Morgunblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1967. ASKUR Suðurlandsbraut 14 — Sími 38550 Gdð síldveiði eystra Torfurnar stærri en undanfarið Á LAUGARDAGINN var komið gott veður á síldarmiðunum, en veiðisvæðið yfir helgina var 70—80 sjómilur suð-austur af Dalatanga. Sildin stóð yfirleitt djúpt, enda bjart af tungli, og var hún í stærri torfum en und- anfarið, þar sem sumar torfurn- ar voru meira en undir nót. Samkvæmt upplýsingum síld- arradíósins á Neskaupstað lönd- uðu eftirtalin skip eystra á sunnudag: Hoffell 110 tonn, Hólma- nes 180 tonn, Sveinn Svein- 7 innbrot um heigina björnsson 110 tonn, Bjartur 180 tonn, Heimir 220 tonn, Gunnar 80 tonn, Giedon 140 ton, Dagfari 60 tonn, Birtingur 130 tonn, Bára 70 tonn, Sigurbjörg 200 tonn, Guðbjörg IS 65 tonn. Sigurbjörg sigldi með 200 tonn til Ólafsfjarðar. í dag hafa tilkynnt síld: Sig- urður Jónsson 100 tonn, Guðrúr Þo rkelsdóttjr 240 tonn, Hafdís 50 tonn, Börkur 280 tonn, Krossanes 140 tonn, Gígja 300 tonn, Margrét 120 tonn, Reykja- borg 80 tonn og Guðbjörg IS 140 tonn. 1? Selvogsleðursblakan í vígahug BROTIZT var inn á sex stöð- um aðfaranótt sunnudags og eitt innbrot var framið aðfara- nótt mánudags. Góð veiði — ef veður helzt MBL. hafði í gær samband við Jakob Jakobsson fiski- fræðing og sagði hann, að norski síldarstofninn væri enn þá fyrir Austurlandi og væri síldin nú komin í mjög stórar og góðar vetr- artorfur. Menn gætu því gert sér vonir um góða veiði, ef veður héldist, en það hefði fyrst og fremst hamlað veiðunum í haust. Brotizt var inn í veitingastað- ina Hábæ og Glaumbæ og er tal ið, að einhverju af víni hafi ver ið stoiið. í Glaumbæ var .vin- skápurinn brotinn upp. en um- gengnin í Hábæ var öllu verri, því þar vom öll símtól eyðilögð og ýmislegt fleira brotið og bramlað. Þá var brotin stór rúða í hurð á Tóna.bíó og farið þar inn og leitað. Taiið er, að innbrotsmað- urinn hafi haft á brott með sér eitthvað af tóbaki o.g sælgæti. Lúga var fjarlægð fná söluopi á Tjarnarbar í Tjarnargötu og stolið þaðan einhverju af tóbaki. Brotizt var inn í matsölu að Austurstræti 12 og stolið það- an matvælum og einu máfa- stelli. Sjötta innibrotið aðfaranótt sunnudags var svo í hesthús við Elliðaár. Þaðan var stolið rúm- Framhald á bl's. 31. Leðurblokur á Talið að þær komist hingað af eigin rammleik í höndum dr. Finns. í SÍÐASTA hefti tímaritsins Veðrið skrifar Jónas Jakobs- son grein, er hann nefnir: Leðurblökur á íslandi, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu, að mjög miklar líkur séu til þess, að hrím- blökur þær, sem hér hafa fundizt, hafi komizt hingað af eigin rammleik með loft- straumum frá Labrador. í upphafi greinar sinnar segir Jónas Jakobsson, að dr. Finnur Guðmundsson hafi farið þess á leit við sig, að hann kannaði veðurlag og vinda vestan um haf á þeiim tíma, sem leðurblökutegund- ar þeirrar, sem hér hefur fundizt fjórum sinnum, hrím blökunnar, varð vart. Hrímblakan fannst fyrst 9. sept. 1943 á Hvoli í Mýrdal í kartöflugarði 200 m frá sjávarmáli. Lá hún þar i loðnu grasi, blaut og úfin, en Vinningsnúmerið 25489 DREGIÐ var í happdrætti Sjálfstæðisflokksins sl. föstu- dag hjá borgarfógeta. Vinn- ingsnúmerið var þá innsiglað, þar sem skil höfðu ekki bor- izt frá öilum umboðsmönnum. En í gær var innsiglið rofið og kom þá upp vinningsnúm- erið 25489 — Aðalvinningur- inn í happdrættinu er Dodge Dart-bifreið, og getur eigandi vinningsmiðans haft samband við skifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Útsöluverö mjólkur hækkar ekki Samkomulag I sexmanna- nefnd um búvöruverð í FYRRINÓTT varð sam- komulag í .sexmannanefnd um verðlag landbúnaðarvara, sem hækkar nokkuð vegna gengisbreytingarinnar. Hins vegar verður útsöluverð mjólkur ekki hækkað og aug- lýsing um hækkun þess, sem birt var í gærmorgun því á misskilningi byggð. Ekki liggur enn fyrir hve hækkun á landbúnaðarvörum verður mikil en tiikynningar um það má vænta síðari hluta dags í dag. Um þessa hækkun varð hins vegar samkomulag miili fulltrúa framlei'ðenda og neyt- enda í sexmannanefnd. Jafn- framt hefur yfirnefnd fellt úr- skurð um dreifingarkostnað á búvöru en sexmannanefnd náði ekki samkomulagi um það at- riði. , Úlvaður bílþjófur eltur DRUKKINN bílþjófur náðist eftir nokkurn eltingarleik að- faranótt sunnudags og tóku nokkrir leigubílstjórar af BSR Utsvar aöeins frádráttarbært, aö helmingur sé greiddur fyrir 1. júlí — Stjórnarfrumvaip d Alþingi, að ósk Sambands íslenzkra sveitarfélaga I GÆR var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitar- félaga. Aðalefni frumvarpsins er eftirfarandi: Skýrari ákvæði eru sett um aðstöðugjaldstofn í samræmi við þá framkvæmd álagningar skattayfirvalda sem tíðkazt hef ur. Breytingin er talin nauðsyn- leg vegna nýgengis Hæstarétt- ardóms. Útsvör verða aðeins frádráttar bær, ef helmingur þeirra er greiddur fyrir 1. júlí ár hvert og hinn helmingurinn fyrir árs- lok. Samkvæmt núgildandi á- kvæðum eru þau dregin frá tekjum, ef þau eru aðeins greidd að fullu fyrir áramót. Að samræmd verði álagning eignaútsvara og álagning eigna- skatts, svo að eignarútsvar verði jafnhátt og eignarskattur. Vegna þeirrar hækkunar, sem nú er áformuð á eignarskatti, verð- ur hér um að ræða möguleika á nokkurri tekjuhækkun hjá kaup stöðum og kauptúnahreppum. Framlengd verður heimild til að vikja frá ákvæðum skatta- laga um frádrátt vegna tekna, sem eiginkona aflar, um tap frá- dráttar á milii ára, um gjafir til menningarmála o.fl., um sjó mannafrádrátt*og um varasjóðs- frádrátt. í ' greinargerð frumvarpsins þar sem frumvarpsgreinarnar eru ítarlega útskýrðar kemur fram, að frumvarp þetta er flutt sam- kvæmt eindreginni ósk stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga. 5 DAGAR TIL JÓLA hresstist brátt, er hún var tekin í hús. Næst fannst hrímblaka í Selvogi hinn 8. okt. 1957 é túninu að Bjarnarstöðum. Var hún blaut og dösuð, en hresst ist brátt, eftir að hún var tekin í hús. Þá náðist hrímblaka hinn 9. des. 1957 í Vestmannaeyj- um, þar sem hún hékk á suð urgafli leikfimihúss Gagn- fræðaskólans. Nokkra næstu daga á undan höfðu nemend ur skólans veitt eftirtekt sér kennilegri klessu á gafli skól ans í töluverðri hæð, en það Framhald á bls. 31. 7 bátar teknir í landhelgi SAMKV. upplýsingum Land- helgisgæzlunnar tók þyrla henn ar, Eir, 7 báta að ólöglegum veið um á laugardaginn, þar af 5 grunna undan Stokkseyri og 2 í Garðasjó. Örn í Hval- þátt í eltingarleiknum auk lög- reglunnar. Laust eftir klukkan tvö um nóttina hringdi maður í lögregl- una og sagði, að bilnum sínum hefði verið stolið og kvaðst hann hafa séð þjófinn aka upp Hofs- vallagötu. Lögreglan hóf þegar eftirför og jafnframt voru leigubílstjór- ar beðnir að svipast um eftir stolna bílnum. Bílstjóri frá BSR tilkynnti svo skömmu síðar, að hann sæi til ferða bílsins og kvaðst mundu veita honum eft- irför. Á endanum var bílþjófurinn króaður af og eftir nokkur hlaup gafst hann upp fyrir ofureflinu, þá staddur á Landakotstúni, og tók lögreglan hann í sína vörzlu. í Ijós kom, að bílþjófurinn var sautján ára piltur og undir á- hrifum áfengis, en hann hefur áður orðið uppvís að sams kon- ar bro+i og þessu. firði FYRIR nokkrum árum héldu tveir ernir til í Hvalfirði, ann ar gamall, en hinn ungur. Sá gamli drapst, en um svipað leyti hvarf sá ungi. Laust fyr ir hádegi í gær bar svo við, að Magnús Thorvaldsetn í 1 Borgarnesi sá örn í fjörunni við Múlafjall milli Brynju- dals og Botndals. Magnús var á leið frá Reykjavík, þegar hann sá fugl sitja á steini við fjöru- borðið. I fyrstu hélt hann að þetta væri hrafn, en fannst hann nokkuð stór. Stanzaði hann bílinn, en fuglinn flaug þá upp og sá Magnús þá strax, að hér var öm á ferð. Flaug hann mjög nálægt hon um og hélt síðan inn með múl anum í átt að Botnsdal. Ók Magnús á eftir erninum í nokkrar mínútur þar til hann ' settist á klett niður við fjöra. Var þetta ungur fugl, hugs- anlega sá sami og hafði áður búsetu í Hvalfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.