Morgunblaðið - 28.01.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JANUAR 1968
3
Sr. Jón Auðuns dómpróf.:
Stillti Jesús
storm og sjó?
ANDS^ÆNIS guðspjalli þessa
sunnudags, en það segir að Jes-
ús hafi með orði sínu stillt
storm og sjó, hafa menn staðið
efablandnir og hugsað líkt og
vinur minn einn, er sagði við
mig:
Ég hefi lengi átt í erfiðleik-
um með þessa sögu. Allt öðru
máli gegnir um það, að Jesús
hafi gengið á vatni. Til þess
nægði honum að hafa vald á
líkama sínum. En að hann hafi
með orði sínu látið æstan storm
þagna og ógnandi öldur detta í
dúnalogn, þykir mér bera svo
mikinn svip af töfrum, að
þarna nem ég staðar og trúi
hvorki né trúi ekki.
Svo mælti við mig vinur
minn, trúaður maður, þjóðkunn
ur og merkur. Það er sennilegt,
að allmörgum fari á sömu leið.
Frumstæðri trú fylgja töfrar.
á æðri stigum hennar hverfa
þeir. 1 kristnum trúarhugmynd
um á ekki að vera rúm fyrir
þá.
Vi'ð trúum því, að við lifum
í lögmálsbundnum heimi, heimi
sem Guð hefir sett lögmál, sem
haggast ekki og enginn getur
með töfrum upphafið einum í
vil í dag og öðrum á morgun.
En hvað eru töfrar?
Vissulega ekki það, að and-
inn geti haft áhrif á efnið. Að
svo er, hafa menn lengi vitað og
viðurkennt, aðrir en gallharðir
efnishyggjumenn í vestræna
heiminum. Á síðustu árum hafa
loks verið gerðar merkilegar
rannsóknir á þessu efni austan
járntjalds. Mikils metnir vís-
indamenn í Tékkó-Slóvakíu
hafa, og að nokkuru leyti í sam
vinnu við rússneska stéttarbræð
ur, gert og eru að gera enn
stórmerkar tilraunir, sem þeir
telja að óyggjandi leiði í ljós
mátt hugarorkunnar til að
hreyfa hluti úr jarðnesku efni.
Verði þetta viðurkennt þekk-
ingaratriði, og það er full ástæða
til að búast við því, svo marg-
ir merkir vísindamenn í vestri
og austri segjast hafa sannreynt
þetta við strangvísindaleg skil-
yrði, — þá fer a'ð verða ástæða
til að líta öðrum augum en tíð-
ast er litið á sitt hvað það, sem
kraftaverk kallast.
En leiðiri sýnist óneitanlega
nokkuð löng frá þeim stað-
I reyndum, sem enn eru kunnar,
! og upp í að trúa hiklaust því,
| að Jes.ús hafi með orði sínu
stillt æstan storm og ógnandi
öldur.
Hugmyndirnar gömlu eiga eft
ir að fara í deiglu nýrrar heims
myndar, sem er að smáfæ'ðast.
Vísindin hafa gert efnið að
engu. Hugmyndirnar um gagn-
verkanir „efnis og anda“ hljóta
að taka miklum breytingum í
náinni framtíð. Þá má svo fara,
að guðspjall þessa helgidags
verði séð frá öðrum sjónarhóli
en okkur er kleift að sjá það í
dag.
Hitt er eðlilegt, að varkárir
menn séu á verði og gangi þá
stundum óþarflega langt í af-
neitunum, svo margt loðir enn
vi'ð trúarhugmyndirnar, sem
bersýnilega er leifar af ævagam
alli töfratrú en ætti ekkert heim
kynni að eiga í kristnum trúar-
hugmyndum.
Freistingarsaga guðspjallanna
sýnir, að Jesús neitar afdráttar-
laust að biðja Guð um að upp-
hefja náttúrulögmál fyrir sig,
soninn sjálfan: ,,Ekki skaltu
freista Drottins Guðs þíns“,
sagði hann.
í Davíðssálmum eru mörg og
augljós dæmi þeirrar trúar, að
Guð upphefji lögmál sin til að
vernda vini sína frá likamlegri
hættu, en láti hina vorkenn-
ast.
Slíkri „vernd“ lofaði Jesús
lærisveinum sínum ekki. Þvert
á móti hét hann þeim þrenging-
um og neyð. En hinu hét hann
þeim, að vera me'ð þeim í neyð-
inni, gera þá sterka í erfiðleik-
unum: „Ég er með yður alla
daga“, sagði hann. Engir töfrar
áttu að vernda vini hans. En
hann ætlaði sjálfur að vera með
þeim og miðla þeim krafti til að
standast ofsóknirnar og sigra
risavaxna erfiðleika, sem
verða mundu á vegi þeirra.
Inn í bænalífið ná stundum
angar af gamalli töfratrú. Það
ey viðkvæmt mál og vandfaríð
er með það. Samt langar mig
til að fá að tala lítillega um
það við þig á sunnudaginn kem-
ur.
Mannfræðileg rannsóknar-
stöð tekur til starfa í Rvík
— Samtal v/ð dr. Jens Pálsson manntræbing
DR. Jens Pálsson, eini sérmennt-
aði mannfræðingur íslands, sem
hefur starfað að víðtækum mann
fræðirannsóknum hér og í ýms-
um löndum, er fyrir nokkru
kominn til landsins. Hefur hann
komið upp sérstakri rannsóknar-
stöð í mannfræði hérlendis,
og verður starfsemi hans fyrst
um sinn styrkt af þremur erlend
um vísindastofnunum, en sam-
starf er við fleiri.
Er þessi óvenjulega framtaks-
semi hins unga vísindamanns
vissulega fagnaðarefni þeim,
sem skilja hve efling mannfræði-
visinda á íslandi er mikilvæg.
í tilefni þessa merka atburðar
átti Mbl. eftirfarandi samtal við
dr. Jens.
Boðið á aiþjóðaráðstefnu
mannfræðinga í Japan
Mynduð þér vilja segja okkur
fyrst dálítið frá störfum yðar áð-
ur er þér komuð til íslands nú?
Ég hef starfað við Mannfræði-
stofnun Mainzháskóla í Þýzka-
landi, að meira eða minna leyti
undanfarin ár. Fór þangað frá
Oxford vegna freistandi vinnu-
skilyrða, sem mér buðust þar.
Vann þar m.a. við beinasafn
manna frá miðöldum. Inn á milli
ferðaðist ég til íslands eða ann-
arra landa og gerði þar sjálf-
stæðar mannfræðirannsóknir. Úr
þeim vann ég svo á eftir í Mainz
auk annarra starfa og þannig
varð til allstór ritsmíð, sem enn
er í handriti. Síðar samdi ég svo
doktorsritgerð, sem ég lagði fram
við Mainzháskóla.
Niðurstöður mannfræðirann-
sókna minna fram að þessu hafa
birzt í 10 erlendum vís-
indaritum á undanförnum árum,
og nokkra fyrirlestra hef ég
haldið um mannfræði, m.a. á 7.
alþjóðaþingi mannfræðinga í
Moskvu fyrir tæpm 4 árum, þar
sem ég var eini fulltrúi íslands.
Menntamálaráðuneyti fslands
styrkti mig til þeirrar farar (frá
Þýzkalandi) og ég vona því fast-
lega að það styrki mig á 8. al-
þjóðaþing mannfræðinga, sem
halda á í Japan nk. sumar.
Ég hef fyrir nokkru fengið
bréf frá undirbúningsnefnd ráð-
stefnunnar og Vísindaráði Jap-
ans, þar sem mér er boðin þátt-
taka og að tala þar sem fulltrúi
íslands.
Mannfræðirannsóknir
í Skotlandi og á írlandi
Hvar hafið þér aðallega gert
mannfræðirannsóknir utan fs-
lands?
í Bandaríkjunum, Kanada,
Noregi, Danmörku, Skotlandi og
á írlandi. í
Ég dvaldi á Bretlandseyjum
um tíma í vetur. f London heils- j
aði ég upp á ýmsa góða kollega
og kunningja, sem hafa áhuga á
mannfræðistörfum mínum og
ræddum við fyrirhugað samstarf,
sem á að koma til framkvæmda
á þessu ári. Svo fór ég til Skot-
lands og írlands og gerði þar
ýmsar mannfræðirannsóknir,
sem nauðsynlegar eru til saman-
burðar við rannsóknir mínar á
fslendingum. Mér var allsstaðar
mjög vel tekið og er mjög á-
nægður með árangurinn af dvöl
minni í þessum löndum. Stúd-
entasamtök aðstoðuðu mig oftast
við undirbúningsstörf. í Dublin
hitti ég m.a. þrjá ágæta landa og
einn þeirra, Bjarni Gunnarsson,
gerðist skrifari minn við rann-
sóknirnar. í Glasgow naut ég
sérlega góðrar fyrirgreiðslu Ól-
afs Jóhannssonar
Flugfélaginu.
fulltrúa hjá
Verksvið rannsóknarstöðvar
í Reykjavík
Hvert verður aðallega verk-
svið rannsóknarstöðvar yðar
hér?
Hér mun ég hafa aðalbækistöð j
mannfræðirannsókna minna á fs- i
landi, taka einkum á móti fólki !
til rannsókna, sem býr í Reykja- \
vík og nágrenni og vinna úr
efnivið, sem ég hef viðað að mér
hér og annarsstaðar á landinu,
eða erlendis. Ég mun fram- j
kvæma ýmsar líkamsmælingar,
athuga líkamseinkenni, svo sem
hára- og augnalit, höfuðkúpulag,
neflag, fingraför og lófalínur (þó
án þess að reyna að spá). Þá
j mun ég taka myndir af fólki og
gera blóðrannsóknir á því, svo að
fleira sé nefnt, en ég á enn eftir
að fá nokkur dýr tæki til að
geta framkvæmt allt sem mér
leikur hugur á. Alexander von
Humboldt-stofnunin í Þýzka-
landi hefur ákveðið að gefa eitt
nauðsynlegasta og rándýrasta
tækið til rannsóknarstöðvar minn
ar og er ég mjög þakklátur fyrir
það, svo og rausnarlega fjár-
styrki og bókagjafir, sem þessi
merka vísinda- og menningar-
stofnun Þýzka sambandslýðveld-
isins hefur látið af hendi rakna
við mig. Ég vona líka að Vís-
indasjóður íslands veiti mér
styrk til tækja nú, en hann
hefur oft reynzt mér haukur í
horni. Það er ekki hægt að gera
allt í einu, en það var ekki hægt
að draga lengur að koma upp
þessari rannsóknarstöð í mann-
fræði á íslandi. Starfsemin er
orðin svo umfangsmikil og henni
verður að halda gangandi hvað
sem það kostar. Rofni samhengið
er það sem á undan hefur verið
gert að miklu leyti unnið fyrir
gýg. Þetta á ekki sízt við rann-
sóknir mínar á skóólafólki.
Tilgangur mannfræðirannsókna
Og hver er tilgangur rann-
sókna yðar, yfirleitt?
Hann er margþættur. Með því
að athuga ýmis líkamseinkenni
íslendinga eftir kynferði, aldurs-
flokkum, atvinnugreinum (eða
þ j óðf élagsstétt), landshlutum,
sveitum og bæjum, má fá
mikilvægt yfirlit yfir kynein-
kenni þjóðarinnar, líkamsþroska
hennar og þróun. Og við það
öðlumst við ómetanlega þekk-
ingu og skilning, sem myndi
varpa . Ijósi á hin margvíslegu
vandamál mannfræðinnar, yfir-
leitt.
Hér er raunverulega um undir
stöðurannsóknir að ræða. Það er j
meðal annars verið að leggja
grundvöllinn að mikilvægum
framtíðarrannsóknum, sem ann-
ars væri ómöuglegt að gera. Þró-
unin nemur ekki staðar. Þjóðfé-
lagshættir íslendinga hafa verið
óðum að breytast og um leið
þroskamöguleikar manna. Sér-
einkenni þeirra eftir héruðum og
ættum hverfa óðum í hringiðu
bæjarmenningar og það eru því
síðustu forvöð að rannsaka ræki-
lega mannfræðilega öll afskekkt-
ari byggðarlög á íslandi. Það
kallar engin aftur séreinkenni
þeirra. Bein ein myndu fræða
of lítið þótt aðgangur að sumum
þeirra fengizt e.t.v. fyrir seinni
tíma vísindamenn. Það er of
seint að iðrast eftir dauðann.
Nei, við megum ekki bregðast
því sjálfsagða menningarhlut-
verki að reka skipulegar og á-
framhaldandi mannfræðirann-
sóknir á þjóð okkar. Annars eig
um við á hættu að verða hart
dæmdir af seinni tíma mönnum
fyrir sofandahátt og skammsýni.
fslendingar, sem enn segjast
vera miklir sögumenn, verða
líka að gera sér grein fyrir sögu-
legu gildi mannfræðirannsókna.
Rannsóknir á beinaleifum for-
feðra okkar og nútímafólki geta
t.d. brugðið mikilsverðu ljósi á
uppruna íslendinga og tel ég
mig hafa lagt töluvert af mörk-
um í þessu efni. Mun ég m.a.
ræða um það á 8. alþjóðaþingi
mannfræðinga í Japan, ef ég
kemst þangað.
„Mál þjóðarinnar allrar“
Hafið þér ekki orðið varir við
áhuga.manna á mannfræðistörf-
um yðar hérlendis?
Dr. Jens Pálsson
Jú, vissulega, mjög víða. Þetta
er heldur ekki neitt einkamál
mitt. Það er í rauninni „mál þjóð
arinnar allrar", eins og mikils-
metinn prófessor við háskóla fs-
lands komst að orði. Sami pró-
fessor hitti líka nýlega banda-
rískan mannfræðing, sem furðaði
sig mjög á því að íslendingar
skyldu ekki vera búnir fyrir
löngu að veita mér starfsskilyrði
hér á landi, svo mikil sem verk-
efnin eru fyrir íslenzkan mann-
fræðing. Svipaða undrun hafa
líka margir erlendir kollegar lát-
ið í ljósi við mig. En ég á alltaf
J erfitt með að skýra þetta og þar
j með að ég skuli aldrei hafa feng-
J ið frá íslandi nein föst laun fyr-
fræðistörf mín þar, en
hinsvegar þegið þau af erlend-
um aðilum. Vissulega met ég
mikils fjárstyrki, sem ég hef
fengið frá Alþingi og Vísinda-
sjóði fslands, en það er auðvitað
ekki hægt að kalla það laun, sem
fer allt til tækjakaupa, ferða-
laga og annarra útgjalda við
rannsóknir mínar. Og það hefði
heldur ekki verið hægt að koma
upp rannsóknarstöð og reka hana
fyrir þær fjárupphæðir einar,
sem ég hef fengið frá íslenzka
ríkinu.
Eruð þér nú alkominn heim til
íslands, dr. Jens?
Það vildi ég geta sagt með
vissu, en það er fyrst og fremst
undir yfirvöldum landsins komið
hvort ég get starfað að mann-
fræði hér eins og nnuðsynlegt er.
Samstarf almennings er engum
vafa undirorpið, en ég veit ekki
enn hvort ég fæ nægilegt fé frá
ríkinu til að reka rannsóknar-
stöð mína á íslenzkum grund-
velli. Drengileg viðbrögð fjár-
veitingarnefndar og Alþingis við
styrkbeiðni minni í nóvember
1966, gefa mér þó sterkar vonir
um að þeir muni á þessu ári
veita málum mínum viðunandi
úrlausn.
Það er vitanlega uppörvandi í
i erfiðu uppbyggingarstarfi að
j finna traust erlendra kollega og
stofnana á vísindastörfum mín-
um, sem lýsir sér í beinum og
óbeinum styrkveitingum þeirra
til mín, en íslendingar geta varla
verið þekktir fyrir að láta er-
lenda aðila kosta algerlega eða
að mestu leyti mannfræðirann-
j sóknir í sínu eigin landi, segir dr.
! Jens Pálsson að lokum.
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍMI 10*100
ísl. arkitekt teiknaði
Evrópufrímerkið 1971
PÓSTNEFND Evrópusamráðs
pósts og síma (CEPT) kom sam-
an til fundar í bænum Villars-
sur-Ollon í Sviss, 25. jan. sl. til
þess að velja mynd á Evrópufrí-
merki næstu þriggja ára. Alls
voru lagðar fram 28 teikingar
frá 15 löndum.
Fyrir Evrópufrímerki ársins
valdi nefndin teiikningu frá
j Italíu, fyrir Evrópufrimerki árs-
! ins 1970 valdi hún teikningu frá
I írlandi og fyrir Evrópufrímerki
i ársins 1971 var valin teikning frá
fslandi eftir Helga Hafliðason,
j arkitekJt. Hlýtur hann í verðlaun
j jafnvirði 2500 gullfranka, um
j 46.550.— krónur.
Teikning frá fslandi hefur áð-
j ur verið valin á Evrópufrímerki.
Var það teikning Harðar Karls-
: sonar árið 1965. Er ísland einasta
j aðildarland CEPT, sem teikning
j hefur verið valin frá oftar en
' einu sinni.