Morgunblaðið - 09.12.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.12.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DES. 1967 3 Frá borgarstjórn BORGARSTJÓRN vísaði í gær frá með 8 atkv. gegn 3 till. kommúnista um að borgarstjórn skora'ði á ríkisstjórn að hverfa frá fyrirætlunum um niðurskurð á framlögum til Iðnskólabygging arinnar. í frávísunartillögunni sagði, að ekkert hefði komið fram um að fyrirhugað væri að takmarka fé til skólabyggingar- innar, og lýsti borgarstjórn yfir stuðningi við áframhaldandi byggingu Iðnskólans. Einnig var vísað frá tillögu sömu manna um ráðstöfun á áætluðu en ónotu'ðu fjármagni til byggingaframkVæmdá. Sauðárkrókur S J ÁLFSTÆÐISFÉL AG Sauðár- króks heldur aðlfund mánudag- inn 11. desember kl. 20:30 í fé- lagsiheimilinu Bifröst. Dagskrá: Venjuleg aðaUundar- störf .bæjarmál, önnur mál. — Stjórnin. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur rædd í borgarstjórn Á FIMMTUDAG fóru fram um- ræður í borgarstjóm um frv. að fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyr- ir næsta ár. Fer hér á eftir út- dráttur úr ræðum borgarfulltrúa. Guðmundur Vigfússon (K) rakti í upphafi ræðu sinnar nið- urstöður einstakra liða fjárhags- áætlunarinnar og sagði, að lítið tillit væri tekið til verðlags- hækkana vegna gengisbreytingar ísl. kr. Yrði því af þeim sökum, þegar til framkvæmda kæmi, enn óhagstæðara hlutfall milli verklegra framkvæmda og ann- ars rekstur, og hefði það þó ver ið óhagstætt fyrir. Hann sagði, að fjárhagsáætlun- in væri áætlun um samdrátt, og væri fyrir því séð vegna verð- hækkana, er leiddu í kjölfar gengisbreytingarinnar. Ræðumað ur benti á að núv. aðstaða væri erfið, gengisbreytingin leiddi til aukinna útsvara, og kjaraskerð- ing væri yfirvofandi vegna vöru verðshækkana, sem launþegum yrði ekki bætt vegna afnáms vísitölubindingar á kaup. Þrátt fyrir yfirvofandl skerð- ingu ó lífskjörum launafólks, ætlaði borgarstjómarmeirihlut. inn að hækka útsvör um 30 millj. kr. auk hækkana á gjald- skrá hitaveitu og rafmagns. Guðmundur lagðist gegn því, að hækka útsvör og benti á, að vegna minnkandi tekna almenn- ings yrði hækkunin til þess að minnka núv. afslátt frá gildandi útsvarsstiga. Taldi hann nær að nýta betur heimild til álagningar aðstöðugjalda, sem hann sagði lítt nýttan vegna umhyggju meirihlutans fyrir verzlunarauð- valdinu. Ræddi hann síðan um hita- veituna. Hann taldi ekki verj- andi að hækka hitaveitugjöld, og bar við sömu rökum og við útsvörin. Hitaveitugjöld hefðu hækkað mikið á undanförnum árum, og upphitunarkostnaður væri viðkvæmur liður í gjöldum alþýðuheimila. Auk þess væri hitaveitan illa búin undir kulda köstin, vatnið of kalt, og væri það ekki annað en vörusvik. Þess vegna bæri að ákvarða verðið af gætni og hófemi Kristján Benediktsson (F) sagði i upphafi, að erfitt væri að slá föstu einhverju hlutfalli milli hitunarkostnaðar hitaveitu og olíukyndingar. Sagði hann í því sambandi, að varlegt væri að hækka hitaveitugjöld vegna hins ótrygga ástands í launa- og kjaramálum. Hækkunin myndi verka eins og eitur í því svöðu sári, er margir hlutu vegna geng isbreytingarinnar. En ef ekki væri hægt að kom- ast hjá hækkun, væri skynsam- legast að gera hana í áföngum til að létta mönnum baggann. Kristján sagði, að fjárhags- áætlun borgarinnar endur- speglaði ástandið í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Hún hefði stór hækkað ár frá ár, en fram- kvæmdirnar hins vegar ekki auk izt að sama skapi. Sveitarfélög- in væru ofurseld dýrtíðarstefnu ríkisstjórnarinnar, en mörg reyndu að spyrna á móti. í>að gerði meirihlutinn í borgarstjórn ekki. Hann léti sig berast með straumnum og aðhefðist hann eitthvað, yki hann verðbólguna frekar en hitt. Kristján ræddi síðan í stórum dráttum um áætlunina, og lagð- ist hann eindregið gegn öllum hækkunum á tekjustofnum borg- arinnar. Óskar Hallgrímsson (A) sagði að eðlilegt væri, að borgar- stjóm tæki tillit til viðhorfanna í efnahagsmálunum enda bæri fjárhagsáætlunin það með sér. Þó taldi hann, að hækkun út- svara væri varhugaverð, þar eð sérfræðingar teldu, að tekjur manna myndu lækka á árinu. Því yrði að leita nýrra leiða, og var hann sammála Guðmundi Vigfússyni í því, að reyna að nýta betur heimild til álagning- ar aðstöðugjalda. En ef það tæk- ist ekki, væri ekki um annað að gera en skera niður framkvæmd ir. Þá ræddi óskar um hitaveit- una og sagði, að fjárhagur henn- ar væri með þeim hætti, að auka þyrfti tekjur hennar. Um það væru allir sammáia. Hins vegar deildu menn um, hvernig bæri að afla fjárins. En hins vegar gæti enginn verið sannfærður um, að hækkun leiddi til úrbóta á hitaveitunni og í hugum al- mennings, leiddi hækkunin til tortryggni á málefnið. Ef ekki skipti um í málefnum hitaveitunnar, taldi Óskar rétt aS skipa nefnd sérfræðinga til að kanna, hvað væri heizta ráðið til úrbóta. Hann væri ekki með neinar getsakir, en núverandi ástand væri ekki verjandi. Jón Snorri Þorleifsson (K) tók næstur til máls og ræddi aðal- lega hitaveituna og lagðist ein- dregið gegn hækkun hitaveitu- gjalda; lagði hann jafnframt áherzlu á, að hitaveitumálunum yrði kippt í lag hið bráðasta. Geir Hallgrímsson borgarstjóri tók þá aftur til máls. Gerði hann í upphafi að umtaisefni hækkun útsvara, og sagði að þau myndu hækka um 4,6% í krónutölu. Væri þessi hækkun gerð í þeirri trú, að hægt væri að við- hafa sömu álagningarreglur. Sagði borgarstjóri, að ef kaup- gjald og verðlag héldist óbreytt, að undanskildum þeim hækk- unum, sem samfara væru gengis- fellingu, yrði að gera allt sem hægt væri til að viðhafa sömu álagningarreglur við niðurjöfn- un útsvara. Sagði borgarstjóri, að ef skatt- stofninn gæfi hærri tekjur, væri sjálfsagt að kanna, hverjar þarfir borgarbúar hefðu orðið útundan, og endurskoða fjárhagsáætlun- ina í því sambandL Hins vegar væri rétt að takmarka útgjöld borgarsjóð til framkvæmda, ef sömu álagningarreglur leiddu til minni heildarútsvara. Þá ræddi borgarstjóri um hitaveituna og sagði, að þeim málum væri þannig háttað, að nauðsynleg væri hækkun hita- veitugjalda vegna gengisbreyting arinnar og hækkunar byggingar- vísitölu. Benti hann á það í því sambandi, að hækkun vegna bygg ingarvísitölu yrði ekki nema 7% miðað við ár, en ekki 12% eins og Guðmundur Vigfússon hefði haldið fram. Ef þessi hækkun yrði ekki samþykkt, væri ekki fé handbært til að standa á móti auknum kostnaði, því þessar hækkanir næmu ekki nema því, er til þess þyrfti. Eins væri, ef varatillaga Alþýðubl. og Fram- sóknarflokksins yrði samþykkt, þá vantaði 6 milljónir til að vega á móti auknum kostnaði. Tók borgarstjóri undir þau orð óskars Hallgrímssonar, að sjálf- sagt væri að draga ekkert und- an í sambandi við hitaveituna. og sagðist reiðubúinn til að styðja að góðum upplýsingum í hita- veitumálunum. Að ræðu borgarstjóra lokinni var frv. til fjárhagsáætlunar vís- að til síðari umræðu með sam- hljóða atkvæðum. í DÁG, laugardag, verður Jeppi á Fjalli, sýndur í 25. sinn í Þjóð- leikhúsinu. Það verður næst síð- asta sýningin á leiknum fyrir jól. Síðasta sýningin fyrir jól verður á Jeppa, föstudaginn 15. desember. Leikurinn var sem kunnugt er sýndur á s.l. leikári, en sýningar hófust svo aftur á leiknum um miðjan október s.l. Aðsókn að leiknum hefur verið mjög góð. Myndin er af Lárusi Pálssyni í hlutverki Jeppa og Árna Tryggvasson í hlutverki Jakobs skóara. Tizkusýning ÞAU mistök urðu í frásögn um tízkusýningu Modelsamtakanna, sem var í blaðinu föstudaginn 8. þ. m., að sportfatnaður sem Benný Hermannsson sýndi, var sagður vera frá Elg hf., en fatn- aðurinn var frá verzluninni Elf- ur. Auk þess sýndi Elfur úrval af öðrum fatnáði, svo sem barna- kjólum. Lýst eftir vörubílstjóra VÖRUBÍLSTJÓRINN, sem kom fyrstur á slysstaðinn við Sand- skeið aðfaranótt 15. nóv. sl. er beðinn að hafa sam.band við rannsóknanlögregluna. Aðfaranótt 15. nóv. sL varð harður árekstur í beygjunni við Sandskeið og slösuðust fjórir menn. Fyrstur á slysstað var bíl- stjóri, sem ók stórum yfirbyggð- um vörubil, og hlynnti hann að þeim slösuðu, þar til lögreglan kom á vettvang. Húseigendafél. hyggst ræða hitaveitumálið UNDANFARIÐ hefir ríkt algert neyðarástand í nokkrum hluta Reykjavíkurborgar, sem í dag- legu tali er nefndur gamli bær- inn, vegna þess að upphitun húsa hefir brugðizt. Þetta á við um þau hús, sem hituð eru ein- göngu frá Hitaveitu Reykjavík- ur. í sambandi við þetta hefir í dagblöðum verið varpað fram ýmsum tilgátum, athugasemdum og skýringum, sem margar hverjar hafa komið mönnum á óvart og verða ekki til þess að vekja nægilegt traust almenn- ings á stjórn hitaveitunnar, einnig með hliðsjón af marg- endurteknum fyrri loforðum um lagfæringu. Stjórn Húseigendafél. Reykja víkur telur þess mjög brýna þörf, að yfirstjórn hitaveitunn- ar (borgaryfirvöldin) gefi þeg- ar opinberlega glögga skýrslu um orsakir og aðdraganda þess- ara mistaka, ásamt rökstuddri greinargerð um hvernig úr þessu verði bætt og komið í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Stjórn Húseigendafélags Rvík ur hefir af þessu tilefni ákveð- ið að efna til almenns fundar um hitaveitumálið, þar sem for svarsmönnnum hitaveitunnar verður með góðum fyrirvara gefinn kostur á að gefa skýrslu um framangreint mál og borg- urunum almennt veitt tæki- færi til að koma umkvörtunum sínum á framfæri við rétta að- ila og fá umbeðnar skýringar. Tilkynnt verður innan tíðar um fundarstað og fundartíma. (Frá stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur). STAKSTtlMAR Mótsagnir í málflutningi TÆPLEGA fer það íram hjá nokkrum þeim, sem fylgjast reglulega með stjórnmálaskrifum í blöðum, umræðum á Alþingi eða stjórnmálaumræðum á öðr- um vettvangi, að málflutningur stjórnarandstæðinga er mótsagna kenndur í hæsta máta. Um langt skeið hafa báðir stjórnarandstöðu flokkarnir, Framsóknarntenn og kommúnistar, mjög haldið á lofti þeim áróðri, að rikisstjórnin hugsi ekki nægilega vel um hags muni atvinnuveganna og þess vegna hafi aðstöðu þeirra hrak- að mjög á síðustu árum. Þegar svo gengislækkun sterlingspunds ins varð til þess, að óumflýjan- Iegt var að fella gengi krónunn- ar og ákvörðun var tekin um að lækka gengi krónunnar meir en sem nam gengisfellingu sterlings pundsins til þess að bæta að- stöðu atvinnuveganna, eftir á- föll, sem þeir hafa orðið fyrir vegna verðfalls og aflabrests, snérust stjórnarandstöðuflokk- arnir mjög hart gegn meiri geng isbreytingu en sem nam áhrifum af lækkun sterlingspundsins og töldu hana bera vitni um „ó- stjórn“ ríkisstjórnarinnar. Þannig snérust báðir stjómarandstöðu- flokkarnir mjög hart gegn nauð- synlegum og óumflýjanlegum ráðstöfunum til þess að bæta hag íslenzkra atvinnuvega. Afstaðan til verkalýðsins En á sama tíma og stjórnar- andstæðingar hafa þannig sakað ríkisstjórnina um að gæta ekki nægilega vel hagsmuna atvinnu- veganna, hafa þeir eða a.m.k. verulegur hluti þeirra rekið harðan áróður fyrir því að verka lýðssamtökin gerðu mun meiri kauphækkunarkröfur en þan hafa talið skynsamlegt að gera á s.l. fjórum árum. Þetta kom glögglega fram við gerð júní- samkomulagsins, þegar Framsókn armenn og kommúnistar reyndu að spilla fyrir samkomulagi, þetta kom aftur fram i kjara- samningum 1965 og þetta hefur glögglega komið fram á s.l. 2 árum og nú síðast á undanförn- um vikum. Þannig tala þessir menn tveimur tungum, annars vegar saka þeir rikisstjórnina um erfiðleika atvinnuveganna og hins vegar hvetja þeir verkalýðs samtökin til óskynsamlegra aðgerða, sem óhjákvæmilega mundu auka mjög á erfiðleika atvinnuveganna. Málflutningur þessara manna er svo mótsagna kenndur. að næsta ótrúlegt er og gegnir vissulega furðu að þeir skuli leyfa sér að ganga svo langt í þessum efnum, sem raun ber vitni. Hækkun hita veitugj alda Þessi mótsagnakenndi málflutn ingur hefur líka komið fram í sambandi við tillögur um 18% hækkun á hitaveitugjöldum. Minnihlutinn i borgarstjórn hefur að sjálfsögðu snúizt gegn þessum hækkunum á hitaveitugjöldum, alveg á sama hátt og hann hefur snúist gegn hækkun á hitavcitu- gjöldum s.l. tvö ár. Það skyldu menn hafa í huga í sambandi við þá alvarlegu erfiðleika, sem upp hafa komið í sambandi við hi1a- veituna nú síðustu daga, og lausn verður að finnast á, að ef farið befði verið að ráðum minnihlut- ans i borgarstjórn á s.l. 2 árum og nú þessa síðustu daga, væru eklti nokkrar líkur á þvi að tak- ast mundi að bæta þfónustu hita vcitunnar. Þannig kemur mót- sagnakenndur málflutningur Framsóknarmanna og kommún- ista fram á ölium sviðum þjóð- lífsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.