Morgunblaðið - 09.12.1967, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.12.1967, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DES. 1967 Afnema ber landsprdfiö í núverandi mynd — segir Steindór Steindórsson í grein í „Heima er bezt“ STEINDÓK Steindórsson, skólameistari á Akureyri, rit- ar athyglisverða grein um landsprófið í nóvemberhefti tímaritsins „Heima er bezt“. I grein þessari segir höfund- ur m.a.: Eins og nú er því komið, teldi ég réttast að af- nema landsprófið í þeirri mynd, sem það er nú, en fela skólunum sjálfum að búa nemendur sína undir fram- haldsnám í menntaskólun- um.“ Hér fer á eftir grein Steindórs Steindórssonar, ^em er ritstjórnargrein blaðs- ins: Miklar umræður 'hafa orðið U'in landsprófið að un.danförnu. Meðal annars Ihaf tveir skóla- stjórar borið fram þungar ásak- anir á h endur einum prófnefnd- armanna, og formaður nefndar- innar haldið þar uppi vörnuim. Ekki skal hér tekin afstaða til þeirr'ar deilu, en mjög ber að hanma, að 'hún skuli hafa upp komið. Þótt margt hafi verið um landsprófið sagt á liðnum árum og oft hart á það deilt, hafa störf einstakra prófnefndarmanna eik'ki sætt gagnrýni, né nokkurn tíma verið dregið í efa, að þeir ræktu störf sín af fyllstu sam- vizkusemi. Svo mun og vera enn, þótt einhver mistök hafi á orðið um val verkefna. En ásakanir eins og þær, sem hér hafa verið fram bornar skapa óró og tor- tryggni um störf nefndarinnar, líkt og fara mundi, ef sakir væru _bornar á dómara í hæstarétti. En landsprófsnefnd er hæstiréttur i mikilvægum tímamótum í lífi unglinga, og úrskurður hennar og störf ráða vissulega miklu um örlög hundraða æskumanna á árj hverju. Þar má því ekki skapast tortryggni um störf, jþótt kerfið sjálft verði gagnrýnt. En deila þessi er þó ekki nema auka- atriði í þessu máli. Aðalatriðið er, hvort landspróf með þeim hætti, sem það nú er haldið, skuli halda áfram að vera til sem örlagaríkur þáttur í skóla- kerfi voru. Próf þetta hefir nú verið háð í meira en tvo tugi ára, svo að full reynsla ætti að vera feng- in um gagnsemi þess eða galla. Frá öndverðu hefir það verið óvinsælt, og ekki hafa vinsældir þess vaxið síðari árini, og hefði þó mátt vænta þess, þegar festa var komin í starfið og nýjaibrum ið af því komið. Bendir þgð ótvírætt til, að hér sé eitthvað að. Eins og kunnugt er, þá er landsprófið inntökupróf í menntaskóiana, eftir að þeir voru gerðir að fjögurra ára skólum. Var það meðal annars sett á fót, til 'þess að jafna að- stöðu unglinga víðs vegar um unglinga víðs vegar um land til þess að fá þá undir’búnings- fræðslu, sem nauðsynleg væri til framhaldsnáms í menntaskólum. Hefði það eitt mátt vekja fögn- uð og skapa því vinsældir, þótt önnur yrði raunin á. Almannarómurinn er að vísu ótraustur dómstóll, en oftast hef- ir hann þó eitthvað til síns máls, svo að varasamt er að sniðganga hann með öllu, og hann hefir dæmt landsprófið hart ,og gefið því fáa formælendur. Að visu tel ég margt hafi verið ómak- lega um próf þetta rnælt, og því fundið fleira til foráttu en það á skilið. T.d. tel ég það eng- an veginn jafnerfitt og oft er um talað. Engu að síður hefi ég verið því andvígur frá því fyrsta, og ekkert leiðst í kennslu eins og að þurfa að búa undir það próf. Höfuðgalli þessa próffyrir- komulags er, hve vélrænt það er. Prófnefnd velur verkefni handa öllum skólum landsins, sem undir það búa. Einkunna- gjöf verður með þeim hætti að telja saman punkta, og af því leiðir að velja verður spurning- arnar að nokkru eftir því, hvort hægt er að svara þeim með jái eða neii, ef svo mætti að orði kveða. Sáralítið verður oft séð á svörunum, hvort um skilning er að ræða eða hreinan páffugls- lærdóm. En af þessu leiðir einnig, að spyrja. verður um óteljandi smáatriði ,sem vel eru fallin til svars, en skipta raun- verulega litlu máli um kunnáttu nemandans, eins og oft 'hefir verið á bent. Kennarar, sem und ir prófið foúa, freistast því vitan- lega til að miða kennsluna við það að foerja inn í nemendurna svör við tilteknum spurningum, en geta ekki gefið sér tóm til að gæða kennsluna lífi eða persónu leika. Eftir öll þessi ár er spurn- ingaefni margra námsgreina svo upp urið, að nærri lætur að unnt sé að búa til 'kennslukerfi í sama formi og foarnalærdómur Klaven ÞEGAR svo var komið að allir íbúar í tveimur sveitarfélöugm nyrzt á Vestfjörðum voru flutt- ir á brott og ekkert byggt býli eftir á þessum slóðum, að und- anskildum Hornbjargsvita, var hafizt handa að tilhlutan Slysa- varnafélags íslands um það að koma upp skipbrotsmannaskýl- um á þessari eyðiströnd. Fyrst var horfið að því a'ð setja vistir og annan búnað í yfirgefin bæjarhús á þeim stöð- um sem henta þótti. Það var þó strax augljóst að þar sem um var að ræða gömul hús sem mundu fara í niður- níðslu innan tíðar, ef þeim yrfi ekki haldið við, sem mundi verða mjög kostnaðarsamt, væri ekki hægt a'ð gera ráð fyrir þvi að þau yrðu nothæf til lengdar sem athvarf nauðstaddra manna. Þá kom það og einnig til að þessi bæjarhús voru sum stað- sett nokkuð fjarri sjó og þótti því óheppilegt að nota þau i þessum tilgangi. Brátt var því tekið til við það það að láta byggja ný hús og var það gert þannig að þau voru sett fullbúin saman á ísafirði, smíðu'ð í flekum, voru síðan tek- in sundur aftur og flutt á þann stað, sem þeim var ætlað að vera og sett þar upp. Nú hafa verið sett upp sex ný hús og auk þess er ennþá notast við þrjú af gömlu húsunum. Skýlin eru staðsett á þessum stöðum: Hrafnsfirði og Sléttu í Jökul- fjörðum. 1 Hrafnsfirði er nýtt Hús en gamli bærinn á Sléttu er ennþá notaður. Sæbóli og Látrum í Aðalvík. Á Látrum var byggt nýtt hús; ess forðum. En þar var fræðun- um skipað í spurningar og svör, sem börndn lærðu hvorttveggja, ef þau gátu, og stóðu sig vitan- lega vel, bver svo sem skilning- urinn var. Þetta er að mínum dómi versti gallinn á landsprófs fyrirkomulaginu. Kennsian verð ur þurr og beinagrindarleg, og prófið sjálft gefur einungis mynd af þululærdómi nemandans, en á enga lund verður séð, fover er raunverulega skHningur hans og þroski. Sama má að vísu segja um fleiri próf, en þó er við- horfið ætíð annað, þar sem kenn- arinn prófar sjálfur, og gjörþekk ir nemendur sína. Eins og nú er því k'omið, teldi ég réttast að afnema landspróf í þeirri mynd, sem það er nú, en fela skólunum sj'álfum að búa nemendur sína undir fram- haldsnám í menntaskólunum. Þó tel ég ekki ósanngjamt að sam- eiginieg verkefni og dómur væri fyrir allt landið í íslenzkum stíl, ólesinni stærðfræði og dönsku eða ensku. Lágmarkseinkunn til að standast prófið væri foin sama og nú er. Skarpar yrði ákveðið en nú um námsefni, og haft um það samráð við mennta- skólana. Héraðs- og gagnfræða- skólum er fyllHega treystandi til að annast þessi próf, og ég hygg að nemendur yrðu betur búnir undir framhaldsnámið með þess- um haetti en nú er, og þjóðin losnaði undan fargi landsprófs- ins. Það mundi verða hverjum skóla mentnaðarmál, að senda frá sér sem bezt undirfoúna nem- endur, og ef einhver skóli van- rækti þá skyldu sína, biði hann við það álitshnekki, sem erfitt yrði að vinna bug á, nema með samvizkusamlegu starfi. var það gjöf frá kvennadeild- inni í Reykj avík. Á Sæbóli er notað gamalt barnaskólahús. Fljótavík, þar var byggt nýtt hús eftir að gömlu bæjarhúsin urðu ónothæf. Bú'ðir í Hlöðuvík, nýtt hús, það annað sem byggt er þar, því hitt fauk í ofsaveðri fyrir tveim- ur árum. Höfn í Hornvík, gömul bæjar- hús. Barðsvík. Þar hefir ekki verið búið í óralanga tíð og var byggt nýtt. Furufjörður. Nýtt hús byggt fyrir tveimur árum. Steindór Steindórsson Með þessum hætti yrði aðgang ur að þessu undirfoún'ingsprófi greiðari en nú er, því að ýmsir skólar munu af ótta við lands- prófið draga úr því, að sumir nemendur þeirra þreyti það. Má vel vera að með þeim hætti ?é að óþörfu brugðið fæti fyrir menn, sem betur hefðu haldið námi áfram en ekki. Veit ég þess dæmi. Oss er lífsnauðsyn að efla menntun þjóðarinnar, skapa æskulýðnum skilning og víðsýni, en hneppa hann ekki um of í viðjar þröngra kunnáttuprófa. Jafnframt verður að greiða hon- um braut til framfoaldsnáms eins og framast er unnt. Afnám lands prófs í núverandi mynd væri spor í þá átt. Nú kann einhver, sem þekkir til aðstæðna, að furða sig á því hversvegna skýli hafi verið stað- sett í Hrafnsfirði, þar sem því nær engin umferð er þar inn í firði. Því er til a'ð svara, að ef svo bæri við að senda þyrfti menn til leitar á ströndina aust- an Hornbjargs, þá liggur eina greiðfæra leiðin þangað norður, ef farið er landveg, upp úr Hrafnsfirði um Skorarheiði í Furufjörð. Fyrir nokkrum árum kom það fyrir að leitarleiðang- ur var sendur á strandir í sam- bandi við skipstaka er varð þar fyrir landi og fékkst þá stað- festing á því hve nauðsynlegt væri að hafa eitthvert afdrep í Hr af nsf j arðarbotni. Ekki verður sagt að fullnægt sé öllum þörfum fyrir skipbrots- mannaskýli á þessari strand- lengju með þeim sem þegar eru komin upp. Þarna er landslagi svo háttað að allvíða ganga þver hnípt björg og hamrar í sjó fram og því með öllu ófært gangandi manni þá leið. Er þá ekki um annað að velja en að fara yfir torfær fjöU tU þess að komast milli staða og mundi þáð reynást erfitt þeim sem þarna bæru að landi, hraktir og illa búnir til erfiðrar göngu á landi. Hinsvegar verður sjálfsagt aldrei séð fyrir því að fyrir hendi sé skýli á hverjum þeim stað þar sem slys kynni að eiga sér stað. Öll vínna við flutning skýl- anna norður og uppsetningu þar hefir verið innt af höndum af áhugamönnum um slyavarnir og er ekki vitað að neinn af þess- um mönnum hafi þegið laun fyr- ir í þeirri mynt, sem mölur og rið færa granda'ð. Ekki hefir staðið á því að fá menn í þessa sjálfboðavinnu þó að þeir ættu von á því að þurfa að leggja hart að sér með vinnu nótt sem dag meðan á þessu hefir staðið. Eins og öUum, sem þekkja til á Hornströndum er kunnugt, er ekki um marga daga að ræða, jafnvel þó um hásumar sé, sem völ er á að fá þær áðstæður, sem þarf til þess að vinna að slíkum framkvæmdum. Ekki verður komizt þangað nema sjóleiðina og verður því að sæta lagi þegar sjór er lá- dauður og lending hagstæð á ákvörðunarstað. Stundum vill það við bregða að þó farfð sé af stað í góðu veðri og útlitið lofi góðu, þá getur það hafa breytzt þannig, að lending er orðin ófær þegar komið er á staðinn. Þess eru dæmi að gera hefir mátt fleiri en eina tilraun til þess að komast í land á sumum stöðum. Sérstaklega hefir þa'ð borið við í hinum árlegu eftirlitsferðum, sem venjulegast eru farnar seinnipart sumars, í síðasta lagi um miðjan september, en það hefir þótt heppilegast þar sem eftir þann tíma eru taldar litlar líkur á heimsóknum ferðamanna þar norður frá, er þá reynt að ganga þannig frá öllum búnaði að í lagi sé fyrir veturinn. Þessar ferðir eru orðnar nokkuð marg ar, því flest árin hefir einnig verið farið að vori til þar sem alltaf má gera ráð fyrir því að eitthváð fari úr lagi í vetrar- stormum. Farkostir í þessum ferðum hafa í flestum tilfellum verið varðskipin og hefir forstjóri Landhelgisgæzlunnar ávallt ver- ið boðinn og 'búinn til þess að ljá þessu máli lið og látið skipin af hendi ef á hefir þurft að halda og þannig hefir staðið á að hægt hefir verið að koma því við vegna annarra starfa. Áhafnir varðskipanna hafa alltaf tekið þátt í þessu af mikl- um áhuga og allir lagt sig fram um þáð að greiða fyrir þessari slarfsemi á hvern þann hátt sem hægt hefir verið. Það er ekki verið að telja þetta upp hér vegna þess að það sem gert hefir verið hér sé neitt frábrugðið því sem almennt ger- ist þegar fólk er reiðubúið til þess að fórna einhverju í þógu málefna Slysavarnafélagsins. — Hinsvegar vex-ður það að teljast sérstakt tilfelli, sem hér hefir átt sér stað, þar sem stór lands- hluti fer algjörlega í eyði og er því rétt a’ð það komi fram á hvern hátt Slysavarnafélagið hefir brugðizt við þeim vanda, sem þarna var tilkominn við brottflutning búenda. Þá má og geta þess að 40 ára afmæli fé- lagsins í næsta mánuði gefur ríkt tilefni til þess að rifjaðir séu upp ýmsir þættir úr starf- semi þess. Slysavarnafélagið og deildir þess hafa lagt fram mikla fjár- muni til þessara framkvæmda á Hornströndum. Lauslega áætl- að mun vera komið í þetta um ein milljón krónur. Þess má enn fremur geta að á svæðinu frá ísafjarðardjúpi að Breiðafirði hafa verið sett upp sex skýli, ýmist við ströndina eða upp til heiða og mun til þeirra hafa ver- ið varið allt að hálfri milljón króna. Þessu til viðbótar kemur svo það að allmikill hluti verksins Framh. á bls. 21 St. Std. Cuðmundur Cuðmundsson, skipstjóri, ísafirði: Skipbrotsmannaskýlin á Hornströndum Osœmiíeg umgengni terðamanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.