Morgunblaðið - 28.01.1968, Side 4

Morgunblaðið - 28.01.1968, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1968 m ‘IM11-44-44 mniF/m Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eSa 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. y. J0/ÍJ* £f/tTAJ9 IfeS/KW/gS' RAUOARARSTIG 31 SlMI 22022 Nýr sími 23-222 SENDIBÍLAR HF. Einholti 6. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Vegamál og sparnaður? Af utanverðu Snæfells- nesi hefur Velvakanda borizt eftirfarandi bréf: Það er talað um lélega vegi og slæmt viðhald á þjóðvegum landsins. Ófullnægjandi viðhald stafar af fjárskorti, segja vegaverk- stjórar, en af irverju stafar fjár- skorturinn til viðhalds á veg- um. Ég ætla nú að sýna hér hvern ig unnið er að vegamálum hér á utanverðu Snæfellsnesi. Þegar komið er að Heiðarkasti við Fróðárheiði, á leið frá Rvík, er um tvær leiðir að ræða til Hellissands og Ólafsvíkur. Önnur leiðin er yfir Fróðár- heiði og er þá komið fyrst til Ólafsvíkur, síðan til Hellissands en á milli þessara kauptúna eru 10 km. Veigurinn á þessari leið ligg- ut yfir Fróðárheiði, sem er í 361 metra hæð yfir sjó. Þessi vegur er frekar brattur og erfiður fyrir þungar bifreið ar, mjög viðhaldsfrekur meðal annars vegna úrrennslis eins og títt er um fjallvegi. Þessi leið teppist mjög fljótt vegna snjóa, ef ekki kæmi til aðstoð vegagerðarinnar, einnig er oft mikil hálka þarna. Nú á síðastliðnu hausti og það sem af er þessum vetri, hefur vegagerðin aðstoðað á þessari leið allt að tvisvar í EIINiANGRIJN Góð plasteinangrun hefur hi-ta leiðnisstaðal 0.028 til 0.030 Kcal/mh. ’C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega engan raka eða vatn í sig. — Vatnsdrægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, ef svo ber undir, að mjög lélegri einangrun. Vér hófum fyrstir allra, hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. Reypfast hf. Ármúla 26 - Sími 30978. viku, og er það þá framkvæmt með ýtu, plóg og hefli, tæki notuð eftir því sem við á hverju sinni og í flestum tilfell um fylgir vörubifreið. Nú langar mig og sjálfsagt fleiri til að spyrja vegagerðina: Hvað kostar þessi snjómokstur nú í 'haust og það sem af er vetri, og hvað hefur snjómokst ur á Fróðárheiði kostað á und- anförnum vetrum? Hin leiðin ,sem hægt er að fara liggur í gegnum Breiðuvík þar er um að ræða fallega og búsældarlega sveit; við þjóð- veginn eru tengdir vegir að Arnarstapa og Hellnum, sem eru smáþorp; einnig er á þess- ari leið, Malarrif, þar er ljós og radíóviti, Lóranstöðin á Gufu- skálum er ennfremur á leið- inni. Hér er um að ræða fallegt og stórbrotið landslag. Sjávar- ströndin er hættuleg skipum og hafa mörg skip strandað á svæðinu frá Malarrifi að Önd- verðarnesi. Á síðastliðnu hausti gekkst kvennadeild slysavarnarfélags- ins á Hellissandi „Helga Bárð- ardóttir”, fyrir því að lagður var vegur niður að Djúpalóns- sandi, en á þeim slóðum hafa mörg akip strandað. Þessi vega- gerð bætir mjög aðstöðuna til að koma nauðstöddum mönn- um til hjálpar. Þessi leið er 52 km til Hellis- sands og þá 62 km til Ólafs- vrkur, vegalengdin er að vísu lengri, en það munar ekki nema 15—20 mínútum að a'ka þessa leið til Hellissands og er það vegna þess að vegurinn liggur um láglendi og er um að ræð'a mjög gott vegarstæði; einnig gæti verið ódýrt viðhald á þess um vegum, af því hann liggur víða yfir 'hraun og þurrt land. Mjög slæmt ástand er nú á þessum vegi, fyrst og fremst vegna lélegs viðhalds. og að vegurinn er ekki fullbyggður, en það stafar af fjárskorti, að því að sagt er. Ekkert hefur verið borið ofan í Útnesjaveg í 2—3 ár er þó tölu verð urnferð á þessari leið. 1 svo nefndum Stapabotni og Hellnahrauni var á síðastliðnu hausti unnið að endurbyggingu vegarins þar, vegurinn hækkað- ur og breikkaður. Er það til stórbóta og hefur komið bezt í ljós á síðastliðnu hausti og það sem af er þessum vetri, þannig að vegurinn hefur aldrei orðið ófær af snjó á þessum tíma, og hafa mjög margir notað sér það. Spurningin er þá: Á að halda áfram að ausa fé í snjómokstur á Fróðárheiði, eða vinna að því að fullgera veginn fyrir Jökul, og gera hann að aðalleið, haga svo viðhaldi og endurbyggingu eftir því. Fólkið, sem fylgist með þess- um málum, hefur ýmislegt út á 'gang þeirra að setja, sérstak- lega nú þegar talað er um erf- iða tíma, og að allir eigi að spara. H. B. it Hvers eiga göngu- menn að gjalda? Afi skrifar: Undanfarna daga, enda oft áður, er svo hefur viðrað, hef- ur það verið hreinn lífsháiski að ganga eftir gangstéttum borgarinnar og ófá eru þau gangbrautarslysin, sem maður heyrir um. Þessi slysahætta er þeim mun langæari sem snjólagið á gang- stét’tunum sem nú er orðið að klakabólstrum, hefur verið þykkara. Snjói á götur borgarinnar er skjótt brugðið við, borið á þær salt og snjónum rutt af þeim, oft upp á gangstéttirnar og þar skilinn eftir í löngum sköflum. Þegar svo þíðan kemur hlaupa þær í klaka og bólstra eins og áður er lýst og helzt það ástand gangstéttanna löngu eftir að sjálfar göturnar eru orðnar suimarþurrar. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að hreinsa göturnar sem fyrst og firra þannig vegfarendur vandræðum og slysum, en mörg um finnst það ’kynleg ráðstöfun að skilja snjóinn eftir á gang- stéttunum og gera þær með því stórhættulegar fyrir þá sem eft- ir þeim þurfa að fara. Ekkert virðist sjálfsagðara en að gang- stéttirnar séu hreinsaðar um leið og igöturnar eða að minnsta kosti áður en snjórinn á þeim hleypur í klaka, en takist svo illa til að það sé ekki gert, hlýtur það að vera lágmarks- krafa gangandi fólks í borginni að sandur sé borinn á hættu- legustu sfaðina. Heyrt hef ég þvá ha'ldið fram af læknisfróðum manni, að bíl- arnir stytti fleirum líf af þeirn sem í þeim sitja en fyrir þeim verða. Skýrði hann mál sitt með því að bílarnir yllu því að margir hverjir hefðu ekki á sér lífs- nauðsynlega hreyfingu og þang að væri m. a. að leita orsak- anna fyrir síhækkandi dánar- tölu þeirra, sem látast um ald- ur fram, vegna bilaðs hjarta eða æðakerfis. Enginn dómur skal lagður á þessa fullyrðingu, enda ekki á færi leikmanns, en væri eitt- hvað satt í því sem læknirinn 'hélt fram þá er það víst að borgaryfirvöldin hafa ekki stuðlað að ianglífi manna und- anfarna hlákudaga. Reykjavík, 19. jan. 1968. Afi, sem langar til að lifa sem lengst við góða heilsu og sem minnst örkuml. it Urmull af skammbyssum Halldór Jónsson, verk- fræðingur skrifar: í sambandl við hinn hörmu- lega glsep, sem framinn var hér í Reykjavík nú nýveri^langar mig að koma eftirfarandi á framfæri: Hér á landi hafa skammbyss- ur verið með öllu ólögleg skot- vopn fyrir almenning. Lögreglu yfirvöld hafa verið ófáanleg til þess að leyfa mönnum, sem ann ars hafa byssuleyfi, að eiga skammbysisur. Nú er það oft svo, að forboðnir ávextir reyn- ast mörgum gómsætastir. Svo er einnig um þetta mál. Hér er til urmull af skammbyssum sem ólíklegustu menn eiga. Þeir eiga. það allir sameiginlegt ,að þeir aðgæta vandlega að lög- reglan komist ekki á snoðir um hvað þeir eigá í fórum sínum. Skot fá þeir gjarnan smygluð, séu byssurnar af þeim hlaup- víddum sem ekki eru finnan- legar í löleggum skotvopnum. ÍC Lögregla láti skrá- setja skammbyssur Væru allar þessar byssur á skrá, eins og reynt er að gera í öðrum löndum, þá ætti það að að vera léttir fyrir lögregluna, þegar slík mál koma upp, að geta fyrst ful'lvissað sig um, að allar skráðar byssur af viðkom andi gerð séu á vísum stað. Auk þess gætu skotfærakaupmenn ef til vill gefið þýðingarmiklar upplýsingar um slífc mál ef skot væru seld í verzlunum, í stað þess að vera smyglað eins og nú mun eiga sér stað. Mér er til efs að góður borgari, sem ætti slíka pístólu, og yrði fyrir því að 'glata henni, myndi til- kynna það lögreglunni án tafar, því þá ætti hann vísa hegningu fyrir það að eiga ólöglegt skot- vopn. Ennfremur hlýtur það að vera erfitt fyrir þá. sem vita af slíkum byssum í eigu manna, að geta ekki hjálpað lögregl- unni til þess að leita af sér all- an grun, nema með því að eiga á hættu vinslit og vandræðL Því legg ég til, að lögreglan ’gangist nú þegar fyrir því, að láta menn skrásetja allar ólög- legar skammbyssur án þess að viðkomandi mönnum verði straffað, gefa hreinlega út leyfi með þeim skilyrðum sem nauð- synleg eru, og k'oma þessum málum út úr pukri því, sem ríkt hefur hér um langt skeið. Þá ætti lögreglan hægara um vik. þegar slíkir hörimungaatburðir gerast og a'llir heiðvirðir borg- arar slyppu við óþarfa heila- brot. Og ek'ki mun þurfa að óttast það. að rangri byssu sé kennt skotið. Nútíma vísindi geta greint slíkt hverju sinni. Halidór Jónsson. LONDON 1ITC II 1 LONDON DÖM U UDEILD UTSALA DÖMUDEILD Kápur — Kjólar — Jakkar — Pil« í litlum númerum LONDON LONDON DÖM U UDEILD DÖMUDEILD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.