Morgunblaðið - 09.12.1967, Síða 11

Morgunblaðið - 09.12.1967, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DES. 1967 11 i að afkðst íslenzks sjómanns eru 5-6 föld miðað við aðrar þjóðir og það væri fróðlegt að fá þennan samaoburð í iðnaði og verzlun íslendinga miðað við nágrannabjóðirn- ar. í sambandi við sparnað- arhjal ríkisstjórnarinnar í dag ber lítið á vinnuhagræðingu hjá því opinbera. Það er t.d. furðuleg ráðstöfun að hrúga upp bankaútibúum í Reykja vík og fylla þau af fólki á bezta aldri í peningalausu landi, þar sem gæti það ann- ars vegar unnið að öflun verðmæta. Ég tel að stóra meinið sé að það eru allt of fáir, sem vinna fyrir allt of mörgum. Churchill sagði á sínum tíma um flugher Breta: „Það hafa aldrei átt jafn margir, eins fáum, jafnmikið að þakka, eins og brezka þjóð in flughemum". Þessi sömu orð ættu ráðam. þjóðarinnar að hafa í huga um ísl. sjó- mannastétt. Til fróðletks vii ég benda á að Norðmenn veita skattfrelsi þeim sem vinna á Spitsbergen í Norður-íshafinu, en íslenzkum sjómönnum hreinlega haldið þar í skatta fangelsi sl. sumar. — Leggst ekki vertíð sæmi lega í þig þrátt fyrir al’t? — Það er eins og ég segi, hún leggst ágætlega í mig verði einhver grundvöllur fyrir út gerðina að vinna á. En löm- uð af fjárskorti og ósam- keppnisfær um vinnuaflið í landinu, skilar hún aldrei fullum afköstum. Ég skil það vel að fólkið vilji vinna held ur í banka eða opinberri skrif stofu, í hlýjunni, fyrir sömu laun með vissan vinnutíma á móti löngum og ströngum vinnutíma sjómannsins. Ég tel að gengi á erlendum gjald eyri á íslandi sé fyrst og fremst hvað kostar að afla fisksins, vinna hann til út- flutnings og koma honum á markað. Þetta til samans kost ar gjaldeyrinn á hverjum tíma, hvað sem sérfræð’ng- arnir segja- Maður vanar bara að það komi þeir tím- ar aftur að útgerð og fiski- mennska verði eftirsótt starf í framtíðinni, verði virt sem skyldi og að úr rætist í þess um málum. Símon Guðjónsson útgerð- armann og skipstjóra á Ás- björgu RE, 30 tonna bát, hitt um við að máli á förnum vegi. — Á hvaða veiðum hefur þú verið í sumar? , Símon Guðjónsson, sk'pstjóri á Ásbjörgu og útgerðarmaður. — Ég hef stundað drag- nótaveiðar undanfarin sum- ur og þorskanet á vetrarver- tíðum. — Hefur afli verið góður? — Það má segja að það hafi verið ágætt og gengið all sæmilega þar til í vetur að vertíðin brást. Við drag- nótamenn gerðum okkur góð ar vonir með sumarafla og útlit og fiskigengd virðirt vera óvenjumikil í lok vetr- arvertíðar, en þá flykktust trollbátar á veiðisvæðin c.kk- ar og afleiðingarnar urðu þær að^ aflinn varð þriðjungi mkini, en undanfann sumur. Þetta var auðvitað mjög baga legt fyrir útgerðina, en þó leitað væri til landhelgis- gæzlunnar sinnti hun ekiki málinu. Nú er mikið rætt um , að opna landhelgina að ein- hverju leyti fyrir trollbátana. Mér finnst það alveg fráleitt að opna innanverðan Faxa- flóa, því að reynsla undan- farinna ára sýnir að flóinn þolir ekki meira áTag en ver ið hefur. Reynsla fyrri ára meðan opið var fyrir troll- veiðar sýndi að bátar hvað- anæva að frá landinu komu til veiða í Faxaflóa. Allt öðru máli gegnir t.d. með Vest- mannaeyjabáta á Eyjamiðum. Þeir hafa sérstöðu, par sem eru sömu bátar með breytta veiðiaðferð. Ég vil því að dragnótabátar fái að halda sínu veiðisvæði og varðskip verði staðsett í Faxaflóa. — Hvernig eru útgerðar- horfur fyrir veturinn? — Nú er ekki gort að segja, það fer allt eftir því hvort að trollið verður leyft og ef það verður er rekstrar grundvöllur minni báta eng- inn. Annars myndi maður halda áfram sömu veiðttm og undanfarin ár og maður von- ar bara það bezta. Þórður Hermannsson, skip- stjóri á Ögra og útgerðarmað- ur. Þórður Hermannsson skip- stjóri á Ögra RE 42, 198 tonna skipi, hafði mjög ákveðnar skoðanir á landhelginni. — Á hvaða veiðum hefur þú verið á sl. ári? — Ég hef verið á síldveið- um, loðnu og með þorskanót.. — Hvernig hefur gengið? — Það hefur gengið illa. Mjög lítil veiði, veður hefur hamlað veiðum og það hefur verið mjög langt að sækja. Of langt fyrir svona litla báta. — Hvernig leggjast útgerð arhorfur í þig? — Mjög dökkar, artnars er ekki gott að segja, þetta er allt í deiglunni. En það ligg- ur alveg ijóst fyrir að það verður að rétta grundvö.’] út gerðarinnar á einhvern veg, ef hún á að geta gengið. — Hvað um vertíðina7 — Ég álit að við þurfum að leggja meiri áherzlu á bol fiskveiðar á bátum al!t að 239 tonn og til þess þarf að af- nema landhelgina algjörlega upp í fjöru fyrir innlend skip af þessari stærð, nema á þeim tíma sem fiskur er komtnn fast að hrygningu. Þá vil ég hafa landhelgi alveg frá fjöru og svo langt sem hrygningar svæðið nær á meðan hrognin eru föst við botn. Við verð- um að ná öllum þeim fiski, sem við getum veitt, en við megum alls ekki eyðileggja hrygningarsvæðin. Ef friðun yrði þannig í framtíðinni, þá tel ég að ef fiskimaður yrði staðinn að veiðum á friðuðu svæðunum, ætti að svipta hann skipstjórnarráttindum, en ekki láta hann hafa fang- elsi og fjársektir yftr höfði sér, sem engan bætir. LL1 NÝ T FYRSTIR SHAMP OO i NTÍT FA ALUR SHAMPOO VIÐ i HANDHÆGUM PLASTUMBÚÐUM framleitt úr eggjum, lanolin og hinum nauðsynlegu B-vitaminum fyrir feitt hór - með reglulegri notkun hættir hórið að fitna óeðlilega KrJuter-NShr-Shampoo Shampoo- tromloltt litliirvlufrJrtum- 1 Sérstaklega gott tyrir börn - Sviður ekki í augun fyrir alla - ótrúlega drjúgt HdLDSÖlUIIRGDIK ÍSLENZK-ERLENDA VERZLUNARFELAGIÐ HE TJARNARGÖTU II SiMI 10411 FIAMLEIÐSLURITTINDI AMANTI Hf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.