Morgunblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DES. 1987 31 LANDHELGISGÆZLAN fór 29 sm. fná Kögri og 32 sm. ískönnunarflug í gær. ísrönd- fná Horni. in hefur lítið færzt undanfarið íshafl er 15 sm Horni og og eins og sést á kortinu er Kögri, 24 sm. fná Straumnesi aðalísröndin nú 43 sjómílur og 35 sm. frá Deild. Er það frá Kópanesi, 40 sm. frá þakið frá 1 til 3/10 hluta eins Barða, 32 sm. frá Straumnesi, og sést á kortinu. - LEÐURBLOKUR SJÖ INNBROT Nýr stjðrnmálaflokkur myndaiur í Danmörku — effir að SF klofnaði á fands fundinum á sunnudag Framhald af bls. 32. var fyrst 9. des., er þeir voru að kasta snjókúlum í gaflinn, að þeir sáu þetta hreýfast, og var þá náð í stiga og tókst að handsama dýrið. Loks var hrímblaka skotin á flugi hinn 1. okt. 1964 um 300 metra frá bænum Ragn- heiðarstöðum í Gaulverja- bæjarhreppi. Auk þess hefur lítil amerísk leðurblökutegund náðst hér á landi, þar sem hún var að flögra utan á húsi Fiskifélags ins við Skúlagötu, en dr. Finnur Jónsson telur, að hún hafi komið hingað með skipi. Þessar upplýsingar um leð- urblökufundi eru í grein Jón- asar Jakobssonar, teknar eft- ir dr. Finni. Síðan fjallar Jónas um loft- strauma og vinda og segir m.a., að vindar bendi ákveð- ið á suðausturhluta Labrador, sem upphafsstað Selvogs- og Mýrdals-leðurblakanna. Ennfremur segir, að ferð dýranna yfir hafið muni hafa tekið um hálfan annan sól- arhring, og áætlað, að þau hafi getað notað uppstreymi við bólstraský og skúraklakka til að halda sér á lofti, að minnsta kosti seinni hluta leiðarinnar. HRAÐKEPPNTSMÓT KR í körfu knattleik fór fram í Laugardals- höllinni á sunnudaginn og varð hið skemmtilegasta. ÍR-ingar fóru með sigur af hólmi, sigruðu Islandsmeistara KR í úrslitaleik. Hafði ÍR algera yfirburði í þeim leik og hreinlega lék sér að KR- ingum. Höfðu KR-ingar leikið næsta ieik á undan og kom það greinilega fram í úthaldi þeirra, en vafasamt er að ÍR hafi um langt skeið náð eins góðum leik og í síðari hálfleik þessa úrslita- leiks. Fimm félög tóku þótt í mótinu. Fynst léku ÍR og úrvalsilið varn- arliðsins. Var fyrri hálfleikur jafn 19—17 en í síðari náðu ÍR- ingar yfirburðum og unnu 48:34. Þá mættust Ármann og Þór Akureyri undir stjórn Einars Bollasonar sem í fyrra var í ísl. meistaraliði KR. Þetta varð mik- ill hörkuleikur og jafn. Stóð jafnt 30:30 í leikslok og varð að fram- lengja 2x3 mín. Þá sigraði Þór 33:31 og var það Einar sem sig- urinn tryggði. Þór hélt áfram eftir 5 mín. hvíld og mætti nú KR. Var það Fram'hald af bls. 32. lega einu og hálfu tonni af vél- bundinni töðu. Við • hesthúsið fundust hjólför eftir tvo bíla og biður rannsóknarlögreglan þá, sem kynnu að hafa veitt þeim eftirtekt, að gefa sig fram. Aðfaranótt mánudagsins var brotizt inn í Slippstöð Daníels Þorsteinssonar við Mýrargötu og stolið þaðan tveimur útvarps- tækjum og teikniálhöldum. Utanríkisráðherrar Efnahags- bandalagslandanna sex komu saman til fundar í Briissel í dag. Er tilgangur fundarins að ræða svör við umsóknum um aðild að EBE frá Bretlandi, Noregi, Danmörku og írlandi. Ljóst var þegar í upphafi fundarins, að ákvörðun um umsóknirnar verð- ur ekki tekin fyrr en á morgun, þriðjudag. að sama skapi mjög jafn og tví- sýnn leikur og var það fyrir hreina heppni að KR tryggði sig- urinn á síðustu sekúndu 43:42. Það urðu því KR og ÍR sem ti!l úrslita léku. Var leikurinn mjög jafn framan af og stóð 22:20 fyrir DANIR og Norðmenn háðu tvo landsleiki í handknattleik karla um helgina. Hinn var í Elverum á Iaugardag og komu þá Norðmenn mjög á óvart og unnu Dani með 15:14. f síðari leiknum varð jafntefli 11:11, svo Norð- menn sýndu og sönnuðu að sigur þeirra var engin tilviljun, enda eru menn sammála um það að landslið Noregs sé nú að ná sér úr öldudalnum. Norðmenn sýndu n.ú mun meiri keppnisvilja en móti Tékkum (en þá töpuðu Norðmenn 13:17). Hraði var mjög mikill í leiknum Sósíalski Þjóðarflokkurinn (SF) í Danniörku klofnaði á sunnudag og myndaði vinstri- armur flokksins þegar í stað stað nýjan stjórnmálaflokk: Vinstri sósíalistaflokkinn. SF klofnaði á landsfundi flokks- ins, sem haldinn var í Kristj- ánsborg, aðsetri þjóðþingsins. SF-þingmennirnir sex, sem á föstudag skipúðu sér í flokk með stjórnarandstöðunni, þeg ar gengið var til atkvæða um annað af tveimur kreppufrum vörpum stjórnarinnar og or- sökuðu þannig fall ríkis- stjórnar J. O. Kraghs, yfir- gáfu landsfundinn á sunnu- daginn og fylgdu þeim eftir meirihluti gömlu miðstjórn- arinnar og u. þ. h. helmingur landsfundarfulltrúanna. Landsfundinum var haldið áfram og þeir, sem igengu af honu.m söfnuðust saman í öðr- Utanríkisráðherra Frakklands, Couve die Murvitle, sagði é fimd- inum í dag, að Bretland væri ekki enn undir það búið að ganga í Efnahagsbandalagi'ð og að heimila Bretum aðild að bandalaginu væri að taka á sig mikla áhættu. De Murville sagði, að áður en Bi'etar fengju aðild að EBE yrðu þeir að rétta við efnahag sinn varanlega. Á hinn bóginn kvað hann ekkert ÍR í hálfleik. En er á leið náðu ÍR yfirburðum og lék liðið þá mjög vel. Vann það leikinn 53:36. Mótið tókst vel og var hið skemmtilegasta enda engar leik- tafir og gengið til leikjanna ón langrar uppmýkingar og í þriðja lagi voru skiptingarreglur breytt ar frá venjulegum leikreglum. En úrsli'tin sýna að 1. deildar- keppnin í vetur verður mjög skemimtileg og tvísýn. og í æsing skutu Danir 7 sinnum í stangir og enn oftar uitan við marik. Norðmenn áttu 5 stangar- skot. í hálfleik stóð 7—5 fyrir Norð- menn en Dönum tókst að komast í 3 marka forskot í síðari hálf- leik — en Norðmenn gáfu sig ekki og náðu að’ sigra. Miklu munaði hjá Dönum að „Tékkabaninn“ Max Nielsen (skoraði 8 mörk gegn Tékkum) var sem skuggi af sjálfum sér og skoraði ekkert mark í leikn- um. um sal sömu byggingar og stofn- uðu nýjan stjórnmálaflokk, sem bjóða mun fram til kosninganna 23. janúar n.k. Til þess að svo megi verða verður nýi flokkur- inn að safna 16.000 undirskrift- um og láta skrá sig hjá viðkom- andi yfirvöldum. Undirskrifita- söfnunin hófst í dag. Nú eru í Danmörku þrír fl'okk ar vinstra megin við stjórnar- flokkinn, sósíaldemókra’ta: SF, Vinstrisósíalistar og danski kommúnistaflokkurinn. „Gamli“ sósíaliski Þjóðarflokk urinn endurkaus samíhljóða Aksel Larsen í formannssæti. Vinsitri sósíalistar hafa stofnað samstjórn, sem telur sjö manns. Aksel Larsen sagði' á blaða- mannafundi í dag, að flokkur hans mundi halda áfram að starfa með sósialdemókrötum án tillits til þess hver úrslit kosn- inganna verða. Formaður Sósíal- demókrata á þingi, Per Hække- rup, sagði, að flokkur sinn hefði nú rofið öll tengisl við aðra flokka. Sagði hann, að samvinnu því til fyrirstöðu, að írland, Danmörk og Noregur fengju að- ild að bandalaginu, enda stæ'ðu þessi lönd betur fjárhagslega en Bretland. De Murville sagði enn- fremur, að Bretar væru, eins og á stæði, ekki reiðubúnir að taka á sig nauðsynlegar skuldbind- ingar innan Efnahagsbandalags- ins. Hann kvað brezkt efnahags- kerfi frábrugðið efnahagskerfi bandalagslandanna og staða pundsins sem alþjóðlegur gjald- eyrisvarasjóður skapaði sérstök vandamál. Þá sagði ráðherrann, að ekki væri hægt að bera sam- an efnahagsástandið í Frakklandi árið 1958 og efnahagsástandið í Bretlandi nú. Willy Brandt, utanríkisráð- herra V-Þýzkalands, sagði á fund inum, að stjórn sín áliti aðild Breta að EBE óhjákvæmilega. Kvað hann aðild Breta mundu verða örvun fyrir efnahag allra bandalagslandanna auk Bret- lands sjálfs. Brandt sagði, að gengisfelling sterlingspundsins hefði verið skref fram á við. Hvatti hann rá'ðherra bandalags- landanna að standa saman um að hefja samningaviðræður við Bretland iim aðild þess að EBE. Hlinningar- afhöfn í Stykkishólmi Stykkishólmi, 18. des. f DAG fór fram í Stykkiishólims- kirkju minningarafchöfn um Jón Ólafsson frá Langey, sem andað- ist í sjúkrahúsinu hér 11. þéssa mánaðar. Hann var fæddnr 10. nóvember 1889 á Skarði á Skarðsströnd, giftist Guðfinnu Einarsdóttur frá Flatey, bjugu nokkur ár í Flatey, en yfir 20 ár i Fremri-Langey. Þau eignuðust tvo sonu, annar þeirra, Ólafur, er látinn, en Páll liifÍT föður sinn. Jón stundaði lengst sjóinn og á síðustu árum var hann farinn að heilsu og var því í sjúkrahús- inu hér. Hann verður jarðsetitur að Dagverðarnesi við hlið konu sinnar á morgun. — Fréttaritari. sáttmálinn við SF væri ekki lengur í gildi. Hann útilokaði ekki samvinnu við „hreinsaðan" sósíaliiskan Þjóðarflokk, en kvað Vinstri sósíalista hafa samstöðu mieð kommúnistum og sam-' vinna við þá því útilokaða. Einn þingmanna vinstri ar.ns SF, sem þátt tók í stofnun hins nýja flokks, Hanne Reintofr, sagði á blaðamannafundi, að Vinstri sósíalistar mundu ekki starfa með kommúnistum, enda væru stefnuskrár flokkanna frá- brugðnar í grundvallaratriðum. H'öfuðpaurar hins nýja flokks eru ásamt Reintoft þingmennirn ir Erik Sigsgaard, Pia Dam, Kai Molitke, Björn Larsen og Kjær Rasmussen. Af 159 fulltrúum á landsfundinum fengu þessir sex þingmenn fylgi 76. Einn l'eiðtogi Vinstri sósíalista verður þess ut- an Willy Brauer, borgarstjóri. Vinstri sósíalistar vísuðu á bug sl. sunnudag staðhæfinguim Aksel Larsens þess efnis, að þeir hiefðu lengi ráðgert að kl'júfa SF. Siðasta Gallup-könnunin í Danmörku áður en ríkisstjórn Kraghs féll, bendir tíl þess að borgaraflokkarnir muni sigra í kosningunum 23. janúar. Könn- unin sýndi einnig, að kommún- istar áttu möguleika á að vinna eifct þingsæti. Galiup-könnun þessi var gerð á tímabilinu 2. nóv. til 4. des. - GRIKKLAND Framhald af bls. L ið hvort Konstantín hverfi heim aftur. Á sunnudag fengu borgarar Aþenu sönnun um, að ekki er ólíklegt að konungur snúi heim aftur, er lífverðir hans tóku þátt í athöfn við gröf óþekkta her- mannsins fyrir framan þing- húsið. Grikkjakonungur beið enn eft- ir svari herstjórnarinnar á mánudag. Ekkert benti til að sendiboði stjórnarinnar væri í dag á leið frá Aþenu til Róm- ar með svarskeyti það, sem sam ið var á herstjórnarfundinum á sunnudagskvöld, ef um svar- skeyti er að ræða. Konungur og drottning hans dveljast enn í gríska sendiráðinu í Róm, en fara öðru hvoru í heimsókn til frænda konungs, Henriks af Hessen, þar sem börn þeirra dvelja. Á blaðamannafundi í kvöld sagði innanríkisráðherra Grikk- lands, Stylianos Patakos, að samningaviðræður milli her- stjórnarinnar og Konstantíns konungs hefðu ekki farið fram. Hann sagði, að konungur gæti komið til Grikklands hvenær sem honum þóknaðist, en her- stjórnin hefði ekkert til að semja um við hann. Þá sagði ráðherr- ann, að Pipinelis mundi ekki fara aftur til Rómar til við- ræðna við konung. Hann benti ennfremur á, að enginn hefði þvingað konung til að yfirgefa Grikkland. Á blaðamannafundinum í kvöld upplýsti Patakos ennfremur, að 35 fyrrv. þingmenn þjóðþings- ins hefðu verið handteknir, 24 í Aþenu og hinir víðsvegar út um landið. Hefur lögreglan þing mennina til yfirheyrslu vegna meintrar þátttöku í hinni mis- heppnuðu byltingu Konstantíns konungs. Patakos sagði, að ef á daginn kæmi að þeir hefðu eng an þátt átt í byltingartilraun- inni yrðu þeir látnir lausir inn- an fárra daga. Áreiðanlegar heimildir í Aþenu hermdu í dag, að herstjórnin hefði vikið fimm hershöfðingjum og all- mörgum öðrum yfirmönnum hersins úr embættum sínum vegna meintrar þátttöku í bylt- ingartilrauninni. B Pl m Cfff yij IT i !R vann KR með 53:36 - í úrslitaleik hraðkepprais mótsins í körfuknattleik Aðild Breta a) EBE rædd — á ráðherrafundinum í Brussel í dag Brússel, 18. des., AP-NTB. Norðmenn unnu Dani — og jafntefli í síðari leiknum 11-11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.