Morgunblaðið - 12.01.1968, Page 1
28 SIÐtiR
9. tbl. 55. árg.
FÖSTUDAGUR 12. JANUAR 1968.
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Ummæli
utanríkis-
ráðherra
IM-Vietnam
staðfest
Boston, Kaupmannahöitn,
11. jan. — NTB —
HIÐ KUNNA bandaríska blaff
„Christian Science Monitor“,
sem talið er mjög trúverffugt,
segir svo frá í dag, aff því hafi
borizt stafffesting á því frá
Norður-Vietnam, aff stjórn lands
ins sé reiffubúin aff hefja viff-
ræffur við Bandaríkjastjóm, þeg
ar er hætt verffi skilyrffislaust
öllum hernaffaraffgerffum gegn
Norffur-Vietnam. Segist blaffiff
hafa fengiff simskeyti frá yfir-
manni frétta- og upplýsingadeild
ar utanrikisráffuneytisins í Han-
oi, þar sem þetta komi fram.
John L|ughes, ritstjóri blaðs-
ins, hafði óskað eftir því að
d'eildin staðfesti yfiriýisingu
Nguyens Guy Trinhs, utanríkis-
ráðherra Norður-Víetnam, er les
in var í Hanod úitvarpinu um ára
mótin. í svarskeyti til blaðsins
sagði, að yfirmaður upplýsinga-
deildarinnar Ngo Dien hefði
fengið uimboð til þess að stað-
feista ummæli utanríkishéðherr-
ans, þ.ea..s., að þegar Bandarík-
in hefðu, án skilyrða, stöðvað
loftérásir og allar aðrar hemað-
araðgerðir gegn alþýðuiveldinu
Víetnam mundi stjórn þess fús
að eiga viðræður við Bandarík-
in uim deilumál ríkjanna.
Þá hefur Hans Ta/bor, utan-
ríkisráðherra Danmerkur, bætzt
í hóp þeirra, sem boðizt hafa til
að reyna að miðla málum í Víet-
naim-deilunni. Kvaðst hann fús
Framhald á bls. 16
Eins og skýrt hefur veriff frá í fréttum, hefur Norodom Phurissara, utanríkisráffherra Kam-
bodiu nýlega veriff í Hanoi, þar sem hann ræddi viff Ho Chi Minh, forseta Norffur-Vietnam.
Myndin var tekin í Hanoi, er þejí ræddust viff.
Dómur vœntanlegur í Moskvu í dag:
Saksóknari krefst eins til
sjö ára „frelsissviptingar"
Moskvu, 11. jan. (AP—NTB)
* RÉTTARHÖLDUM var
haldið áfram í Moskvu í dag
í málum ungu rithöfundanna,
sem sakaðir eru um and-sov-
ézka starfsemi. Krafðist sak-
sóknari þess, að fjórmenning-
arnir yrðu dæmdir frá eins
til sjö ára „frelsissviptingar“.
Norski lögfræðingurinn
Ingjald Örbeck Sörheim er
kominn til Moskvu á vegum
samtakanna „Amnesty Inter-
nationaI“ til að fylgjast með
réttarhöldunum. Reyndi hann
í dag að fá aðgang að réttar-
salnum, en var vísað frá.
Hann segist þó ekki hafa gef-
izt upp, og muni reyna áfram-
ingarlaganna ei hámarksdómur
fyrir meint „afbrot“ fjórmenn-
inganna sjö ára fangelsi. Galan-
skov er hins vegar sakaður uim
ólöglega verzlun með erlendan
gjaldeyrá, og fylgir því afbroti
allt að átta ára fangelsL
Ginsburg og Galanskov hafa
báðir neitað því að hafa stund-
að and-sovézka starfsemi, en
hins vegar játað að haía unnið
Framhald á bls. 16
Tilviljun
ein
- segir Phurissara
Hanoi. 11. jan NTB.
★ Utanríkisráffherra Kambodiu,
Norodom Phurissara, fursti, sagffi
í ræffu, er hann hélt í Hanoi sl.
mánudag og nú fyrst hefur veriff
birt gárip af, aff þaff hafi veriff
hrein tilviljun, aff hann skyldi
fara til Hanoi um þaff Ieyti, sem
Chester Bowles kom til Phnom
Penh, höfuðborgar Kambodiu.
Jafnframt hvatti hann Viet Cong
skæruliffa í S-Vietnam til enn
frekari árása á Bandarikjamenn
til þess, eins og hann sagði .,aff
þeir verffi reknir af Vietnamísku
landi í eitt skipti fyrir öll“.
Ræðu þessa hafði hann haldið
í stórveizlu, er Hanoistjórnin hélt
honum. Það var útvarpið í Kam-
bodiu, sem frá henni skýrði og
sagði einnig, að fram hefðu kom-
ið í viðræðum þeira Bowles og
Sihanouks fursta. að sjónarmið
stjórnanna í Washington og
Pnom Penh væru „ekki í öllum
atriðum hin sömu“ þó heffðu við-
ræður þeirra verið mjög vjn-
samlegar.
Vísað úr
landi
Varsjá, Póllandi, 11. jan.
NTB-AP.
HERMÁLAFULLTRÚA banda-
riska sendiráffsins í Póllandi hef
ur veriff vísaff úr landi á þeirri
forsendu, aff hann hafi verið stað
inn að njósnastarfsemi, er hann
Framhald á bls. 16
Rússar efla aðstöðu
sína á Miðjarðarhafi
Vetrarhörkurnar valda
vandræöum í Evrópu
París, 11. jan. NTB.
ÓHÁÐA Parísarblaðiff „Le
Monde“ skýrir frá í dag, aff Sov-
étstjómin sé nú aff flytja til Miff-
jarffarhafsins landgöngulið, sem
eigi aff geta bmgiff viff skjótt og
fariff til hugsanlegra átakasvæffa
á næstu grösum. Blaðiff kvaðst
hafa þetta eftlr heimildum innan
vestrænnar leyniþjónustu og sam
kvæmt þeim hafi Rússar þegar
sent nokkurt liff á vettvang til
þess aff starfa í nánu sambandi
viff flotann er þeir hafa þegar
komiff fyrir á Miffjarffarhafinu.
Það fylgir fregninni, að hér sé
um að ræða sérþjálfaðar hersveit
ir, sem komið hafi fram á her-
sýningunni í Moskvu í nóvember
sl. Segir blaðið, að vestrænir hern
aðarsérfræðingar hafi meiri
áhyggjiur af nærveru þessara her
sveita en flotans sjálfs. Þar að
auiki búizt þeir við, að tvö flug-
vélamóðurskip fyrir þyrlur, sem
verið er að smíða fyrir sovézka
Uppþot
Madrid, 11. jan. NTB.
UM HUNDRAÐ spænskir stúd-
entar fóru um götur Madrid í
dag me«ff mótmælayfirlýsingar
vegna þesa aff yfirvöld landsins
létu í gær loka stjórnvísinda- og
Framhald á bls. 16
flotann, verði send til Miðjarð-
arhafsins, þegar þau eru tilbúin.
Með þeim mundu Sovétmenn
vera búnir að koma sér upp sjálf-
stæðri hereiningu, sem þeir gætu
sent „á æfingu“ í átt til átaka-
svæða“. 6. floti Bandaríkjamanna
starfar samkvæmt sömu grund-
val]arreglum‘,‘ segir blaðið að lok
um.
upplýst
New York, 11. jan. AP
UPP hefur komizt um ein-
hverja stórfelldustu pen-
ingafölsun, sem sögu fara
af í Bandaríkjunum. Hefur
bandaríska leynilögreglan
lagt hald á prentvél og ný-
prentaða falsaða hundrað
dollara seðla, að upphæð
Sörheim hefur fimm daga
dvalarleyfi í Sovétríkjunum,
en dómur í máli fjórmenn-
inganna er væntanlegur síð-
degis á morgun.
Réttarhöldin hafa farið fram1
fyrir luktum dyruim, og erfitt
er að fiá fréttir af því sem fram
fer í réttarsalnum. í dag var |
það félagi í sovézku æskulýðs-
fylkingunni Komsomol, sem gaf
fréttamönnum upplýsingar um I
kröfu saksóknara. Skýrði hann
frá því, að krafizt væri að Yuri
Galanskov yrði „sviptur frelsi“
í sjö ár, Alexander Ginsburg í
firom ár, Alexei Dobrovolsky í
tvö ár og Vera Lashkova í eitt
ár. Samkvæmt 70. grein hegn-
4,1 milljónir dollara. Er
það aðeins hluti af því
magni seðla, sem hafði ver
ið prentað, en lögreglan tel
ur, að alls hafi falsararnir
verið búnir að prenta tíu,
tuttugu, og hundrað doll-
ara seðla að upphæð um
fimmtíu milljónir dollara.
Kaupmannahöfn, Malmö,
11. jan NTB
VETRARHÖRKUNUM í Evrópu
heldur linnulaust áfram allt suð
ur til Sikileyjar, þar sem úlfar
hafa leitað til mannabyggffa
vegna kuldanna og grandað hús
dýrum í tugatali. Á svæðinu um-
hverfis Rómaborg hefur snjó-
Voru þeir að hyrja að
dreifa peningunum, er upp
um þá komst. Þegar hafa
þrír menn verið handtekn-
ir og búizt er við fleiri
handtökum á næstunni.
Talið er, að mestur hluti
seðlanna hafi átt að fara
úr landi Framihald á bls. 2
koman einangrað 21 þorp og bæi.
Á Norðurlöndum hafa snjó-
koma og stormur víða valdið erf
íðleikum. 1 Danmörku og Suð-
ur-Svíþjóð urðu miklar umferðar
truflanir í dag og á Borgundar-
hólmi stöðvaðist öll umferð.
Hreinsun gatna var víðast erfið
leikum háð, bæði vegna veður-
ofsans og þess, að bifreiðaeig-
endur skiídu bifreiðar sínar eft-
ir þar, sem þær höfðu stöðvazt
og héldu fer*ð sinni áfram gang-
andi. Járnbrautarsamgöngur hafa
truflazt og strætisvagnaferðir og
áætlunarferðir víða lagzt niður.
í Blekinge varð veðurfar
býsna óvenjulegt, þar sem snjó-
komunni og fimm stiga frosti
fylgdu geysilegar þrumur og eld-
ingar í u.þ.b. hálfa klukkustund.
Víða í Danmörku og Suður-Sví
þjóð hefur orðið að loka skól-
um vegna þess, að hvorki nem-
endur né kennarar komust leið-
ar sinnar. Loka varð flugvellin-
inum í Malmö vegna veðursins
og minni skip í fer’ðum milli
Malmö og Kaupmannahafnar
urðu að leita vars. Stærri skip
komust yfir en miklar seinkanir
urðu á ferjuferðunum.
Alls munu um tíu skip hafa
Framhald á bls. 16
Stórfelld peningafölsun
í Bandaríkjunum