Morgunblaðið - 21.01.1968, Page 16

Morgunblaðið - 21.01.1968, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 21. JANTTAR 1908 Útgefandi: Fr amkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingas t j óri: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði rnnanlands. ÓHUGNANLEGUR ATBURÐUR Tll'orðið, sem framið var í Reykjavík á dögunum hefur vakið óhug meðal borg arbúa allra. Slíkir atburðir eru næsta fátíðir hér á landi, og landsmenn munu eiga þá ósk heitasta, að ísland komist aldrei á það stig, sem marg- ar aðrar þjóðir eru á, að morð séu daglegir viðburðir- Ýmislegt bendir til þess, að hér hafi verið um ránmorð að ræða, framið af yfirlögðu ráði og þótt í sjálfu sér sé enginn munur á verknaðin- um sem slíkum, hvort sem háttn er framin af yfirlögðu ráði, í ölæði eða öðrum hug- aræsing, er þó eitthvað ó- hugnanlegt við það, ef morð er framið á íslandi með þeim hætti, sem allt bendir til að þessu sinni. Reykjavík er vissulega að stækka og taka á sig mynd erlendra stórborga með ýms- um hætti. Þótt Reykjavík sé aðeins smáborg, samanborið við höfuðborgir eða stórborg- ir annarra þjóða, gegnir hún syipuðu hlutverki og þær borgir og á síðustu árum hafa skotið upp kollinum í Reykja vík ýmis vandamál, sem kennd eru við stórborgir er- lendis en við höfum verið blessunarlega laus við fram til þessa. Sá hryllilegi atburður, sem varð aðfaranótt fimmtudags, þegar reykvíski leigubílstjór- inn var myrtur, gefur tilefni til nokkurrar umhugsunar um vopnaeign landsmanna. Að vísu eru ýmis konar skot- færi seld í verzlunum hér á landi, þótt sérstakt leyfi þurfi fyrir þeim, en hins veg- ar eru skammbyssur á borð við morðvopnið bannaðar. Kunnugir menn telja þó, að verulegt magn af slíkum vópnum sé í eigu einstak- Jinga hér á landi. Það hlýtur að verða höfuð- atriði í viðleitni yfirvalda til þess að koma í veg fyrir, að slíkir atburðir endurtaki sig, að setja mjög strangar reglur um vopnaeign einstaklinga og fylgja því eftir, að þeim reglum verði hlýtt og alveg sérstaklega verður að leggja áherzlu á að fylgjast með því að, hvorki íslendingar né út- lendingar, sem koma erlend- is frá, hafi ólöglegan vopna- búnað í sínum fórum. Rannsóknarlögreglan hefur unnið dag og nótt að því að upplýsa morðið á reykvíska bifreiðastjóranum. Allir borg arbúar verða að taka hönd- um saman um að aðstoða rannsóknarlögregluna í þessu erfiða starfi. Morðinginn verð ur að finnast. Meðan slíkur maður gengur laus með skot- vopn í fórum sínum, er aldrei að vita hvað getur gerzt. SIMAVENJUR LANDSMANNA 17afalaust mundi mörgum * bregða í brún, ef síma- tækið hyrfi skyndilega. Sím- inn er svo nauðsynlegt tæki í nútímaþjóðfélagi, að eng- inn getur án hans verið og líklega mundi starfsemi þjóð- félagsins lamast á skömm- um tíma, ef símans nyti ekki við. Hitt er svo annað mál, að of mikið má af öllu gera, og símavenjur íslendinga eru til lítillar fyrirmyndar. Það þyk ir sjálfsagt hér á landi að hringja í fólk á svo til öllum tímum sólarhrings, en sér- staklega er hvimleiður sá almenni og útbreiddi siður að raska að óþörfu og vegna nöldurs, heimilisfriði manna á kvöldin, eftir að vinnutíma er lokið, með símhringingum um málefni, sem auðveldlega geta beðið næsta dags. Verst af öllu er þó, þegar menn hringja á sunnudögum að ó- þörfu. Það yrði vafalaust mörg- um fagnaðarefni, ef símanot- endur tækju sig saman um að taka upp nýja siði í þess- um efnum og nota símann einungis á réttum tímum sólahrings — og í'hófi. LANDSPRÓFIÐ Ctúdentafélag Háskóla Is- ^ lands efndi til almenns umræðufundar fyrir skömmu um framhaldsmenntun á Is- landi. Meðal framsögumanna var Jóhann Hannesson, skóla meistari á Laugarvatni, sem jafnframt er einn af ráðu- nautum skólarannsókna. Skólameistarinn færði rök að því í ræðu sinni, að lands- prófinu hefði ekki verið ætl- að að velja úr nemendur til framhaldsnáms heldur að búa hverjum einstaklingi í landinu aðstöðu til þess fram haldsnáms, sem hugur hans stæði til og hæfileikar hans stefndu að- Síðan benti Jóhann Hann- 11 ■ ram iid uriMi U IAN UK HtlMI Brottflutningur frá Persaflóa ÁKVÖRÐUN Breta um að flytja burtu hersveitir sínar frá Persaflóa hetfur komið mjög á óvart, enda er ekki lengra síðan en í nóvember að George Brown utanrrkisráð- herra lýsti því yfir að brott- flutningur frá Persaflóa væri ekki fyrirhugaður þrátt fyrir ákvörðunina um að kalla heim hersveitirnar í Aden. En allt bendir til þess, að brezka stjórnin hafi talið það nauð- synlegan lið í sparnaðaráætl- unum sínum að leggja niður herstöðvarnar við Persaflóa. Þar við bætist, að þar sem þegar hafði verið ákveðið að kalla heim hersveitirnar í Singapore og Malaysíu var fallin ein meginröksemd þess að hafa herstöðvar við Persa- flóa — það er að þær væru nauðsynlegur viðkomustaður brezkra hersveita á leið þeirra til eða frá Suðaustur-Asíu. Bretar hafa haft herstöðvar við Persaflóa í samræmi við ýmsa samninga. Bretar hafa í ýmsum tvíhliða samninum skuldbundið sig til að treysta varnir landa þeirra, sem eru við Persaflóa. Sumir þessara samninga eru rúmlega hundr- að ára gamlir, meðal annars samningurinn við furstaríkið Ba'hrein. Aðrir eru yngri, einn þeirra sem gerður var við furstarí'kið Quatar er frá 1916, en langflestir eru samning- arnir tiltölulega nýir og hafa meðal annars miðað að því að vernda olíuhagsmuni Breta í þessum heimshluta. Bretar höfðu forgönigu um stofnun Baddad-bandalagsins gamla og eru einnig aðilar að CENTO (Central Treaty Org- anisation), sem tók við af því. Þetta bandalag nær til brezku verndarríkjanna við Persaflóa, og Tyrkland og fr- an eru aðilar að bandalaginu og auk þess Pakistan í orði kveðnu. Eitt mikilvægasta framlag Breta til bandalags- ins hefur verið staðsetning venjulegra sprengjuflugvéla og sprengjuflugvéla, sem geta, flutt kjarnorkuvopn á Kýpur. Herstöðvar Breta við Persa- flóa eru þrjár talsins. 6.000 brezkir hermenn eru á þessum slóðum, og á eynni Masira hefur brezki flugherinn mik- ilvæga herstöð, sem mikið hefur verið kostað til. Þessar herstöðvar hafa getað gert Bretum kleift að senda her- sveitir með stuttum fyrirvara til fjarlægra staða í Vestur- Asíu og Afríku og við Ind- landshaf. Það sem brezka stjórnin hef ur einna helzt orðið að taka tillit til eru olíuhagsmunir Breta við Persaflóa. Bretar eiga mikil ítök í um það bil tíunda hverju olíufélagi sem starfar við Persaflóa og hagn- ast árlega svo mikið af þess- Löndin við Persaflóa. um olíufélögum, að útgjöldin vegna dvalar brezku hersveit- anna á þessu svæði virðast smáræði í samanburði við ágóðann. Fyrirsjáanlegt er, að olíuhagsmunir Breta verði fyr ir skaikkaföllum þegar brezku hersveitirnar verða fluttar burtu. Brezku hersveitirnar hafa verið nokkurs konar „lög- regla“ við Persaflóa, og þegar þær hverfa á brott og enginn verður til að gegna þessu hlut verkj geta ýmsir erfiðleikar skapazt. Brezku hersveitirnar hafa verið eins konar trygging fyrir jafnvægi í stjórnmálum landanna við flóann, og hverf- ur þetta jafnvægi óefað úr sögunni eftir brottflutning Breta. Byltingarhreyfingar munu áreiðanlega skjóta upp kollinum á sama hátt og í Ad- en og Suður-Arabíu. Það má því búast við pólitískum óeirð um áður en brezku hersveit- irnar hverfa á brott, og þjóð- ernissinnar munu sennilega taka við hlutverki Breta og steypa f.urstunum af stóli. Búast má við að ábugi Rússa og fleiri Þjóða, ef til vill ekki hvað sízt Frakka, á olíuauðlegð landanna við Persaflóa muni aukast vegna hinna skyndilegu ákvörðunar Breta. Frakkar hafa á undan- förnum mánuðum eflt mjög ítök sín í Kuwait og írak. Frakkar ihafa komizt að mjög hagstæðu samkomulagi við stjórnina í írak um ha.gnýt- ingu olíuauðlinda, selt henni esson á, að rökrétt afleiðing af niðurfellingu landsprófs væri sú að nýr framhalds- skóli skapaðist fyrir aldurs- flokkana 15—19 ára, próf yrðu í mörgum myndum og nýjar dyr opnast inn í há- skólann. Þær raddir verða nú sífellt sterkari, sem krefjast þess að landsprófið verði fellt niður og ný aðstaða sköpuð til þess að veita fleir- um kost á langskólanámi. Nauðsyn breytinga er brýn og þolir litla bið. Evrópusamþykkl um ræðismenn f DESEMBER sl. undirritaði Pét ur Eggerz ambassador fyrir fs- lands hönd Evrópuráðssamþykkt um störf ræðismanna. í sam- þykktinni, sem hefur verið lengi í smíðum, er fjallað um útsenda ræðismenn, réttarvernd þeirra og starfsaðstöðu. Er gert ráð fyr- ir, að þeir vinni að verkefnum á sviði efnahags-, félags-, ferða- og menningarmála. í samþykkt Mirage-þotur og lánað henni 225 milljónir franka. Varnarmálaráðherra Kuwaijt, Sheikh Saad Ali Abdullah A1 Salem A1 Sabah, hefur verið í heimsókn í Frakklandi og meðal annars kannað mögu- leika á kaupum á Mirage-þot- um. Fréttir herma, að Kuwait- stjórn hafi flutt innstæður að upphæð 60 milljónum punda er hú'n hefur geymt í brezk- um banka til Fra'kklands og að franski landsbankinn hafi í hyggju að opna útibú í Kuwait. Sennilega verða inni- stæðurnar, sem teknar hafa verið úr brezka bankanum, notaðar til að kaupa Mirag- þotur, en eftir á að koma í ljós hvað vakir fyrir Frökkum annað en að selja vopn til Kuwait og treysta fjárhags- lega aðstöðu sína í þessum 'hluta heims. inni eru einnig ákvæði um val ræðismanna í fasteigna- og sjc dómsmálum. Loks fylgja bókar ir um málefni flóttamanna o flugmál. í FYRRINÓTT féll maður í stiga í Stýrimannaskólanum og meiddist nokkuð á höfði. Var hann fluttur á Slysavarðstofuna og þaðan í Landakotsspítalann. Missti maðurinn meðvitund við fallið, en komst til meðvitund- ar fljótlega aftur og var líðan hans eftir atvikum í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.