Morgunblaðið - 01.12.1967, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 1. DES. 1967
15
Sex barna- og unglinga-
bækur frá B.O.B.
býður:
Ullarefni fyrir dömur og herra í herra-
fatnað, kjóla, dragtir og frakka.
ELANA-efni í herrafatnað, dragtir og kjóla
(blönduð ull og Elana sem er pólskt gerviefni
framleitt samkvæmt sérleyfi frá ICI).
Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum okkar
á íslandi:
Heildverzlun V. H. Vilhjálmsson
Bergstaðastræti 9 B — Reykjavík.
Símar: 18418 og 16160 —
Símnefni: HJÁLMUR.
Lodz, Nautowicza 13, Póllandi
Símnefni Cetebe, Lodz, Telex 88210, 88226
Sími 28533 — Pósthólf 320
W'ji
(f
BLAÐINU hafa borizt sex barna-
og unglingabækur frá Bókafor-
lagi Odds Björnssonar á Akur-
eyri.
Forsíða bókarinnar
„Njósnir að' næturþeli".
„Njósnir að næturþeli", er eft-
ir Guðjón Sveinsson kennara í
Breiðdal, er spennandi unglinga-
bók. Væntanlegt er framhald
þessarar sögu á næsta ári og heit
ir sú bók „Ógnir Einidals". Bók-
in er með korti af æfintýraslóð-
um söguhetjanna, hún er 152 bls.
að stærð.
„Tvö ævintýri“ eftir Ármann
Kr. Einarsson er önnur útgáfa
á ævintýrunum „Margt býr í
fjöllunum“ og „Höllin bak við
hamrana".
Ármann Kr. Einarsson hefir
gefið út fjölda barna- og ung-
lingabóka. Þessi ævintýri hafa
ekki verið fáanlega lengi. Þau
eru prýdd myndum eftir Tryggva
Magnússon, en kápu gerði Frið-
rika Geirsdóttir. í upphafi bók-
arinnar ritar Guðmundur Gísla-
son Hagalín um barna- og ung-
lingabækur. Bókin er 137 blað-
síður iað stærð.
Þá er stutt leshefti frá POB,
sem heitir „Rut“ eftir Inger og
Kjeld Franklin ,létt og fróðlegt
lesefni, sem Sigurður Gunnars-
son hefir snúið á íslenzku. Aðai-
heiti bókarinnar er „Börn í ísra-
el“. Er hér um að ræða bók 1
og því væntanlegt framhald þess
arar útgáfu.
„Adda trúlofast“ eftir Jennu
og Hreiðar Stefánsson er önnur
útgáfa síðustu Öddubókanna, en
þær eru alls sjö talsins. Bókin er
skreytt myndum eftir Halldór
Pétursson og 89 blaðsíður að
stærð.
„Hanna María og villingarnir"
er eftir Magneu frá Kleifum.
Bókin segir frá tvíburasystkin-
unum Viktoríu og Viktori, sem
send eru frá Reykjavík til sum-
ardvalar hjá afa í Koti og lenda
í allskonar æfintýrum. Bókin er
163 blaðsíður að stærð.
Loks er svo í stóru broti
myndabók, sem heitir „Strákarn
ir í Stóradal“. Leif Halse samdi
textann ,en Sigurður Gunnars-
son íslenzkaði. Ivar Petersen
teiknaði myndirnar, sem ekki
sýna síður en textinn æfintýri
norsku krakkanna. Myndabók
þessi er gerð í samvinnu við
Aktietrykkeriet í Trondhjem.
Nýtízku gerðir og litir
Falleg áferð.
Fyrsta flokks vörugæði
eru einkenni pólskra efna.
CETEBE
útflutningsfyrirtæki
Gerið hagkvæm matar.
kaup.
Rúllupylsur 85 kr. pr. kg..
Folaldasaltkjöt 45 kr. pr.
kg.
Nautahakk 60 kr. pundið.
Unghænur 75 kr. pr. kg.
Úrvals hvalkjöt
Folaldaframpartar 25 kr.
kg. í heilum pörtum.
Opið til kl. 4 á laugardag.
LAUGAVEGI 32, s. 122 32
Er sjónvarpstæki í stof unni?
Sjónvarpstæki kollvarpar fyrri hugmyndum um niðurröðun húsgagna
í stofunni. I mörgum tilfellum er beinlínis ekki hægt að nota venju-
leg sófasett svo vel fari. Þessa og næstu viku bjóðum við yður aukna
þjónustu. — Sveinn Kjarval húsg agnaarkitekt mun, ef þér óskið,
leiðbeina yður um niðurröðun og litaval á S.K. IIAÐHÚSGÖGNUM,
yður að kostnaðarlausu. — Opið ti kl. 10 í kvöld og 4 á morgun.
HÚSGAGIMAVERZLUN ÁRIMA JON5SONAR
laugavegi 70 simi 164 68