Morgunblaðið - 09.12.1967, Síða 2

Morgunblaðið - 09.12.1967, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIB, LAUGARDAGUR 9. DES. 1967 Rafmagnsmálin að komast í lag nyrðra Akureyri, 8. desember. HORFUR í rafmagnsmálum Laxársvæðisins fara nú batn- andi, að því er Knútur Ottestedt rafveitustjóri tjáði fréttamanni Mbl. um klukkan 21:30 í kvöld. Skömmtun hefur þó verið hald ið uppi í dag á öllu svæðinu. Um klukkan 7:45 í morgun kom mikill ís inn á vélar orku- versiins við Laxá og dró þá snögglega úr raforkuvinnslunni í bili. Þetta endurtók sig um kl. 16:00, en síðan hefúr ástand ið mjög farið batnandi. Stærri vélarsamstæðan í gömlu stöðinni hefur komizt upp í 900 til 1000 kw-stundir, en minni vélin er óstarfhæf. Nýja stöðin hefur náð 6500 kwst. af 8000 mögulegum. Auk þess eru svo 4000 kwst. frá dies elstöðinni á Akureyri, svo að nú í kvöld er samanlögð orkufram- leiðsla á svæðinu hér um bil 11.400 kwst. Þessi framleiðsla ætti áð geta dugað í nótt og með smávægilegri viðbót einnig á morgun, þannig að skömmtun verði óþörf. Þó er sú hætta alltaf fyrir hendi, að ís og krap úr inntaks lónunum komist inn á vélarn- ar, t.d. þegar reynt verður að ræsa minni vélina í gömlu stöð inni. Veður fer hér batnandi með kvöldinu, dregið hefur bæði úr vindhraða og frosti. — Sverrir. Færeyskur línubátur sökk undan Bretagne Þórshöfn, Færeyjum, 8. des. FÆREYSKI línuveiðarinn „Porkerisnes" sökk í dag út af Rretagne í Frakklandi, er hann var á leiðinni frá Færeyjum til Portúgal með 200 lestir af sait- fiski, sem hann hafði veitt við V estur-Grænland. í morgun kom upp eldur í skipinu og fór öll áhöfnin — tíu karlar og ein kona — í gúmmíbáta. Þeim bjargaði hol- lenzka flutningaskipið „Diogen- es.“ Ætlunin var, að annað skip togaði færeyska skipið í höfn, en það sökk kl. 14.30 að fær- eyskum tíma. Veður var slæmt á þessum slóðum. Farmurinn, sem þarna tapað- ist, var um það bil 600.000 d. króna virði, eða sem nemur rúm lega 4.5 millj. ísl. króna. „Dignenes" sigldi áleiðis til Amsterdam með áhöfn skipsins og er væntanlegt þangað á sunnudagsmorgun. Báturinn „Porkerisnes" var byggður í Þórshöfn árið 1963 og var í eigu útgerðarfélags í Porkerei. — Arge. Nýtt skip í fflota Grundfirðinga Grundarfirði, 8. des., MYNDARLEG viðbót bættist í bátaflota Grundfirðinga í gær- kvöldi. Hingað hefur verið keyptur m.b. Pétur Sigurðsson Ragnheiður Jónsdóttir „Villieldur“ Ný bók Ragn- heiðar Jónsdóttur UT ER komin ný skáldsaga eftir Ragnheiði Jónsdóttur, og nefn- ist hún „Villieldur". Þetta er síðasta skáldsagan, sem Ragn- heiður gekk frá, en hún lézt á miðju þessu ári. „Sagan er að ýmsu nokkuð ólík eldri sögum Ragnheiðar,“ segir á kápusíðu, „en víst mun hinn fjölmenni lesendahópur hennar taka hénni tveim hönd- um, því að- ekki bregzt höfundi bogalistin fremur en áður, að segja vel sögu.“ Bókin er 151 bls. að stærð. Útgefandi er ísafoldarprent- smiðja h.f. frá Reykjavík, 140 lestir að stærð. Núverandi eigendur eru: að 2/3 Guðmundur Runólfsson, útgerðarmaður, og að 1/3 hluta Björn Ásgeirsson, sem verður skipstjóri á bátnum. Ætlunin er að hefja línuveið- ar hið allra fyrsta, en fara svo á þorskanet síðar í vetur. Bát- urinn mun leggja afla sinn upp hjá Fiskverkunarstöð Soffanías ar Cecilssonar í Grundarfirði. — Emil. Bandaríski sendiherrann heimsækir Akranes Akranesi, 8. desember. SENDIHERRA Bandaríkjanna á íslandi, Karl F. Rolvaag, kom í heimsókn til Rotaryklúbbs Akraness þann 24. nóv. sl. Fé- lagarnir fóru með hann í kynn- isferð um bæinn og sýndu hon- um m.a. Byggðasafnið í Görðum og Sementsverksmiðjuna. Á fundi klúbbsins um kvöld- ið hélt sendiherrann aðalræð- una. Þessi heimsókn var liður í áætlun alþjóðaþjónustunefnd ar klúbbsins, sem er í því fólg in, að bjóða erlendu fólki bú- settu á íslandi öðru bvoru á fundi til þess að kynna því land ið og þjóðina. Rotaryfélagar voru ánægðir með þessa fyrstu heimsókn, sem áttti mikinn þátt í því að glæða þekkingu þeirra á banda rískri menningu. — H. J. Þ. Þjóðvarðliðar í Cleveland urðu ekki lítið undrandi, þeg- ar þeir mættu til æfingar og sáu jólasveint koma þjótandi í hópinn. En þar reyndist koma félagi þeirra Don Ire- dell. Hann hafði verið að leika jólasvein í jólaskrúð- göngu og varð svo seinn, að hann hafði ekki tíma til að skipta um föt áður en hann mætti til æfingarinnar. Rotin síld ónýtir veiði Bodö, 8. des. — NTB MIKIÐ magn rotinnar siidar í Mörvikfirði í Noregi hefur eyði- lagt allan fisk á margra kíló- metra svæði út með firðinum. Eru nánari atvik þessa máls þau, að í haust fékk fiskiíbátur einn, er var á síldveiðum í firð ■inum, 800 hl meira í kasti en hann bar. Báturinn var með snurpunót og var skorið gat á nótina til þess að hleypa niður því, sem ekki komst um borð. Síldin sökk til botns, en ekki leið á löngu áður en fita og rotin síld tók að fljóta upp og um fjörðinn. Fiskurinn, sem dreginm var úr sjónum eftir þetta, varð smám saman mjög vondur og er nú orðinn óætur að kalla. Fískimenn hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og telja margir þeirra, að tilgangslauist sé að veiða meira úr firðinum það sem eftir er vetrar. -------9-------- Riður um fund i Öryggisráðinu Sam. þjóðunum 8. des. AP-NTB SOVÉTRÍKIN hafa farið fram á það við forseta Öryggisráðs- ins, að hann kalli ráðið saman til að fjalla um hugsanlega fjölg un eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna við Súez. Það var sovézki fastafulltrúinn Feder- enko, sem afhenti orðsending- una. Margir líta svo á, að orðsend ing Sovétmanna muni til þess eins fallin, að tefja störf U Thants að þessum málum. U Thant heldur því fram, að fyrri ákvarðanir ráðsins hafi gefið sér fullnægjandi heimild til að fjölga eftirlitsmönnum SÞ við Súez. Þá var tilkynnt hjá Samein- uðu þjóðunnúm í dag, að sænski sendiherrann Gunnar Jarring, hinn sérstaki íulltrúi samtak- anna í deilu Araba og ísraela, muni fara til Kýpur um helg- ina og koma þar upp bækistöð, en síðan heimsækja stjórnir þeirra ríkja, er hlut eiga að deilunni. Jarring fær sér til að- stoðar tvo menn frá S. Þ., þá Ian Berendsen frá Nýja Sjá- landi og Lauri Koho frá Finn- landi, sem er sérstakur ráðu- nautur U Thants, framkvæmda stjóra í hermálum, auk þess sem með honum verður á Kýp- ur ritari hans sænskur, Goran Berg frá sænska utanríkisráðu neytinu. Athugasemd frá Síldarútvegsnefnd VEGNA villandi ummæla, sem fram hafa komið í blöðum og útvarpi í sambandi við breytta starfstilhögun Síldarútvegsnefnd ar, vill nefndin tilkynna að svo- hljóðandi samþykkt var gerð á fundi hennar þann 12. september s.l., um þetta mál: Svo sem kunnugt er hefir Síld- arútvegsnefnd starfrækt tvær skrifstofur í tæpa tvo áratugi, þ. e. á Siglufirði og í Reykjavík en áður hafði nefndin aðeins skrifstofu á Siglufirði. Skrifstof- an á Siglufirði hefir m.a. haft umsjón með söltun og útflutningi saltsíldar frá Norður- og Austur- landi, og séð um innkaup og dreifingu á tunnum, salti og ýms um öðrum síldarsöltunarvörum fyrir það söltunarsvæði. Skrif- stofa nefndarinnar í Reykjavík hefir annazt hliðstæð störf að því er söltun á Suður- og Vest- urlandi snertir. Auk þess hefir skrifstofa nefndarinnar í Reykja vík haft umsjón með söltun og útflutningi á þeirri vetrarsíld, sem söltuð hefir verið á Austur- og Norðurlandi síðustu árin. Skrifstofa nefndarinnar á Siglu- firði hefir séð um rekstur Tunnu verksmiðja ríkisins á Siglufirði og Akureyri. Samkvæmt lögum þeim, um Síldarútvegsnefnd og útflutning saltaðrar síldar, sem tóku gildi 21. apríl 1962, er gert ráð fyrir áð nefndin hafi skrifstofur á Siglufirði og í Reykjavík, en ekkert tekið fram um það á hvorum staðnum skuli verða að- alskrifstofa nefndarinnar. í hin- um nýju lögum segir að ráðherra muni með reglugerð setja nánari fyrirmæli um framkvæmd lag- anna. í reglugerðinni frá 1952 er tekið fram, að heimili og varnar- þing nefndarinnar sé á Siglufirði og verður að sjálfsög'ðu engin breyting á því gerð nema nýja reglugerðin kveði á um annað Svo sem kunnugt er, hefir svo til öll sölustarfsemi nefndarinnar um alllangan tíma verið undir- búin í Reykjavík, enda eru flest- ir stjórnarmeðlimir nefndarinn- ar búsettir í Reykjavík eða ná- grenni. Einnig skal á það bent, að samningaviðræður þær, sem farið hafa fram hér á landi við fulltrúa erlendra síldarkaupenda, hafa um langt árabil farið fram í Reykjavík enda er Reykjavík betur sett hvað samgöngur snertir, bæ'ði við umheiminn og innanlands, en nokkur annar staður á landinu. Nefndinni hafa borizt endur- teknar óskir frá Félagi síldar- saltenda'' á Norður- og Austur- landi um það, að aðalskrifstofa nefndarinnar fyrir Norður- og Austurland verði í Reykjavík og fer hér á eftir samþykkt aðal- fundar félagsins 1967 um þetta efni: „Aðalfundur F.S.N.A. telur nauðsynlegt að skrifstofu Síldar- útvegsnefndar í Reykjavík verði falin yfirumsjón með söltun Norður- og Austurlandssíldar, en skrifstofur verði þó áfram á Siglufirði og Austurlandi." Sam- þykkt þessi var gerð me'ð sam- hljóða atkvæðum. Síldarútvegsnefnd hefir ákveð- ið að verða við þessum óskum en tekur fram, að skrifstofa nefndarinnar á Siglufirði verður starfrækt áfram. Ennfremur tekur nefndin fram, að skrifstofa sú, sem verið er að koma á fót á Seyðisfirði, mun starfa þar eins og ráð hafði verið fyrir gert. Síldarútvegsnefnd. Björn J. Blöndal „Daggardropar" — ný bók eftir Bjö NÝLEGA er komin út ný bók eftir Björn J. Blöndal, rithöfund og bónda. Eru þetta frásögu- þættir og bera titilinn „Dagg- ardropar". Er bókin rúmlega 190 bls. að stærð. Útgefandi er bóka- útgáfan Setberg. Björn J. Blöndal er löngu þjóð kunnur rithöfundur. Hafa áður komið út eftir hann þessar bæk- ur: n J. Blöndal Hamingjudagar, Að kvöldi dags, Vinafundir, Vatnaniður, Örlagaþræðir og Lundurinn helgi. Yfir öllum þessum bókum hef- ur hvílt hugþekkur og sérkenni- legur blær. Hefur þeim öllum verið vel tekið, enda er höfund- urinn ágætlega ritfær og gáf- aður maður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.