Morgunblaðið - 09.12.1967, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.12.1967, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DES. 1967 magnusar skipholti21 símar21190 eftir lokuri simi 40381 ZíÁ Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstrætj 11. Hagstætt leigugjald Sím/14970 Eftir lokun 14970 eSa 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAiNi - VAKUR - Sundlaugavegi 13. Sími 35135. Eftir iokun 34936 og 36217. RAUOARARSTiG 31 SlMI 22022 Hreinsum rúskinnskápur, jakka og vesti. Sérstök meðhöndlun. Efnalaugin Björg, Háalertisbr. 58-—65, sími 31380, útibú Barmahlíð 6, sími 23337. PILTAr, ==? EF ÞI0 EHIP UNWUSTUNA /f ÞA A F0 HRINMNR /f/ , - - f ff/'i'/m ffg/n(//!&/$ 'ffsfc."/*// e \ ' AU-ÐVITAÐ ALLTAF ÍC Bókmenntir og fagurbókmenntir Bréfritari, sem kallar sig „Bókamann", hefur sent Vel- vakanda línu þar sem hann gerir að umræðuefni ritdóm um Dagbók frá Díafani eftir Jökul Jakobsson. Vitnar hann í ritdóminn þar sem svonefnd ar blaðamennskubækur eru teknar til umræðu og lýst að- stæðum og viðhorfum við rit- un þeirra. í niðurlagi þeirrar umræðu segir í ritdóminum samkvæmt bréfi „Bóka- Undirfatnaður í mlklu úrvali. Tízkulitir — tízkusnið. PARÍ8ARBUBIIU Austurstræti. manns“: „Þess vegna er jafn- an gott veður í slíkum bókum. Og þess vegna eru þær sjald- an, eða alls ekki, hvort sem þær eru vel eða illa gerðar, eiginlegar bókmenntir". Velvakandi er sammála bréf ritaranum um það, að hér er ekki farið alls kostar rétt með hugtök. Venja er að kalla bók- menntir flest það sem á bæk- ur er sett í söguformi, en það er svo að sjálfsögðu flokkað í góðar bókmenntir og lélegar. Samkvæmt málvenju og hefð- bundinni skilgreiningu hljóta því samtalsbækur, minninga- bækur og ævisögur að teljast bókmenntir, þar gettur Velvak andi tekið undir með „Bóka- manni“, og þær geta talizt góð ár bókmenntir eða lélegar án tillits til þess hvort hægt er að flokka þær undir skáldskap arverk eða ekki. En þá er kom ið að annarri skiptingu, sem einnig er nokkur hefðbundin, en það er sá greinarmunur sem gerður er á bókmenntum og fagurbókmenntum. Fagurbók- menntir er haft um skáldverk í óbundnu máli og ljóði og mætti með sanni segja, að sam tals- og minningarbækur flokk uðust ógjarnan undir þá skil- greiningu þó að það sé hins vegar ekki útilokað. Samtals- og minningabækur geta hafið sig yfir svið hversdagsleikans í stíl og frásögn og birt merki- legt skáldskaparefni, en það er önnnur saga. Hvað sem öðru líður eru það bókmenntir. ikr „Hituðu mér sem snöggvast" Ó. H. E. á Ljósvallagötu skrifar: Reykjavík 7. des. 1967. Heiðraði Velvakandi. Vilduð þér vinsamlegast birta meðfylgjandi smáathugasemd í dálkum yðar við fyrsta tæki- færi. Tilefnið er viðtal, sem Morg unblaðið áttti í gær við hita- veitustjóra og birti, a.m.k. efn islega, undir fyrirsögninni: Hitaveitan gefur yfirleitt eng- an afslátt. Þar eru þessi orð höfð eftir hitaveitustjóranum: Yfirleitt gefur hitaveitan engan afslátt. Ef við gerum þdð, er það í sér- stökum tilvikum, sem metin eru hverju sinni og standa ekki í beinu sambandí við almenn- an vatnsskort í kuldum. Hins vegar höfum við reynt að bæta upp þann skort, sem orðið hef- ur á góðri þjónustu, sem kom- ið hefur fram í vatnsskorti í gamla bænum með því að hækka hitastig vatnsins á vet- urna um 10 stig. Þessi orð hitaveitustjóra hit- uðu mér svo í hamsi sem snöggvast, að ég hætti andar- tak að hríðskjálfa í svellkaldri íbúðinni af undrun og hreinni hneykslun. Hvað segir maðurinn í raun og veru? Þetta: Hitaveitu- reikningar verða innheimtir aff fullu, enda þótt menn hafi eng an hita fengiff dögum saman. Þaff skiptir engu máli þótt varningur hitaveitunnar hafi ekki veriff afgreiddur til neyt- andans. Hann skal borga varn- inginn allt aff einu.“ Því skal skotið hér inn, að mér skilst að mælar geti sýnt einhvers konar svikarennsli, þótt ekki nýtist til neinnar húshitunar. Á það má þá einn- ig benda, að hitaveitan leyfir sér að áætla þeim húsum hita- neyzlu, þar sem vatnsmælar, sem hitaveitan á að sjá um að séu í lagi, eru í ólagi. Mér er kunnugt um að slíkar áætl- anir fara í mörgum tilvikum fram úr öllu hófi og geta út af fyrir sig orðið hreinn þjófn- aður úr vösum neytenda. Svo mikið er í slíkum tilvikum aug ljóst, að þar verður áætlunin látin ráða um innheimtu, þótt ekkert heitt vatn hafi í viðeig- andi hús komið jafnvel vikum saman, enda þá enginn mælir, hvorki réttur né rangur, við að miða. „Hins vegar höfum við reynt að bæta upp þann skort, sem orðið hefur á góðri þjónustu, snitturl BRÁUÐ smurt brauðjHÖLLINl brauðtertur LAUGALÆK 6 opiö frá kl. 9-23:30 SSt SÍMI 30941neeg bílastædi sem komið hefur fram í vatns skorti ... með því að hækka hitastig vatnsins um 10 stig.“ Afsakið, að ég endurtek þessi orð hituveitustjóra. Það, sem hann segir er þetta í færri orð- um: í vatnsskorti getiff þiff huggaff ykkur við þaff, að vatn ið, sem þið fáið ekki hefur vter ið hækkað um 10 stig. ^ Hitavatnsskortur skapar tjón Þetta jafngildir því, að olíu- verzlun, sem lofað hefði að sjá húseiganda fyrir olíu til upphitunar húss síns, sviki af- hendingu olíunnar, þegar verst gegndi, en innheimti allt að einu andvirði hennar eins og ekkert hefði ískorizt, og segði um leið: Við bættum þetta upp með því, að olían, sem þið átt- uð að fá hefur svo og svo miklu meira hitagildi en áður var. Nú er það einlæg von mín, að hitaveitustjóri hafi aldrei orðað þetta svona í anda hreins „gangsterisma“ og hann geri mönnum það svo ljóst, að eigi verði um villzt, að hann og Hitaveitan hljóti að fylgja sið- aðra manna háttum í viðskipt- um. Því má hann ekki gleyma, að sá hitavatnsskortur, sem svo oftlega hefur gætt, skap- ar fjölda manna stórkostlegt tjón á eignum og e.t.v. heilsu líka. Hitaveitan hefur tekið að sér að veita þessa þjónustu. Svíki hún það loforð, skyldi maður ætla að henni bæri frek ar af afsaka þau svik og reyna að bæta fyrir þau, en hitt að hóta þeim, sem sviknir eru, fullri og óskertri innheimtu. Hafi hitaveitustjóri hins veg ar meint þetta eins og orðin hljóða brjóta hugmyndir hans um viðskipti svo mjög í bág við heiðarleg viðhorf í þeim efnum, að ég fæ eigi séð að við verði unað. Enda þótt mér hitnaði snöggvast í hamsi áðan af þess um ummælum hitaveitustjóra ætlar sá hiti að reynast mér skammgóður vermir, og hlýt ég því hér að láta staðar num ið, að fjölmörgu til ljóðs og lasts um Hitaveituna ósögðu. Ritvélin er líka orðin eins og íshella viðkomu og treg í gangi sem von er. Ó. H. E., Ljósvallagöto. ýkr Heitara það vatn, sem síðar kemur Það er hald Velvakanda að Ó. H. E. muni hafa misskilið orð hitaveitustjóra, og hann eigi við, að það vatn sem úr pípunum kemur eftir að rennsli er aftur komið á, verði 10 stig um heitara. Enda væri lítil huggun í því fyrir menn eins og Ó. H. E. tekur réttilega fram, þó að vatnið, sem menn fá ekki, yrði hækkað um 10 st. En hittt gæti verið bót í máli eftir að hafa lengi búið við al- geran skort á heitu vatni, að fá þá úr krönunum vatn, sem er 10 stigum heitara en venju lega. Ef þessi skilningur Vel- vakanda er ekki réttur verður að sjálfsögðu gefið rúm til leið réttingar. Félagsheimili Heimdallar opið í kvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.