Morgunblaðið - 12.01.1968, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.01.1968, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1968 Tíkin Lassie Eins og kunnugt er, þá er hundahald bannað í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur, og þykir mörgum hundavini súrt í broti og óréttlátt. Myndin hér að ofan er af tíkinni Lassie, sem var hreinræktuð í marga ættliði, stór og fönguleg og einstaklega mannelsk og gæf. Hún varð einhvern tímann fyrir barðinu á fólki, sem þoldi ekki, að hún ræki einstaka sinnum upp bofs, svona til að æfa radd- böndin, — og þar með voru dagar hennar taldir. Kært var yfir henni fyrir sönglistina, og síðan var hún réttuð án dóms, en máski að lögum. Þama á myndinni sést Lassie með fallegu hvolpana sína. Að henni var mikil eftirsjá, eins og auðvitað var, en enginn má við valdsboði, og því fór, sem fór. 'Ueiztu jju i? Veiztu það að veröldin er skelkuð sem vænglaus fugl í höndum morðingjans er bíður þess að bundinn verði endir á brothætta og stutta lífið hans veiztu það að vetnissprengjudynur er vinsælasta tónlistin í dag og stjórnendur í styrjaldanna blóði stíga dans við bardaganna lag veiztu það að vindgolan sem strýkur um vanga þinn er okkur hættuleg að örsmáum en ólánsríkum perlum er óspart strá'ð á hamingjunnar veg er syndir valdsins svipmynd heimsins lita hve sælt er þá að látast ekkert vita Arthur Björgvin. Annast um skattframtöl að venju. Tími eftir sam- komulagi. Friðrik Sigurbjörnss., lögf. Harrastöðum v/Baugsveg. Sími 16941 og 10100. Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. HEMLASTILLING H.F. Súðavogi 14 . Sími 30135. Skattaframtöl Sigfinnur Sigurðsson, hag- fræðingur, Malhaga 15. — Sími 21826 eftir kl. 18. Málmar Kaupi alla mála, nema járn hæsta verði. Staðgr. Opið kl. 9—5, laugard. kl. 9—12. Arinco, Skúlag. 55 (Rauð- árp.). Sími 12806 og 33821. Gólfteppi Okkar teppi eru ekki ódýr. ust, en ... kaupir þú góðan hlut þá mundu, hvar þú fékkst hann. Álafoss. Milliveggjaplötur Góður lager, þykktir 5, 7 og 10 cm. Hagstætt verð og greiðsluskilm. Hellu- og steynsteypan sf. við Breið- holtsveg. Sími 30322. Til leigu Herbergi er laust til leigu fyrir stúlku á góðum stað í Vesturbænum. Uppl. í síma 16549 milli kl. 12—13. Vantar húsnæði fyrir tannlækninigastofu. — Símar 10699 og 12079. Prjónavél Vil kaupa grófa prjónavél, helzt hringvél. Uppl. í síma 19081. Gítarkennsla Get bætt við nemendum. Ásta Sveinsdóttir. Sími 42506. Stúlka utan af landi með abrn á fyrsta ári ósk- ar eftir ráðskonustöðu í Rvík eða nágrenni. Tilboð óskast send Mbl. fyrir 20. þ. m. merkt: „2903“. 3ja herb. íhúð til leigu. Laus strax. Tilboð merkt: „Austurbæ 2906“ sendist MbL Bókamenn Encyclopedia Britannica er til sölu á hagstæðu verði. Uppl. í síma 52630 eftir kl. 6 e. h. 4ra herb. íbúð til leigu í Álfheimum. Uppl. í síma 42581. Bifreiðarstjóri óskast til þess að aka nýj- um bíl. Þarf að hafa stöðvar réttindi. Tilbdð merkt: „Akstur 2879“ sendist afgr. Mbl. fyrir 16. þ. m. Blöð og tímarit Tímarit lögfræðinga, 1. hefti ‘67 er komið út og hefur verið sent blaðinu. Útgefandi þess er Lög- fræðingafélag íslands, en ritstjóri þess Theodór B. Líndal prófessor. Ritið er 80 síður að stærð fyrir utan auglýsingar og kápu, og flyt ur m.a. þetta efni: — Ritstjórinn Theodór B. Líndal skrifar um dr. júris. Þórð Eyjólfsson sjötugan. Þá er fyrri hluti af skýrslu dómsmála ráðherra um athugun á meðferð dómsmála og dómaskipun. Síðast skrifar ritstjórinn þáttinn Á víð og dreif. FRÉTTIR Kristileg samkoma verður í sam komusalnum, Mjóuhlíð 16 sunnu- dagskvöldíð 14. janúar kl. 8. Verið hjartanlega velkomin. Bænastaðurinn, Fálkagötu 10. Kristilegar samkomur sunnudag- inn 14. jan. Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn samkoma kl. 4. Bænastund alla virka daga kl. 7 e.h. Allir vel komnir. Fjársöfnun til bágstadds tólks Samskotin til f jölskyldnanna sem brann hjá. Fjölskyldurnar, ser.i misstu allt sitt í brunanum á Suðurlandsbraut 66, eiga um sárt að binda, og allir geta skilið það með þvi að líta í eigin barm. Tekið er á móti samskotum til þessa bágstadda fólks hjá Vetrar- hjálpinni, Laufásvegi 41, og er hér með vakin athygli á þessari fjár- söfnun. Ekki er að efa, að Reyk- víkingar muni nú sýna stórhug sinn eins og endranær. Sunnudagaskólinn, Mjóuhlíð 16, kl. 10,30 — öll börn hjartanlega velkornin. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík heldur skemmti- fund mánudaginn 15. jan. kl. 8.30 að Hótel Sögu (Súlnasal). Söng- konurnar Ingibjörg Þorbergsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir syngja með undirleik Carl Billich. Karl Einarsson gamanleikari skemmt- ir og fleira. Kvenfélag Óháða safnaðarins. Nýársfagnaður félagsins verður sunnudaginn 14. des. eftir messu. Skemmtiatriði. Tvísöngur: Snæ- björg Snæbjarnardóttir og Álf- heiður Guðmundsdóttir. Kvik- myndasýning. Kaffiveitingar. Allt safnaðarfólk velkomið. Kvenfélag Grensássóknar heldur fund mánud. 15. jan. i Breiðagerðisskóla kl. 8.30 Elín Ólafsdóttir lífefnafræðingur og Unnur Skúladóttir fiskifræðingur En Guðs styrki grundvöllur stend ur, hafandi þetta innsigli. Drottinn þekkir sína. (II. Tím. 2,19). 1 dag er föstudagur 12. janúar og er það 12. dagur ársins 1968. Eftir lifa 354 dagur. Árdegisháflæði kl. 3.21. TJpplýsingar um læknaþjónustu i borginni eru gefnar í síma 18888, simsvara Læknafélags Reykjavík- ur. Slysavarðstofan í Heilsuverndar- stöðinni. Opin allan sólarhringinn — aðeins móttaka slasaðra — sími: 2-12-30. Læknavarðstofan. Opin frá kl. 5 síðdegis til 8 að morgni. Auk þessa alla helgidaga. — Sími 2-12-30. Neyðarvaktin t*varar aðeins á virkum dögum frá kl. 8 til kl. 5, sími 1-15-10 og laugard. kl. 8—1. Kvöldvarzla í lyf jabúðum í Rvík vikuna 6. jan. til 13. jan., Lyfja- búðin Iðunn — Garðs Apótek. Næturlæknir í Hafnarfirði aðfara nótt 13. jan. er Eiríkur Björnsson, sími 50235. Næturlæknir í Keflavík. 12. jan. Kjartan Ólafsson. tala á fundinum. Spurningaþáttur félagskvenna. Konur sem sótt hafa um handavinnunámskeið á vegum kvenfélagsins eiga að mæta í Hvassaleitisskóla laugard. 13. jan. kl. 5. Nánar í síma 35846. Bolvíkingafélagið í Reykjavík. Aðalfundur verður haldinn sunnu- daginn 14. janúar í Lindarbæ, uppi kl. 3 síðd. Spiluð félagsvist. Kaffi- veitingar. Kvenfélag Háteigssóknar býður 13. og 14. jan. Arnbjörn Ólafsson. 15. og 16. jan. Guðjón Klemenzss. 17. og 18. jan. Kjartan Ólafsson. Keflavíkurapótek er opið virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—2 og sunnudaga frá kl. 1—3. Framvegis verður tekið á móti þeim, sem gefa vilja blóð 1 Blóð- bankann, sem hér segir: mánud., þriðjud., fimmtud. og föstud. frá kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. Miðviku- daga frá kl. 2—8 e.h. og laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérrtök athygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtímans. Bilanasimi Rafmagnsveitu Rvík- ur á skrifstofutíma er 18-222. Næt- ur- og helgidagavarzla, 18-230. Skolphreinsun hjá borginni. — Kvöld- og næturvakt, simar 8-16-17 A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: í fé- lagsheimilinu Tjarnargötu 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21. Langholtsdeild, í Safnaðarheimili Langholtskirkju, laugardaga kl. 14. Orð lífsins svarar í síraa 10-000. IOOF 1 =1491128)4 = .öldruðu fólki í sókninni til kaffi- drykkju i veitingahúsinu Lídó sunnudaginn 14. janúar kl. 3 síðd. Fjölbreytt skemmtiatriði. Átthagafélag Strandamanna og Húnvetningafélagið í Rvík halda sameiginlega skemmtun í Sigtúni föstudaginn 12. janúar kl. 8,30. Ým is góð skemmtiatriði. Kátir félagar leika fyrir dansi. Fjölmennið stund víslega. Skemmtinefndin. sá HÆST bezti Kona nokkur, sem var hrifin af málverkum Kjarvals, tók upp á því að senda litla dóttur sína til hans með sokka að gjöf. Kjar- val þakkaði þessa gjöf, gaf litlu stúlkunni aura og sagði: „Ó, ef þetta væru vettlingar vinan mín smáa.‘ Telpan sagði mömmu sinni þessi orð. Nokkru siðar kom telp- an til Kjarvals me’ð ljómandi fallega vettlinga að gjöf frá móð- ur sinni. „Takk,“ sagði Kjarval, „þetta var stórmyndarlega gert. Segðu henni mömmu þinni, að mig langi undur mikið til þess að hún kæmi og sæki málverkið sitt.“ Telpan færði móður sinni orð Kjarvals. Konan varð glöð við þessa orðsendingu, og tók að ráðgast við fólk sitt, hvenær hún ætti a'ð sækja málverkið eða hvort hún ætti að þiggja það fyrir þetta smáræði. Loks varð það úr, að hún lagði af stað í bíl, og bað bílstjórann að hinkra við meðan hún sækti myndina til Kjarvals. Konan hitti Kjarval í vinnustofunni og sagði, hver hún væri. „Alveg rétt,“ sagði Kjarval, „þakka þér fyrir þínar rausnar- legu gjafir. En eftir á að hyggja, það var skollans gleymska, að ég skyldi ekki biðja þig a'ð koma með prónana þína, — málverk- ið er nefnilega ekki málað, það á að vera af þér, kona góð, með þína ágætu prjóna“. „Ja, það er nú ekki svo gott, að ég hafi prjónað þetta“, segir konan heldur vandræðalega. „Nú, hver hefur þá prjónað þetta?“ spyr Kjarval. „Sokkamir voru satt að segja prjónaðir í prjónavél,“ segir konan. ,Þá vandast nú málið svolítið“, segir Kjarval, — PRJONAVEL MÁLA ÉG EKKI.“ HITAVEITUVATNH) SPARAR OKKUR ALVEG HANDKLÆÐI, GÓÐA MÍN. EN ÞA® VÆRI GOTT, EF ÞÚ KÆMIR MEÐ ÍSÖXINA ! ! !

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.