Morgunblaðið - 16.01.1968, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1968
Egill Valdimar
Egilsson — Minning
Fæddur 6. marz 1902
Dáinn 8. jan. 1968
í DAG verður borinn til binztu
Jivíldar frá Fossvogskapellu
lcunningi minn og vinur, Valdi-
mar Egilsson, vélstjóri og járn-
smíðameistari, LindargötU 30.
Valdimar var fæddur 6. marz
1902 að Lambavatni á Rauða-
sandi, sonur þeirra sæmdarbjóna
Valgerðar Rebekku Gísladóttur
og Egils Gunnlaúgssonar, sem
bjuggu búi sínu þar. Eignuðust
þau fjóra efnílega syni: Guð-
bjart, Gunnlaug, Valdimar og
t
Eiginmaður minn og faðir
okkar
Sigurður Ólafsson
andaðist 14. janúar að heim-
ili sínu, Snorrabraut 40.
Ágústína Sigurðardóttir
og börn.
t
Eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og
langafi
Magnús Kristinn
Sigurðsson
Geirlandi, Sandgerði
andaðist föstudaginn 12. jan-
úar.
Rósa Einarsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og
barnabarnaböm.
Árna. Allir þessir bræður urðu
mestu dugnaðar- og myndar-
menn, og völundarsmiðir. Má
segja, að þeir hafi allir 'hlotið
þessa góðu mannkosti í vöggu-
gjöf-
Ég, sem þessar fátæklegu línur
rita, minnist alltaf þess hlý-
hugs og góðvíldar, sem ég varð
aðn.jótandi hjá foreldrunum og
þeim bræðrum öllum,, þegar
mann bar þar að garði, sem
stundum kom fyrir, þá ég var að
vaxa úr grasi. Þarna á Lafflba-
vatni, hjá foreldrum sinum ólst
Valdimar upp.
Eins og títt var á uppvaxtar-
árum drengja í þá daga, þurfti
Valdimar snemma að byrja að
vinna. Atvinnulífið í þá daga gat
ekki talizt fjölskrúðugt, — svo
að segja eini atvinnuvegurinn
voru sjóróðrar ásamt landbún-
aði. Drengir voru því sendir í
verið, sem kallað var, þegar þeir
höfðu burði til.
Valdimar var um eða innan við
fermingu þegar hann byrjaði
sjóróðra úr Breiðavíkurveri og
var hann þar við róðra í nokkur
vor, en heima hjá foreldrum sín-
um á Lambavatni á vetrum.
'Hugur Valdimars og handlægni
beindist þó fljótt til smíðanáms.
Hann réðst til járnsmíðanáms
á vélaverkstæði Bergsveins á
ísafirði árið 1923 og lauk þar
sveinsprófi 1926.
Valdimar Egilsson þótti sér-
t
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför móður okkar og
tengdamóðux
Jónínu Ásbjörnsdóttur
Urðarstíg 13
Börn og tengdabörn.
staklega vandvirkur og góður
smiður. Vandvirkni hans og
leikni í smíði var svo fráibær, að
oft var leitað til hans m.eð vand-
aða hluti og vandasömustu verk
til úrlausnar, sem • ekki þótti
hent að fela hverjum sem var,
en í hans höndum var öllu örugg-
lega borgið.
Eftir sveinsprófið stefndi hug-
ur Valdimars til frekara náms.
Hann fór á Vélstjóraskóla ís-
iands og lauk prófi þaðan 1928
með hæstu einkunn, sem þá var
tekin við skólann og má því með
sanni segja, að Valdimar hafi
skarað fram úr öðrum, jafnt í
bóklegu, sem verklegu námi.
Eftir skólanámið geriðst Valdi-
mar um tíma vélstjóri, fyrst á
togurum svo á flutningaskipum,
og fór orð af honum einnig þar
fyrir góða hæfdeika, lipurð, að-
gæzlu og dugnað í starfi.
Árið 1930 varð Valdimar fyrir
því óláni að missa heilsuna að
verulegu leyti; veiktist hann þá
af heiftarlegri brjósthimnubólgu
og náði sér aldrei fullkomlega
eftir það.
Upp frá þessu hætti hann
störfum á sjónum og starfaði
eftir það á vélaverksteeðum hér
í landi þar til hann stofnaði sitt
eigið fyrirtæki, járnsmíðaverk-
stæði að Lindargötu 36. Við það
verksætði starfaði hann og
stjórnaði því til hinztu stundar,
og þótti öllum ágætt til hans að
leita og eiga samskipti við hann,
sem honum kynntust.
Árið 1932 kvæntist Vaidimar
eftirlifandi konu sinni, Guðríði
t
Móðir mín,
Sesselja Steinþórsdóttir
frá Sjólyst, Stokkseyri
sem andaðist 11. þ.m. verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni
í Reykjavík, miðvikudaginn
17. þ.m. kl. 2 e.h.
Þeir sem vildu minnast
hinnar látnu, vinsamlega láti
líknarstofanir njóta þess.
Fyrir hönd aðstandenda
Bjarnheiður Þórðardóttir,
Sjafnargötu 6.
t
Maðurinn minn, faðir, fóst-
urfaðir, tengdafaðir og afi
t
Þökkum auðsýnda samúð
vi_. andlát og jarðarför konu
minnar
Láru Guðbrandsdóttur
Fyrir hönd barna hennar,
tengdabarna, barnatoarna og
annarra vandamanna
Ásgeir Björgvinsson.
t
Hjartans þakkir fyrir auð-
sýnda samúð við fráfall og
jarðarför
Guðrúnar Þorleifsdóttur
Þórukoti, Ytri-Njarðvík.
Guð blessi ykkur öll.
Björn Þorleifsson,
Þorleifur Björnsson
og aðstandendur.
t
Innilegar þakkir til allra
fyrir auðýnda samúð og vin-
arhug við andlát og útför föð-
ur okkar, tengdaföður og afa
Stefáns Þorlákssonar
Frá Arnardrangi
Börn, tengdabörn og
barnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og
viná'ttu sem okkar var sýnd
við andlát og jarðarför móður
okkar, tengdamóður og ömmu
Sigurlaugar Jónsdóttur
Böm, tengdabörn og
barnabörn.
Þorsteinsdó'ttur frá Háholti í
Hreppum, dóttur hins alkunna
ættfræðings Þorsteins Bjarna-
sonar.
Þeirra sambúð varð ágæt og
einlæg, og eignuðust þau eina
dóttur, Sonju, sem gift er og býr
með manni sínum, Erlingi Her-
'bertssyni, og börnum í húsi móð-
ur sinnar að Lindargötu 30.
Þegar ég lít yfir farinn veg þá
fyllist hugur minn ljúfum minn-
ingum um góðan dreng og kær-
an vin, og það skarð sem nú er
faöggvið verður aldrei bætt.
Á þessari alvörustundu sendi
ég ekkjunni, Guðríði Þorsteins-
dóttur, dóttur hennar, Sonju,
tegndasyni, afabörnum og öðrum
ættingjum mínar hugheilustu
samúðarkveðjur. Bið ég góðan
guð að græða sár þeirra og sökn-
uð.
Kæri vinur. Hjartans þökk
fyrir samleið þína og vinsemd.
Njóti sál þín þess fagnaðar sem
henni er fyrirbúin í ríki hins ei-
1‘ífa Guðs.
H. B.
Verða að hverfa, er veröldum
vísasta fyrirheit.
Öðlast og missa, er manninum
meðfætt á jarðarreit.
Bólu-Hjálmar.
EGILL Valdimar Egilsson, vél-
smíðameistari, Lindargötu 30 hér
í borg, andaðist snögglega að
heimili sínu að morgni 8. þ. m.
Hann var fæddur 6. marz 1902
á Lambavatni á Rauðasandi, og
v°ru foreldrar hans Egill Gunn-
laugsson og kona hans, Valgerð-
ur Rebekka Gísladóttir.
Valdimar dvaldi til tvítugsald-
urs hjá foreldrum sínum, en fór
síðan til ísafjarðar og vann þar
við járnsmíði um nokkurt skeið.
Vélsmíðanámi lauk hann 24. júlí
1926 í Reykjavík með ágætri
einkunn. Meistarabnéf í vélsmíði
hlaut hann 5. okt. 1942.
Valdimar var að námi loknu
vélstjóri á nokkrum skipum, t.d.
á gömlu Esju, og eins mun hann
hafa starfað í vélsmiðjum í
Reykjavík.
Valdimar gekk ekki heill til
skógar heilsufarslega, mikinn
hluta ævinnar, t.d. dvaldi hann
3 ár samfleytt í sjúkrahúsi á
yngri árum og var það vinnu-
fúsum manni þung raun. Hann
náði aldrei fullri heilsu og var
oft frá störfum vegna þess. Fyrir
26 árum stofnsetti hann verk-
stæði á lóð sinni á Lindargötu
30, og vann þar að smíði og við-
gerðum margskonar tækja. Valdi
mar var hugvitssamur mjög. Til
marks um það er, að hann smíð-
aði beitingavél, sem tekin var
til notkunar í Noregi, einnig
smíðaði hann kembingarvél í
ullarverksmiðju. Ennfremur átti
hann t.d. þátt í hinni frægu Raf-
skinnu á sínum tíma.
Samvizkusemi og vandvirkni
Valdimars var viðbrugðið og ó-
taldir eru þeir, sem leituðu til
hans með allskonar vandamál
varðandi smíði og viðgerðir, þar
sem sérstök hugvitssemi og snill-
ingshönd þurfti til að koma, en
það var alkunnugt að þar var
ekki til annars betra að leita.
Veturinn 1963—1964 vann
hann við kennslu í mótorskólan-
um á vegum Fiskifélags íslands.
Árið 1932 kvæntist Valdimar
Guðríði Þorsteinsdóttur frá Há-
holti í Gnúpverjahreppi og lifir
hún mann sinn. Dóttir þeirra er
Sonja, gift Erlingi Herbertssyni
og eiga þau fimm börn.
Við fráfall Valdimars Egils-
sonar eru þeir margir, sem
minnast góðs vinar méð þakk-
Framhald á bls. 16.
Jón Ágúst Ólafs-
son — Minning
Fæddur 11. febrúar 1946.
Dáinn 7. janúar 1968.
Fækkar enn frændum og vinum.
Flytja þeir burtu úr heimi.
Ljós, sem að fögur lýstu,
ljóma nú ekki framar.
Kveikur er kvistaður sundur.
Kaldan blæs að austan.
Sorgin á svörtum hesti
sviplega höggin greiðir.
Enginn veit sína ævi.
Óvíst nær lýkur göngu.
Björkin brotnar í skyndi.
Blómin í frostum deyja.
Oft er sem úrvalsgróður
ei þoli élin hörðu.
Á æskunnar skeiði ýmsir
ágætir burtu hverfa.
Jón Ágúst, þig ástvinir kveðja
svo ungan á brautu genginn.
Gráta glataðar vonir
um góða soninn og bróður.
Þakka af hlýjum huga
hugljúfar minningarstundir.
Vita, þá veröld þeim hverfur,
verður heilsazt að nýju.
Hækka fer sól á himni.
Húmið og kuldinn víkja.
Að baki brigðulum heimi
bíða framtíðarlöndin.
Á hendur, er hjartkær falinn,
honum, sem lífið veitti.
Guðs eilífi kærleiksandi
þig umvefji náð og friði.
Ég þakka innilega ætti-ngj-
um mínum, vinum og starfs-
félögum hjá Landhelgisgæzl-
ur.ni fyrir margháttaðan sóma
mér sýndan í tilefni af 70 ára
afmæli mínu, 11. jan. sl.
Öskar Jónasson
kafari.
Bjarni Magnússon
skipstjóri
Rauðarárstíg 38
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju miðvikudaginn 17.
þ.m. kl. 1,30. Blóm afþökkuð
en þeim sem vild’u minnast
hins látna er bent á Slysa-
varnafélag íslands.
Stefanía Stefánsdóttir,
Ingi Þórðarson,
Anna Bjamadóttir,
Bjarai Guðlaugsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við
öllum þeim, er sýndu okkur
samúð og vinarhug við and-
lát og jarðarför eiginkonu
minr.ar, móður okkar, stjúp-
móður og ömmu
Ingunnar Elínar
Þórðardóttur.
Jón Gunnlaugsson
og aðrir vandamenn.
t
Við þökkum innilega auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför
Bergþórs Pálssonar
Þórdís Jóhannesdóttir,
börn, tengdabörn og
barnabörn.
Eiríkur Pálsson.
'Hjartans þakkir flyt ég öll-
um þeim sem glöddu mig á
sextugsafmæli mínu, þann
12. þ.m. og gerðu mér daginn
ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Eiríkur Guðmundsson,
Möðruvallastræti 9,
Akureyri.
Hjartanlegar þakkir og
kveðjur mínar sendi ég hér
með öllum þeim sem auð-
sýndu mér vinsemd og virð-
ingu á 70 ára afmæli mínu.
Rannveig Vigfúsdóttir,
Austurgötu 40,
Hafnarfirði .