Morgunblaðið - 12.01.1968, Page 24

Morgunblaðið - 12.01.1968, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1968 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA Það var númer tvö frá vinstri —eða öllu heldur númer 3 frá hægri. skýrslu. Ef Tony hefur vitað um það, þá...... — Honum væri alveg sama um það, Jim. Honum væri fjand- ans sama, hvað (hún hefðist að. — Já, það höldum við, sagði hann og þagnaði. En Iþegar hann tók aftur til máls, var hann eins og vonbetri. — En það er einn glæpur, sem þeir geta aldrei sannað á hann, af því að 'hann framdi hann ekki. Og það er morðið á móður hans. Og það er bara eitt, sem ég hef þar mér til stuðnings. Það var kona stödd í leikhúsinu þetta kvöld, sem Maud dó. Ég held ekki, að það hafi verið Bessie. En hver var það þá? Hann hafði heilann nafnalista fyrir framan sig. Þarna voru um það bil allar konur, sem Maud þekkti, en svo strikaði hann yf- ir þær, hverja eftir aðra. Allar nema Lydiu. Hann sat ofurlitla stund og horfði á nafnið hennar. — Skrýtið er þetta, sagði hann. — Hún var eina mann- eskjan, sem hefði viljað Don feigan — að undanteknum auð- vitað Bill Sterling. Hefur þér nokkurn tíma dottið í hug, að það hefði getað verið hún Lydia, Pat? — Þú mátt bæta Maud við, Jim. — Gott og vel. Eins og þú vilt. Hann strikaði út nafn Lydiu. — Ég býst við, að áður en lýkur, komumst við að þvi, að hún gamla frú Earle hafi fengið morðæði og Theódór hafi hjálpað henni. En á einu stóð hann fastar en fótunum. Þarna var ekki um nema einn morðingja að ræða. Morðin á Don og Maud stóðu í einhverju sambandi hvort við annað, enda þótt hann vissi ekki í hvaða sambandi. Sjálfur vildi hann helzt byrja á morði Dons og leita svo út frá því. — Hér er eitt nafn, sem vantar á list- ann, sagði hann — og það er þessi Weston-stelpa. Kannski hefur henni gengið erfiðlega í lífinu. Hún kynni að vera vinnu- kona einhvers staðar hérna í nágrenninu. Eða kannski hefur hún slegið sér upp. Þá gæti hún verið hver sem er. En það leggst í mig, að ef við finnum hana, verðum við einhvers vísari. Og þá var loks komið að er- indinu. Það, sem hann vildi láta mig gera, var að finna þessa Connor-kvensu í borginni, og fá hana til að leysa frá skjóðunni. — En ég vara þig við því, að hún getur orðið erfið viður- eignar, sagði hann. — Einhverj- ir blaðasnápar hafa verið á hæl- unum á henni, og hún er eitt- hvað treg. En hún var þarna í skrifstofunni, þegar Weston- stelpan var þar. Þú getur verið alveg viss um, að hún man eftir henni. Það var vonin um að geta bjargað Tony, sem fékk mig til að láta undan og taka þetta að mér, og þett sama kvöld sagði ég honum, að ég ætti erindi í borgina næsta dag. Hann bauðst til að aka mér þangað, en ég sagðist ætla með lestinni seinna. Hann kinkaði kolli og stóð — þvi að við vorum í ganginum uppi — og horfði niður á mig, með eymdarsvip í andiitinu. — Hvað verður Bessie hérna lengi? spurði hann. — Hún hefur ekkert minnzt á það, sagði ég. — Ég vildi, að guð gæfi, að hún færi, sagði hann dauflega. — Ég þoli þetta ekki mikið leng ur. Pat. — Ég verð líka að fara. Það veiztu, Tony. — Ekki enn, sagði hann. — Gefðu mér ofurlítinn frest. Ég býst við, að hann hafi, þeg- ar hér var komið, vitað um kúi- uinar enda þótt hann minntist ekkert á þær. Þegar ég lít til baka, sé ég hve mjög við reynd- um að hjálpa hvort öðru, og hve bjánalega við fórum að þvi. Hann hlaut að hafa vitað, að handtaka hans var yfirvofandi fyrir árásina á Bessie, ef þá ekki annað verra. En hann brosti bara til mín um leið og hann bauð mér góða nótt. — Við skul- um berjast_ til úrslita, Pat, sagði hann. — Ég get þolað það, ef þú stendur með mér. 56 Ég fór til borgarinnar næsta morgun. Ég kannaðist svo vel við gömlu lestina — rykþefinn af plusssætunum, og ána, sero var kuldaleg og blýgrá undir nóvembehhimninum, og ræfils- legu húsin, þegar við nálguð- umst borgina. Svona hafði ég ferðazt í sex ár, allt þangað til ég kom inn í stofuna hjá Maud, einn júnídag, og hitti hana þar, stórvaxna og brosandi. Lestarvörðurinn kannaðist við mig, þegar hann tó'k við farmið- anum mínum. — Það er rétt eins og í gamla daga að hitta þig, sagði hann. — Ég hef heyrt, að þú hafir átt í miklum vandræðum. Ég leit á hann, á vingjarnlega augnaráðið og ræfilslega ein- kennisbúninginn hans. Ég hafði þekkt íhann frá því ég var krakki og ég er hrædd um, að hakan á mér hafi eitthvað skolf- ið, þegar hann laut fram og klappaði mér á öxlina. — Reyndu að gleyma því, sagði hann, — þetta er hvort sem er ekki þitt fólk, ef út í það er far- ið, ungfrú Pat. — Það er bölv- unin, sem fylgir auðnum. Svona hefur það alltaf verið og verður alltaf. 26. kafli. Ég sá Bessie þennan dag í borginni, þegar ég var á ieið til að finna Connor-kvensuna. Hún hafði stöðvað bílinn sinn við húsið þar sem hr. Elhott hafði skrifstofu sína, og var að stíga út. Nú var andlitið á henni ekki tiltakanlega unglegt, en hörkulegt og einbeitt. Hún var í stuttri silfurrefstreyju, sem ég hafði aldrei séð hana í áður, og svo stikaði hún á háu hælunum að húsinu og inn. Seinna áttum við eftir að frétta um nokkuð af því, sem gerðist í skrifstofu Elliotts þenn an dag, en þó vitanlega ekki allt. Hann sat, árvakur og varkár, við skrifborðið sitt en Bessie hallaði sér fram, hinumegin við borðið og talaði jafnt og þétt, lágri rödd. Loks lauk hún máli sínu eins og sigri hrósandi og mélaði á sér nefið. — Þetta er þá sagan, hr. Elli- ott. Þú veizt sjálfsagt, hvaða þýðingu hún hefur. — Jú, ég fer nærri um það. En þú getur bara ekki sannað hana, veistu. — Það læt ég lögregluna um, ef ég neyðist til að leita til henn- ar. — Ég mundi nú ekki reyna neinar hótanir, væri ég í þínum sporum, Bessie. Hve margir /ita um þetta? — Reynið ekki að segja mér, að Tony viti það ekki. Hann reyndi að káia mér, var ekki svo? Hann var hræddur um, að ég kjaftaði frá. En það hef ég ekki gert. Ekki enn, að minnsla kosti. Hún reis úr sætinu og hann stóð líka upp og gnæfði þarna upp yfir hana, og röddin skaif. — Við skulum gera enda á þessu fyrir fullt og allt, sagði hann reiðilega. — Þú ert áður búin að koma með þessa reyfarasögu um hana Maud Wainwriglht. Þú getur ekki sannað hana, en hvað munar þig um það? Á ég að segja þér, hvað gerðist? Þú sagðir henni þessa sögu þína. Og hefur líklega hótað henni að fara í lögregktna með hana. Og til þess að fá þig til að þegja, var hún í þann veginn að selja skartgripina sína. — Það er lygi. Ég sagði henni hana' aldrei. — Hún samdi skrá yfir þá, og svo um kvöldið sem hún dó, hitti hún þig í leikhúsinu. — Aldrei! Ég mundi ekki fara þangað þó að mér væri borgað fyrir það. — Ég held nú samt, að þú hafir gert það. Mundu það, að dauði hennar var þér greinileg- ur ávinningur. Áður var Tbny bara á kaupi. En nú er hann stórríkur maður. Og það, sem þú vilt, er að kúga- út úr honum fé, fyrir að þegja. Hún greip andann á lofti. — Ef einhver heldur, að ég hafi kálað henni, þá er sá sami band- vitlaus, sagði hún í ákafa. — Opinberi úrskurðurinn hljóðar enn upp á sjálfsmorð, sagði hann. — En hún hitti ein- hverja konu í leikhúsinu þarna um nóttina og hún fór með skart gripaskrána með sér. Maud hef- ur aldrei framið sjálfsmorð, held ur myrti þessi kona hana, Hún gat ekkert sagt. Hún greip handtöskuna sína og fÓT út. Hún lét bílinn vera kyrran á staðnum sem hann var, en tók ferðatösku út úr honum. Síðan hóaði hún í leigubíll og ók til járnbrautarstöðvarinnar. Þar keypti hún farmiða til New Vork og hvarf algjörlega. Vitanlega vissi ég ekkert um, hvernig þetta gekk til, fyrr en seinna. Mitt hlutverk þennan dag var að komast í samiband við Connor-kvenmanninn, og ég hafði enga hugmynd um, hvern- ig að því skyldi fara. En það reyndist nú sarnt furðu auðveit. Ég fór bara í skrifstofuna, þar sem Don Morgan hafði unnið forðum, stóð þar fyrir utan og beið þess að fólkið færi út í há- degisverð. Ég lét sem ég væri að laga á mér andlitið, en ég at- hugaði vandlega einar tuttugu stúlkur, sem komu út, áður en sú rétta kom. Það var ómögulegt annað en þekkja hana eftir útliti. Ég þekkti þær svo vel, þessar rosknu, hálfhræddu skrifstofu- konur, sem héldu sig mest út af fyrir sig, forðuðust kjaftakind- urnar, og snyrtu á sér hendurn- ar í lauiini í snyrtiherbergjunum. Þær eru alltaf miili tveggja elda: sa/mfæringarinnar um, að fyrirtækið geti ekki án þeirxa verið og hræðslunnar við, að það geti það. Og ungfrú Connor var gott dæmi um þá tegund, Hún borðaði ekki einu sinni með hinum. Ég elti hana, þegar hún laumaðist fyrir næsta hom og inn í testofu, sem þar var. Þar settist hún út í hom og pantaði te og bollur, sem hún tuggði vandlega, þegar þær komu, með tönnum, sem hún átti sýnilega efcki sjálf. Ég lofaði henni að komast vel í gegn með máltíðina áður en ég færði mig að borðinu hennar. — Afsafcið, að ég ónáða yður, o Sjúkrasokkar oV Nýkomnar 3 gerðir af sjúkrasokkum. Dr. SCHOLL’S, HUDSON og BI. Sendum gegn póstkröfu. Cipv. Vesturgötu 2 L*- * k- n>u5id vus Sími 13155. PETER TSCHAIKOWSKY HERBERT VON KARAJAN Sinfóníur Nr. 4-5-6. Fiðlukonsert Píanókonsert b-moll. Strokserenade Capriccio italién. Slavneskxu- mars Nussknacker-Suiite. Hnetubrjótur, Solennelle Forleikur „1812“ Christian Ferras, Fiðlu. Svjatoslav Richter, Píanó Don Kosaken Chor Serge Jaroff Berliner Philharmoniker Wiener Symphoniker. 7 STEREÓPLÖTUR kr. 1.695, ef pantað er strax. Myndskreytt hefti innifalið. IIVERFITÓNAR, Hverfisgötu 50, Sími 22940.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.