Morgunblaðið - 09.12.1967, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DES. 1967
19
Verkfall hafnarverkamanna í Liverpool skömmu fyrir gengisfellinguna hafði alvarleg áhrif á efna
hagsástandið i Bretlandi.
- PUNDIÐ
Framh. af bls. 17
nemur. í Bretlandi eru launin
lág og tilkostnaður ihár. Tak-
markið ætti að vera há laun og
lágur tilkostnaður. Ráðherrarnir
ættu að skapa iþannig andrúms-
loft, að sjálfsagt þyki að 'biðja
um launahækkanir og mögulegt
sé að hækka launin vegna auk-
innar framleiðni.
Hin breytingin sem stjórnin
getur komið til leiðar er í sam-
bandi við fjölskyldubætur. Ein
af orsökum hinna háværu launa-
krafna er sú, að laun margra
fjölskyldumanna hrökkJva ekki
fyrir nauðþurftum. Ein leiðin
út úr þessum ógönguim væri að
'hækka lágmar'kslaun, en fyrri
reynsla sýnir að slík ráðstöfun
kemur af stað ægilegri flóð-
bylgju. Verkamenn, sem betur
eru settir krefjast þá jafnan
hærri launa sér til handa til þess
að bilið mjókki ekki.
Miklu einfaldara og árangurs-
ríkara væri að stjórnin legði á
hilluna tillögu sína um 'hækkun
á öllum fjölskyldulbótum og
verði sömu upp'hæð til þess að
greiða aðeins þeim sem mesta
þörf hafa fyrir sii'kar greiðslur,
og þa fengi ihver fjölskylda, sem
á hjálp þarf að halda, meira í
sinn hlut. Þetta mundi ekki að-
eins stuðla að auknu þjóðfélags-
legu réttlæti, þetta væri einnig
viturlegt í efnáhagslegu tilliti.
Engin önnur ráðstöfun væri eins
til þess fallin að hamla gegn
kröfunum um alhliða kauphækk-
anir.
Lækkanir þær sem Denis
Healey landvarnaráðherra hefur
boðað í útgjöldum til landvarna
geta haft óheppilegustu afleið-
ingar sem hugsazt geta. Þær
munu rýra Breta niður fyrir ör-
yggismarkið en losa þjóðina
samt ekki við hinar þungu klyfj-
ar útgjalda til hermála í fjarlæg-
um heimghlutum.
■Heiðarlegast væri að lýsa því
yfir, að Bretar hafi ekki lengur
efni á því að gæta hernaðarlegra
skuld'binda í Austurlöndum nær
og fjær, og hlutverk þeirra verði
í framtíðinni að styðja alþjóð-
legar friðargæzluaðgerðir. Með
slíkri stefnu mætti raunverulega
spara. Aflýsa ætti pöntuninni á
hinni bandarísku F-lll þotu,
sem ætluð er til langflugs aust-
stan Súezskurðar. Brezkar flug-
vélar af Valcan-gerð gætu tekið
við hlutverki F-lll í Evrópu, og
og um miðjan næsta áratug
mætti smíða áháisarþotu í sam-
vinnu við Þjóðverja. Þetta mundi
spara SO milljónir punda á ári
næstu 10 árin.
En eðlilegasti sparanðurinn
væri fækkun í heraflanum, enda
fengi iðnaðurinn þá aukið vinnu-
afl. Tvöfalda ætti fyrirhugaða
fækkun í heraflanum úr 472.000
mönnum í 350.000 árið 1971 og í
270.000 í viðbót 1975. Borgaraleg
um starfsmönnum landvarna
ætti að fæk'ka að sama skapi, og
mundi þetta spara 120 milljón'r
punda á ári umfram þann sparn-
að, sem áætlaður er vegna fækk
unar þeirrar sem þegar hefur
verið ráðgerð. Spara mætti á
öðrum sviðum. í flugvélasmíði
og geim’VÍsindum ættu Bretar að
einbeita sér að þeim framkvæmd
um, sem þeir hafa fjárhagslegt
bolmagn til, ráða við tæknilega
og koma þjóðinni að gagni.
Hætta ætti nú Iþegar við smiði
Concorde-þotumnar, en nú hefur
aðeins verið eytt 90 milljónum
punda af Breta Ihálfu í smíði þot
unnar, en áætlað framlag þeirra
er 250-300 milljónir punda. Við-
urkennt er, að smiði Concorde
muni ekki svara kostnaði, og
hagnaður af þotunni verður tak-
markaður, ef henni og öðrum
þotum, sem fljúga hraðar en
hljóðið, verður bannað að fljúga
yfir landi.
Viðskiptaheimurinn var reið-
ur stjórninni áður en til gengis-
fellingarinnar kom og nú hefur
reiðin aukizt um allan helming
og iðnaðurinn kvartar mjög und-
an fyrirhuguðum skattabreyting
urn og hækkunum, sem fylgja
gengislækuninni.
Stjórnin ætti í fyrsta lagi að
hætta að tala tungum tveim um
ágóða, sem er æskilegur eins og
þeir ráðherrar sem bezt þekkja
til hagfræði játa. Hagmaður er
mælikvarði á' dugnað og getu, ef
samikeppni á sér stað og er und-
irstaða framtíðarfjárfestingar.
En hagnaður getur verið við-
kvæmur í pólitísku tilliti. Vinstri
armurinn, sem nærzt hefur á
þeirri kreddu, að hagnaður þýði
sama og arðrán, ihefur andstyggð
á hagnaði, og verkalýðsféiögin
nofa ihann til að réttlæta kaup-
kröfur. Þess vegna er stjórnin
tvíbent, og þess vegna óttast iðn-
aðurinn að verið sé að ofsækja
sig.
í öðru lagi ættu ráðherrar að
hætta að láta sem svo að til sé
einlhver töfraformúla er geti gert
iðnaðinn samkeppnisfærari, því
að hún er ekki til þrátt fyrir al't
tal um að stjórnin geti gripið til
íhlutunar á sérstaklega völdum
sviðum iðnaðarins. Að sjálf-
sögðu mælir margt með þvi að
stjórnin hafi stöku sirnnum af-
skipti af rekstri fyrirtækja, en
ekkert mælir með því að gera
ríkisafskipti að kreddutrú. En
þótt stjórnin viti ekki alltaf hvað
er fyrir beztu, er þar með ekki
sagt að iðnrekenduT viti það.
Hims vegar verða ráðherrar að
nota þetta vopn sparlega og að-
eins þegar brýn mauðsyn ber tií,
því að ella kemur fáfræði þeim
í koll.
Ríkisafskipti kunna að gera
vinstriarminn ánægðan,' en tjón-
ið, sem illdeilurnar við iðnaðinn
koma vegna ríkisafskipta, veg-
ur þyngra á metunum en gagn-
ið, sem af þeim getur orðið.
Frumvarp stjórnarinnar um efl-
ingu iðnaðarins er gott dæmi, en
þar er kveðið á um aukin völd
stjórnarinnar til afskipta af iðn-
aðinum, og hefur þetta vakið svo
•mikla tortryggni, að stjórnin
ætti að leggja frumvarpið á hiU-
una. Vinstriarmurinn selur ekki
útflutningsafurðir.
Hims vegar hefði stjórnin ekki
átt að stinga hinni hvítu bók er
'hún lét gera um stefnuma í orku-
málum, undir stól því að gengis-
fellingin breytir engu. um megin
niðurstöður ‘hvítu bókarinnar,
og ráðherrar eiga ekki að grafa
undan framtiðarstefnu stjórnar-
in'nar í von um stundargróða.
Olía og kjarnorka verða ódýrari
í framtíðinni en kol. Þess vegna
er uggvænlegt að stjórnin virðist
fús til að múta óánægjuöflum í
Verkamannaflokiknum, en námu
verkamenn eiga marga fulltrúa
á þingi.
Hin já'kvæðu áhrif gemgisfell-
ingarinnar geta orðið að engu, ef
skortur á faglærðum mönnum á
enn eftir að hamla tilraunum til
að auka útflutning. Þess vegma
er fátt mikilvægara en að fylgt
verði stefnu er miði ekki að því
að tryggja námuverkamönnum
áfram atvinnu í námunum eða
að gera mönnum er starfa við
úreltan iðnað kleift að halda at-
vinnunni. Það á heldur að þjálfa
þá í nýjum iðngreinum og örva
þá til þess að skipta um atvinnu
og umhverfi. Þegar hefur verið
hafizt handa um endurlþjálfun
iðnaðarmanna, en á það ætti \ð
leggja meiri á'herzlu að veita iðn
aðarmönnum alhliða Iþjálfun í
stað þess að þjálfa þá í ein-
hverri einni sérstakri iðngreim,
því að með því móti má beina
þeim að þeim sviðum iðnaðarins,
þar sem þörfin á þjálfuðum
mönnum er mest hverju sinni.
Þetta mun kosta mikið fé, en
verður kostnaðarminna þegar
fram í sækir en að ausa fé í úr-
eltar starfsgreinar, sem eru þjóð
inni byrði.
Þetta er Iþað sem Öbserver
hvetur stjórnina til að gera til
þess að gengisfelHngm beri
ávöxt, en blaðið hvetur að lok-
um stjórnina til að hafa hug-
fast, hvað hún eigi að forðast.
Hún á að forðast þá freistingu
að prédika sparnað og sj'álfsaf-
neitun. Forðast verður eyðslu en
e'kki má skerða framlög til mála
er geta aukið stolt og sjálfs-
traust — eins og leíklhúsmála eða
vísindatilrauna. Ráðherrar ættu
að sameina hugvitsemi og misk-
unnarlaust raunsæi og beita sér
fyrir málum sem geta vakið
hrifningu. Þeir ættu einnig að
forðast að falla í þá freistni, sem
getur aukizt ef í ljós kemur að
Bretlandi verður meinuð aðild
að Efnahagsbandalaginu, að eita
skjóls í þröngri og innhverfri
þjóðernisstefnu.
Bretar standa ekki einir, og
gengisfellingin leysir þá elkki
undan skuldbindingum þeirra
gagnvart hinum fátæku þjóðum
heimsins. Gengisfellingin hefur
ekki dregið úr mi'kilvægi þess að
komið verði á aiþjóðasamkomu-
lagi um úrbætur á alþjóðagjaid-
eyriskerfinu. Bretar eru alger-
lega háðir aðstoð annarra þjóða
ef sterlingspundið verður lagt
niður sem alþjóðlegur varagjald
eyrir, en að því ber að stefna.
Gengisfellingin hefur ekki leyst
Breta undan þeirri skyldu að
leggja fram sinn skerf til al-
þjóðlegrar friðargæzlu. Aðgerða
er þörf af stjórnarinnar hálfu
— aðgerða, sem eigi ekki ein-
vörðungu rót sína að rekja til
viðurikenningar á því, að Bretar
hafa lifað um efni fram, heldur
eindregins ásetnings um að
grípa þau tækifæri, sem áreiðan-
lega eru fyrir hendi, til þess að
búa Bretlandi nýtt og sómasam-
legt hlutverk ,segir Obser ver að
lokum.
Fiskimálin
Blaðið „Fisihing News“ ræddi
á'hrif gengisfellingarinnar á fiski
mál Breta í fyrsta töiutolaði sínu
eftir gengisfellinguna, og komst
að þeirri niðurstöðu, að eftir-
spurn eftir fiski er Bretar veiða,
mundi aukast. Hins vegar mundi
tilkosnaður aukast ekki sízt olíu-
kostnaður, sem er annar hæsti út
gjaldaliðurinn í brezkri útgerð.
Austen Lang, forstjóri brezka
togarasamtoaindsins, sagði í við-
tali við blaðið, að fiskiðnaðurinn
í Bretlandi fengi mikilvægan
frest til að laga sig að nýjum að-
stæðum. Ágóði ætti að aukast ef
kaupkröfum yrði stillt í hóf og
vonir stæðu til að Bretar yrðu
ekki eins háðir sem fyrr inn-
fluttum fiski. Bretar stæðu nú
allmiklu betur að vígi en keppi
nautar þeirra á sviði fiskútflutn-
ings í öðrum löndum, þar sem
gengisfelling 'hefði ekki átt sér
stað, og ætti þetta að verða Bret-
um í heild og fiskiðnaðinum .il
góðs.
þótt nokkuð sé um liðið síðan
gengið var fellt, er enn ekki ljóst
hvaða áhrif gengisfellingin hefur
á ýmsar útflutningsgreinar. Svart
sýnismennirnir benda á hinn
aukna skatt, sem lagður hefur
verið á hagnað fyrirtækja, verð-
hækkanir á hráefni, verðbólgu og
margt fleira, sem veldur erfið-
leikum, og efast um hvort hin
jákvæðu áhrif gengisfellingarinn-
ar verði langlíf.
„The Times“ segir í forystu-
grein, að fyrstu viðbrögðin við
gengisfellingunni hafi staðfest þá
skoðun margra fréttaskýrenda,
meðal annars blaðsins sjálfs, að
leiðrétting á gengi sterlingspunds
ins miðað við dollar hafi verð
nauðsynleg til þess að lagfæra
grundvallarskort á jafnvægi í
þjóðarbúskapnum. Þrátt fyrir
15% gengisfellingu er gengið ó-
breytt í þeim löndum, sem fjór-
ir fimmtu hlutar verzlunar okk-
ar beinast til, en þetta kemur
því aðeins að gagni, að gengis-
fellingin nói tilgangi sínum, en
hann er sá, að færa mikinn hluta
auðæfa okkar frá innanlands-
eyðslu yfir á greiðslujöfnuðinn,
segir blaðið.
Blaðið leggur á þetta áherzlu,
því að því virðist stjórnin hafa
verið tvíræð í afstöðu sinni, og
og raunar hafi tvö ólík stefnu-
stefnumið komið fram, hörð
stefna og veik stefna. Wilson
hafði túlkað veiku stefnuna, er
hann sagði í gengisfellingarræðu
> ■■ Áxt, « -V -
Þannig hugsaði skopteiknari franska blaðsins „L’Espress“ sér
brezku gengisfellinguna.
Fiskútflutningur Breta hefur
numið 10 milljónum punda á ári,
og nú hafa horfur á því að
auka megi þennan útflutning
batnað. Bretar geta boðið lægra
verð en keppinautar þeirra eins
og t.d. Norðmenn, Vestur-Þjóð-
verjar og Japanir, sem ekki hafa
fellt gengið hjá sér. En erfitt verð
ur að keppa við lönd, sem hafa
selt fiskafla á lægra verði en
Bretar. Á innanlandsmarkaði von
ar brezkur fiskiðnaður að takast
megi að draga úr innflutningi
fisks og auka sölu á fiski sem
Bretar veiða sjálfir. Eftir gengis
fellinguna verði heldur ekki tal-
iS eins eftirsóknarvert að selja
fisk á Bretlandsmarkaði og áð-
ur.
Útflutningurinn.
Gengisfellingin hefur vakið
bjartsýni brezkra útflytjenda, og
fyrirtæki eins og Leyland, sem
meðal annars smiðar almennings
vagna, hafa miklar áróðursher-
ferðir á prjónunum. Strax eftir
gengisfellinguna barst fyrirtæki,
sem framleiðir námuvélar, pönt-
un á 100 borum frá Noregi. En
sinni, að gengisfellingin jafngilti
ekki því, að pundð væri minna
virði en áður. Sú trú búi á bak
við hina veiku stefnu forsætis-
ráðherrans, að Bretum takist að
losa sig úr spennutreyju, sem
haldið hafi þeim föngnum undir
hverri ríkisstjórnnn á fætur ann
arri í 15 ár eins og Wilson komst
að orði. Háskalegt sé að halda
að gengisfellingin leysi efnahags-
vandamálin í eitt skipti fyrir
öll, nema því aðeins að fylgt
verði „hörðu“ stefnunni innan
ríkisstjórnarinnar, sem Callaghan
hafi verið fulltrúi fyrir. Callag-
'hann sagði í ræðu skömmu áður
en hann sagði af sér, að gengis-
fellingin yrði að fela í sér til-
færslu á fjármagn frá einu sviði
yfir á annað — frá einkaneyzlu
til útflutnings. Þeir sem efast
um árangur gengisfellingarinnar
leggja áherzlu á að þetta sjónar-
mið Callaghans sé frum'skilyrði
þess að gengisfellingin beri ár-
angur. En hin veika stefna for-
sætisráð'herrans virðist hafa þó
nokkurt fylgi, meðal annars með
al fjármálamanna. Afsögn Call-
aghans spáir því ekki góðu.