeki
og kenningar spámannanna. I
stað þess á að koma hugmynda-
fræði Maós.
Það er fyrst á þessu ári að
þess fer að gæta, að þjóðin veiti
þessari byltingu viðnám. Víða
hefir skorizt í odda og svo alvar-
lega, að Maó hefir orðið smeyk-
ur og reynt að bjarga sér með
því að senda „rauðu varðlið-
ana“ á þjóðina. Þær fregnir,
sem borizt hafa af framferði
þessara „varðliða" sýna nógsam-
lega hvað þarna er að gerast.
Hin forna kínverska menning
er að rísa upp til sjálfsvarnar
gegn dýrkun Maós og hugmynda
fræði hans.
„Eigi má ég enn fyrir annan
enda sjá hvar lendir“
kvað Kolbeinn Tumason forðum
og sama má segja um það hvern-
ig þessari nýju byltingu í Kina
muni ljúka — hvor muni sigra,
Maó eða Konfúsíus.
í Vesturbænum
Til sölu eru eins og tveggja herbergja íbúðir á
jarðhæð á góðum stað í Vesturbænum. íbúðirnar
afhendast nú þegar. Sameign úti og inni frágengin.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur. Fasteignasala.
Suðurgötu 4. Sími 14314.
Kvöldsími 34231.
Barnafataverzlunin
Hverfisgötu 41 auglýsir:
Hjá okkur fáið þið jólakjólinn á dótturina, fáir af
hvérri gerð, fást aðeins hér.
Einnig terylene-skokkar, hvítar blússur og undir-
kjólar, drengjaskyrtur, úlpur, nærföt, náttföt og
allan ungbarnafatnað.
Póstsendum.
BARNAFATAVERZLUNIN
Hverfisgötu 41 — Sími 11322.
TILKYNNING
Nr. 16/1967
Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks-
verð á „jurta-smjörlíki“ frá Afgreiðslu smjörlíkis-
gerðanna, frá og með 29. nóv., að telja:
í heildsölu, hvert kg. í 500 gr. pk. Kr. 51,85
í smásölu með sölusk. hvert kg. 500 gr. pk. — 63,00
í heildsölu hvert kg. í 250 gr. pk. . — 52,85
í smásölu með sölusk. hvert kg. 250 gr. pk. — 64,00
í heildsölu, hvert kg. í 250 gr. dósum . . — 55,25
t smásölu m/sölusk. hvert kg. í 250 gr. dós. — 67,00
Óheimilt er þó að hækka smásöluverð á því smjör-
líki, sem keypt er af smjörlíkisgerðum fyrir þann
tíma.
Reykjavík, 29. nóv. 1967
VERÐLAGSSTJÓRINN.
NJÓSNARIIMIM
í ÞOKUNNI
Skyndileg hugmynd fékk George Smiley
til aö hringja á dyrabjöllunni á húsi sínu
í stað þess að nota húslykilinn og ganga
rakleiðis inn. Ókunnur maður lauk upp
og bauð húsráðanda að ganga í bæinn.
En Smiley gekk ekki inn. Hann taldi, að
hann hefði mesta möguleika á að halda
lífi, ef hann forðaði sér í skyndi ....
Snilldarlega skrifuð njósnabók eftir
meistara slíkra skáldsagna, John Le
Carré, höfund metsölubókarinnar
„NJÓSNARINN, SEM KOM INN ÚR
KULDANUM.“
JOHN LE CARRÉ
höfundur þessar njósnasögu, er fæddur
í Englandi árið 1930 og heitir réttu nafni
David Cornwell. Hann stundaði nám í nú-
tímamálum við háskólana í Oxford og
Eern, gerðist síðan kennari við Etonskóla,
en varð að því búnu starfsmaður utan-
ríkisráðuneytis Breta. Hann þekkir því það
svið, sem hann fjallar um í bókum sínum,
sem selzt hafa í risaupplögum víða um
lönd.
NJÓSNARINN í ÞOKUNNI þykir með öll-
um einkennum hins góða höfundar, sem
gerþekkir viðfangsefnið sitt og kann þá
list að halda athygli lesandans frá upp-
hafi til enda.
Bókaútgáfan Vörðufell