Morgunblaðið - 21.01.1968, Page 17

Morgunblaðið - 21.01.1968, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1968 17 Ánægjuleg heim- sókn, dapurleg málaleitan íslendirigar standa í mikilli þakkarskuld við Indriða Einars- son, upphafsmann og frumkvöð- ul Þjóðleikhúss hér á landi. Með opnun Þjóðleikhússins fékk Reykjavík á sig annan og betri brag en áður. Um þær mundir varð einhverjum að orði, áð það væri eins og að koma til útlanda, að sækja leiksýningu í Þjóðleik- húsinu. I heild verður að segja, að Þjóðleikhúsið hefur ekki brugðizt þeim vonum, sem við það voru tengdar. Að sjálfsögðu sýnist ekki öllum þáð sama um allt, sem þar er gert, en ekki er meiri menningarblær á ann- arri stofnun hérlendis en Þjóð- leikhúsinu. Þar hafa Islenzkir listamenn unnið mikil afrek og ágætir erlendir gestir sýnt listir sínar. Ánægjulegt var t. d. að horfa á hinn júgóslavneska flokk, sem þar kom fram í fyrri viku. Óneitanlega dró það þó úr ánægjunni, að einmitt rétt áður Úthafsaldan við Eyjar. Ljósm.: Sigurgeir Jónasson. REYKJAVÍKURBRÉF hafði verið sagt frá því í blöð- um á Norðurlöndum, að móðir júgóslavneska rithöfundarins Mihajlovs hefði skrifað rithöf- undasamtökum þar með þeirri málaleitan, að þau sneru sér til yfirvalda Júgóslavíu og mæltust til þess, áð sonur hennar yrði leystur úr fangelsi. Afbrot sonar hennar var upphaflega í því fólgið, að hann ritaði öðruvísi um ferðalag sitt til Sovét-Rúss- lands en einræðisherranum í Júgóslavíu líkaði. Síðan bættist fleira við, t.d. ráðagerðir um út- gáifu á frjáLslyndu bókmennta- tímariti. Fyrir slíkar sakir var Milhajlov dæmdur í nokkurra ára fangellsi. Því fer sem sagit fjarri, að það sé einungils í Sov- ét-Rússlandi, að hert sé á banni við ritfrelsi með þungum refsi- dómum. Þvílíkir stjórnarhættir eru einmitt eitt af megineinkenn um kommúnísmans og skapa höfuðskiism-un milli hans ag lýðtfrelsis. Ólíkt að hafst Um þessar mundir eru Austur- Þjóðverjar að herða refsiákvæði fyrir ýmiskonar brot gegn rík- inu, þ. á. m. bæði ef bann við ritfrelsi er rotfið og raðizt er gegn Berlínarmúrnum! Fyrir slík brot á nú að heimila dauða- refsingu, minna þykir ekki gagn gera. Mesta athygli vekja samt réttarhöldin í Moskvu. Er ekki um að villast, að yfirvöld þar líta svo á, að þau séu sprottin af nauðsyn, sem ekki verði um- flúin. Því að ekki getur það farið fram hjá sovézkum valdamönn- um, hvílíkt ógagn réttarhöldin, dómarnir og refsingarnar gera áliti þeirra í öðrum löndum. Þær aðfarir eru beinlínis til þess lag- aðar að vekja tortryggni og efla þá hugsun, að þeim, sem svona fara að, sé til alls trúandi. Á þeim tímum, þegar menn höfðu vonað, að viðsjár færu minnk- andi, verka þessar aðgerðir til að efla ótta, því að menn óttast það, sem þeir ekki skilja. Skyni- bornir menn hljóta og að bera þessar aðfarir saman við það, sem í Bandaríkjunum gerist. Bandaríkjamenn verða víðsveg- ar fyrir harðri gagnrýni út af Víetnamstríðinu. Það er raunar flókið mál, og suma, sem mest tala um það, skortir sannarlega alla þekkingu til að geta um það dæmt af nokkru viti. En hvað sem um það er, þá er gagnrýnin hörðust í sjálfum Bandaríkjunum, og í henni eru einbeittastír sumir, sem bezt skil Laugardagur 20. jan. yrði hafa til raunverulegrar þekkingar á málinu. Ekkert væri fremur lagáð til þess að draga úr spennu í heimsmálum, og þar með eyða öllum afsökunum fyr- ir Víetnamstyrjöldinni, en ef kommúnistar leyfðu rit- og mál- frelsi með sama hætti og í lýð- frjálsum löndum er gert. En þá mætti raunar segja, að komm- únisminn væri úr sögúnni. Þykjast hafa komizt í feitt Greinilegt er af viðbrögðum stjórnarandstæðinga, að þeir þykjast nú hafa komizt í feitt, þar sem ljóst er orðið, að sjáv- arútvegurinn er ver staddur en menn höfðu gert ráð fyrir. Þáð fór þó aldrei á milli mála, að ákvörðunina um gengislækkun varð að taka af mikilli skynd- ingu í nóvember, og án þess, að öll kurl væru komin til grafar. Ríkisstjórnin lýsti æ ofan í æ yfir því í haust, að ekki mundi til hlítar hægt að átta sig á þess- um málum, fyrr en um áramót. Á þessu varð að sjálfsögðu eng- in breyting, þrátt fyrir að ákvörð unin um gengislækkun yrði óhjá- kvæmileg og hana yrði að byggja á vissum forsendum, sem allir vissu, að ekki voru eins öruggar og skyldi. Ákvörðun gengisins var og ekki hægt að miða við algert lágmark í verði, heldur við frambúðarhorfur og möguleika á því að rétta hlut hins lakast setta atvinnurekstrar með öðrum hætti. Síðustu vikur hefur látlaust verið unnið að könnun þessara mála og því mi'ð- ur sýnir hún lakari afkomu bæði bátaútvegs og hraðfrystihúsa, heldur en menn höfðu gert ráð fyrir. Þetta eru engin gleðitíð- indi, en fram hjá staðreyndun- um verður ekki komizt. Bregð- ast verður við vandanum eins og hann er, en ekki eins og menn óskuðu, að málum væri háttað. Ummæli fulltrúa SÍS Af hálfu fiskkaupenda átti Bjarni Magnússon aðalmáður út- flutningsdeildar SÍS sæti í verð- lagsráði sjávarútvegsins. í grein- argerð hans segir m.a.: „Grundvallað á framansögðu er ekki hægt að gera ráð fyrir því, að gengisbreytingin vegi þyngra heldur en til jöfnunar á þeim verðlækkunum, sem þegar eru framkomnar síðan 1966 og reikna má með við ríkjandi horfur á fiskmörkuðunum“. Þessi umsögn gerkunnugs manns er harla athyglisverð. Hún brýtur gersamlega í bág við fullyrðingar formanns Fram- sóknarflokksins og flestra mál- svara hans um, að gengisbreyt- ingin hafi verið óhjákvæmileg vegna þess ástands, sem hér hafi skapazt fyrir árið 1966. Bjarni Magnússon byggir mál sitt þvert á móti á því, að gengisbreytingin vegi einungis á móti verðfallinu síðan 1966 og geri alls ekki bet- ur. Með þessu hefur hann að engu málflutning flokksbræðra sinna og þá ekki sízt alla út- reikningana um, að verðfallið ætti alls ekki að vera tilfinnan- legt, af því að það sé ekki meira en svo áð samsvari meðalverði síðustu 5 ára! Ábyrgð og þekk- ing leiða til allt annarrar nið- urstöðu en ábyrgðarlaus áróðurs- vaðal'l eins og hér kemur glögg- lega fram. Óhagstæðir samn- ingar Nú reynir á, hvort Framsókn- arbroddarnir láta sér ummæli hins gagnkunnuga manns, Bjarna Magnússonar, að kenningu verða, eða þeir haldi áfram að gera sig að viðundri, með því áð láta eins og þriðjungs rýrnun útflutnings- tekna hafi engin áhrif á hag þjóðarinnar. Á síðustu vikum hefur m.a.s. orðið ljóst, að mark- aðshorfur eru um sumt enn ískyggilegri en menn höfðu von- að. Upp úr áramótum hafa SH og SÍS gert sölusamninga við Sovétríkin um hraðfrystan fisk mun óhagstæðari en menn höfðu búist við, Samfara óhagstæðu verði hafa Rússar lækkað það fiskmagn, sem þeir fást til að kaupa. Menn spyrja að vonum af hverju þeim sé þá selt með svo óhagstæðum kjörum. Svarið er, að annar markaður sé ekki fyrir hendi og þess vegna megi með engu móti missa af rúss- neska markaðnum, jafnvel þótt hann sé þrengri og með Iakari kjörum en áður. Enda er sagt, að samningamenn Rússa hafi sýnt fram á, að þeir gætu ann- ars staðar að fengið fisk með jafnvel verulega lægra verði en því, sem þeir borga íslending- um. Tal sumra um það, að hér væri öllu borgið, ef meiri stund hefði verið lögð á þorskveiðar, fær því miður ekki staðizt. Mark- aðurinn á þeirri vöru er einnig mjög takmarkaður. Aukin fram- leiðsla kemur ekki að gagni nema því aðeins að nýrra mark- aða sé aflað. Það er eins og nú horfin vonLítið, nema því að- eins, að samningar takizt við EFTA og einhverju samkomu- lagið vei'ði náð við Efnahags- bandalagið á meginlandinu. Hvorttveggja virðist vera eitur í beinum flestra stjórnarand- stæðinga og þá ekki sízt for- manns Framsóknarflokksins. Framsýni Það þartf meira en lítil óheil- indi af hálfu stjórnarandstæð- inga til að halda því fram, að þeir hafi sagt fyrir þá erfið- leika, sem nú er við að etja, en stjórnarliðar reynt að halda þeim leyndum. Raunar er það rétt, að Framsóknarmenn hafa ætfð frá því að viðreisnarstjórn- in var mynduð, sagt fyrir alls- herjar hrun og eyðileggingu. Þessi hrunsöngur hefur dunið á hverju sem gekk. Jafnvel á mesta uppgangstíma, sem hrað- frystiiðnaðurinn á Islandi hefur notið, á árinu 1965, fullyrti vara- formaður Framsóknar, Ólafur Jó hannesson fyrrv. fulltrúi flokks- ins í stjórn Seðlabankans, að gengislækkun mundi verða óhjá- kvæmileg þá um sumarið. Þetta reyndist hrakspá, en Sjálfstæð- ismenn brýndu það einnig á upp gangstímunum fyrir mönnum, að áð slíkir tímar mundu ekki standa að eilífu. Þeir minntu á hættuna, sem stafar af of ein- hæfum átvinnuVegum, og lögðu þess vegna höfuðáherzlu á það, að hér yrði að koma upp fleiri atvinnugreinum og of seint væri að taka ákvarðanir um slíkt eftir að vandræði væru skollin á. Til þess að draga úr þeim eða firra með öllu, þá yr'ði að hefjast handa um virkjun Þjórsár og byggingu álbræðslu, þó að í bili virtist ekki vera vinnuafl til að sinna þeim verkefnum. Um þetta var hart deilt fyrri hluta ársins 1966, og er eftirminnilegt, að jafnvel hinir framsýnustu úr hópi stjórnarandstæðinga, sem sögðust út af fyrir sig geta hugsað sér stóriðju hér á landi, lýstu sig þá á móti henni vegna þess að okkur skorti vinnuafl. Atviíinuleysi Full ástæða er til að ryfja þetta upp nú, þegar farið er áð brydda á atvinnuleysi. Stjórnar- andstæðingar reyna að gera sem mest úr því og kenna stefnu stjórnarinnar um. Sannle kurinn er sá, að ef stjórnin hefði ekki með harðfylgi knúið fram ákvarð anirnar um Þjórsárvirkjun og ál- bræðslu, þá mundi nú vera hér mjög verulegt atvinnuleysi. Þær ráðstafanir stjórnarinnar, sem andstæðingarnir hava harðast barizt á móti, eiga þess vegna mestan þátt í því að firra nú al- varlegum vandræðum. Um or- sakir þeirra vandræða ætti að vera óþarft að fjölyrða. Sam- drátturinn nú stafar sannarlega ekki af stefnu stjórnarinnar, heldur af þeim áföllum, sem út- flutningsframleiðslan hefur orð- ið fyrir. Auðvitað hlýtur það að segja til sín í öllum efnum, þegar þjóðarbúið fær 2 þúsund milljón krónum minni tekjur á árinu 1967 en á árinu áður. Stefna stjórnarinnar hefur gert að verkum, að tekjuminnkunin verður miklu síður tilfinnanleg en ella hefði orðið. Það er einnig hlálegt að heyra andstæðing- ana halda því fram, að vandinn sé ekki annar en sá, að stór- auka útlán Eru þeir virkilega svo grunnhyggnir að skilja ekki, að tekjurýrnunin hlýtur m. a. að koma fram í því að minna fé er til útlána heldur en áður var? Að sjálfsögðu liggur það í augum uppi, að minnkandi tekjur hljóta að leiða til þess, — og fyrst og fremst til þess — að geta manna til sparifjársöfn- unar og innlána verður að sama skapi minni en áður. Af þessum örðugleikum leiðir einnig, að útlán, sem áður mátti ætla að fengjust skjótlega endurgreidd, eru nú föst. Gleggsta dæmið um það er hið mikla fé, sem bundið er í skreiðinni, sem óseljanleg er þangað til borgarastyrjöld- inni í Nigeríu linnir. Atvinmi-aiikning Hinir óviðráðanlegu örugleik- ar atvinnuiveganna hljóta að leiða til samdráttar, og þar með at- vinnuleysis að einhverju marki. Höfuðviðfangsefnið er þess vegna að vinna að úrræðum, sem geta bætt atvinnuvegunum tjónið, sem af hinum óviðráðanlegu örð- ugleikum stafa. Þetta er ekki létt, en það verður að gerazt engu að síður. Jafnframt er sjálf sagt a'ð gera sér grein fyrir því, að enn er ekki fyrir hendi neitt yfirlit um það hversu atvinnu- leysið er mikið. Enda er ekki að furða, þó að treglega gangi um útvegun vinnu í svo umhleypingasamri tíð sem hefur verið að undan- förnu. Slíkt tíðarfar hlýtur að draga úr mörgum verkum, sem ella hefðu verið unnin, og haf- izt ver'ður handa um strax og úr rætist. Því fer og fjarri, að rík- isstjórnin hafi verið aðgerðar- laus til að bæta úr vandræðum, þar sem þau blöstu við. í haust höfðu menn mjög miklar áhyggj ur af ástandinu á Akureyri. Úr því rættist að verulegu leyti með gengisbreytingunni, en til við- bótar kom ákvörðun stjórnar- innar um að láta smíða strand- fer'ðaskipin tvö fyrir norðan. Sú ákvörðun var engan veginn vandalaus, enda var atf sumra hálfu eindregið barizt á móti því, að hún yrði slík sem ofan á varð. Eftir á er broslegt að sjá, þegar Framsóknarmenn eru að reyna að tengja sjálfa sig við þetta mál. Dagur segir frá því, að „víða mætti sú lausn skilningi, sem ofan á varð.“ Og hann bætir við: „Hefur m.a. heyrzt, að formaður Framsóknar flokksins, þótt í stjórnarand- stöðu sé, hafi látið svo ummælt fyrir nokkrum vikum, að hann væri reiðubúinn, ef til kæmi, að verja með ríkisstjórninni þá ákvörðun, sem tekin var, ef að yrði fundið.“ Það er ag ekki einungis á Ak- ureyri, sem stjórnin hefur beitt sér fyrir stórfelldum skipasmíð- um. Öfluglega er unnið að því að skipasmíði geti átt sér stað hér sunnanlands, bæði í hinum nýju stóru skipasmíðastöðvum og eins með fyrirgreiðslu um smáskipasmíði í Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.