Morgunblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DES. 1967 3 Bylting í lýðveidinu Dahomey Foringjar úr hernum hrifsuðu völdin og viku stjórninni frá Cotanou, Dahomey, 18. desember. AP—NTB. HÓPUR liðsforingja hrifsaði til sín völdin í Dahomey í Vestur-Afríku, viku Christ- ophe Soglo, forseta og ríkis- stjórn hans frá völdum og lýstu því yfir, að nýjar kosn- ingar yrðu látnar fara fram í landinu innan sex mánaða. Komu liðsforingjarnir á fót hernaðarbyltingarnefnd, sem skyldi skipa nýja ríkisstjórn til bráðabirgða og var Mariee Maurice Kouandete major, sem er 35 ára að aldri, út- nefndur yfirmaður hennar. Bylting þessi fór fram, án þess að til nokkurra blóðsút- hellinga kæmi. Byltingunni var stjórnað af þeim Maurice Kouandete og tveimur foringjum úr hemum, Mathieu Kerekou. Báðir eiga þeir sæti í byltingunni, en í henni eru 15 manns. Útvarpið í Coutanou skýrði frá því á sunnudag, að byltingarforingj arnir tveir hefðu borið mikil- vægustu hagsmuni þjóðarinn- ar fyrir brjósti með fram- kvæmd byltingarinnar. Skip- uð verði stjprnarskrárnefnd, sem gera skuli drög að nýrri stjórnarskrá, sem á sínum tíma verði borin undir þjóðar- atkvæði. Hermenn, sem þátt tóku í byltingunni á sunnudags- morgun héldu vörð við ýmsar byggingar í Coutanou, m. a. við bústaði Soglos forseta, Philippe Ahos innanríkisráð- herra og Majtr Sinzogans, sem var yfirmaður herliðsins, og komu upp aðalstöðvum sín um í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá embættis- bústað Soglos. Síðdegis á sunnudag segist maður nokkur hafa séð, að óeinkennisklæddur maður var fluttur frá forsetabústaðnum til aðalstöðva byltingarforingj anna, en maðurinn kvaðst ekki geta skorið úr um, hvort það hefði verið SogLo forseti eða einhver annar. Vikan • fyrir . byltinguna hafði einkennzt af mikilli ókyrrð í atvinnulífinu í Dahomey og allsherjarverk- fall hefði verið áformað á næstunni af háifu verkalýðs- samtakanna. aðra milljón. í austri liggja landamæri þess að Nigeriu, í norðri að Niger, en í norð- vestri og vestri að Efri-Volta og Togolandi. FjöLmennasti ættflokkurinn er nefndur Fon eða Dahomey og byggir eink- um suðurhluta landsins. Um helmingur íbúanna er af þess- uim ættflokki, sem á að baki sér merkilega sögu, því að það var hann, sem stofnaði konungsríki í Dahomey fyrir mörgum öldum, en þar komst Kort þetta sýnir Dahomey og Iandfræðilega afstöðu þess til nágrannaríkjanna. Foringjar úr hernum og lið þeirra hertók mikilvæga staði í Coutanou árla morguns á sunnudag og rauf síma- og skeytasamband við útlönd. Á sunnudagskvöld var hins veg- ar allt með kyrrum kjörum. ★ Lýðveldið Dahoimey er í Vestur-Afríku, sem að fram- an greinir. Það er aðeins stærra en ísland að flatarmáli og eru íbúarnir, sem skiptast í marga ættflokka, talsvert á á legg mjög þróuð sjáifstæð menning þar sem m.a. ýmsar listgreinar stóðu með miklum blóma. Norðar í landinu eru íbú- arnir svo af ýmsum ættflokk- um, sumum mjög frumstæð- um. Þar hefur Múhameðstrú náð nokkurri útbreiðslu, en meiri hiutinn þar trúir þó á stokka og steina. Á meðal Fon ættflokksins í suðri hefur kristni náð verulegri út- breiðslu. Maður af Fon-ættflokknum eða Dahomey, eins og sá ættflokkur er einnig nefnd- ur. Efnahagslíf landsins byggist fyrst og fremst á landbúnaði, svo sem á baðmu'llarrækt'og fleiri jurtum. Kvikfjárrækt er einkum stunduð í norðurMuta landsins. Þá hefur landið þegið mikla efnahagsaðstoð frá Frökkum á undanförnum árum. Efnahagsmiðstöð og aðal hafnarborg landsins er Coutanou, en höfuðborgin er þó Porto-Novo. Landkönnuðir höfðu komizt að raun um konungsríkið Dahomey þegar um 1500. Höfuðborg rikisins hét þá Abomey og náði þetta kon- ungsríki hátindi blóma síns undir stjórn Cheso konungs (1818—1858). Her hans og fyrirrennara hans var frægur fyrir valkyrjur sínar, það er konur, sem voru hermenn. Frakkar tóku að leggja Dahomey undir sig 1894, en fóLkið í landinu barðiist gegn yfirráðum þeirra til 1904, er landið var gert hluti af Frönsku Vestur-Afríku. Da- homey gekk í franska sam- veldið 1958 og varð sjálfetætt lýðveldi í ágúst 1960. Franska er hið opinbera mál landsins. L£óðabók eftir Giinnar frá Sjávarborg GUNNAR B. Jónsson frá Sjáv- I bókina Brimberg. Bókinni er arborg hefur sent frá sér ljóða- ' skipt í tvo meginkafla, í hinum fyrri eru Ijóð og í þeim seinni lausavísur og stökur. Aftast i bókinni er minningarkvæði. Á kápsíðu segir, að höfundur sé ættaður frá Sjávarborg á Þór arinsstaðaeyrum í Seyðisfjarðar hreppi. Gunnar stundaði tvo vetur nám við Eiðaskóla, flutt- ist síðan til Keflavíkur og svo Reykjavíkur. Undanfarin 4 ár hefur hann verið búsettur í Ólafsvík. Bókin Brimberg er 158 bls. að stærð, prentsmiðjan Grágás í Keflavík prentaði bókina. Kápumynd gerði Jóhann Berg- mann Jónsson. Athyglisverðasta skáldsaga ársins Márus á Valshamri og meistari Jón eftír Guðmund Gíslason Hagalín hefnr þegar vakið einróma lof gagnrýnenda og allra annarra er lesið hafa bókina. Erlendur Jónsson segir í Morgunblaðinu: „ . . . er mergurinn málsins, að Márus á Valshamri og meistari Jón er skemmtilegasta og liklega einnig bezt rituð skáldsaga Hagalíns . . . “ Eiríkur Hreinn Finnbogason segir í Vísi: „En þau skil, sem hann gerir efninu núna, næstu hálfri öld ríkari af ritreynslu og lífsreynslu, eru á þann veg, að ég sé ekki betur en verkið jafnist við stærstu risin í skáldsagnagerð hans“. Hörður Bergmann segir í Þjóðviljanum: „Guðmundur Hagalín hefur skrifað nýja hetjusögu“. Tryggið ykkur eintak af Márusi á Valshamri og meistari Jóni. Missið ekki af beztu skáldsögu ársins. SKUGGSJÁ STAKSTtlMAR Fjölskrúðug bókaútgdfa l’m þessar mundir stendur yf- - ir aðalbókavertíð ársins. Síðustu vikur og mánuði hafa fjölmarg- ar nýjar bækur komið út eins og jafnan er á þessum árstima. Það hefur lengj verið svo, að bækur hafa fyrst og fremst ver- ið gefnar út í jólamánuðinum og bókaútgefendur telja erfitt um bókaútgáfu á öðrum árstímum. Það er að sumu leyti hvimleitt, að bókaútgáfan skuli ekki dreif- ast jafnar yfir árið, en sjónar- mið bókaútgefenda er þó bæði eðlilegt og skiljaniegt. Á þessu hefur þó nokkur breyting orðið á síðustu árum, fyrst og fremst fyrir tiiverknað bókafélaganna, þá ekki sízt Almenna bókafélags- ins, sem hefur gefið bækur út nokkuð jafnt yfir árið og hefur því horft tii bóta í þessum efn- um að nokkru leyti. Athygiis- vert er, að vel gerðar og um leið dýrar bækur virðast seljast ekki siður en aðrar og sumar jafn vei betur og bendir það bæði til mikillar velmegunar og löng unar til þess að eiga góðar bæk- ur. Er bókaframleiðslan að færast úr landi? ; En um leið og fagna ber þeirrj grósku, sem virðist vera í íslenzkri bókaútgáfu um þess- ar mundir er ástæða til að láta koma fram nokkur varnaðarorð í sambandi við bókaframleiðsluna. Marg; bendir til þess, að prentun bóka sé í vaxandi mæli að færast úr iandi. Þetta gerist á sama tíma og vélakostur íslenzkra prent- smiðja hefur vaxið og batnað mikið á síðustu árum frjálsræðis í innflutningi, sem hefur auðveid að prentsmiðjum mjög að afia nýrra og fullkominna tækja til starfsemj sinnar. Það virðist t.d. orðið býsna algengt að barnabæk ur og einnig aðrar bækur séu prentaðar að hluta til erlendis, þ.e.a.s. myndir litprentaðar en textinn prentaður hér heima. Ástæðan nrun fyrst og fremst vera tollareglur, sem valda því, að þessi þáttur er hagkvæmari fyrir bókaútgefendur en að láta vinna bækurnar að öllu leyti hér á Iandi. Vissulega er það nei- kvæð þróun, ef framleiðsla íslenzkra bóka færist smátt og smátt til annarra landa og nauð- synlegt að gera ráðstafanir til þess að breyta þeirri þróun. / Efla verður íslenzka bókagerð Þeir aðilar, sem að bókagerð starfa hér á landj hafa um langt skeið sett fram sanngjarnar ósk- ir um breytingar á tollareglum, sem geri bókagerð og bókaút- gáfu auðveldari hér á landi en verið hefur og er sannarlega á- stæða til fyrir stjórnarvöldin að íhuga vandlega, hvort ekki sé unnt að gera hér nauðsynlegar breytingar, sem stuðli að fjól- skrúðugri bókaútgáfu hérlendis, og að bókagerðin fari fyrst og fremst fram hér innanlands: ís- lendingar eiga á að skipa góðum | fagmönnum, sem kunna sitt verk. | íslenzkar prentsmiðjur hafa afl- að fullkomins vélarkosts. en nokk uð skortir á, að nægileg tækni i sé notuð í bókbandi. Hins vegar ættu allar forsendur að i vera fyrir hcndi til þess að fram leiðsla bókanna geti farið fram hér innanlands, en tollareglur hafa valdið því, að þróunin hef- ur orðið önnur. Hér þarf að verða breyting á og er þess að vænta, að stjórnarvöld sjái sér fært að veita íslenzkri bókaútgáfu og / b'kagerð þann stuðning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.