Morgunblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DES. MflT Útgefandi: Hf. Árvabur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Áxni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. SKJÓT VIÐBRÖGÐ KA UPSÝSL UMANNA Að undanförnu hafa borizt ^ fregnir um, að einstökum kaupsvslumönnum hafi tek- izt að fá fram verulega verð- lækkun hjá viðskiptafyrir- tækjum sínum erlendis á ýmsum þýðingarmiklum vör- um, þannig að verðlag þeirra hækki ekki jafnmikið og ann ars hefði orðið vegna gengis- lækkunarinnar. Er hér um að ræða bæði bifreiðar og ýmis heimilistæki og annan varn- ing. Það hefur jafnframt kom ið fram, að erlent fyrirtæki sem átt hefur allmiklar birgð- ir varnings í tollvörugeymslu hér á landi hefur einnig lækk að verð á þeim birgðum veru- lega. Það er sérstök ástæða til að fagna þessari viðleitni ís- lenzkra kaupsýslumanna til þess að stuðla að því, að verð- lagshækkanir verði minni en efni stóðu til vegna gengis- lækkunarinnar og jafnframt er rík ástæða til að hvetja aðra kaupsýslumenn til þess að fylgja í fótspor þeirra, sem þegar hafa haft frumkvæði um slíkar verðlækkanir. Það er væntanlega öllum ljóst, að á miklu veltur, að verðlags- og kaupgjaldshækk- anir verði ekki svo örar í land inu næstu mánuði, að áhrif gengislækkunarinnar fyrir út flutningsatvinnuvegina verði á skömmum tíma að engu gerðar. Að því marki hefur viðleitni ríkisstjómarinnar beinzt og það er meginástæð- an fyrir hinum ströngu verð- lagsákvæðum, sem sett hafa verið, þótt þau séu raunar svo ströng að verzlunin getur tæpast undir þeim staðið til lengdar. En með samningum við umboðsaðila sína erlendis um verðlækkanir á vörum, sem fluttar em til fslands hafa íslenzkir kaupsýslumenn sýnt, að þeir geta bmgðið skjótt við og jafnframt, að þeir vilja stuðla að því að verðlag hækki ekki of ört um leið og þeir bæta að sjálf- sögðu samningsaðstöðu sína gagnvart vörum frá þeim löndum, sem gengið hefur verið lækkað í, svo sem Bret- landi, Danmörku og fleiri löndum. Því hefur oft verið haldið fram, að íslenzkir kaupsýslu- menn væru ekki nægilega vakandi fyrir því að ná sem hagkvæmustum innkaupum og vissulega vom þau inn- flutningshöft, sem hér ríktu um langt skeið ekki til þess fallin að hvetja kaupsýslu- menn til hagkvæmra inn- kaupa, enda mnnu vömr út jafnóðum og þær komu til landsins á þeim tíma. En nú er öldin önnur, við- skiptafrelsi er svo til algjört fyrir tilverknað núverandi ríkisstjórnar, og þess hafa einnig sézt mörg dæmi á þessu tímabili, að kaupsýslu- menn hafa lagt sig í fram- króka um að ná sem hag- kvæmustu innkaupum og sem lægstu verði. Hin skjótu viðbrögð nokk- urra kaupsýslumanna nú til þess að fá fram verðlækkan- ir á vörum, sem þeir flytja til landsins eru til fyrirmynd- ar og væntanlega verða þau til þess, að aðrir fylgi for- dæmi þeirra. HARALDUR BJÖRNSSON TTaraldur Björnsson leikari er í dag borinn til mold- ar. Hann er einn af frum- herjum íslenzkrar leiklistar og ómetanlegur sá skerfur, sem hann hefur lagt henni til. í list sinni var hann ætíð síungur og slakaði aldrei á kröfum, hvorki við sjálfan sig né aðra. List hans var byggð á sterkum grunni mikilla hæfileika og haldgóðrar- menntunar. Af þeim sökum ekki sízt náði hann lengra en margir aðrir. Þegar hann fór til mennta átti hann menn ingarlegan bakhjarl úr for- eldrahúsum. Það veganesti brást honum aldrei á löngum listamannaferli. Haraldur Björnsson var einn af höfuðleikurum lands- ins um hálfrar aldar skeið. Hann lék yfir 150 hlutverk á sviði, stjórnaði um 50 leik- sýningum og fór með talsvert á fjórða hundrað hlutverk í útvarpi. Má af þessu sjá, hver skerfur Haralds er til íslenzkr ar leikmenntar, enda er ekki fráleitt þótt fullyrt sé, að ævi hans sé samofin íslenzkri leiklistarþróun. Haraldur Björnsson lék á sviði til hinztu stundar. Var honum það sízt að skapi að leggja árar í bát, þótt aldur færðist yfir, til þess var hann of mikill þátttakandi líðandi stundar auk þess sem hann gerði sér ljóst, að hann fann kröftum sínum hvergi betur viðnám en í list sinni — og þá ekki sízt á sviði gömlu Iðnó. Þess er að vænta að list Haralds Björnssonar og lífs- starf hans verði ungum leik- urum hvatning til nýrra dáða. - ” BÓKMENNTIR Sá fer nú sínar leiöir Björa J. Blöndal: DAGGARDROPAR. Setberg. Reykjavik 1967 ÞETTA er sjöunda bók Björns Blöndals, en hann hefur, allt frá því að fyrsta bókín kom frá hans hendi, gengið sínar eigin götur, án tillits til viðurkenndra bókmenntagreina, hvað þá tízkustefna í bókmenntum. Nú er þáð svo, að altítt er, að telja helzt ekki annað fagrar bókmenntir en skáldsögur, ljóð eða leik- rit, og í rauninni voru margir í hreinustu vand- ræðum með, hvaða mat þeir skyldu leggja á fyrstu bók Björns Blöndals, Hám- ingjudaga, en hún er fyrst og fremst ljóðrænn dýrðar- óður í lausu máli til ís- lenzkrar náttúru og þá einkum hinna gróandi og ræðandi afla á láði, í lofti og á legi, og þannig hefur hann yfirleitt fram haldið. Hann þékkir fl'estum- betur dásemdir lands síns, sér fegurð- ina, hvort sem hún birtist í steini og drangi, í skóf, nnosa eða skrúðblómd, í fiskum elfar eða fuglum lofts, hjá ferfætlingum eða hjá góðum og dremglyndum manni. Yfir bókum hans svífur andi samúðar, góðleika og ein- lægrar aðdáunar fjöivíss náttúru skoðara á dásemdum sköpunar- verksins. Tungutak hans er íslenzkt al- þýðumál, stíllinn látlaus, en þó kjarnyrtur og ævinlega skýr. Samt leikur 'hann þar á ýmsa strengi, eftir því hvað um er fjallað. Hann er flestum fremur margvís á raunverulegar alþýð- MEÐ smábókaflokki Menning- arsjóðs mun stefnt að því m.a. að koma út á íslenzku ýmsum snilldarverkum heimsbókmennt- anna. Nýlega er komin út 23. bókin í þessum flokki, leikritið „Agamemnon" eftir Aiskylos. Þýðinguna gerði dr. Jón Gísla- son. Hefur hann einnig ritað inngang og skýringar. f innganginum segir m.a.: „Aiskylos er elztur hinna þriggja miklu harmleikaskálda Forn-Grikkja. Er hann almennt talinn þeirra mikilúðlegastur. Fyrir Hellas hafði hann í leik- listarefnum sambærilega þýð- ingu og Shakespeare fyrir Vest- urlönd. Ef eitthvað úr íslenzk- um bókmenntum ætti að taka til samanburðar, þá væri það legar athuganir á veðurfari og á lífi og hátburn fiska, fugla og ferfætlinga, en einnig þekkir hann náið fjölmargt úr fornran hugmyndaheimi íslenzkrar al- þýðu, sumt, sem fæstum mum nú kunnugt. Stunduim setiur hann það fram sem fróðleik, en oftar notar hann það á tákn- rænan hátt, þannig, að það verði mikilvægur þáttur í formuim og blæibrigðum þeirra bughrifa og þess boðskapar, sem hann viil koma á framfæri. í hinni nýju bók hans, Dagg- ardropum, eru níu sögur, æfin- týri oig frásagnir, og er formun þeirra og efni með ýmsu móti. En öllum er þeim það sameigin- Ieg,t, sem sagt hefur verið hér að framan um ritverk þessa sér- líklega helzt Bjarni Thoraren- sen, að stíl og hugsunarhætti.“ í eftirmála segir m.a.: „Aga- memnon eftir Aiskylos er fyrsti hluti samstæðs þríleiks (trí- logíu), eins og gerð hefur verið grein fyrir í inngangi. Er þetta leikrit, eins og raunar þríleik- urinn í heild, Oresteia-þríleik- urinn, talið eitt mesta afrek í leikbókmenntum heimsins." Þó að margir íslendingar hafi vafalaust einhverja hugmynd um örlög þeirra Agamemnons konungs og Klýtemestru drottn- ingar hans, þá munu hinir færri, sem lesið hafa hið ódauðlega snilldarverk Aiskylosar um það efni, verk, sem talið hefur ver- ið til merkustu áfanga í and- legri þróunarsögu mannkynsins. stæða höfundar. Aðdáun hanis og þekking á íslenz'kri niáttúru kem ur þar alls staðar í ljós, og enn- fremiur dulhyggja hans og virð- ing hans fyrir þeirri gömlu trú alþýðunnar, að hvarvetna í um- hverfinu sé líf, jafnvel steinarn- ir séu gæddir sínum töfrum. Og þarna er alls staðar til staðar — og víða sem lítt dulinn merg- ur málsins — sú staðfasta trú, að í rauninni sé hamingja mann- anna að mestu leyti undir þvi komin, að framkioma þeirra í allri umgengni, ekki aðeims hver við annan, heldur og við dýrin, gróðurinn og raunar hvað sem er á láði og legi, sé gædd sam- úð, vinsemd og virðingu....... En þrátt fyrir hina innri al'vöru Björns Blöndáls, kernur það all- víða í ljós í frásögnum hans, að hann hefur næmt skopskyn og nýtur þess að bregða annað veif ið á leik. Svo er þetta tiil dæmis í sögunum Slatti i poka og Jör- undur. Pegurstu sögurnar í bók- inni eru hin fyrsta og síðasta, Mamma og Straumandarsaga, en lengsta frásögnin, Horft undir hönd, er formuð til þess að flytja hinar fornu alþýðlégu hug myndir um töfra náttúrunnar. í máli og stíl hefur Björn Blöndal aldrei leikið á eins marga og fjötbreytta strengi og í þessari bók sinni, og á hanm þar auðsjáanlega af miklu að taka. Eins og áður er hann einn á ferð á sínum leiðum, en þó um- kringdur ótal vinum, sem tjá sig fyrir honum, svo að hann skynjar og skilur, þó að aðnr fái þar ýmist ekki greint raddirn- ar eða skilji ekki það mál, sem þær tala. Guðraundur Gíslaaon Hagalín. Sjö einsöngslög — eftir Kristin Reyr komin út KOMIN eru út ,,Sjö einsöngslög“ eftir Kristin Reyr við texta eftir Tómas Guðmundsson, Örn Arn- arson, Jóhannes úr kötlum, Davíð Stefánsson, Halldór Laxness, Magnús Ásgeirsson og Stein Steinarr. Carl Billich bjó lögin til prent- unar og er heftið prentað hjá Letur sf. Er það 20 blaðsíður að stræð. Lundúnum, 17. des. DM helgina fundust 56 ný til- felli gin- og klaufaveiki í Eng- landi. Hefur sjúkdómsins orðið vart á 1034 búgörðum í Englandi og Waies. Hefur um 300.000 hús dýrum verið slátrað á Bretlands eyjum til að komast fyrir raet- ur þessa sjúkdóms. „AGAMEMNON — leikrit Aiskýlosar í þýðingu dr. Jdns Gíslasonar Megi minning hans ætíð vera sá eldur, sem brenna þarf í brjósti hvers góðs leikara. UTLU JÓLIN TTm þessar mundir standa ^ litlu jólin svonefndu yfir í skólum landsins. Undan- farna daga hafa hinir mis- munandi aldursflokkar í skól- unum fjölmennt til hátíða- halds og af hálfu nemenda og kennara hefur mikil vinna verið lögð í undirbúning að því. Ánægjulegt er, að kennarar og skólayfirvöld leggja ríka áherzlu á að veita sem flest- um nemendum tækifæri til þess að taka þátt í slíkum undirbúningi og fyrir þá nem endur bæði eldri og yngri, sem taka virkan þátt í þessu hátíðahaldi hafa síðustu dagar og vikur verið ógleym- anlegar stundir. Athyglisvert er, hve mis- munandi bragur er á þessu hátíðahaldi í hinum ýmsu skólum, en alls staðar er lögð á það sérstök áherzla að koma boðskap jólanna til skila til yngri barna og eldri og gera þeim grein fyrir því að jólin eru ekki aðeins tími, sem skipzt er á gjöfum, þau hafa fyrst og fremst aðra og dýpri merkingu. Litlu jólin í skólunum eru einnig til þess fallin að stuðla að félagslegum þroska nem- enda og vissulega er til fyr- irmyndar, hve margir kenn- arar leggja á sig mikla vinnu og erfiði til þess, að þau fari sem bezt úr hendi og verði nemendum til ánægju og gleði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.