Morgunblaðið - 16.01.1968, Síða 12

Morgunblaðið - 16.01.1968, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANUAR 1968 JltíimiJwM&Mtfr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. FISKVERÐIÐ ITm helgina var loks tekin ^ ákvörðun um fiskverðið á þessu ári, en yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur nú um nokkurt skeið unnið að þeirri ákvörðun. Þrátt fyrir ítarlegar tilraunir oddamanns til þess að ná meirihlutasamkomulagi um fiskverðið tókst það ekki og átti oddamaður þá ekki ann- ars úrkosta en höggva á hnút- inn og leysa þetta vandasama mál og var það gert með úr- skurði hans í samræmi við dómskaparvenjur. Meðalhækkun fiskverðsins frá sl- ári verður 10% og er þá innifalin í fiskverði sl. árs viðbót sú á fiskverðið, sem greidd var af opinberri hálfu það ár. Fulltrúi sjó- manna lagði til að fiskverðið hækkaði um 20%, fulltrúi út- gerðarmanna gerði tillögu um 14% hækkun fiskverðs á grundvelli fyrirheita um að- stoð við útgerðina með öðr- um hætti og fulltrúar fisk- kaupenda gerðu tillögu um 25% lækkun frá því verði, sem þeir greiddu sl. ár. Af þessu er ljóst, að mikið hefur borið á milli aðila. Þótt fiskverðsákvörðunin væri afar erfið að þessu sinni var hún þó að því leyti auð- veldari en oftast áður, að eng- inn ágreiningur var um stað- reyndir í yfimefndinni. Allir aðilar munu hafa verið sam- mála um upplýsingar, sem lagðar voru til grundvallar enda liggur gífurlegt starf að baki þeirri upplýsingasöfnun og gefur hún í sjálfu sér tæki- færi til þess að taka málefni útgerðar og fiskvinnslu alveg nýjum tökum. Yfirnefndin stóð frammi fyrir þeirri staðreynd, að af- komuhorfur sjávarútvegsins eru nú mun verri en talið var í haust. Þar er fyrst og fremst um að ræða slæmar horfur í markaðsmálum, bæði í Sovét- ríkjunum og einnig í Banda- ríkjunum, þar sem markaðs- ástandið er mjög ótryggt. Þessar slæmu markaðshorfur ásamt lélegri rekstrarafkomu frystihúsanna sl. tvö ár gera þeim að sjálfsögðu illkleift að greiða hætra fiskverð. Þess ber þó að gæta að hagur frystihúsanna er mjög mis- jafn. Á hinn bóginn er ljóst, að útgerðin þurfti á fisk- verðshækkun að halda vegna aukins tilkostnaðar. Vegna gildandi hlutaskiptasamn- inga hefði útgerðin ekki feng- ið kostnaðaraukann bættan með hækkun fiskverðs, nema hún hefði orðið mjög mikil og þá raskað tekjuhlutföllum sjómanna og annarra stétta og orðið fiskvinnslustöðvum algjörlega ofviða. Gagnvart útgerðinni bygg- ist ákvörðun oddamanns á því, að hið opinbera aðstoði bátaútveginn við greiðslu vaxta- og afborgana af stofn- lánum og er þá sérstaklega að því stefnt að ýta undir endurnýjun þorskveiðiflot- ans, sem hefur setið á hakan- um á hinum miklu uppgangs- tímum síldveiðanna og jafn- framt skapað alvarleg vanda- mál í hráefnisöflun fisk- vinnslustöðvanna. Gagnvart fiskvinnslustöðv- unum byggist ákvörðun odda- manns á því, að ötullega verði unnið að fjárhagslegri og ann arri endurskipulagningu hrað frystiiðnaðarins, en traustur grundvöllur hefur verið lagð- ur að þeim endurbótum með þeirri viðamiklu upplýsinga- söfnun, sem unnið hefur ver- ið að og jafnframt að ráð- stafanir verði gerðar til þess að bæta hraðfrystiiðnaðinum hækkun fiskverðs og áhrif verðfalls að nokkru. Bátarnir eru nú að leggja úr höfn til vertíðar og sumar fiskvinnslustöðvar munu taka á móti afla um leið og hann berst að landi. Að baki er erf- ið ákvörðun um fiskverð og ýmis vandamál eru óleyst enn. Þó er Ijóst, að nú er að skapast grundvöllur, sem áð- ur hefur ekki verið fyrir hendi til þess að taka vanda- mál útgerðar og fiskvinnslu nýjum og traustum tökum- Efling þorskveiðiflotans og endurskipulagning frystiiðn- aðarins eru viðamikil en tíma bær verkefni og vissulega er ástæða til að íhuga enn vand- lega, með hverjum hætti unnt er að auka hráefnisöflun fyrir frystihúsin t. d. með rýmk- un veiðiheimilda innan fisk- veiðitakmarka. Nauðsynlegar ráðstafanir í kjölfar fisk- verðsákvörðunar munu fyrir- sjáanlega hafa í fÖr með sér meiri útgjöld en gert var ráð fyrir en menn verða að gera sér ljóst að þau útgjöld eru forsenda þess, að sjávarútveg urinn búi við starfhæf skil- yrði. WV UTAN ÚR HEIMI Fimm á múti einum - Beiting neitunarvaldsins hefur því ekki dregið að nokkru verulegu leyti úr þeim yfirgnæfandi líkum, að Bretar gangi fyrr eða síðar í 'bandalagið. Og á fundi utan- ríkisráðherra Efnáhagsbanda- lagsins fyrir jólin, þegar Frakkar beittu neitunarvald- inu, gerði franski utanríkis- ráðherrann, Couve de Mur- ville, mikilvæga játningu er hann sagði að þegar samninga viðræður hæfust yrðu þær stuttar. FÁIR eru í vafa um að Brstar fái fyrr eða síðar aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, og jafnvel de Gaulle forseti, hefur játað það. En síðan Frakkar beittu öðru sinni neitunarvaldi sínu gegn um- sókn Breta nú fyrir jólin er auðsætt að Bretar fá ekki að- ild fyrr en de Gaulle hverfur frá völdum. Hins vegar eru horfurnar hvað Breta snertir ekki eins slæmar og þær gætu virzt í fljótu bragði. Jafnval þótt Frakkar hefðu ekki beitt neitunarvaldi sínu, hefðu verið lítil líkindi til þess að Bretar gætu gerzt að- ilar fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö eða þrjú ár og fyllilega fullnægt þeim skilyrðum, sem aðild að ibandalaginu krefst, fyrir miðjan næsta áratug. Öll aðildarríki EiBE eru sam- mála um, að Bretar verði að koma efnahagsmálum sínum í sæmilegt horf áður en þeir geta gerzt aðilar að bandalag- inu. Næstum því allir fjár- málasérfræðingar í Evrópu eru sannfærðir um, að þetta muni taka Breta langan tíma. Frakkar hafa gengið skrefi lengra og lýst því yfir að Bret ar verði að hafa komið algeru lagi á efnahagsmál sín áður en til mála geti komið að veita þeim aðild, en þeir virðast telja að sá eini er geti lagt dóm á það sé de Gaulle for- seti. De Gaulle finnur alltaf ný og Batnandi ástand? Efnahagsbandalaginu og Wilson Þar sem gengi sterlings- tálmanir. pundsins hefur verið fellt og líkindi eru til þess að greiðslu jöfnuður Breta verið orðinn hagstæður fyrir lok þessa árs, virðast Bretar á góðri leið með að fullnægja þessum skil yrðum. Jafnvel þótt de Gaulle neyðist til að fallast á að efna hagsmálum Breta hafi verið komið á réttan kjöl, er þó al- mennt álitið í Evrópu að hann muni finna allar hugsanlegar mótbárur og koma fram með nýjar röksemdir er mæli gegn því að Bretum verði veitt að- ild líkt og klókur lögfræðing- ur sem veit að hann hefur tapað máli sinu en leitar allt- af að nýjum rökum, sem hann 'heldur að geti haft áhrif á dómarann. Þótt Bretar fái ekki upp- töku í bandalagið á meðan de Gaulle er enn við völd, hafa þeir sterkari spil á hendi, þeg ar Frakkar beittu neitunar- valdi sínu gegn umsókn þeirra fyrra sinni, í janúar 1&63, og auðveldar þessi staðreynd þeim væntanlega inngöngu í 'bandalagið. 1 fyrsta lagi hefur átt sér stað hugarfars'breyting meðal fólks í Bretlandi. Að vísu er almenningur enn ekki full- komlega sannfærður um nauðsyn þess að Bretar gangi í Efnahagsbandalagið, en allir stjórnmálaflokkarnir þrír styðja hugmyndina. Árið 1963 voru almenningur og Verkamannaflokkurinn á móti aðild. I hinum sex aðildarlöndum Efnahagsbandalagsins eru all ir helztu stjórnmálaflokkar að flokki gaullista í Frakk- landi undanskildum fylgjandi aðild Breta. Að einu leyti má telja að beiting neitunarvaldsins hafi haft 'heillavænleg áhrif, því að nú getur de Gaulle ekki lengur beitt þeirri aðferð að flækja málið og draga það svo mjög á langinn, að hann geti haldið Bretum utan við án þess að beita neitunarvald- inu formlega séð. Þetta var það sem stuðningsmenn aðild ar Breta hafa óttazt mest, en aðildarlöndin önnur en Frakk land — Þýzkaland, Ítalía, BcJgía, Holland og Luxem- 'borg — sáu við þessum brögð um Frakka og neyddu þá til þess að segja annað hvort já eða nei. Aukaaðild? Þótt „nei“ Frakka kæmi síður en svo á óvart í Belgíu og H'ollandi vakti neitunin gífurlega reiði í þessum lönd- um, og hafa stjórnir landanna nú ákveðið að taka upp stefnu, sem gæti lamað banda lagið eða að minnsta kosti leitt til stöðnunar ef henni verð’ur haldið til streitu. Eink um eru Hollendingar ákveðn- ir en Belgar eru meira hik- andi. Hin nýja stefna felur í sér, að ekki verður falLzt á nýjar tillögur um starfsemi bandalagsins og þátttakan í því einskorðuð við venjuleg störf þess. Þjóðverjar segja, að ekkert sé unnið með gagnkvæmum hefndarráðstöfunum og telja að það sé öllum fyrir beztu að fundin verði einhver bráða birgðalausn sem Bretar geti sætt sig við, til dæmis auka- aðild, sem mundi tengja Bret- land við 'bandalagið en úti- loka áhrif Breta á pólitískar ákvarðanir þess. Þar sem Bretar hafa ákveðið að halda umsókn sinni til streitu og viðhalda nánu sambandi við aðildarlöndin önnur en Frakk land, er mögulegt að málin þróist í þessa átt á næstu mán uðum eða árum. Jafnvel þótt ekki verði komizt að samkomulagi um aukaaðild (og Bretar neita að svo stöddu að fallast á slíka 'bráðabirgðalausn) þá gætu viðræður þær, sem Bretar ný rök gegn umsiókn Breta að verður að komast yfir erfiðar eiga stöðugt í við fimmveldin, reynzt mikilvægar til að auð- velda Bretum að samlagast ibandalaginu meðan viðreisn efnahagsmála þeirra er hald- ið áfram. Bretar verða að gera ýmsar ráðstafanir til þess að sam- ræma stefnu sína í efnahags- málum efnahagsmálapólitík EBE-landanna meðan þeir bíða þess að dyrnar verði opnaðar. Þeir gætu t.l dæmis tekið upp óbeina skatta að dæmi EBE-landanna, enda verða þeir að gera það þegar þeir fá inngöngu. Einnig gætu þeir tekið upp styrkja- kerfi það sem bandalagslönd- in nota til að styðja landbún- að sinn. Búast má við, að Hollend- ingar haldi áfram að knýja á Frakka með því að hamla áfram’haldandi eflingu banda- lagsins, einkum á sviðum þar sem Frakkar hafa sérstakra hagsmuna að gæta. Enn er of snemmt að spá um það hvaða afleiðingar þessi aðferð hefur í för með sér, en víst er að bandalags- löndin eru orðin svo háð hvert öðru að á fáum sviðum eru hagsmunir aðeins eins aðildar ríkis í veði. Frakkar eru sennilega veik- astir fyrir á sviði landbúnað- ar, og á árinu 1989 eiga að fara fram mikilvægar samn- ingaviðræðUr í þe.m tilgangi að koma föstu skipulagi á fjárhagsgrundvöll styrkjakerf is landlbúnaðarins í EBE- löndunum. Samkvæmt núver- andi fyrirkomulagi greiða Þjóðverjar í reynd frönskum bændum uppbætur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.