Morgunblaðið - 28.01.1968, Síða 14

Morgunblaðið - 28.01.1968, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JANUAR Isfcm Olafur Björnsson héraðslæknir - Minning ÓLAFUR Björnisson héraðslækn ir í Helluhéraði, anidaðist á Landsspítalanum 19. þ.m., eftir stutta legu, aðeins 52 ára að aldri. Fáum dögum áður vann hann læknisstörfin í héraðinu af þeirri alúð og skyldurækni, sem alkunn var. Fréttin um fráfall Ólafs læknis var mikil harmafregn, sem kom öllum á óvart, þótt vitað væri að hann væri veikur á sjúkrahúsi. Það virtust vera góðar vonir um bata og að hann fengi heiflsuna aftmr. Ólafur Björnsson var fæddur í Vesbmannaeyjum 14. nóvem- ber 1915. Foreldrar hans voru Björn Hermann Jónsson, síðar skólastjóri á ísafirði og kona hans, Jónína Þórhallsdóttir. Það bar snemma á því að Ólafur var sérstaklega greindur og hneigð- ist hugur hans til mennta. Hann var stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1936. Veitt- ist honum námið létt og stóð hugur hans því til frekara náms. Hann stundaði nám í efnaifræði við Háskólann í Stokkhólmi á árunium 1937 — ’39. Enginn vafi er á því að Ólafur var sérstak- lega vel fallinn til vísindaiðk- ana, vegna elju og nókvæmni, sem einkenndu öll störf hans fyrr og síðar. Á námsárunum erlendis kom Ólafi til hugar að gefa sig að jarðvegsfræði. Taldi hann að ísland hefði mikla þörf fyrir aukna þekkingu á því sviði. En á þeim tímum var erfitt með útvegun fjár fyrir fátækan stúdent og varð því ekki úr frekara rnámi erlendis um sinn. Opinberir vísindastyrkir voru ekki veittir á þeiim tíma og bráðlega kom seinni heims- styrjöldin sem truflaði fyrir- ætlanir í ýmsum málum. Ólafur stundaði kennslu á árunum 1939 til ’46 við gagnfræðaskóla og iðnskóla. Fór honum kennslan mjög vel úr hendi og virtu nem- endur hann fyrir hans góðu hæfileika og mannkosti. Ólafur snéri sér að læknisnámi og út- skrifaðist frá Háskóla íslands með ágætum vitnisburði árið 1952. Hann stundaði framhalds- nám í læknisfræði og var mjög vel menntaður á því sviði. Árið 1954 var hann skápaður héraðs- læknir í Súðavíkurhéraði. í árs- byrjun 1958 var hann skipaður í Helluhéraði, Rangárvallasýslu. Rangárvallasýsla var til ársins 1956 eitt læknishérað, en hérað- inu var skipt með lögum frá Al- þngi árið 1955. Sá sem þessar línur skrifar, hitti Ólaf lækni í fyrsta sinn haustið 1955, er hann leitaði upplýsinga um Helluhér- að, sem hafði verið auglýst til uimsóknar. Eftir það viðtal sótti Ólafur um héraðið, og fékk veit- ingu fyrir því í ársbyrjun 1956. Hann gegndi læknisstörfum þar til dauðadags, við vaxandi vin- sældir héraðsbúa. Má segja að vinsældir Ólafs læknis og traust manna ti’l hans hafi verið al- mennt og vaxandi í héraðinu og meðal allra, sem tækifæri höfðu til að kynnast honum. Ólafur var hugsjónamaður og mannvinur, sem tók læknisstörf in alvarlega og leit á þau sem þjónustustörf. Hann var óeigin- gjarn og leysti verkefnin vegna starfsins, en hugsaði minna um eigin hag og háa borgun fyrir þá þjónustu sem hann veittL Hann hugsaði um hag héraðs- búa, sem hann mat mikils og þótti vænt um. Hann bar um- hyggju fyrir hag sjúkrasamlag- anna í héraðinu og stillti í hóf verðlagi á iyfjum og læknis- störfum. Ólafur var vísindamaður og naut vaxandi álits innan lækna- stéttarinnar. Hann var í stjórn læknafélags íslands og formað- ur læknafélags Suðurlands. Hann var kjörinn í nefnd lækna, sem fjallaði um skipulag heilbrigðis- rnéla í landinu. Hafði hamn mik- inn á huga fyrir þeim málum og vakti athygli á þeirri miklu ábyrgð, sem á læknastéttinni hvílir. Hann fór oft á lækna- fundi erlendis og las mikið og kynnti sér nýjungar í læknavís- indum. í þessum mánuði stóð til að Ólafur færi til Bretlands í boði brezkra lækna, þar sem ræða átti um heymæði. En það er kvilli sem hefur gert íslenzk- um bændum erfitt og oft ómögu- legt að stunda skepnuihirðingu að vetri til. Ólafur taldi, að vonir stæðu til að finna mætti iyf til varnar þessari veiki, sem hefur gert mikið tjón um ára- raðir. Ólafur var mjög vel kynnt ur rneðal lækna erlendis, sem höfðu álit á hæfni hans og þekk- ingu. Hann hafði einnig ánægju og gagn af að kynnast stéttar- bræðrum sínum erlenidis. Hann hafði metnað fyrir þjóð sína og gladdist þegar hann gat sýnt fram á að íslendingar stóðu á ýmsum sviðum framar en stór- þjóðirnar. Eitt sinn þegar Ólafur fór á læknaþing í Bretlandi, var rætt um almenna þrifnaðar- menningu í ýmsum löndum heims. Ólafi fannst á ýmsum fulltrúum þingsins, þegar þessi mál voru rædd í fyrstu, sem sjálfsagt væri að ísland gæti tæplega staðið eins framarlega á þessu sviði, og hin gömlu menn ingarlönd, svo sem Bretland. Ólafur hafði þá nandbæra skrá yfir þau heimili í Rangárþingi, sem höfðu nýtízkulheimilisbað- tæki og annað, sem vitnaði um þrifnað og góðan húsakost. Hinir erlendu læknar létu í ljós að gamla Bretland og önnur merrn- ingarlönd mundu standa höllum fæti í samanburði við slíka þrifn aðarmenningu. Ólafur gladdist yfir því að hafa staðreyndirnar á reiðum höndum og geta kynnt landið á glæsilegan hátt á er- lendum vettvangi. Það kom oft fyrir, að erlendir læknar heim- sóttu Ólaf að Hellu. og hafði hann þá ánægju af að sýna þeim læknisbústaðinn og þá að- stöðu, sem héraðslæknir á ís- landi bjó við. Kom það himum erlendu mönnum á óvart, hversu vel er búið að íslenzkum lækn- um, sem að mörgu leyti stendur framar því sem víða er erlendis. - Ólafur var gæfumaður. Hann giftist ágætri konu og eignaðist 4 efnileg börn. Heimili þeirra hjóna var þekkt fyrir myndar- skap og rausn. r Það er mikill skaði fyrir þjóð- ina, þegar ágætir menn á miðj- um starfsaldri falla frá. Ólafs lækn-S er sárt saknað og mest af ástvinum hans, Rangæingum og öðrum, sem þekktu hann bezt. Hann verður jarðsettur á morg un frá Dómkirkjunni í Reykja- vík. Aldraðri móður, konu hains og börnum, viil ég votta innilega samúð. I. J. ÞEIR, sem tæplega eru komnir á miðjan aldur eiga stundum erf- itt með að sætta sig við raiun- veruleikann. Það var því erfitt að sætta síg við þá fregn að Ól- afur Björnsson, héraðslæknir á Hellu væri á miðjum starfsaldri horfinn yfir landamærin miklu. Þegar Hellulæknishérað var stofnað árið 1956 varð Ólafur héraðslæknir á Hellu og gegndi því starfi, þar til hann lézt þann 19. þ. m. Ég er ekki dómbær á læknishæfileika Ólafs, en ég held að hann hafi verið góður læknir. Hitt veit ég að það var gott að leita til hans og gott að fá hann til sín, þegar veikindi bar að. Öll framikoma hans við sjúklingana mótaðist af ljúf- mennsku og velvilja, hvort sem erindi þeirra voru stærri eða smærri, enda sakna þeir nú vinar í stað. Þegar veikindi steðja að, er læknir oftast nauðsynlegur, en hitt er ekki síður nauðsynlegt að vita lækninn nálægan ef á þarf að halda. Þeir munu ófáir í Hellu-héraði, sem það veitti öryggiskennd að vita Ólaf Björns son nálægan ef á lækni þurfti að halda. Ólafur gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félags- samtök lækna, sem ég kann ekki upp að telja, mun það vera glögg ur vitnisburður um hvert' álit stéttarbræður hans höfðu á hæfi- leiikum hans og mannkostum. Einnig var hann formaður skóla- nefndar Rangárvallaskólhverfis frá árinu 1962. Þegar Rotary- klúbbur Rangæinga var stofnað- ur gerðist Ó'afur meðlimur hans og gegndi þar forsetastörfum er hann lézt. Samfara erilsömu læknisstarfi vann Ólafur þessi störf af þeirri alúð og samvizku- semd, sem honum var svo lagin. Hann átti því oft langan og strangan vinnudag, án þess að spyrja um laun að kvöldi, enda var honum annarra velferð rík- ari í huga en eigin hagsmun- ir. Munu margir þeirra, sem áttu við hann samskipti, nú telja sig eiga ógoldna skuld. Þótt Ólafur rækti störf sín af mikilli kostgæfni, átti hann sér fjölda áhugamála. Mátti það furðu gegna hvað svo störfum hlaðinn maður bjó yfir mikilll þekkingiu á hinum margvíslegu hlutum. Hann var líka óþreyt- andi að miðia öðrum af þekk- ingu sinni og lærdómí. Mun ég ávallt minnast samverustunda okkar með þakklæti. Þótt gott væri að leita til Ólafs í veikinda- tilfellum, var ekki síður gott að vera í návist hans á gleðistund- um, en þá brá hann gjarnan fyr- ir græskulausri gamansemi. ÖH mótaðist framkoma Ólafs af siðfágun og ljúfmennsku, hvort heldur var á sorgarstund eða gleðimóti. Hans er því sárt saknað af mörgum. Fólkið í Hellu-héraði kveður lækni sinn með virðingu og þakklæti. Það þakkar honum störf hans í þess þágu. Störfin sem alltaf voru jafn fúslega unn- in, hvort heldur var á nóttu eða degi. Á skilnaðarstund mega fátæk- leg orð sín ekki mikils, en sú er bæn mín að minningin um Ólaf Björnsson megi veita ástvinum hans styrk í iþeirra þungu raun. Ég sendi eiginkonu hans og börn- um, móður og öðrum vanda- mönnum innilegar samúðar- kveðjur. Jón Þorgilsson. In memoriam: 14/11. 1915 — 19/1. 1968 Við fráfall Ólafs Björnssonar béraðslæknis á Hellu kemur manni í hug það forna spakmæli, sem kennt er við Hippokrates, að „listin er löng, en lífið stutt — tækifærið hverfult". Hann var orðinn þroskaður maður, 36 ára, er hann tók embættispróf í lækn- isfræði og starfsferill hans sem héraðslæknis varð ekki nema 14 ár. Tækifærin, sem hann hafði til að vinna að heill héraðsbúa sinna og málum stéttar sinnar, urðu því færri en vonir stóðu til, enda þótt unnið væri að þeim af þeim sérstaka áhuga og sam- vizkusemi, sem hann var gædd- ur í alveg óvenjulega ríkum mæli. Kynni mín af honum voru að visu ekki mjög náin, en nóg til að ég sannfærðist um, að hann var bæði sómi ættar sinnar og stéttar. Prúðmennska hans var áberandi við fyrstu sýn; vakandi áhugi hans fyrir daglegu læknis- starfi í öllum viðræðum, einkum að því er snerti grein- ingu sjúkdóma; skilningur hans á þýðingu heilsugæzlu og þekk- ing hans á því sviði sannfærði mann um, að hann bæri af sem héraðslæknir, að öllum öðrum ólöstuðum. Hugur hans stóð til vísindamennsku, enda tók hann sem læknir í landbúnaðarhéraði til rannsóknar atvinnusjúkdóm, sem er ekki ótíður meðal bænda. Um þær rannsóknir hafði hann samvinnu við enska vísinda- menn og fór í iþeim erindum til London skömmu fyrir andlát sitt. Ólafur naut mikils álits heil- brigðisstjórnarinnar og fór á hennar vegum til Strassburg síð- astliðið suimar á heilbrigðismála- ráðstefnu Evrópuráðsins, þar sem 'hann flutti fyrirlestur. Þá stóð hann einnig framarlega í félagsskap lækna, var síðustu ár- in í sjórn Læknafélags íslands og hafði einkum með höndum endurskoðun á siðareglum lækna eða codex ethicus, sem fjallar um drengilegt samstarf innan stéttarinnar og heiðarleika gagn- vart sjúklingium. Vinsældir hans meðal héraðsbúa hans má m.a. marka af því, að þeir hafa óskað að útför hans færi fram á þeirra vegum. Ólafur var fæddur í Vest- mannaeyjum 14. nóv. 1915, elzt- ur barna Björns H. Jónssonar skólastjóra þar og konu hans, Jónínu ÞórhaUsdóttur kennara, sem síðar fluttust til ísafjarðar og ólst hann þar upp að mestu. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1936, stundaði um tveggja ára skeið nám í efnafræði í Svíþjóð, en fékk þá snert af berklum og varð því 'hlé á námi hans. Næstu ár stundaði hann kennarastörf við gagnfræðaskólana á ísafirði og í Vestmannaeyjum, en hóf lækna- nám í Háskóia íslands 1945; lauk þaðan embættisprófi með I. eink- unn 1952, og gerðist að lokn.u fra-mhaldsnámi héraðslæknir i Súðavíkurhéraði, var veitt Hellu- hérað 1956 og þjónaði þvi til æviloka. Hann kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Katrínu Elías- dóttur 3. júlí 1947 og eignuðust þau fjögur börn; Björn, Elías, Örn og Ingibjörgu. Þeim vottum við frændur hans hjartanlega samúð, svo og aldurhniginni móðiur hans, sem með stuttu milli'bili hefur séð á bak ágætum eiginmanni og þremur börnum af fjórum. Ólafur heitinn hafði kennt nokkurs veikleika fyrir hjarta, en gaf sér ekki tíma til hvildar fyrr en hann fékk alvarlega kranzæðastíflu og var fluttur á Landspítalann rétt eftir áramót- in. Hann taldi sig kominn á bata- veg og virtist það, en versnaði snögglega og andaðist snemma morguns, þann 19. þ.m. En minn. ingin lifir um góðan dreng og stutta en glæsilega framabraut ágæts læknis. P. V. G. Kolka. Ólafur Björnsson var um margt óvenjulegur maður, og gætti þess bæði í læknisstarfi hans og afskipum af stéttarmál- um. Þegar hann kaus sér héraðið sem vettvang, þá var um leið sú ákvörðun tekin, að þar mætti þjónustan ekki vera lakari en í kaúpstöðum. Hann sótti nám- skeið í heilbrigðisfræðslu fyrir sveitalækna á vegum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar, skipu- lagði og framkvæmdi embættis- störfin samkvæmt kröfum tím- ans. Auk þess aflaði hann sér, oft fyrir eigið fé, dýrra tækja, sem hann kunni góð skil á við greiningu sjúkdóma. Hann bar mikla virðingu fyrir starfinu, •vann sjálfur þau verk, sem voru á hans færi, en sendi annað frá sér. Það vita fleiri en læknar að forráðamenn heilbrigðismáia okkar fóru iðulega ausitur að Hellu með erlenda gesti, þegar þeir vildu sýna þeim fyrirmynd að íslenzkri heilbrigðisþjónusbu í héraði. Ólafur kunni þessum heimsóknum vel, og vorum við stéttarbræður hans' stoltir af þeim. Ein er sú skuld, sem liggur þungt á mörgum læknum, en fá- ir geta lokið þótt þeir reyni, en •hún er sú að bæta að einhverju leyti skilning okkar á óleystum viðfangsefnum. Hugur Ólafs Björnssonar hneigðist snemma að rannsóknarstarfsemi, og leið ekki á löngu áður en hann fann verkefni svo að segja í hlaðvarp- anum, en það voru rannsóknir á heymæði í bændum. Athuganir Ólafs á þessu sviði vöktu srax atihygli, og naut hann því ýmis- konar fyrirgreiðslu til þeirra, bæði hér heiima og erlendis. Hann hafði náið samstarf við brezka vísindamenn, sem unnu að hinu sama, og hefi ég það fyrir satt, að í þeim efnum þáði hann ekki öllu meira af þeim en þeir af honum. Sökum anna við dag- leg störf, miðaði þessum rann- sóiknum hægt áfram, og þegar ég vissi síðast, þá var enn langt í land. Einnig á þessu sviði bar Ólaf hærra en flesta okkar hinna. Ekki get ég hrósað miér af því að hafa orðið náinn vinur Ólafs Björnssonar, en um nokkurra ára bil lágu leiðir okkar saman í félagsmálastarfsemi, og gafst mér þá kostur á því að kynnast honum allvel. Hann tók hvert mál föstum tökum, var fljótur að átita sig á því sem máli skipti og var mikill málafylgjumaður, en ekki ósveigjanlegur. Honum voru falin mörg trúnaðarstörf, bæði heima í héraði og utan. Hann átti sæti í stjórn Læknafé- lags íslands um fjögurra ára bil, og ber því sízt að leyna, að þau vandamál sem stéttin ábti þá við að stríða, hvíldu að mijög miklu leyti á hans herðum. Hann hafði mikla ánægju af félagsstarfsemi og var oft kallaður til fyrirlestra halds, enda flestum fróðari um skipan heil'brigðismála. En það held ég að hafi orðið honum til mestrar ánægju í afskiptum hans af félagsmálum, er honum var falin forusta í því að ljúka við endurskoðun á siðareglum lækna. Enda fórst honum það verk vel úr hendi. Óiafur Björnsson var röskur meðalmaður á hæð, vel vaxinn og snyrtimenni í hvívetna. Hon- um var eiginlegt að tala og rita gott islenzkt mál, án allrar til- gerðar. Augnaráðið var hlýtt, svipurinn broshýr, framkoman fáguð og traustvekjandi, enda var hann hvers manns hugljúfi. Hann kunni góð skil á mörgu utan sinnar starfsgreinar, eink- um var hann vel heima í göm.l- um bókmenntum og nýjum, hafði gaman að segja frá, þannig að maður fór alltaf nokkurs vísari af hans fundi. f lífsstarfi sínu var Ólafur öðr- um til fyrirmyndar, og því munu íslenzkir læknar ávallt minnast hans með virðingu og þakklæti. Við fráfall 'hans vottum við ást- vinu-m hans okkar innilegustu hluttekningu. Óskar Þórðarson. Það er ekki á neinn rýrð kast- að, þegar nú er svo mælt, að íslenzk læknastétt sér í dag á bak einum sinna beztu manna. Ólafur Björnsson var góður maður. Hann var göfugur maður. Hann var framsýnn, íhugull, úrræðagóður, vinur vina sinna, læknir sjúklinga sinna. Margir verða til þess að rita minningu hans. Hér er aðeins stutt, per- sónuleg kveðja. Þegar Ólafur Björnsson hóf Framhald. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.