Morgunblaðið - 09.12.1967, Page 1
54. árg. 281. tbl.
LAUGARDAGUR 9. DESEMRER 1967.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
JEMEN:
Sovétstjórnin varar við
þróuninni í V-Þýzkalandi
Telur tilvist þjóðernissinnaflokksins
brot á Potsdam samkomulaginu
Moskvu, 8. des. NTB — AP.
• SOVÉTSTJÓRNIN hefnr sent
Vesturveldunum orSsendingu um
ástandið í V-Þýzkalandi, sem
hún telur orðið býsna hættulegt,
einkum á sviðum stjómmála og
hermála. Vísar stjórnin þar í
Potsdam samninginn, þar sem
sagði, að útrýma skyldi nazisma
og hernaðarstefnu þar i landi og
segir, að sér þyki mikið á skorta
að ákvæði hans hafi verið hald-
Ráðherra
skorar á
harnsræningja
Versölum, 8. des. — AP-NTB
FRANSKI innanríkisráðlherr-
ann, Christian Fouchet, kom
fram í sjónvarpi í kvöld og
skoraði á glæpamenn þá, sem
rændu litla drengnum Ema-
nuel Malliart, sl. mánudag, að
sikila honum samstuádis aft-
ur til foreldra sinna. Ráðherr
ann kvaðst gefa ræningjun-
um frest til morguns að koma
barninu aftur herm til for-
eldra sinna.
Ráðherrann sagði, áð hann
hefði samvinnu við föður
drengsins, en bætti við, að
það væri ekki sitt 'hlutverk
að tala við barnsræningja,
Framh. á bls. 31
in. Til dæmis telur Sovétstjórnin
að stefna v-þýzku stjórnarinnar
sé i ýmsum atriðum hin sama
og stefna nýja hægri flokksins,
flokks þjóðernislýðræðissinna —
NDP.
„Sovétstjórnin neyðist til þess
að benda á“, — segir í yfirlýs-
ingunni — „að í Vestur-Þýzka-
landi virðisit vera að þróast
ástand, þar sem hefndarstefna
og hernaðarstefna grípa inn á æ
fleiri og víðtækari svið stjórn-
mála- og féla,gslífs“. Vísað er til
yfirlýsingar Sovétstjórnarinnar
frá því í janúar sL, þar sem
varað var við vaxandi starfsemi
og áhrifum óheppilegra afla og
sagt, að þessi þróun hafi síður
en svo stöðvazt, öfl þessi verði
sífellt sterkari.
Sérstaklega tilgreinir Sovét-
stjórnin flokksþing NDP í Hann-
over. sem hún segir, að hafi ekki
einasta verið leyft með lögum
heldur beinlínis notið verndar
veetur-þýzkra yfirvalda. Nauð-
synlegt sé, að stjórnarvöldin
endurskoði afstöðu sína til þessa
flokks, m.a. vegna þeirrar kröfu
NDP, að endurskoðuð verði
landamæri Evrópu. NDP krefjist
opinberlega iandsvæða annarra
rikja og hafi lýst því yfir, að
tiilviist austurrísku þjóðarinnar
sé ekki fullnægjandi. Augljóst
sé, að áætlanir NDP og stefnu-
Framh. á bls. 31
Ógæftir hafa hamlað veið-
um að undanförnu og má
segja að flotinn sé í reiði-
leysi. Myndin sýnir síldarbát
á siglingu og er hann með
nótina innanborðs. Sjófugl-
arnir fylgja í humátt á eftir
í von um æti, því að hver
verður víst að hafa sitt. Mynd
ina tók Sigurgeir Jónasson
ljósmyndari Mbl. í Vestmanna
eyjum. — Samtöl eru við
nokkra sjómenn og útgerðar
menn á bls 10 og 11 í blað
inu í dag.
Sanaa í
umsátri
konungssinna
Kairo, Beirut, 8. des.
KONUNGSSINNAR í Jemen
segjast hafa náð á sitt vald öðr-
um flugvelli höfuðborgar lands-
ins, Sanaa, og halda þeir áfram
aðför að borginni er þeir hafa
setið um síðustu daga. Talsmenn
lýðveldisstjórnarinnar segja, að
árás konungssinna hafi verið
hrundið og þeir verið hraktir
brott.
Utanríkisráðherra Jemens,
Hassan Mackey, viðurkenndi í
dag, að konungssinnar hefðu set
ið um höfuðborgina og hefðu um
þrjú þúsund manns fallið í gær
í bardaga við Bani Bahloul, sem
er tæpa 20 km. frá borginni.
Ben Hashem, talsmaður kon-
ungssinna, sagði í Beirut í Líb-
anon í dag, að flugvöllurinn, sem
konungssinnar hefðu tekið væri i
aðeins 5 km. fjarlægð frá borgar
mörkunum, og þeir hefðu hafið
lóftárásir á hinn flug'völlinn, sem
væri nær. Ennfnemur sagði hann,
að þeir hefðu handtekið 13 her-
foringja lýðveldishersins í gær,
er þeir reyndu að flýja úr borg-
inni. Lýðveldisstjórninni hafa
verið settir úrslitakostir að því
er hann sagði, og verði hún ekki
við þeim, lýsa konungssinnar
ábyrgð á hendur henni fyrir það
tjón, sem borgarbúar kunna að
verða fyrir i væntanlegum bar-
dögum um borgina.
Blaðið ,.A1 Ahram“ í Kairo,
segir, að bandaríska leyniþjónust
an — CIA — hafi ráðið erlenda
málaliða til þess að stjórna aðför
ini að Sanaa. Séu þetta sömu
málaliðar og áður hafi starfað í
Kongo og Angola. Samkvæmt út-
varpsfréttum frá Sanaa voru sex
málaliðar teknir af lífi þar í gær.
400 grískir hermenn
iarnir frá Kýpur
Nicosia, Kýpur, 8. des.
— NTB-AP —
f DAG fóru um það bil 400 grísk
ir hermenn frá hafnarbænum
Famagusta á Kýpur og eru það
fyrstu hermennirnir, sem það-
an eru fluttir samkvæmt sam-
komulagi stjórna Grikklands og
Tyrklands frá siðustu viku.
Þá var samið um, að fluttir
skyldu brott allir hermenn, sem
þar væru umfram það, sem leyft
væri samkvæmt samkomulagi
ríkjanna frá 1960. Skyldi þetta
gert innan 45 daga.
Á Kýpur munu vera um tólf
þúsund grískir hermenn, um-
fram það sam samkomulagið
frá 1960 leyfði, en samkvæmt
því áttu grískir hermenn ekki
að vera fleiri en 950 og tyrk-
neskir ekki fleiri en 650.
Makarios, erkibiskup, kom til
Famagusta og ávarpaði her-
mennina áður en þeir fóru.
Hann þakkaði þeim dvölina á
eynni. Það gerðu einnig blöð-
in á eynni, sem hrósa hermönn
unum mjög, en gagnrýna grísku
stjórnina harðlega fyrir að hafa
látið undan kröfum Tyrkja.
Hættir Arthur
Goldberg hjá SÞ?
Washington, 8. des. NTB-
Reuter.
* ARTHUR Goldberg, fasta-
fulltrúi Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, mun
láta af því embætti innan
skamms, að því er heimildir
í Washington greina.
Það fylgir fréttinni, að
Goldberg hafi rætt málið við
Johnson, forseta í dag og
einnig átt viðræður við Dean
Rusk utanríkisráðherra sl.
miðvikudag.
Af hálfu stjórnarinnar var tal
ið æskilegast- að Johnson for-
seti, skipi nýjan varnarmálaráð
herra í stað Roberts MacNam-
ara, áður en hann taki afstöðu
til þess, hver verði eftirmaður
Goldbergs.
Þeir Goldiberg og MacNamara
hafa báðir verið fylgjandi var-
færinni stefnu í Vietnam styrj-
öldinni og þykir nú allt benda
til aukinna áhrifa hinna her-
skárri í þeim leik.
Framhald á bls. 31.
Arthur Goldberg