Morgunblaðið - 12.01.1968, Page 26

Morgunblaðið - 12.01.1968, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1968 Fjórir Islendingar keppa í Grenoble Og þrír fararstjórar fara Á FUNDI Olympiunefndar fs- lands 10. jan. sl. var ákveðin þátttaka íslendinga í Vetrar- Olympíuleikunum sem fram fara í Frakklandi 6.—18. febrúar n.k. Keppendur: Bjöm Olsen, Reykjavík, ívar Guðmundsson, Akureyri, Kristinn Benediktsson, fsa- firði , Einliðomóf í bodminton OPIÐ einliðaleiksmót í badmin- ton í fyrsta og meistaraflokki karla fer fraim laugardaginn 27. janúar í VaLshúsinu. Þátttöku ber nú að tilkynna til Garðars Alfonsisonar í síma 41595 í síð- asta lagi hinn 20. þ.m. (Frá TBR). Svíar unnu Finna 23:16 SL. laugardag léku Finnar og Svíar landsleik í handknattleik og fór hann fram 1 Riilho Maki í Finnlandi. Svíar unnu örugg- an sigur skoi-uðu 23 mörk gegn 16. í hálfleik stóðu leikar 12 gegn 7 Svíum í vil. Enn einu sinni stóð hinn ungi markvörð- ur Svia sig mjög vel og átti ekki minnstan þátt í sigrinum. -------♦ ♦ ♦--- f Honved vanr Dukla 22:18 UNGVERSKA liðið Honved — iiðið sem FH lenti á móti og tapaði fyrir í fyrra með 2 mörk um í iveim leikjum — vanr? Dukla Prag í 2. umferð í keppn- inni um Evrópubikar meistara- liða í handknattleik. Mörkin urðu 22 gegn 18. Þetta var fyrri leikur liðanna og fór fram í Budapest. í hálfleik var staðan 10—9 Dukla í vil. Markhæsti maður Dukla varð góðvinur okkar Duda sem skor aði 6 mörk. Markhæstur Ung- verja var Varga með 11 mörk skoruð. V að bezt er að auglýsa 1 MORGUMDIl Reynir Brynjólfsson, Akureyri. Fararstjóri verður Birgir Kjar an, formaður O.f. Aðstoðarfararstjóri: Gísli B. Kristjánsson, ritari S.K.Í. Þjálfari: Magnús Guðmundsson. skíðakennari. íslenzku keppendurnir fara til Frakklands 21. janúar og taka þátt í einu skíðamóti fyrir leikana. Fulltrúi Olympíunefndar ís- lands í Frakklandi, vegna þátt- töku íslendinga í Olympíuleik- unum þar, er Einar Benedikts- son. senidiráðunautur við sendi- ráð íslands í París. Enn er mikiö dlært HEIMSÓKN pólska landsliðs- ins Spojnia er lokið. Hún varð að mörgu leyti Iærdómsrík og víst hafa Pólverjarnir gert sitt til að svo mætti verða. Fá lið — kannski engin — myndu taka það í mál að leika fimm kvöld í röð ýmist í Reykjavík eða Akureyri, með öllu því sem bústaða- skiptum tilheyrir í ókunnugu landi. Hér eru þrjár myndir frá síðasta leik Pólverjanna, þeim eina er þeir töpuðu í sinni Is- landsheimsókn. Þá var það til raunalandslið — eða úrvalslið landsliðsnefndar sem tók af skarið. A þriggja dálka mynd inni sér Jón Hjaltalín Magn- ússon, Víking, nota sér eyðu er ísl. liðinu tókst að skapa í vörn Pólverja. Jón var af öllum talinn bezti leikmað- nr ísl. Iiðsins — og jafnvel bezti leikmaðurinn á vellin- um. Skot hans hafa vakið mikla athygli vegna þess afls sem í þeim felst og ekki síð- ur vegna hnitmiðunar. Jón varð markhæstur í leiknum, skoraði 7 mörk. A hinum myndunum sézt að vörn liðanna tekur ekki ljúf- mannlega á móti sækjendum hinna. Sézt hvernig Pólverj- arnir taka á móti Agústi Ög mundarsyni og einnig hvernig Agúst og Guðjón (nr. 6) taka á móti einum Pólverjanum. Pólska liðið hefur reynzt þeim íslenzku erfið í skauti. FH náði að vísu jafntefli, en það varð þó með nokkrum harmkvælum undir lokin. ís- landsmeistararnir töþuðu, en Haukar og Akureyringar sér staklega náðu athyglisverðum árangri gegn þessu sterkasta Iiði Póllands í dag. En heimsókn Pólverjanna hefur enn sýnt okkur að það eru mörg „smáatriði“ í leik okkar beztu manna sem þurfa endurbóta, áður en við getum staðið í þeirri vissu að við eigurVi mjög gott hand- knattleikslið. Það vantar hrað hlaupin, það skortir öryggi í sendingum, það þarf meira ör yggi í vöm og sókn, betri nýtingu homanna og betra skipulag og meiri samvinnu. Það eru sem sagt margir hlut ir sem í Ijós koma þegar mætt er vel æfðu liði, án þess þó að nokkur stór stjarna hafi leynzt í hinu pólska liði. Menntamálaráðherra sagði eitt sinn að handknattleiks- menn hefðu betri greindar- vísitölu en aðrir íþróttamenn íslenzkir — og vonandi nota þeir hana nú til lærdóms og aukins þroska í sinni íþrótt. Það má margt af Pólverjun- um læra. A. St. Ferencvaros vonn Liverpool 1-0 - og er í átta liða úrslitum UNGVERSKA knattspyrnuliðið Ferencvaros sigraði í fyrrakvöld enska liðið Liverpool með einu marki gegn engu. Leikur þessi var liður í bikarkeppni borgar- liða Evrópu, og fór fram á An- field, heimavelli Liverpool að viðstöddum 47 þús. áhorfendum. Ungverjarnir unnu fyrri leik- inn einnig í Budapest með sömu markatölu og hafa því slegið Liverpool út úrkeppninni í ár með 2-0 samanlagt. Það var snjór á vellinum í síð- ari leiknum í fyrrakvöld. Eng- lendingarnir léku stutt samspil sem bar mun minni árangur en leikur Ungverjanna, sem' notuðu langspyrnur og hlaup fram völl- inn, enda sköpuðu þeir strax í upphafi hættulegt tækifæri við mark heimamanna. Leikurinn var mjög jafn, en þó sögðu enskir fréttaritarar að betra liðið hefði borið sigur úr býtum. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.