Morgunblaðið - 09.12.1967, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DES. 1967
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthias Jphannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Rifstjórn og afgreiðsla: Aðalstrseti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Símf 22-4-80.
I lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
FJARHA GSAÆTL UN
REYKJA VÍKURBORGAR
Ij'j árhagsáætlun Heykjavík-
* urborgar fyrir árið 1968
var til fyrri umræðu í borg-
arstjórn Reykjavíkur s.l.
fimmtudag. Samning fjár-
hagsáætlunarinnar var að
þessu sinni mjög erfið, vegna
þeirrar óvissu sem ríkti um
framvindu efnahagsmálanna,
■og enda þótt gengislækkunin
hafi að verulegu leyti skýrt
línurnar, er þó enn toluverð
óvissa um hver þróun kaup-
gjalds- og verðlagsmála verð-
ur á næsta ári. Fjárhagsáætl-
un borgarinnar er því miðuð
við, að kaupgjald hækki ekki
frá því sem var hinn 1. des.
s.l. og verðlag hækki ekki
meira, en beinlínis leiðir af
gengisbreytingunni.
Ljóst er að verðstöðvunin,
sem ríkti um eins árs skeið,
hefur reynzt opinberum að-
ila, eins og Reykjavíkurborg,
mjög hagkvæm að mörgu
leyti, m.a. vegna þess, að
vegna hennar reyndist kleift
að hafa miklu strangara að-
hald með útgjöldum borg-
arinnar og hinna ýmsu borg-
'arfyrirtækja en áður og erf-
iðara fyrir forstöðumenn ein-
stakra borgarstofnana að gefa
skýringar á útgjaldaaukn-
ingu.
Að þessu sinni hækka heild
arútgjöld til rekstrar og fram
kvæmda um 4,8%, en útsvars-
upphæðin er hækkuð um
4,6%. í ræðu sinni við fyrri
umræðu fjárhagsáætlunarinn
ar sagði Geir Hallgrímsson,
borgarstjóri m. a.:
„Markmiðið er að geta veitt
-jafnmikinn afslátt á útsvör-
um næsta ári eins og í ár.
Þetta er sagt með þeim fyrir-
vara, að kaupgjald hækki
ekki frá því sem nú er, og
verðlag hækki ekki meira
en beinlínis leiðir af gengis-
breytingunni. Ef í ljós kemur,
þegar skattaframtöl eru kom-
in fram, og álagningu lokið,
að útsvarsupphæðin náist
ekki með sama afslætti og
fyrrgreindum skilyrðum er
fullnægt, þá tel ég ekki annað
vera fyrir hendi, en að draga
úr framkvæmdum til þess að
geta veitt afslátt. Á hinn bóg-
inn er ég þeirrar skoðunar,
að ef útsvarsálagning með
sama afslætti gefur hærri út-
svarsupphæð, þá beri að end-
urskoða fjárhagsáætlunina
með það fyrir augum að
hækka útsvarsupphæðina í
krónutölu. Annað væri ekki
verjandi, þar sem reksturs-
kostnaður allur er mjög lágt
áætlaður og einnig bíða
margar framkvæmdir úr-
lausnar.“
Af þessum ummælum borg-
arstjóra er ljóst, að rík á-
herzla verður lögð á að halda
sömu eða svipuðum álagning-
arreglum útsvars á næsta ári
og gert var í ár.
Útsvörin eru enn lang
hæsti tekjuliður borgarinnar
og nema þau um 65% af heild
artekjum borgarinnar. Að-
stöðugjöld nema 15%, fram-
lag úr Jöfnunarsjóði sveitar-
félaga 10%, fasteignagjöld
5% og ýmsar tekjur 5%. Af
þessari tekjuskiptingu er
ljóst, að brýna nauðsyn ber
til að breikka tekjugrundvöil
sveitarfélaganna, og hefur þó
verulega áunnizt í þeim efn-
um á undanförnum árum.
SÍLDARÚTVEGS-
NEFND
Á SIGLUFIRÐI
ingmenn úr öllum stjórn-
málaflokkunum hafa nú
flutt frumvarp á Alþingi,
þess efnis að heimili Síldar-
útvegsnefndar, varnarþing og
aðalskrifstofa skuli vera á
Siglufirði. Tildrög þess, að
frumvarp þetta er flutt eru
þau, að Síldarútvegsnefndar-
menn hafa haft við orð, að
þeir teldu eðlilegt að flytja
aðalstöðvar nefndarinnar til
Reykjavíkur og einkum fært
fram þau rök, að nefndar-
menn væru flestir búsettir í
Reykjavík og þess vegna
þyrfti skrifstofan að vera þar.
Aðalskrifstofa Síldarútvegs
nefndar hefur frá fyrstu tíð
verið í síldarbænum Siglu-
firði, og hefur því ekki áður
verið hreyft að flytja skrif-
stofuna þaðan, þótt fyrrum
væri erfitt um samgöngur
til Siglufjarðar.
Vægast sagt er það ein-
kennilegt, að þessu máli skuli
nú vera hreyft, þegar góður
vegur er kominn til Siglu-
fjarðar og sjálfvirkt símasam
band, svo að í rauninni eru
þau rök, sem áður hefðu
e.t.v. mátt færa fyrir því, að
eðlijegra væri að hafa aðal-
stöðvar Síldarútvegsnefndar
í Reykjavík, ekki lengur fyrir
hendi.
örir fólksflutningar til
Reykjavíkur og nágrennis
skapa mikla erfiðleika fyrir
höfuðborgina og nágranna-
byggðarlög, en flutningur
stofnana, sem staðsettar hafa
11 * ■iii rAki iíd uriMi
u IAN UK HtllVII
Fjórir menn reyna
að bjarga Mígeríu
VONIR Afríku eru nú mjög
festar á hæfileikum h.nna
fjögurra þjóðhöfðingja, sem
eru fulltrúar fyrir Samein-
ingarsamband Afríku (OAU),
til þess að draga úr hinu ó-
heillavænlega borgarastríði í
Nígeríu og endureisa eitthvað,
sem líkiist einingu í síærsta
ríki álfunnar.
En jafnvel þótt von yirðist
lítil um árangur, þá váeri það
heimska að gera lítið úr dugn-
aði og reynslu hinna fjögurra
afrísku forystumanna — hins
ægilega keisara Ethiopíu, For-
seta Niger, Hamani Diori, for
seta Cameroon, Ahidjo og An-
krah, herslhöfðingja frá
Ghana. Þrír hinir fyrstnefndu
eru I hópi slyngustu samn-
ingamanna álfunnar og An-
krath hershöfðingi nýtur þe5rr-
ar aðstöðu að vera sjálfur
æðsti maður hermannastjórn-
ar og njóta virðingar foringja
Biafra, Odumengo Ojukwu of-
ursta.
Upphaflega áttu að vera
sex menn í þessari sendi-
nefnd. En forseti Kongo, Mo-
buto hershöfðingi, og forseti
Lilberiu Tutomann, drógu s:g í
hlé — líklega vegna ástæðn-
anna heima fyrir., Sennilega
er þetta rétt til getið, hvað
Mobuto snertir, en gagnrýni
Tufomans forseta á Biafra,
sem hann hafði í frammi ný-
lega, vakti slíka mótmæla-
öldu gegn honum aí hendi
forustumanna Iboa, að frá-
hvarf hans á þessu stigi náls-
ins ætti fremur að vera til
gagns en ógagns.
Frá því að upphaflega var
ákveðið að senda þessa OAU
sendinefnd og þangað til hún
kom til Lagos, liðu tveir mán
uðir, en sú töf stafaði mest
af því að uppfoaflegu nefndar
mennirnir gátu ekki komið
sér saman um tíma, sem
þeim væri öllum hentugur.
Þessi töf hefur styrkt stöðu
samfoandsstjórnar Nígeríu,
sem tókst í millitíðinni að
reka Ojukwu ofursta út úr
Biafra-höfuðborg sinni, En-
ugu, og ná á sitt vald, annari
tveggja hafna hans, Calabar.
Hinsvegar halda Biaframenn
enn aðalhöfninni, Port Har-
oourt, og verja nú af miklu
kappi hina mikilvægu borg
Onitsha. Þeim hefur einnig
tekizt — þó án árangurs —
að gera áhlaup á Enugu og
Bonny, þar sem eru mikdvæg
ar olíustöðvar.
Gowan hershöfðingi, forsæt-
isráðherra Nigeriu.
Borgarastyrjöldin er nú
stödd á nýju stigi. Frá ríkis-
stjórnarinnar bæjardyrum
séð, væri taka Port Har-
court — síðasta tengilið Bi-
afra við umheiminn — veru
lega mikilvæg. En sálrænt
séð væri taka Onitcfoa drama
tískari.
Stjórnarfoerrarnir hafa
enga löngun til að teygja ó-
friðinn langt inn í uppland
Iboa, sem yrði hreinasta kival
ræði fyrir báða aðila. Það,
sem þeim kæmi bezt, væri að
finna einfoverja áíbyrga lbo-
höfðingja, sem væru á önd-
verðum meiði við Ojukwu of
ursta, og neyttu nærveru
sendinefndar OAU til þess að
taka boðum hennar um frið-
arsamninga. Af því mundi
leiða, að hætt yrði við aðskiln
að Biafra, og viðurkenndur
þessi tólf rtkja rammi, sem
Nigeria hefur verið skipu-
lögð í. Þrjú þessara fyrirfoug
uðu ríkja liggja innan endi-
marka Biafra.
En stjórnendum sambands-
ríkisins er það auðvitað mjög
í mun, eins og skiljanlegt er,
að sendinefndin verði ekki
notuð til þess að draga taum
Biafra. Hér af stafar hið upp
runalega skilyrði hennar, að
OAU séndinefndin skyldi
ekki reyna að taka sér að
miðla málum, eins og um tvö
sjálfstæð ríki væri að ræða.
Þeir halda því fram, að ófrið
urinn sé innanlandsmál milli
löglegrar stjórnar landsins
og uppreisnarflokks.
En ef svona milliganga er
úr sögunni, hvaða hlutverki i
hefur sendinefndin þá að
gegna?
Ojukwu ofursti, leiðtogi Bi-
aframanna.
Afstaða sambandsstjórnar-
innar er hrein og greinileg.
Hún vill að sendinefndin
sannfærist um það, að hve
miklu leyti hermannastjórnin
hafi töglin og hagldirnar í
Nígeríu og komi síðan í kring
hjálp, bæði frá Afríku og svo
alþjóðlegri, til þess að styðja
hana.
Yrði þessu framgengt, trú-
ir hún því, að árangurinn
yrði tvöfaldur: Allan mátt
mundi draga úr stuðnings-
mönnum Biafra, og í öðru
lagi mundu Ibofoöfðingiarnir
leita samninga við stjórnina,
í trássi við Ojukwo ofursta,
og auk þess yrði lokað r»ki-
legra fyrir hernaðarihjálpina,
sem enn kemst til Biafra.
Þannig lítur sambands-
stjórnin raunverulega á sendi
nefndina sem tæki til bess að
styrkja afstöðu hennar gagn-
Framh. á bls. 22
verið úti á landi, til Reykja-
víkur, hlýtur mjög að ýta
undir fólk að flytja suður
og draga kjark úr þeim, sem
vilja sporna á móti þessari
óæskilegu þróun. Þess vegna
ber mjög að fagna samstöð-
unni um flutning þessa frum-
varps.
ÍSLENZKUR
IÐNAÐUR
engislækkun íslenzku krón
unnar mun að sjálfsögðu
bæta mjög samkeppnisað-
stöðu íslenzks iðnaðar, sem
hefur versnað á undanföm-
um árum vegna hækkandi til
kostnaðar innanlands og vax-
andi vöruframboðs og vöru-
úrvals erlendis frá. íslenzkur
iðnaður hefur þó brugðizt
við þeim vandamálum svo
sem einkaframtakinu sæmir,
og lagt mikið fjármagn til
endurnýjunar á tækjakosti
og iðnaðarhúsnæði.
Nú má búast við, að tolla-
lækkanir fylgi í kjölfar geng-
islækkunarinnar og er þá að
sjálfsögðu eðlilegt og nauð-
synlegt ,að þær tollalækkan-
ir nái ekki síður til hráefnis-
vara iðnaðarins heldur en
fullunninna iðnaðarvara, sem
fluttar eru inn erlendis frá.
Slíkar aðgerðir, ásamt sam-
eiginlegu átaki verkalýðs-
samtakanna og vinnuveitenda
um að halda niðri verðlags-
og kaupgjaldshækkunum í
landinu mundu að sjálfsögðu
styrkja mjög aðstöðu íslenzks
iðnaðar.
Gengislækkunin hefur skap
að íslenzkum atvinnuvegum
og þá ekki sízt sjávarútvegi,
fiskiðnaði og innlendum verk
smiðjuiðnaði tækifæri til
nýrrar framfarasóknar. Það
tækifæri er nauðsynlegt að
nota með réttum hætti og um
leið og undirstrikuð er þýð-
ing þess að skapa sjávarút-
vegi og fiskiðnaði traustan
starfsgrundvöll, má ekki
gleyma því, að innlendur iðn-
aður veitir fleira fólki at-
vinnu en nokkur önnur at-
vinnugrein í landinu og þess
vegna ber við þær aðgerðir,
sem framundan eru að hafa
hagsmuni iðnaðarins mjög í
huga.