Morgunblaðið - 28.01.1968, Síða 2

Morgunblaðið - 28.01.1968, Síða 2
2 i H t í f./r ^ r. fc': KflOA (‘.•rWi'T'l? PlRf.WirifíOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1968 1. ágúst eiga allir bílar að vera með Ijósabúnað fyrir hægri umferð FRÁ áramótum hefur verið heimilt að nota bifreiðaljós fyr ir hægri umferð, sem sérstak- lega eru þannig útbúin, að þau brjóta ekki í bága við núgild- andi ákvæði um ljósabúnað. Frá 1 .maí fá bifreiðar eigi fulln- aðarskoðun nema þær séu með ljósaútbúnað fyrir hægri um- ferð, og fyrir 1. ágúst skulu all- ar bifreiðar í landinu vera komn ar með Ijósabúnað fyrir hægri umferð. Síðast í desember gaf dómsmálaráðuneytið út regiu- gerð vegna ljósabúnaðar bif- reiða fyrir hægri umferð. Er þar fyrst greint frá þeim breyt- ingum sem verðla á núgildandi reglugerð um ljósabúnað, en það eru aðallega orðalagsbreytingar þar sem „hægri“ kemur í stað og „vinstri“ í stað „hægri". í»á eru álkvæði til bráðaibii'gða, sem nauðsynlegt er að hver bif reiðaeigandi kynni sér vel. Seg ir í þessum ákvæðum til bráða- birgða, að fram til -26. mal sé iheimilt að nota Ijósaútbúnað V ' i Fiú Holldóro Ólafsdóttir lótin FRÚ HALLDÓRA Ólafsdóttir, ekkja Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara við Menntaskól- ann á Akureyri lézt í gær í Lands spítalanum á 76. aldursári. Hún hafði átt við vanheilsu að stríða að undanförnu. Frú Halldóra fæddist hinn 7. apríl árið 1892 að Kálfholti í Holtum í Rangárvallasýslu, dótt ir séra Ólafs Finnssonar, sóknar prests þar frá Meðalfelli í Kjós og Þórunnar Ólafsdóttur frá Mýr arhúsum á Seltjarnarnesi. Frú Halldóra heitin Ólafsdótt ir stundaði nám í húsmæðraskóla Gentofte í Danmörku og lauk þaðan prófi 1912. Á árunum 1912 til '14 kenndi hún á Eyrarbakka og 1915 til ’16 við Málleysingja skólann í Reykjavík. Árið 1915 giftist Halldóra, Sig urði Guðmundssyni, þá kennara við Kennaraskólann og Mennta- skólann í Reykjavík og síðar skólameistara á Akureyri. — Bjuggu þau hjón á Akureyri frá 1921 til ’47 er þau fluttust til Reykjavíkur, þar sem Sigurður lézt 1949. Þau eignuðust sex börn og komust fimm á legg. Ól- afur, yfirlæknir á Akureyri, Þór unn gift Anthony Tunnard, mála færslumanni í Boston á Englandi, Örlygur, listmálari, Guðmundur Ingvi, lögfræðingur og Steingrím ur, blaðamaður. Frú Halldóra naut mikillar virðingar. Hún var m.a. heiðurs félagi Stúdentafélags Reykjavík ur og riddari af Fálkaorðunni. Halldóra Ólafsdóttir með mishverfum lágljósum, sem ætluð eru fyrir hægri umferð, enda séu ljósker þannig útbúiin, að ekki brjóti í bága við núgild andi ákvæði. Eiga ljósker þá annað hvort að vera yfirlímd, þannig að límt sé yfir Ijósgeisla ljóskersins, eða þá með perum sem hægt er að stilla fyrir hægri og vinstri umferð. Bæði yfirlímingin og peruútbúnaður- inn skal vera viðurkenndur af bifreiðaeftirliti ríkisins. Sérstak- lega skal tekið fram að áliming skal vera úr þannig efni að hún baldist óhreyfð fram til fyrsta m.aí, og verður bifreiðaeftirlitið að viðurkenna þá aðila sem á- líming'una annast. Getur þvi ekki hver sem er annast það verk. Bifreiðir með mighverf lá*g- Ijós. sem við aðaiskoöun 1968 hljóta fullnaðarskoðun fyrir 1. m.aí 1968 skulu búnar ljósaút- búnaði fyrir hægri umferð, sem þó fullnægi skilyðum um ljósa- búnað í vinstri umferð. Frá og með 1. maí er heimált að nota ljósaibúnað með mishverfum Ijósum fyrir hægri umferð, án nokkurs aukabúnaðar fyrir vinstri umferð, og bifreiðir sem skoðaðar eru eftir þann tíma fá ekki fullnaðarskoðun nema þær séu með ljósabúnað fyrir hægri umferð. Fyrir 1. ágúst skulu allar bif reiffar vera komnar meff ljósa- búnaff fyrir hægri umferff og eftir þann tima geta þeir bif- reiffaeigendur, sem ekki hafa breytt ljósabúnaffi bifreiffa sinna, átt þaff á hættu aff bifreiff in verffi stöffvuff og notkun hennar bönnuff. Þaff skal tekiff fram, aff ekki er heimilt aff hafa nema tvö Ijósker fyrir lágljós á hverri bifreiff, og ef ljósker eru fleir, er ekki þörf á aff skipta um nema ljósker fyrir lágljós. Aldrei er ofbrýnt fyrir öku- mönnum að hafa ljós bifreiða sinna rétt stillt, og er það góð regla. að láta stilla eða athuga ljósin tvisvar á ári. Bifreiða- Ijósker hafa taikmairkaða end- ingu, eins og allur ann.ar ljósa- búnaður, og dofna bifreiðaljós smátt og smátt með aldrinum. Getur þess vegna oft verið nauð synlegt að skipta um ljósker, þótt þau séu ekfk á nokkum annan hátt sködduð. Ökumenn SVAVAR Guffnason listmálari á 17 myndir á samsýningu, sem stendur yfir í Charlottenborg í Kaupmannahöfn þessa dagana. Morgunblaffiff hafffi samband viff Svavar í gær, og sagffi hann aff félagiff, sem héldi þessa sýn- ingu, héti „Grönningen", og hefffi haldiff slíkar sýningar ár- lega í ein fimmtíu ár. Þetta væri gamall og gróinn félagsskapur og stæðu að hon- um nokkrir listamenn innan Skandinavíu. Það væru mikið til sömu mennimir sem sýndu þarna ár eftir ár, en hinir gömlu féllu smámsaman frá og nýir tækju við. „Félagsskapurinn var nokkúð langt niðri um tíma, en nú hefur bætzt við mikið af ungum mönn um, svo mikið, að þeir eru jafn- vel farnir að kalla mig gamlan. Ég hef ekki getað tekið þátt í hverri sýningu, þvi að þetta er nokkuð dýrt, en nú var komið svo mikið af nýjum mönnum, að mér fannst ég verða að fara til að kynnast þeim og verkum þeirra. Þau verk sem ég á þarna eru öll tiltölulega ný, utan sem þurfa af einhverjum ástæð um að skipta um ljósker sinna bifreiða héðan í frá, skal að lók u*m bent á að fá sér ljósabúnað fyrir hægri umferð, sem er þann ig útibúin að ekíki brjóti í bóga við reglur um ljósaibúnað í vinstri umiferð. Ef annað ljós- kerið skaddast, skal ávallt skipta um bæði ljósker, svo þau séu eins og samstæð. Helztu gerffir af bifreiðaljósum Það er auðvelt fyrir bifreiða- eigendur að ganga úr skugga um hvaða gerð ljósa eru á bitf- reiðum. Ef ljósin eru tendruð og lági geislinn látinn loga, má bregða hvítu bíaði fyrir ljós- kerið, og kemur gerð þess þá vel í Ijós. Sé hvíta blaðinu brugðið fyr- ir ljósker af ensk-am.erískri gerð sést að bílljósið er aiílt jafn bj-art. Vegna umferðarbreyting- arinnar verður að skipta* um all ar saimlokur með tveim glóþráð um og sömuleiðis öll ljósker aí þessari gerð, sem eru með stakri peru. Ef Ijó.sker eru atf hinni svo- köiluðu samhverfu gerð aðal- ljósa, sézt að ljósið er aðeins í efri hluta Ijóskersins, ef þvítu blaði er brugðið fyrir það. Þessi ljós þarf ekki að skipta um vegna hægri umferðar. Sé blaði brugðið fyrir hina svonefndu mishverfu gerð aðal- ljósa, sézt að Ijósið er aðeins í efra helm.ingi ljós'kers-ins, og kemur geiri niður til vinstri handar þegar staðið er fyrir fraiman bifreiðina. ef ljóskeri® er fyrir vinsti umferð. Geirinn kemur hægra megin þegar horft er framan á bifeiðina, ef ljós- kerið er fyrir hægir umferð. Ef geirarnir eru bæði vinstra og hægra megin dugir að snúa per unni, vegna umferðarbreyting- arinnar, en annars verður að skipta um ljósker, eða gler. Lönd og leiðir Mbl. hefur borizt bækilingur frá ferðaskrifstofunni Lönd og leiðir, sem skýrir frá væntanleg- um ferðum á árinu 1968. í bækl- ingi þessum, sem er á ensku, er lýst ferðum um ísl., fyrst stuttum ferðum frá Reykjavík, þar sem toomið er til baka samdægurs, en einnig lengri ferðum, sem sumar hverjar taka marga daga. Svavar Guffnason. eitt sem ég held a’ð ég hafi mál- að á stríðsárunum, en fannst fara bara vel með hinum sem ég sendi". Svavar er eini Islendingur- inn sem verið hefur meðlimur í þessu félagi, fyrir utan Jón heit in Stefánsson, en þeir voru þar saman síðustu árin sem Jón lifði. Svavar Guðnason sýn- ir í Charlottenborg Frá siglingunni um Kielarskurffinn. Völkerfreundschaft- skemmtun í kvöld í KVÖLD gengst Ferðaskrifstof- an Sunna fyrir skemmtikvöldi að Hótel Sögu fyrir þá, sem þátt tóku í Sunnu-tfeirðinini með „ Völke i-f reundschaf t“ í ágúst- mánuði sl. Þar mun Árni Stefánsson m. a. sýna kvikmynd þá, sem hann tók í ferðalaginu, og einnig verða sýndar litskugigamyndir úr ferð- inni. Skemmtiatriði hefjast kl. 9, en matur verður til reiðu fyrir þá, sem það vilja, frá kl. 7. Borð imá panta imilli fcl. 2 og 4 í dag. Stolið af ÞAÐ verffa aff teljast fremur óvandaðir menn sem leggja sig niffur við aff stela af bömum, og finnst sjálfsagt mörgum ótrúlegt aff þaff gerist hér á landi, en þaff er þó því miffur svo. Til okkar liringdi I gær maffur sem býr viff Barónsstíg, og sagffi aff tvisvar hefffi veriff hrifsaff af börnum hans, þaff sem þau höfffu veriff send meff út í verzl- un til aff kaupa fyrir. Síðara skiptiff var í gær, þegar hann sendi son sinn út í verzlun til aff kaupa sígarettur. Bamiff kom grátandi heim, og sagði frá því aff ungur maffur hefffi komiff til | Ljóðskáld | í fangelsi SEXTÍU franskir rithöf- l undar, þeirra á meðal í Francois Maux-aic og Louis t Aragon hafa undirritað á- i í skorun til grísku herfor- / / ingjastjórnarinnar um að / / náða gríska ljóðskáldið / 7 Yannis Ritsos. j Ritsos hefur verið hafð- J 1 ur í haldi á eyjunni Leros, 1 J en í áskoruninni segja \ J frönsku rithöfundarnir, að J \ hann sé „eitt mesta ljóð- \ í skáld okkar tíma“. Ritsos i 4 er 58 ára, og vitað er að t t hann hefur átt við van- t L heilsu að búa, en hann hef t í ur verið hnepptur í fang- t x elsi frá því í apríl í fyrra. / / Segja rithöfundarnir að / / aðbúnaður Ritsos á Leros J 7 stofni lífi hans í hættu. börnum sín, hrifsaff af sér sígarettupakk- ann og sagt: „Þú hefur ekkert viff þetta aff gera“. Þeir sem kynnu aff sjá svona óþokkabragff ættu strax aff tilkynna þaff lögregl- unni, því ff þótt kaupverff eins sígarettupakka skip'ti kannski ekki miklu máli er svona fram- oma áfall fyrir börnin. Fyrirlestur hjó nóttúruiræðifél. Á NÆSTU fræffslusamkomu félagsins, sem haldin verffur í 1. kennslustofu Háskólans, mánu- daginn 29. janúar kl. 20.30, mun Eyþór Einarsson, grasafræffing- ur, flytja erindi meff litskugga- myndum: Um landnám plantna og gróffurfar á nokkrum jökul- skerjum í Vatnajökli. Eyþór hefur undanfarin ár fenigizt við rannsóknir á gróðri jötoulskerja í Breiðamerkurjökli í sunnanverðum Vatnajökli og landnám plantna á skerjium, sem þar eru nýkomin undan jökli. Hann mun í þessu erindi skýra frá rannsóknunum og gera sam- anburð á gróðri þriggja svæða, sem hafa verið íslaus um lengri eða skemmri tíma. Elzta svæðið er Esijiufjöll, sem hafa verið jök- ullaus um þúsundir ára, óg eru sumsstaðar vaxin fegursta blóm- skrúði. Næst elzta svæðið er Kárasker, en það 'hefur verið ís- laust um þrjátíu ára skeið og er farið að gróa nokkuð upp. Yngsta svœðið nefnir Eyþór Bræðrasker, en það fór að koma undan jökli fyrir sex árum, og fyrstu plönturnar námoi þar land fyrir fjórum árum. (Frá Hinu íslenzka náttúru- fræðifélagi). Stjórnmálasambund ú ný milli V-þýzkalands og Júgóslavíu París, 27. jan. — (AP) HAFT er eftir áreiffanlegum heimildum aff fundi stjóma Vestur-Þýzkalands og Júgó- slavíu hafi lokiff meff samkomu- lagi um aff ríkin taki upp stjórn málasamband aff nýju. Er búizt við tilkynningum stjórnanna um þetta mál eftir helgina. Fulltrúar stjórnanna ræddust vfð í París, til skiptis í bústöð- um sendiráða landa sinna. Hitt- ust þeir fyrst á þriðjudaginn var og var haldið viðræðum áfram nær stöðugt síðan. Vestur-Þjóðverjar slitu stjórn málasambandi við Júgóslavíu árið 1957, þegar stjórn Júgó- slavíu viðurkenndi stjórn Ul- brichts í Austur-Þýzkalandi. — Var þetta gert í samræmi við Hallstein-kenninguna, þar sem svo er kveðið á, að Bonn- stjórnin hafi ekki stjórnmála- samband við ríki, sem vi'ður- kenna Austur-Þýzkaland sem sjálfstætt ríki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.