Morgunblaðið - 09.12.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.1967, Blaðsíða 10
10 MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DES. 1967 ,Þött þurfi að sækja fiskinn upp á græn grös, skal það gert' Rætt við sjómenn og útgerðarmenn um fiskveiðar og útgerð NÚ líður að vetrarvertíð og sjómenn eru að gera bátana klára. Ýmis óhöpp hafa hent útgerðina að undanförnu og má segja að mjög illa hafi árað. Okkur datt í hug að hitta nokkra sjómenn og út- gerðarmenn að máli og ræða við þá um fiskveið- arnar og útgerðina al- mennt. Hér fara á eftir hin ýmsu sjónarmið sem fram komu hjá þeim sem við ræddum við. Fyrri grein Við hittum að máli Jón Guðjónsson skipstjóra og út- gerðarmann, en hann er skip stjóri á bát sínum Andvara RE 101. Andvari er 20 ára, saenskur og er 52 tonn. Jón var nýkominn að austan frá Rauðatorginu, en þar var hann með skip sitt á ufsa- veiðum. Jón var í verbúð sinni á Granda 27 og var að dytta að veiðarfærum, þegar okkur bar að garði. — Hefur þú verið á hand- færum allt árið? — Ég er búinn að vera á handfæraveiðum síðan 20. maí, fyrst við suðvesturiand- ið, Langanes í einn mánuð og síðan austur við Rauða- torg. — Hvernig hefur gengið? — Það hefur gengið allvel, þar til upp á síðkastið að veð urguðirnir sögðu að komið væri nóg. — Hvernig eru útgerðar- borfur? — Ég myndi segja að þær væru ekki góðar nema að fengist 50-60% hækkun á öllu fiskverði til þeirra sem afla fisksins. Ég tel að þeUa sé eina leiðin til þess að fá bættan þann skaða, sem ég álít að gengislækkunin hafi valdið útgerðinni og til þess að rétta við að einhverju leyti þann halla, sem orðinn er á þessu ári, þannig að út- gerð geti haldið áfram í vet- ur — Á hvað veiðar ert þú að útbúa þinn bát? — Ég reikna með að byrja á færaveiðum strax eftir ný- Jón Guðjónsson, skipstjóri á Andvara og útgerðarmaður. árið og verð á þeim fram í miðjan febrúar og síðan verða netaveiðar írara til vertíðarloka- — Er enginn hörguli á mannskap? , — Það er enginn hörgull á mönnum á handfæraveiðar og einhvernveginn fær mað- ur hausatöluna á netaveiðarn ar. — Hvernig leggst veturinn í þig? — Ef það helzt veður og vinnufriður, þá er ég bjart- sýnn á vertíðina. Við röbbum við tvo útgerð- armenn frá Vestmannaeyj- um, sem jafnframt eru skip- stjórar. Arnodd Gunnlaugs- son skipstjóra á Suðurey VE 20, og Bjamhéðinn Eliasson skipstjóra á Eliasi Steinssyni VE 167. Suðurey er 85 tonn og Elías Steinsson er 66 tonn. Þeir eru báðir harðir tog- fiskveiðimenn og þau eru orð in fleyg ummæli Bjarnhéðins er hann viðhafði einhverju sinni þegar verið var að ræða um fskveiðar á ekki mjög miklu dýpi, en þá kvu hann hafa sagt ma.. „Þó að ég verði að sækja fiskinn upp á græn grös, þá skal hann sóttur þangað“. Blm: -,Á hvað veiðum vor- uð þið sl. vetur og sumar og hvernig gekk“? Arnoddur: „Við vorum báð ir á togveiðum allan tlmann". Bjarrtíhéðinn: „Ég vil segja að það hafi gengið alveg á- gætlega hjá okkur báðum. • Arnoddur: „Sérstaklega framan af, en það minnkaði heldur er á leið sumarið. Bjarnbéðinn: „Við vorum báðir með svipaðan afla og síðasta ár“. Blm: „Teljið þið að tog- veiðar innan landhelgi rnyndi skaða veiðisvæðin"? Arnoddur: „Ég tel að það markaðar veiðar innan land- helgi ,en jafnframt er nauð- synlegt að breyta þelm regl- um sem nú gilda í þessum málum“. Bjarnihéðinn: „Mín skoðun er sú.að fiskurinn fá: að vera miklu meira í friði á hrygn- ingarsvæðum fyrir trollinu, heldur en fyrir öðrum veiðar færum. Fiskurinn hrygnir upp í sjó og við náurn hon- um ekki þar“. Arnoddur: „Það er vaxandi álit að trollið er ekki eins skaðlegt og margir hafa vilj- að vera láta, sérstakiega þessi litlu fískitroll, sem bát- ar frá 40-100 tonn nota. Með þeim er ekki hægt að fara yfir neinn harðan botn og það eru stór svæði sem þá að sjálfu sér verða íriðuð“. Bjarnhéðinn: „Tro’lið er hagkvæmt á margan hátt, t. d. þarf færri menn heldur en á flest önnur veiðarfæri, trollið er frekar ódýrt í rekstri og við teljum óeðli- legt að friða þann fisk fyrir trollinu, sem má veiða í öll önnur veiðarfæri. Þess vegna er nauðsynlegt að rýmka til fyrir bátatrollinu í lar.dhelg- inni ,en það verður að ger- ast þannig að ekki verði ó- eðlilegt álag á veiðisvæðun- um“. Blm: „Hvað um útgerðar- horfur í vetur“? Arnoddur: „Ég tel aflahorf ur ekki slæmar, en útgerðar- horfur aftur á móti rnjög slæmar eins og málin standa í dag“. Bjarnhéðinn: „Það e:na sem getur komið útgerðinni á traustan rekstrargrundvöll er veruleg fiskverðshækkun, til þess að leiðrétta >læma út komu á síðasta ári og svo þann mikla kostnaðarauka, sem verður hjá útgerðinni við ge^gnisfellinguna- Annars er ágætt að fá mannskap og það er víst að sjómennirnir munu eloki liggja á liði sínu, en það er augljóst mál að sjó mennirnir hafa farið með heldur skarðan hlut frá borði í kjarabaráttu síðustu ára“. fsleifur VE 63 er einn nýj- asti bátur flotans aðeins mán uður síðan hann kom til land.sins og þar um borð hitt um við skipstjórann, Gunnar Jónsson, sem er í hópi yngri skipstjóra Vestmannaeyja. ís leifur ,er 243 tonn. — Þú varst með fsleifi IV. áður en þú tókst við þessu nýja skipi, hver.nig hef ur gengið? — Við vorum sunnan lands mestan hluta sumarsins, en þó byrjuðum við fyrir aust- an og síldveiðin gekk alveg sæmielga. Ég hætti með ís- leif. IV. urn mánaðamótin júlí-ágúst og þetta nýja skip kom til landsins í byrjun nóvember. Við höfum verið um þrjár vikur á veiðum, en það hefur bara ekkert verið hægt að gera vegna ógæfta. — Býztu við að vera með síldarnótina í vetur? — Við verðum á þessu síld ar skrölti á meðan að einhver von er á síld, annars er allt óráðið ennþá. Við eigum hvorki loðnu né fiskinót enn þá og svo er líka mögulegt að fara á net. Veiðarfærin eru svo geypilega dýr t.d. þessi nót sem við erum með núna er 110 faðma djúp og kostar um 2,2 milljónir. — Hvernig lýst þér á veið arnar framundan? — Mér lýst illa á vildveið arnar. Það er vafalaust mjög lítil síld bæði fyrir austan og sunnan land og svo er aldrei næði, en annars getur þetta lagast með betri tíð. Það er óglæsilegt útlitið núna og það er auðvitað fyrst og fremst vegna þess að það er alltaf illsku veður. — Hvað um skoðun þína á útgerðarmálum? — Mér finnst að þið hafi ekki verið nógu mikið hugs- að um þessi nál á undan- gengnum árum. Það verður að skapa útgerðinni það góð Gunnar. Jónsson, skipstjóri á ísleifi Halldór Bjarnason útgerðar- maður og skipstjóri. an rekstrargrundvöll að mið að við meðalafla, þá geti út- gerðin lagt eitthvað til hiið- ar og mætt þá auknum kostn aði og skakkaföllum ef þau eru. Þeir menn sem leggja út í þessa dýru útgerð þeir eiga skilið að hafa eitthvað út úr henni, en það er ekki hægt að segja að þeir hafi haft það hingað til. Það hef ur heyrst á það minnst að lækka hlutaprósentu til sjó- manna, en það er aiveg á hreinu að hlutur s.iómanns- ins má ekki minm vera en hann er, því að sjómaðurinn er ekkert ofsæll með það sem hann hefur í hlut. Halldór Bjarnason útgerð- armaður og skipstjóri gerir út Jón Bjarna.son RE 213. Halidór hafffi sitthvað um málin að segja. — Á hvaða veiðum hefur þínn bátur, verið? — Hann hefur verið á þorskanetum á vetrarvertíð og dragnót á sumrin. Ég hætti að gera út á línu fyr- ir þremur árum af því að ég tel það ek'ki veg að láta sér detta það í hug. — Hvernig hefur aflast? — Við höfum alltaf aflað vel þar til sl. vertíð, en hún brást vegna gæftaleysis og við höfum 100 tonna minni afla en í fyrra. í sumar vor- um við með mestan afla af bolfisjú í dragnót hér í Reykjavík og mestan tímann vár skipstjóri, aflamiðurinn Guðmundur Guðjónsson, en hann hefur verið skipstjóri hjá mér síðustu fjögur sum- ur og ávallt verið í fremstu röð fiskimanna, bæði hvað snertir afla og meðferð veið- arfæra. — Hvernig telur þú útgerð arhorfur? -— Mér lízt engan vegrnn á þær, það virðist vera orðið sama hvort það fiskast mikið eða lítið, það verður aldrei neitt eftir fjárhagslega. Það má ekkert koma fyrir, þvi að útgerðin hefur alls ekki rekstrargrundvöll til p^ss að mæta neinum óhöppum. Því aðeins hefur þetta gengið, að af engu hefur verið greitt, hvorki vextir eða afborgan- ir. Það hafa verið keyptai ýtrustu nauðsynjar á þvi ok- urverði sem geivgur hér og t. d. eitt dagsverk hjá smiðju- manni kostar útgerðina 1-2 tonn af fiski. Það er talað um vinnuhagræðingu hjá útvegn um, en maður er orðinn leið ur á þessu hjali því að það er ekki bruðlað með mann- skap á bátaflotanum, eins og t.d. er gert í verz.uninm, enda hefur einn ráðherra landsins látið svo um mælt að sennilega nægði Vs hluti þess fólks, sem stundar verzl- unarstörf, til þess að anna verzluninni með. sæmilegri hagræðingu, en það or eins og ekki megi minnast á þetta opinlberlega. Það er vitað mál F.v. Bjarnhéðinn Elíasson skipstjóri á Elíasi Steinssyni og Arnoddur Gunnlaugsson skipstjóri á Suðurey, en þeir eru báðir útgerðarmenn. (Ljósm: Sv. Þorm.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.