Morgunblaðið - 21.01.1968, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.01.1968, Qupperneq 32
SUNNUDAGUR 21. JANUAR 1968. ■ ■ ■ ; Þetta er fyrsta myndin af Pósthússtræti frá þessu sjónarhorni, að því er við bezt vitum. — Myndina tók Ólafur K. Magnússon til suðurs ofan af nýju tollstöðinni við Reykjavíkurhöfn Leitinni haldið áfram að morðingjanum Yfirheyrzlur í Hegningar- húsinu við Skdlavörðustíg Skorað á fólk að veita rannsóknarlög- reglunni upplýsingar, sem að gagni geta orðið ÞEGAR Morgunblaðið fór í prentun síðdegis í gær hafði ekkert nýtt gerzt í morðmál- inu, en mjög umfangsmikil leit hélt áfram að morðingj- anum, að því er Ingólfur Þor steinsson skýrði blaðinu frá. Maður sá, sem blöðin skýrðu frá í gær að lögregl- an vildi ná tali af, hafði þá ekki fundizt, en þess má geta, að ekki var hann grunaður um verknaðinn frekar en aðr ir. Ástæðan til þess, að lög- reglan vill ná tali af mann- inum er sú, að henni hefur verið skýrt frá því, að hann hafi verið að bjóða sænskar sígarettur, John Silver, til sölu fyrir skömmu, en síga- rettustubbur af þeirri tegund fannst í öskubakka bifreiðar hins myrta leigubílstjóra. — Þessi sígarettutegund er mjög óalgeng hér á landi nema smygluð, eða þá farþeg ar fá leyfi til að taka með sér eitt karton. Morgunblaðið vill enn einu sinni skora á alla þá, sem gætu gefið einhverjar upp- lýsingar um mál þetta hversu lítilsverðar sem þær kunna að virðast, að skýra rannsóknarlögreglunni þegar í stað frá hugmyndum sín- um, þar sem þær geta komið í góðar þarfir við lausn máls- ins. Við skulum vera minnug þess, að enn leikur morðing- inn lausum hala á meðal okk ar og því mikill ábyrgðar- hluti að skýra rannsóknar- lögreglunni ekki frá öllu því, sem upplýst gæti málið. Síðustu fréttir . . . Yfirheyrslur stóðu yfir í Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg allan daginn í gær og stjórnaði þeim Þórður Björnsson, yfirsakadómari. Ekki hafði neinn verið úr skurðaður í gæzluvarðhald, er blaðið fór í prentun, en vitað er að útlendingur var þar til yfirheyrslu. Hann var enn í yfirheyrslu, þegar Morg unblaðið spurðist síðast fyrir um gang mála í Hegningar- húsinu. 15000 krónum stolið UM 15000 krónum í peningum var stolið úr Afurðasölu SÍS á Kirkjusandi aðfaranótt laugar- dags. Innbrotsþjófarnir gengu þar um með exi og mölvuðu upp fimm hurðir og brutu nokkr ar rúður. í afgreiðslunni á fyrstu hæð ' fundu þeir lítinn peningakassa með um 15000 krónum í og höfðu þeir kassann á brott með sér. Innbrotsþjófarnir komust inn í bygginguna með því að brjóta tvöfalda rúðu í þak- glugga. 317 á alvinnuleysisskrá 317 manns voru skráðir atvinnu- lausir hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar, þar af 279 karlar og 38 konur. Eru þetta tölurnar frá því á fimmtudag að viðbættum þeim er létu skrá sig í fyrradag og gær. í fyrradag létu skrá sig 39 karlmenn og 7 konur, en í gær fram til hádeg- is ö karlar og 2 konur. Ragnar Lárusson forstöðumað ur Ráðningarskrifstofunnar sagði að ekki hefði veri'ð strik- ið út af skránni síðan á fimmtt dag. Ýmsir hefðu fengið atvinnu síðan, m.a. fyrir tiLstilli skrif- stofunnar sjálfrar, en saman- tekt á þ.ví yrði ekki gerð fyrr en á mánudag. Þar af leiðandi er talan 317 ef til vill of há. Tjónobætur tryggingaiélagnnnu 566 milljónir krónn 1965 — Tekjur námu 938 millj. kr. 'I SKÝRSLU um starfsemi trygg- ingafélaganna, sem Hagstofan hefur unnið að og birt í Hagtíð- indum, kemur m.a. fram að árið 1065 (sem eru nýjustu tölur) voru tekjur tryggingafélaganna aðrar en af líftryggingum alls kr. 938,7 millj. kr. Þar af námu iðigjöld gjaldfallin á árinu kr. 425.6 millj. og yfirfærð frá næsta ári á undan kr. 146,7 millj. Tjóna bætur greiddar á árinu námu kr. 276,5 millj. og ógreiddar í árslok •290 millj. eða samanlagit kr. 566,5 millj. króna. Yfirlit þetta um almennar tryggingargreinar nær til allra innlendra tryggingarfélaga, sem ráku tryggingarstarfsemi hér á landi á þessum tínaa. Tjónabætur og iðgjöld hækkuðu frá árunum á undan. Námu tekjuLiðir trygg- ingarfélaganna árið 1964 kr. 777.7 millj., þar af gjaldfaUin iðgjöld 353,1 (frá fyrra ári 119,3 millj), en tjónabætur greiddar Mnður höiuð- kúpubrotnar LÖGREGLAN var kvödd út klukkan 01:30 í fyrrinótt vegna ölvaðs manns, sem talið var að hefði dottið fyrir utan hús núm- er tíu við Lokastíg. Var maður- inn fluttur í slysavarðstofuna og þaðan í Landakotsspítala. Hafði hann hlotið áverka á höfði og við rannsókn reyndist hann vera höfuðkúpubrotinn. Leitin uð mönn- unum þremur heldur úirum EKKERT það hefur emn komið fram, sem varpað getur ljósi á hvarf mannanna þriggja, sem hafin var leit að í síðustu viku. í gær leituðu HjáLparsrveitÍT skáta í Hafnarfirði í nágrenni bæjarins og gegnar voru fjörur sunnan kaupstaðarins, en þessi leit hafði engan árangur borið, þegar Mbl. síðast vissi. í dag á svo að leita að Reyk- víkingunum fcveimur og verður aöallega leitað í nágrenni borg arinnar. og gjaldfallnar kr. 264,7 millj. Árið 1963 námu tekjurnar kr. 6411,4 millj., þarf af gijaldfallin iðgjöld 275,1 millj. (frá fyrra ári 103 millj.) og greiddar og gjald- fallnar tjónabætur námu 397,7 millj. kr. Líftryggingar hér á landi eru a-ð langmestu leyti hjá 3 félögum og er það lagt til grundvallar eftirfarandi tölum. Árið _ 1965 námu tekjur þeirra 13 millj. kr. og voru iðgjöld þar af 6,5 millj. en greiddar og gjaldfallnar tjóna bætur 4,5 millj. Til samanburðar námu tekjurnar árið 1964 12,6 millj., þar af iðgjöld 6,4 millj. og tjónabætur 3,1 millj. Og árið 1963 námu tekjurnar 11,9 millj. kr., þar af iðgjöld 6,4 millj og tjónabætur rúmar 3 millj. kr. Sjúlfstæðiskonui ú Akrunesi huldu fund Sjálfstæðiskvennafélagið Bár- an á Akranesi heldur fund, miánudaginn 22. janúar kl. 8.30 í félagsheimil templara. Ekiöákyrr- stæða bíla EKIÐ var á R-2893, sem er Volkswagen 1967 Ljósbrúnn að lit, þar sem bíllinn stóð við Holtagerði 8 í Kópavogi milli kl. 20:30 og 23:00 s.l. föstudag. Við ákeyrsluna beyglaðist afturbretti bílsins. Þá var ekið á R-17130, sem er Volkswagen 1300 1967 brún- drappur að lit, þar sem hann stóð á bílastæði við Grófina gegnt verzlun Björns Kristjáns- son. Ákeyrslan átti sér sta'ð 18. janúar á tímabilinu frá klukkan 09:30 til 12:30 og var hægra fram bretti bílsins beyglað. Rannsóknarlögreglan biður ökumennina, sem tjónunum ollu, og vitni, ef einhver voru að gefa sig fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.