Morgunblaðið - 01.12.1967, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ. FOSTl DAGl’R i. DES. 1967
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MIKLA
Dreptu flóna á bakinu á mér.
— Þessi maður hefur enn ver-
ið á ferðinni, ungfrú.
— Hvaða maður? spurði ég
hálfsyfjuð.
— Sá, sem drap hann hr.
Morgan. Nú hefur hann verið í
kirkjugarðinum.
— Mér finnst það rétti staður-
inn fyrir hann, sagði ég, — og
ég vona, að hann verði þar um
kyrrt. En svo fór ég að átta mig
á því, sem um var að vera og
reis upp í rúminu.
— Hvað um kirkjugarðinn?
Hefur einhver orðið fyrir sl>si
þar?
— Nei, en þar er allt á öðrum
endanum. Legsteinar á hliðinni
og blómabeð eyðilögð. Það er
?agt ,að þetta líti hroðalega út.
Hálftíma seinna var ég komin
þangað. Jim Conway og tveir
lögreglumenn staðarins voru þar
fyrir, og eins dr. Leland, sóknar-
prestur Markúsarkirkjunnar.
Svo voru vitanlega þarna fleiri
forvitnir, eing og ég, hræddir eða
steinhissa. Því að þarna hafði
sannarlega verið skemmdarvarg-
ur á ferð, einn að fleiri. Margir
litlir legsteinar höfðu verið
brotnir af stalli og lágu á hlið-
inni, blómakerjum hafði verið
velt og þau brotin, og gluggarn-
ir í stóru grafhýsi voru brotnir.
Leiðin mín voru ósnert, en engu
að síður hryllti mig við þessari
viðurstyggð eyðileggingarinnar.
Jim sá mig og gekk til mín.
— Ég er feginn, að reiturinn
þinn skuli hafa sloppið, Pat,
sagði hann. — Ég vissi, að þú
mundir hafa áhyggjur af honum.
Þetta er ljótt að sjá, finnst þér
ekki?
— Jú, andstyggilegt og við-
bjóðslegt.
— Það er að minnsta kosti
brjálæðisiegt. Hvaða gagn gæti
verið að þessu? Það mætti hugsa
sér, að einhver hefði gert það,
sem væri illa við kirkjugarðs-
verðina ,en þeir hafa verið hér
árum saman. Hann Hodge gamli,
sem er yfir þeim, er komin'.i 1
rúmið.
Ég gat ekki á þetta minnzt.
Kirkjugarðurinn hafði alltaf ver
ið stolt jkkar. Hann var uopi
miðri brekkunm og fyrstu end-
urminning mín um aann va- sn,
að nokkrum göm.um, her.Tjör.n
um úr þrælastríðinu var ekið
þangað á þjóðhátíðurdaginn, und
ir hermannafylgd. S'm voru ræðn
höld og lúðraþyjur og frú Daw s
var að því komin að springa a
hæstu tónunum i þjoðsöngnum.
Vitanlega hafði enginn sagt
Maud af þessu, en Bessie var bú-
in að frétta það, þegar ég kom
heim aftur. Og hún virtis;
skemmta sér vel við það. —
Þarna hefur etnhvei fengið ai-
mennilega skemmtur., sagði hún.
— Ég ætla að fara þangað og sjá
það.
Og ég held, að nún hafi farið.
tafarlítið.
32
Næsta dag var Maud ofurlít-
ið skárri. Það var eins og létti
svolítið yfir öllu húsinu, þjór,-
ustufólkið var kátara í bragði,
og jafnvel fannst mér ég betri í
öklanum. Því bað ég Gus að
taka fram bílinn mir.n um kvöld
ið og ók síðan til að heimsækja
Lydiu. Ég tók hundinn Roge,-
með mér. Hann hafði afar gam-
an af að aka i bíl, og var stórvax
inn og hátíðlegur ; sætinu við
hliðina á mér, en auk þess eru
þarna langir, fáfarn;r vegarkafl-
ar og ég minntist þess, sem Jim
Conway hafði sagt við mig um
morguninn.
— Farðu varlega, Pat, hafði
hann sagt. — Þú skalt ekkert
vera á ferli um landareignina
eða vegina að kvöidi til, eftir að
dimmt er orðið. Við eigum okk-
ur ekki nema tvær tilgátur um
þetta mál. Annað hvort er hér
um að ræða sérlega klókan morð
ingja, sem gangi aus, eða þá
brjálaðan minn. Kar.nski hvort-
tveggja.
— Þér er alvara, að það geti
verið brjálaður maður? sagði ég.
— Já, athugaðu málið, svar-
aði hann hvasst. — Ef þú getur
fundið vít út úr því, hvernig
honum Morgan var kálað —
drekkt í sundlauginni og áin rétt
við höndina — þá ertu sniðugri
en ég.
Ég hitti Lydiu eina á bekk við
ána. Sólin var ge vgin til við-
ar fyrir góðri stundu, en þó enn
nokkur birta. Hún sat þarna
hreyfingarlaus, með hendur í
skauti og horfði á ana. Ég held,
að hún hafi verið vonsvikin þeg
ar hún sá, hver var á ferðinni.
— Nú, það ert þú,( Pat, sagði
hún. — Komdu og seztu niður.
Audrey er í rúminu og ég er ein.
Hún hefur tekið sér þetta nærn,
vtsalings barnið.
Ég settist og kveikti mér í
vindlíngi. Þarna fór bátur fram
hjá og varpaði kastljósi tii
beggja handa, og það hitl. okk-
ur stundum. Ég sá, að hin var
mjög föl og eins og uppgefin
Samt reyndi hún að láta eins og
ekkert væri. Hún spurði um
Maud og sagði mér að bera
henni þakklæti fyrir blómin.
Það hafði komið talsvert ajE b'óm
um. Hún ætlaði að skrifa þakk-
arkort seinna. En rétt í ’oili
treysti hún sér ekki til þess.
— Þú ættir ekki að gera þér
svona miklar áhyggjur, Lydia,
sagði ég. — Þú varst búin að
gera það, sem engin kona hefði
gert. Þú tókst hann að þér aft-
ur og sást um hann.
— Ég brást honum víst. Eða
það finnst henni Audréy. En
hvernig gat ég vitað, að hann
væri ferðafær? Hvað meinti
hann með þessu, Pat? Hann var
ekkert veikur. Ekki einu sinni
auralaus. Hvers vegna koai hann
aftur? Ef hann hefði haldið sig
héðan, lifði hann enn.
— Ekki þyrfti það nú að vera.
Það er til eitthvart spakmæli
um það, að hvaða stefnu, sem
maðurinp tekur, verði endirinn
alltaf sá sami.
Hún hlusti ekki á mig. Snögg-
lega sneri hún sér að mér.
— Heyrðu, Pat, gæti þetta verið
þessi stelpa, sem hann strauk
með? Hann yfirgaf hana, eins
og þú veizt. Einhvers staðar í
útlöndum.
Snögglega var ég minnt á
Eessie. Bessie, sem hafði þekkt
mann að nafni Morgan í París.
Eessi, sem hafði venð í klúbbn-
um kvöldið sem morðið var fram
:ð Bessie með köldu bláu augun
og krakkasvipinn. En Jim Con-
vvay sagði, að enginn kvenmað-
ur hefði getað gert þetta — atS
niinnsta kosti ekki hjálparlaust
Og. hvað var Bessie svo gömul?
Hún sagðist vera tuttugu og átta
ára, enda þótt mér sýndist hún
talsvert eldri. En......fyrir 15
árum.......
Lydia hélt áfram að tala. Það
hressti hana við, heid ég. Hún
rakti alla söguna. Símahring-
ingu Dons til hennar og svo
heimkomu hans. Hann hafði ver
ið niðurdreginn og veiklulegur,
þegar hún hitti hann á stóðinni
í hálfrökkrinu.
— Það var eins og hann ætl-
aði ekki að komast upp í bílinn,
sagði hún. — En ég trúi því ekki
nú orðið. Ég held, að þetta hafi
allt verið leikaraskapur hjá hon-
um.
En hvað sem um það kynni að
vera, þá hafði Audrey verið hrif
in af honum og stjanað kring um
hann, og í félagi komu þær hon-
um upp í gestaherbergið, þar
sem rúmið beið tilbúið og
Audrey hafði safnað saman bók-
um og tímaritum við náttlamp-
ann. Hún hafði sjálí tekið upp
úr töskunum hans og orðið hissa
á þvi, hve góðan fatnað hann
átti — þar voru smókingföt, blá
kambgarnsföt og svo fötin sem
hann hafði verið í á ferðinni.
Hann sagði, að kunningi hans í
New York hefði fatað hann upp
en vitanlega var það lygi. Föt-
in voru saumuð í London, og
nafnið hans var á innanávösun-
um.
— Honum hafði sézt yfir
þetta, sagði hún, — en eftir þétta
kvöld var ég með ýmsar efa-
semdir. En vitanlega var það um
seinan. Hann var kominn þarna
og Audrey var afskaplega spennt
Keimurinn leynir sér ekki
af gæða vindli
hinum nýja
DIPLO
SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY
BY APPOINTMENT TO THE ROYAL DANISH COURT
DIPLOIAT
Háskóli
íslands
LEGO verksmiðjurnar ( Danmörku létu gera þetta
Ifkan af Háskóla íslands f fyrravetur og sýndu það á
Strikinu I Kaupmannahöfn I desember s.l. ásamt Ifkön-
um af fleiri þekktum byggingum á Norðurlöndum.
Þetta líkan verður til sýnis I Háskólabíói fram að
áramótum.
Reykjalundur hefur einkaleyfi á framleiðslu LEGO
system hér á landi.
©AUGLVSINOASTOFAN
am
REYKJALUNDUR, síml um Brúarland. Skrifstofa í Reykjavík: Brœðraborgarstíg 9, síml 22150.