Morgunblaðið - 01.12.1967, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DES. 19«7
„Skuggar á torgi##
- Ljóðabók eftir Erlend Jónsson
KOMIN er út ljóðabók eftir Er-
lend Jónsson, „Skuggar á torgi“.
Erlendur Jónsson.
Er það fyrsta ljóðabók höfund-
ar, en áður hefur hann samið á-
grip af bókmenntasögu fyrir
skóla og nú í haust sá hann um
útgáfu á sýnishorni af nútíma-
ljóðum. Er sú bók einnig ætluð
til kennslu í skólum. Erlendur
er sem kunnugt er bókmennta-
gagnrýnandi við Morgunblaðið.
Ljóðin í bókinni skiptast i
þrjá kafla. Sá fyrsti nefnist
„Dropar og sandkorn". f öðrum
kafla eru þýdd ljóð eftir ungan,
enskan höfund, Charles Tomlin-
son, sem kennir enskar og amer-
ískar nútímabókmenntir við há-
skólann í Bristol. Þriðji og síð-
asti kaflinn ber svo heitið „Orð
og andartak“.
Bókin er 85 bls. að stærð. Út-
gefandi er Helgafell.
Þessa mynd birti tímaritið af Guðrúnu Þorkelsdóttur að koma
úr veiðiferð.
Fishing News Internotionnl helg
nð ísl. fishveiðum og fiskiðnnði
— Neyðardstand
Fraimhali af bls. 32.
Austur-Nigeríu, svo sem Bonny,
Calabar og Port Harcourt var
meinað að sigla til þessara
borga. Öll skipafélög, sem áttu
skip á leið til þessara borga,
tilkynntu þeim að fara ekki
þangað, en ljúka ferðinni í naestu
höfn, sem sigling væri opin til.
Þessi höfn var Lagos, og var
því öl'l sú skreið, sem var á leið
inni til Port Harcourit losuð þar.
Þetta oili gífuriegum truflunúm
á Lagosmarkaðnum, þar sem
þessi skreið hentaði ekki fyrir
þann markað, og seldist ekki
nema á mjög lágu verði og á
mjög löngum tíma. Eins og öll-
um er kunnugt þá er Austur-
Nigería aðalneyzluiand íslenzku
skreiðarinnar. Gagnstætt þessu
eru óskir Lagosmarkaðarins
næstum eingöngu bundnar við
smáskreið og þá einkum stærð-
ina 20/40 og 20/50. Þangað hef-
ur helzt verið hægt að afskipa
síðan í maímániuði, keilu af
stærðinni 20/50, ýsu og ufsa af
stærðunuim 20/40, en þorsk 20/40
hefur verið mjög erfitt að selja.
Skýringin á tregðu markaðarins
í Lagos að kaupa smáþorskinn
er sú, að þessi markaður hefur
í allt sumar og haust verið yfir-
hlaðinn fyrst og fremst af skreið
inni, sem átti að afskipa í Port
Harcourt, eins og áður var sagt,
og í öðru lagi vegna mjög mik-
ils framboðs Norðmanna á smá-
ufsa, en af honum framleiða
þeir um 10 þúsund tonn á ári.
Einnig er vitað, að Norðmenn
veita kaupendum 2% umboðs-
laun og frá 1% og upp í 2%
magnafs'látt, eða samtals 4%. Við
þetta opinbera norska afslátf-
arkerfi getum við ekki keppt,
þar sem okkur er eki leyft að
veita nema 2% í umboðslaun,
og gefur það auga leið að það
er hindrun fyrir sölum og af-
skipunuim. Markaðsástandið er nú
algjörlega breytt frá því fyrir
borgarastyrjöldina. íslenzka
skreiðin var eftirsótt vara og við
gátum ávallt afskipað ársfram-
leiðsluna á eðlilegum tíma. ís-
lenzka skreiðin þykir alltaf
betri en sú norska og betur met
in, og þess vegna þurftum við
ekki að gefa aukaafslátt, en nú,
hins vegar, er borgarastyrjöld
og kaupendur ráða því nú hvað
þeir kaupa og hvar þeir geta
keypt.
Framleiðendur velta þvi nú
fyrir sér, hvort ekki sé um aðra
markaði að ræða en markaðinn
í Nigeríu, og gætu helzt komið
tii greina Lýðveldið Congo,
Ghana, Liberia, Sierra Leone og
Tanzania. Möguleikarnir eru
ekki miklir, en hins vegar ligg-
ur það í augum uppi að það
beri að kanna þá möguleika til
hlítar, og mun siík athugun
vera á byrjunarstigi.
Ástandið með birgðir skreið-
arinnar frá 1967 er mjög alvar-
legt. Það er ekki vitað hve mik
ið magn er til, en við reiknum
með að það sé um 6.300 tonn
af Afríkuskreið og munu Sam-
lagsmeðlimir eiga um 50% af
þessu magni. f nóvemberlok 1966
hafði verið afskipað 1.163 tonn-
um af framleiðslu ársins 1966, en
nú í lok nóvember 1967 hefur
aðeins verið afskipað 142 tonn-
um af Afríkuframleiðslu Sam-
lagsmanna, og mun þá Samlag-
ið hafa til sölu um 3300 tonn
af framleiðslu 1967 á móti 2089
tonnum 1966.
Það er því óhætt að segja, að
það ríki nú neyðarástamd hjá
eigendum skreiðarinnar, þar sem
að minnsta kosti 30% af eigin
fjánmagni er bundið í þessum
verðmætum, og það fer að stytt
ast í það að heils árs vextir
falii á allt lánsfjármagnið og eig
ið fjármagn. Enginn getur ætl-
ast til þess, að skreiðarframleið
endur einir eigi að taka, né geti
tekið á sig þessar byrðar. Hér
verður að koma til ailsherjar-
hjáip í því formi, að rikisvald-
ið í samráði við lánastofnanir
létti allri vaxtabyrði af skreið-
inni. Það verður að skoða hana
sem „fry-sta eign“ landsma-nna,
en á meðan þetta markaðsástand
varir í Nigeríu er engin leið að
greiða vextina og alls ekki rétt
að íþyngja framileiðendum með
frekari vaxtagreiðslu. Einnig
þarf hjálpar til vegna geymslu-
kostnaðar og þarf líka að sækja
um slíka aðstoð til ríkisvalds-
ins. Þetta hvort tveggja eru al-
Varleg mál, og verður fundur-
inn að fjalla nánar um þessi
rnól.
Eftirfarandi ályktanir voru
síðan samþykktar á fundinum:
„Vegna hins alvarlega ástands,
sem myndazt hefur hjá skreiðar
framleiðendum við lokun aðal
skreiðarmarkaðs íslendinga í
Nígeríu, leyfir aðalfundur S.S.
F., haldinn í Reykjavík, 30.
nóvember 1967, sér að beina
þeirri ósk til ríkisstjórnar ís-
lands,' að hún beiti sér fyrir því
að framleiðendum séu veitt lán
út á fullt verðmæti þeirrar
skreiðar, sem á að seljast til
Nigeríu og að vextir af lánsfé
bundn-u í þessari skreið séu
felldir niður jafnframt því sem
sérstakur styrkur sé veittur til
að standa straum af geymslu-
kostnaði vegna umræddrar
skreiðar.
Vill aðalfundur undirstrika
að við framleiðslu skreiðar fyrir
Nigeriu á framileiðslutímabili
þessarar afurðar í upphafi þessa
árs, var ófyrirsjáanlegt að styrj-
öld myndi brjótast út á þessum
markaði með þeim afleiðingum
að hann lokaðist, sem raun varð
á, er borgarastyrjöldin brauzt út
í maí sl. Höfðu framleiðendur
því framleitt í góðri trú fyrir
þennan markað svo sem tíðkazt
hefur Undanfarin ár, enda var
markaðs- og verðútlit gott.
Af framangreindum ástæðum
liggja skreiðarframleiðendur nú
með í birgðum um 6000/6300
tonn að verðmæti rúmar 200
millrj. króna.
IIlu heilli eru litlar horfur á
að hinn þýðingarmikli Nigeríu
markaður muni opnast á ný og
viðskipti þar færast í eðlilegt
horf á næstunni. Skreiðarfram-
leiðendur munu því um ófyrir-
sjáanlegan tíma þurfa að liggja
með í birgðum svo til alla fram
leiðsíu árisins 1967.' Framundan
er framleiðsluimabi/1, sem skreið
arframleiðendur munu ekki
gea nýtt sér nema að mjög tak-
mörkuðu leyti vegna greindra
krin-gumstæðna.
Ef skreiðarframleiðendur eiga
,ekki að verða fyrir óbætanlegu
tjóni og þessi vinnsla á ekki að
leggjast niður, ber brýn nauð-
syn til að hið opinbera veiti
þessari atvinnugrein aðstoð
vegna þeirra þrenginga, sem hún
er í.
Treystir aðailfundurinn á skiln
ing ríkisistjórnarinnar við lausn
þessa vandamáls og vænitir já-
kvæðra aðgerða hið fyrsta."
Samþykkt vegna markaðs-
eflingar:
Vegna hins alvarlega ástands,
sem skapazt hefur við lokun að-
almarkaðsins fyrir skreið í Ni-
geríu vegna borgarastyrjaldar,
sem þar geisar, og þar af leið-
andi stöðvunar á sölum og af-
greiðslu á skreið, leyfix aðal-
fundur S.S.F., haldinn í Reykja-
vík, 30. nóvember 1967, sér að
beina því til ríkisstjórnarinnar
að hún stuðli að því að allir
möguleikar um öflun nýrra
markaða fyrir skreið í Afríku
séu kannaðir til hlítar."
Síðan fór fram stjórnarkjör
og voru eftirtaldir menn kosnir
í stjóm Sam-lagsins:
í aðalstjóm:
Ingvar Vilhjálmsson, Reykjavík,
Ólafur T. Einanson, Hafnarfirði,
Sveinbjörn Árnason, Garði,
Siighvatur Bjarnason, Vestmanna
eyjum,
Sigurður Ágústsson, Stykkis-
hólmi,
Lúðvík Jósefsson, Reykjavik,
Gísli Kon-ráðsson, Akureyri,
Baldur Jónisson, ísafirði.
Varastjórn:
Margeir Jónsson, Keflavík,
Magnús Gam-alielssoin, Ólafsfirði,
Huxley Ólafsson, Keflavik,
Rögnvaldur Ólafsson, Hellissandi
Jón Árnason, Akranesi,
Benedikt Jónisson, Keflavík,
Karl Auðunsson, Hafnarfirði,
Gunnar Guðjónsson, Reykjavík.
Á fundinum kom frarn að 16
nýir aðilar hefðu gengið í
Skreiðarsamlagið. f fundarlok
ávarpaði formaður stjórnarinn-
ar, Ingvar Vilhjálmsson, fundar
menn og lýsti ánægju sinni yfir
hve margir_ nýir aðilar hefðu
gengið aðilar hefðu gengið í
Samlagið. Kvaðst hann vona, að
þeir mun-du sjá eims og þeir sem
verið hefðu saman í Samlaginu
frá byrjun, að það sýndi sig bet
ur nú, þegar erfiðleikarnir væru
meiri, en þeir hefðu verið
nokkru sinni áður, hve na-uðsyn
legt það væri að skreiðarfram-
leiðendur stæðu saman. Þakkaði
hann síðan fundarmönnum fyr-
ir komuna og góða fundarsetu
og fundarstjóra fyrir góða fund
arstjórn. Síðan var fundi slitið.
BREZKA tímaritið Fishing
News International birtir í nóv-
ember hefti sínu mjög greinar-
góðar greinar nm íslenzkan
sjávarútveg okkar í forustu-
grein tímaritsins.
Er hér um að ræða fyrri greina
flokk af tveimur, sem tímaritið
mun birta. Það sendi hingað til
Iánds tvo blaðamenn sína
í þeim erindagerðum að kynna
sér íslenzkar fiskveiðar og fisk-
iðnað. Ræddu þeir vi’ð fjölmarga
aðila hérlendis, og auk þess fór
annar þeirra eina veiðiferð á
mfðin við Jan Mayen.
Fyrsta greinin um ísland
fjalar um það, hvernig lítið
AÐALFDNDIIR Kennarafélags
Mið-Vesturlands var haldinn að
Laugargerðisskóla, Snæfellsnesi,
laugardaginn 30. sept. og sunnu-
daginn 1. okt. 1967.
Slgurður Helgason, skólastjóri,
setti fiundinn og bauð fundar-
menn velkomna til fundar-
starfa.
Brindi á fundinum fluttu:
Þórleifur Bjarnason, námstjóri,
— ávarp u-m skólamál.
Björn Bjarnason, dósent, —
Tölur og mengi.
Stefán ól. Jónsson, námstjóri,
— Starfsfræðsiia.
Gestur Þorgrímsson — Hægri
umfeirð.
Á laugardagsk völdinu var
kvöldvaka, sem séra Árni Páls-
Stolið frá
fatlaðri konu
ÞRÍHJÓLI með hjálparmótor var
stolið frá fatlaðri konu, sem býr
í Efstasundi, fyrir nokkrum dög-
um. Þetta er gamalt enskt hjól,
svart að lit. Þeir sem kynnu að
geta gefið einhverjar upplýsing-
ar eru vinsamlegast beðnir að
hafa samband við umferðardeild
rannsóknarlögreglunanr hið
fyrsta. Og ef þjófarnir hafa ein-
hverja sómatilfinningu, sem
mjög verður að draga í e-fa, ættu
þeir að skila hjólinu strax.
Flekum stolið
SEXTÁN flekum, sean nota átti
í útveggjaklæðningu á innflutt
einbýlishús, var stolið frá Skriðu
stekk í Breiðholtshverfi fyrir
skömmu. Flekarnir eru 2.20 m.
m. að lengd og 40 sm. á bre-idd,
grænleitir að lit. Þeir sem kynnu
að geta gefið upplýsingar um
stuldinn eru vinsamlegast beðnir
að hafa samband við rannsóknar-
lögregluna.
lands eins og ísland rekur jafn
voldugar fiskveiðar og fiskiðnað,
og gerð er grein fyrir aflamagni
undanfarinna ára, verkun aflans
svo og tækninýjungum í fiskveið
um okkar. Þá segir nokkuð frá
nýja síldarannsóknarskipinu
Árna Friðrikssyni, og sagt frá
gufuþurrkunarkerfi í nýjustu
síldarmjölsverksmiðjunum. Enn-
fremur segir frá vei'ðiferð með
síldveiðiskipinu Guðrúnu Þor-
kelsdóttur á miðin við Jan
Mayen, og loks er sagt frá
Harco dælukerfi í síldartönkum
á íslandi.
Síðari greinin um Island mun
birtast í desemberhefti tímarits-
ins.
son, formaður skólanefndar Laug
argerðisskóla, stjórnaði. Að lok-
inni kvöldvöku þágu fu-ndar-
menn kaffiveitingar í boði skóla
nefndarinnar.
Fráfarandi stjórn félagsins
skipuðu Sigurð-ur Helgason, Gísli
Kristjánsson og Rósa Björk Þor-
bjarnardóttir, öll við Laug-ar-
gerðisskóla.
í stjórn félagsins til næsta árs
voru kjörnir Sigurður R. Guð-
mundsson, skólas-tjóri, Leirár-
skóla, Gu n na-r Höskuldsson,
Leirárskóla og Þorgils Stefáns-
son, Akranesi.
Fundinn sátu 60 félagsmenn
oig voru margar ályktanir ein-
róma gerðar.
- Séra Ragnar Fjalar
Fraimhald af bls. 32.
þór Indriðason hlaut 685, séra
Lárus Halldórsson hlaut 651,
séra Björn Jónsson hlaut 364 og
séra Kristján Róbertsson hlaut
167 atkvæði. Auðir seðlar voru
22 og ógildir 12.
Mbl. náði í gær tali af séra
Ragnari Fjalar Lárussyni og
spurði hann, hvað hann vildi
segjg um kosningarnar. — Hann
sagði:
„Kosningarnar hafa að mínum
dómi farið friðsamlega og vel
fram, en verið samt nokkuð
harðar, þar sem margir ungir
menn gáfu kost á sér. Ég vildi
segja fyrir mig að ég er ákaf-
lega ánægður með úrslitin og
mjög þakklátur stuðningsmönn-
um mínum fyrir þá hjálp, sem
þeir veittu mér til þess að ná
því marki að ná hæstri atkvæða-
tölu. Ég mun leggja fram krafta
mína til þess að rækja prests-
starfið í Hallgrímssókn sem bezt,
fái ég veitingu fyrir því, en
kosningin er ekki lögmæt".
Þess má geta, að þegar um ó-
lögmæta kosningu er að ræða
leggur biskup fram tillögu til
veitingar brauðinu, en dóms- og
kirkjumálaráðherra veitir.
Aðolíundur Kennurafélogs
Mið - Vestnrlonds