Morgunblaðið - 09.12.1967, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DES. 1967
Uppselt á listskauta-
tilaup á OL í febrúar
— Allt er nú til reiðu í Grenoble
Grenoble, Fr»kklandi, 7. des.
(NTB-Reuter)
„ÞAÐ er lauslega áætlað að
vetrar-Olympíulei'karnir munu
kosta fransika ríkið 12 milljarða
og 640 milljónir ísl. kr.“ Þessi
orð eru höfð eftir íþróttamála-
ráðherra Frakka, Francois
Missoffe á blaðamannafundi í
Grenoble í fyrradag.
75% af heildarkostnaði er
greitt af franska ríkinu og 25%
af Grenoble og nágrannafylkj-
um. Blaðamannafundurinn var
haldinn í lok 3ja daga boðs blaða
manna til kynningar á tilhögun
-eikanna. Þess var ennfremur
getið, að aðgönguiniðar að list-
Tékkor unnu
Norðmenn
HEIMSMEISTARALIÐ Tékka
í handknattleik, sem hér var
á dögunum, lék landsleik við
Norðmenn í Osló í gaerkvöldi.
Tékkarnir unnu leikinn með
17 mörkum gegn 13. I hálf-
leik var staðan 8 gegn 5
Tékkum í vil. .
skautahlaupi væru þegar upp-
seldir. Þá 'kom það í ljós á blaða
mannafundinum að aðeins 28
þús. aðgöngumiðar væru óseld-
ir á íshockeymótið. Þá gat ráð-
herrann þess að 90 símalínum
yrði bætt við á milli Parísar og
Grenoble og 75 milli Lyon og
Grenoble.
Þeir sem stjórna eiga, hafa
ekki lengi haft aðrar áhyggjur
en þær, að ekki mundi snjóa
nóg. En nú hafa þeir undirbúið
gagnráðstafanir, þ.e. ef tæki að
kyngja niður snjó. Eru til reiðu
snjóplógar og önnur (hjálpar-
tæki, sem með kemiskum efnum
geta eytt allt að 4500 tonnum af
snjó á sólarhring.
Nýjar reglur um flokka-
skiptingu skíðamanna
Sundmót
skólanna
SÍÐARI hluti (eldri flokkur)
hins fyrra sundmóts skóLaársins
1967—1968, fór fram fimmtudag-
inn 7. desember í Sundhöil
Reykjavíkur og hóíst kl. 20.00.
Sundkeppni stúlkna:
1. Kennaraskóli íslands
2. Kvennasikólinn í Reykjavík
3. Gagnfræðadeild Vogaskóla
Hlaut sveit Kennaraskólans
bikar, sem nú var keppt um í
annað sinn.
Sundkeppni pilta:
1. Menntaskólinn ! Rvík 8.22.0
2. Háskóli íslands 8.30.0
3. Kennaraskóli íslands 8.30.7
4. Gagnfr.skóli Austurb. 8.48.6
Var Menntaskólanum afhent-
ur bikar, sem nú var keppt um
í fyrsta sinn.
Á SKÍÐAÞINGI 1967, sem hald-
ið var á Siglufirði, voru sam-
þykktar nýjar reglur um flokka-
skiptingu skíðamanna.
Samkvæmt þeim skal kepp-
endum í alpagreinum karla 17
ára og eldri skipt í tvo flokka A
og B. Nýlega hefur stjórn S.K.l.
samþykkt hverjir skuli hafa rétt
til þátttöku í A flokki í vetur.
Á sumum stærstu mótunum
er þó eftir sem áður keppt í
einum flokki og hafa þá flokks-
menn einnig keppnisrétt.
Hér fer á eftir listi yfir þá
sem skipa A-flokk í vetur:
Akureyri:
Bragi Hjartarson, Þór
Guðmundur Finnsson, Þór
Guðmundur Tuhnius, KA
Jón Erlendsson, Þór
Ottó Tulinius, KA
fvar Sigmundsson, KA
Magnús Ingólfsson, KA
Reynir Brynjólfsson, Þór
Reynir Pálmason, KA
Sigurður Jakobsson, KA
Smári Sigurðson, KA
Viðar Garðarsson, KA
Þorlákur Sigurðssom, KA
Flokkaglíma
háð í dag kl. 4
FLOKKAGLÍMA Reykjavíkur
fer fram í dag kl. 16 að Háloga-
landi. Flestir beztu glímumenn
Körfuknottleikui
um helginu
í KVÖLD og á morgun verður
körfuknattleiksmótinu haldið
áfram að Hálogalandi. í kvöld
verða þessir leikir:
4. flokkur ÍR — KFR
3. flokkur KR — Ármann
1. flokkur KR — Armann
Á sunnudagskvö.dið kl. 20.15
verða tveir leikir í meistara-
flokki, sem báðir gætu orðið
mjög spennandi:
Meistarafl. KFR — Ármann
Meistarafl. ÍR — ÍS
höfuðborgarinnar eru meðal
keppenda.
í folkki fullorðinna er keppt
um bikar Glímuráðsins, en hand-
hafar þeirra eru lngvi Guð-
mundsson Víkverja ! 1. fl, Guð-
mundur Jónsson KR í 2. fl. og
Ómar Úlfarsson KR í 3. fl.
Ingvi og Ómar verja titla sína.
í 2. fl. er búizt við mjög harðri
keppni milli Hilmaro Bjarnason-
ar KR og hinna ungu glímu-
manna, Ágústar Bjarnasonar,
Vikverja og Einars Kristinsson-
ar, KR.
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIOSLA*SKRIFSTOFA
5ÍIVII 10.100
fsafjörður:
Kristinn Benediktsson
Árni Sigurðsson
Samúel Gústafsson
Guðmundur óhannesson
Björn Helgason
Siglufjörður:
Ágúst Stefánsson
Jóhann Vilbergsson
Sigurður Þorkelsson
Hjálmar Stefánsson
Birgir Guðlaugsson
Hákon ólaisson
Ólafsfjörður:
Svanberg Þórðarson
Einar Jakobsson
Reykjavík:
Arnór Guðbjartsson, Á
Ásgeir Christiansen, Vík.
Ásgeir Eyjólfsson, Á
Ásgeir Úlfarsson, KR
Bjarni Einarsson, Á
Björn Bjarnason, ÍR
Björn Ólafsson, Vík.
Bogi Nílsson, KR
Einar Þorkelsson, KR
Georg Guðjónsson^ Á
Guðni Sigfússon, ÍR
Gunnlaugur Sigurðsson. KR
Haraldur Pálsson, ÍR
Helgi Axelsson, ÍR
Hinrik Hermannsson, KIT
Jakob Al'bertsson, ÍR
Júlíus Magnússon. KR
Leifur Gíslason, KR
Óskar Guðmundsson, KR
Sigurður Einarsson, ÍR
Óigurður R. Guðjónssori, Á
Sigfús Guðmundsson, KR
Sverrir Jóhannsson, KR
Valdimar Örnólfsson, ÍR
Þorbergur Eysteinsson, ÍR
Þórir Lárusson, ÍR
Þorgeir Ólafsson, Á
Björn Ólsen, KR
- VERKFALLIÐ
Framh. af bls. 32
verkfall eða ekki.
— Formaðurinn lýsti þeirri
skoðun sinni fyrir okkur, að það
væri ólöglegt að koma með
svona skjal til sín án þess að
gefa frekari skýringa á því. Síð-
an sagði hún okkur sína skoðun,
en það breytti engu um okkar
skoðanir á málinu og við tókum
mótmælin aldrei til baka. Síðan
var hún beðin að halda fund út
af þessu máli bæði af okkuT í
ísfélaginu og eins af konunum
í Fiskiðjunni, en hún sva'raði
því þá til, að hún mundi gera
það, þegar þeim í stjórninni
fyndist tilefni til. Síðan hef ég
ekkert frá henni frétt og verk-
fallið stendur enn.
— Ég get ekki svarað því, hve
margar konur eru með þessu
verkfalli. Ég veit ,að ein kona í
Fiskiðjunni er með því, en hún
er í trúnaðarráði verkakvenna-
félagsins, svo að það er líklega
á þeirri forsendu. Ég 'held, að
konurnar upp til hópa séu á
móti þessu verkfalli og ég held,
að það sé runnið frá stjórninni.
Ég hef heldur alls ekki orðið vör
við og held ábyggilega, að eng-
inn af vinnufélögum mínum
niðri í ísfélagi sé þessu hlynnt.
-— Okkur finnst þetta fjar
stæða að fara í verkfall út af
þessu. Við höfum getað náð í
kaupið í okkar vinnutíma og
alltaf, þegar ok'kur hefur hentað,
og aldrei orðið nein vandræði í
sam'bandi við það.
Guðmunda Gunnarsdóttir, for-
maður Verkakvennafélagsins
Snótar:
— Boðað var til samninga-
fundar í vinnudeilunni í gær kl.
4 og stóð hann fram til kl. 7,
en ekki náðist samkomulag. Það,
sem á milli bar, var það, að
frystihúsaeigendur töldu sig
ekki geta lofað neinu um lausn
þessa máls, þar sem bankaúti-
búið hér setti þeim skilyrði, en
útibússtjórinn svaraði því til, að
útibúið væri ekiki aðili að samn-
ingunum.
— Á morgun mun skýrast,
hvaða stefnu verkalýðsfélögin
hér munu taka í málinu, en
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja
hefur einnig sagt þessu fyrir-
komulagi á launagreiðslum upp,
en þá munu stjórnir og trúnað-
arráð félaganna koma saman á
fund. Síðan mun verkakvenna-
félagið boða til félagsfundar á
sunnudaginn, þar sem kynnt
verður, hvað stjórn og trúnaðar-
ráð leggja til. Þar mun ráðast,
hvað síðar verður gert.
— Við boðuðum til vinnustöðv
unar til þess að knýja á um upp-
sögn á samkomulagi um greiðslu
MYND þessi er tekin í leik i
Hauka gegn Fram. Stefán
Jónsson, hinn ágæti „línuspil-
ari“ er kominn í gegnum vörn
Fram og skorar. Stefán skor-
aði fjögur fyrstu mörk Hauka
í leiknum, en síðan ekki sög-
una meir.
Moíar
Osaka, Japan, 7. des — AP
ÚRVALSLIÐ úr sovézka hern
um sigraði úrvalslið frá
Japan hér í dag með tveimur
mörkum gegn engu. I hálfleik
var staðan 1—0 fyrir Rúss-
ana. Þetta var þriðji leikur
Rússa í Japan; þeir gerðu
jafntefli í fyrsta leiknum
2— 2 og unnu annan leikinn
3— 1.
Mexiko C, 7. des. NTB-Reuter
UNGVERSKA landsliðið í
knattspyrnu tapaði í dag fyr-
ir Mexíkó 2—1. Ungverjarnir
skoruðu fyrsta mark leiksins
á 3. mín og var Vargas þar að
verki. Pragoso jafnaði rétt
fyrir leikhlé og skoraði því
næst sigurmarkið rétt fyrir
leikslok við gifurleg fagnað-
arlæti áhorfenda.
vinnulauna frá því í sumar, en
þetta samikomulag féll úr gildi
nú 15. nóvember sl., en vinnu-
veitendur hlýddu ekki þeirri
uppsögn og tóiku ekki aftur upp
peningagreiðslur ems og áður
var. Frá því í sumar hafa vinnu-
launin verið greidd inn á rei’kn-
inga í útibúi Útvegsbankans hér
og hefur það reynzt illa. Fóiiki
finnst þetta óþægilegt fyrirkomu
lag að þurfa að sækja vinnu-
launin inn í bankabækur og
vera einskorðað við þessa einu
bankastofnun. Það hefur verið
mikil óánægja með þetta hjá
verkafólki, frá því það var tek-
ið upp.
Óskar Gíslason, forstjóri:
— Útvegsbankinn rækir allar
sínar skyldur við fyrirtækin hér
og meira en það. Hér eru allir
undrandi á þessu verkfalli. Og
ég vil segja það sem mína per-
sónulegu skoðun, að ef launa-
maðurinn álítur verkfallsréttinn
einhvers virði, þá er ekki hægt
að fara verr með hann en nú
hefur verið gert, með þvi að fara
í verkfall út af slíkum smámun-
um.