Morgunblaðið - 28.01.1968, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.01.1968, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23 JANÚAR 1968 19 - MINNING Fram.hald af bls. 14. læknisstörf sín að Hellu 1906, gerði hann það með þeim hætti, að nýstárlegt mátti teljast hér á landi, 'þóitt ek,ki sé lengra um lið- ið. Hann kom þar upp rann- sókna- og lækningastöð með nýjum hætti; ég má segja frum- mynd þess, sem nú vakir fyrir þeim, lærðum og leikum, sem viija koma upp læknastöðivum í dreifbýli og þéttbýli.. Þar lýsir sér framsýni Ólafs, dugur og sam'vizkusemi, að þessa stöð sína rak hann einn saman um meira en áratug með því sniði, sem nú er loks að verða ljóst, að sé úr- ræðið til lausnar heilbrigðisþijón- ustu dreifbýlisins. Nú skilja þó allir, að slík starfsemi verður að vera margra manna. í félagsmálum læ,kna var Ólaf- ur á Hellu jafnan sá, sem leitað var til, er vandi var á ferðium. Þaðan fór enginn bónleiður, en al’lir bættir. Starf Ólafs náði al- þjóðavettvangi, þótt fáum sé kunnugt, og var 'hann ejnn af virtustu starfsmönnum Alþjóða- heilbrigðissitofunarinnar á sínu sviði. Síðustu stórverk Ólafs voru tillög hans til Læknaráð- stefnunnar í nóvember s.l., um- fangsmiikið starf og skýrsla fyrir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og loks það, sem við læknar munum ávallt minnast hans sérstaklega fyrir: Endursamning siðareglna lækna. Megi sem flestir bera gæfu til að þekkja starf Ólafs Björnsson- ar og lá'ta sér það að leiðsögn verða; þá er eigi örvænt. Ásmundur Brekkan. Þegar andlát Ólafs Björnsson- ar, héraðslæknis, spurðist austur í RangárvaUasýslu, vakti það almennan harm langt út fyrir það læknlshérað, sem hann hafði þjónað s.l. 12 ár af þeirri kost- gæfni og samvizkusemi, sem honum var lagið, og okkur, sem nutum er kunn. Svo mikil og sterk ít'ök átti Ólafur læknir í hugum allra þeirra, sem honum kynnustu og þörfnuðust læknis- hjálpar hans. Fólk gerði sér ljóst, að þar sem Ólafur var, fór ekki aðeins mjög mikilhæfur læknir, heldur einnig sannur mannvin- ur og drengskaparmaður, sem fann til ábyrgðar gagnavart þjón ustu sinni í þágu lífsins. Sjúkl- ingar hans voru al'drei í neinum vafa um, að hann leit á þá, sem lifandi einstaklinga, en ekki sem bilaðar vélar. Næmleiki hans og skilningur á vanda ‘hvers og eins, var læknisdómur út af fyrir sig. Öll framkoma Ólafs læknis og viðbrögð við sérhvérjium aðstæð- um, hvort heldur var í starfi eða daglegri umgengn.i mótaðist af þeirri mildi og Ijúfm-ennsku, sem voru megin einkenni skapgerðar hans. Ólafur læknir var viðkæm- ur tilfinningamaður og fann glöggt, hvað að boniujm sneri, og þegar hann fann traust sjúklinga sinna, sagðist hann verða meiri en hann sijálfur. Margir munu minnast þess nú og síðar, hvern- ig koma 'hans á heimilin vakti von og traust, bæði sjúkra manna og vandamanna þeirra. Það var nóg að heyra fótatak Ólafs læknis og milda rödd hans, til þess að ný von kviknaði. Ólafur Björnsson var að mati starfsbræðra sinna og sjúklinga alveg frábær læknir. Sjúkdóms- greiningar hans brugðust vart, þótt aðstaða til ítarlegra rann- sókna væri takmförkuð í srjálbý1- inu. En þar kom annað til. Eðlis- læg hneigð Vísindamannsins ásamt óvenju skarpri hugsun og mikilli þekkingu urðu þess valdandi, að réttar ályktanir voru dregnar. Veit ég dæmi þess, að ofit var leitað álits Ólafs lækn- is í vandasöimium tilvikum og í hugum fól'ksins varpaði 'hann ljóma á hið almenna læknisstarf á þessum tímium sérhæfðrar þekkingar. Ólafur læknir fylgd- ist mjög vel með öllum nýjung- um í heimi læknisfræðinnar og var fljötur að tileinka sér þær, t.d. notkun nýrra lyfja, sem stað- iat höfðu próf reynslunnar er- lendis og nýkominn voru hing- að. Þfátt fyrir mangvísleg störf, sem hlóðust á Ólaf lækni hér heima, bæði í þágu stéttar sinn- ar og annarra, gafst honum tæki- færi til utanferða í einkaerind- um og fyrir hönd læknastéttar- innar. Nú síðast átti hann sæti í nefnd á vegum Sameinuðu þjóð- anna, sem vann að skipulagsmál- um. Var það ‘honurn mikil gleði og uppörvun og ekki 'hvað sízt fyrir þann dóm, sem menn á heimsimiælikvarða felldu um verk það, sem homum var falið að vinna. Þá má geta þess, að þær fáu frístundir, sem Ólafi lækni gáfust, notaði hann til þess að viða að sér efni í rit, serp hann hugðist síðar leggja fram til d'oktorpsprófs og fjallaði um algengan atvinnusjúkdóm í strjal býlinu. En þó að hátt sé til lofts og vítt til veggja í heimi læknisfræð innair, var hugur Ólafs Björns- sonar of víðfeðmur og frjór til þess að staðnæmast eingöngu þar. Hann átti útsýn til allra átta. Hann var einlægur unnandi fag- urra bókmennta, jafnt fiornra sem nýrra, innlendra sam erlendra og hann dáði fagra hljómlist. Ólafiur læknir var húmanisti í orðsins bezta skilningi. Heiimspekilegur þankagangur var ólafi lækni að skapi. Kom hann oft með orðréttar tilvitn- anir í rit hinna ýnmsu heimspek- inga og haifði ámægju af viðræð um, sem snerust um þá hluti. Óskýr hugsun og ruglingsleg var honum mjög ógeðfelld, eins og að líkum lætur, og þegar talið barst að trúmálumi, þótti honum ’/tið koma til þeirra trú boða, sJm ætluðu sér að klæða trúna í vísindalegan búning á kostnað trúarinnar sjálfrar. Trú in stenidur fyrir sínu, án utan aðkomandi hjálpar. í heimi trú arinnar gilda án efa lögmál, sem eru jafn raunveruleg og þau, sem vísindin þekkja. Trú og vis indum á ekki að blanda saiman. Þegar höfð er í huga sú vís- dómsfulla skipan og regla á öll- um hiutum, lifanidi og dauðum, hlýtur maður að álykta, að lif- andi hugur sé að baki þessari undursamlegu tilveru. Trúin tek ur við, þar sem vísindunum sleppir. Það, sem hér er sagt, er br-ot úr samtali okkar Ólafs læknis, þegar ég sá hann síðast, glaðan og hressan, milli jóla og nýárs á heimili sínu, meðal konu sinnar og barna og tengdaimóð- ur, sem komiö hafði í heimsókn. Sízt hefði mig grunað, að inn-an fárra daga, mundi frú Katrín stanida í líkum sporuim og móðir hennar, þegar hún varð að sjá á bak manni sínum i blóma lífs- ins frá barnahópnum og sumum þeirra kornungum. Er enn í minnum haift, hvílíkt þrek og kjark frú Katrín sýndi þá og hvílíkur styrkur hún var heim- ili sínu og ástrvinum á þeim döpru dögum. Og nú, þegar frú Katrín verður að horfast í augu við þessa óvæntu og bitru reynslu, bið ég þess af alihug, að hinn sami kra-ftuir m-egi veit- ast hennii og börnum hennar. Yfir ævi Ólafs læknis ijómar sú birta, sem ekkert myrkur getur siökkt og þótt sárt sé að skilja, ©r ég þess fullviss, að engin ástvina hans hefði viljað vera án þeirrar samfylgdar, þótt o'kkur ölluim, sem þekktum han-n og nutum hanis á einhvern hátt, þykd dauði hans ótímabær. Líf og starf þessa merka manns verður börnum hans ómetanleig ur stiyrkur á lífsleiðinni og hvatn ing til þess að verða sjálf nýtir menn og góðir. Ég hugsa til ald urhniginnar móður Ólafs lækn- is, sem á skömmum tíma hefur orðið að sjá á bak manni sín- um og þrem börnum, Ekkert , hlutverk er stærra en það að vera góð móðlr og þannig reynd ist frá Jónina börnum sínum. Þeim fórnandi kærleika var svar að með einlægri ástúð og um- hyggju barna hennar. Það vérð- ur svo oft hlutskipti góðrar móð ur að fórna. Engin jarðnesk móð ir hefur fengið önnur eins fyrir- heit um barnið sitt, eins og Ma-ría móðir Guðs. Þó varð hún að horfa á son simn deyja í blóma síns heilaga manndóms ti'l þess að allir þeir, sem á hann trúa og vona erfi lífið í sönn- ustu og eiginlegustu merkinigu þess orðs. í hans nafni segi ég við ykkur' öll: Guð gaf ykkur Ólaf Björnsson og það, sem Guð gefur, verður í dýpstum skilri- ingi aldrei að eilífu frá ykkur tekið. Hannes Guðmundsson. NÚ er skarð fyrir skildi, er vér Rangæingar eigum á bak að sjá Óla-fi Björnssyni héraðslækni, aðeins rúmlega 52 ára. Ber þar margt til. Hann var ágætlega fær í starfi og rækti það með ágætum. Þá var hann allra manna beztur í umgengni og var það jafnt, hvort háir eða lágir áttu í hlut. Má því segja, að hann vaeri hvers manns hug- ijúfi, er allir dáðu, er á hans fund leituðu með mein sín, lík- amleg eða sálarleg. Hann var enginn hávaðamaður, en öll per sórna hans ljómaði af góðvild og göfgi, og það eru þeir mannkost- ir, er lengst mumu geymast í 'hugum vorum í Ramgáriþingi. Starfsárin urðu alltof fá, en óvenju árangursrík og heilla- drjúg. Oft mun hann hafa lágzt þreyttur til hvíldar, ef um hvíld var að ræða, því í mörg hom var að líta, þar sem hugur hans var viðfeðmur, svo að hann kom víða, við, uppeldis- og skólamól voru honurn hugþekk, enda var hann sjálfur afburða kennari, auk þess var hann fremstur i flokki til um'bóta þei'm miálum sem formaður skólamefndar í sinni sveit. Saimúð hans og nær- gætin ljúfmennska var svo snar þáttur skapgerðar hans, að vér Rangæ mgar hljótum að standa eftir, hljóðir og harmi slegnir. Ég leyfi mér að flytja ást- kærri eiginkonu hans, börnum, aldraðri móður og öðrum ást- vimum hans kveðju og hjartans þökk fyrir öll störf hans í vora þágu, að biðja föður vorn hiimm- eskan að veita þeim blessun og styrk í dimmu sorgarinnar. Minnizt þess, að öll él birtir upp um síðir. Sveinn Ögmundsson. Kveðja frá Rotaryfélögum. AÐ morgni hins 19. jamúar sl. barst okkur sú sorgar-fregn, að þá um morgu'ninn hafi látizt á Landsspítalanum í Reykjavík forseti Rotaryklúbbs Rangæinga Ólafur Bj'örnsson, héraðslæknir á Hellu, eftir skamma iegu að- e;ns 52 ára a al'dri. Okkar ' fáménna sýslufélag hefur misst einn af sínum beztu og mætustu sonum, svo ungan og starfssaman fram á síðuistu stund. Ólafur læknir var vel menntaður maður, víðlesinn og víðsýnn hafði, yndi af fögrum 'iistuim, búinn góðum gáfum og hollráður hverjum þeim, sem-til 'hans leitaði, hvort heldur sem læknis, eða með vamdamál hins daglega lífs. Ég hef fyrir satt, að hinir mörgu sérfræðingar, sem tóku við sjúklingum frá Ól- afi hafi metið starf han-s mik- ils, og oft byggt starf si'tt á frum rannsóknum, sem Ólafur gerði hér heima í héraði, oft við erfið skilyrði, enda veit ég, að hann naut miki'ls álits meðal starfs- bræðra sinna og starfaði mikið fyrir samtök þeirra. Á undamförnum mánuðum höfum við Rotarvfélagar Ólafs vikulega heyrt hann hafa yfir það, sem við köllum fjórpróf: „Er það satt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarihug? Er það öllum til góðs?“ Eru þetta ekki einmitt þau eftirmæli sem bezt hæfa minningunni um Óla-f Björnsson, drengskapar ma'nninn, sem hagaði ætíð störf- um sínum þannig, að þau yrðu öllum til góðs. Um leið og við mi'nnumst með þa-kklæti margra ánægju- legra samverustunda á liðnum áruim með Ólafi Björmssyni og fjölskyldu hans, sendum við eftirlifandi konu hans, frú Kat- rínu Eliasdótturi, börnúim þeirra, Birni, Elíasi, Erni, Ingibjörgn móður hans frú Jónínu, tengda- móður og vandamönnum öllum hugheilar sam'úðarkveðjur. Eftir lifir minninginum urn góðan félaga, frábæran lækni, góðan dreng. Guð blessi minningu hans og styrki ástvini hans í þeirra miklu sorg. Sigurður Jónsson. Því ertu horfinn? Hvað er ti'l saka? Því er helrún þér að hjarta skráð? Sorg er í inni, en sveitin drúpir, dauif, í dim'mum trega. Er það vald, sem vörðum ræður, alltaf torrætt, okkar viti. Svo að lífsinis, landamæri, sýnast vegJiítil, vonum okkar. Ég í garð þinn gebk í vetur hýr voruð þið , hjónin bæði. Sól var lág en sumar irmi. Gestrisni mætti og góðsemi. Var ei harmuir, í huga þínum, né hugur þinn hömlum bundinn. Vildirðu ekki víti fyrrtur, iíta þá veröld, sem að vér nú byggjum. Sástu heim hörmum slunginn. Helreyk yfir höfgum þjóðum. Þar sem ágirnd, - Framihald á bls. 24. Hér sjáið þér nokkrar af þeim endurbófum, sem við höfum gert á 1968 árgerðinni af VW 1300 og VW 1500 En auk þess eru ýmsar aðrar endur- bæfur, sem ekki sjósf á þessari mynd. I hausf hafa verið gerðar fleiri end- urbætur á þessum gerðum en nokkru sinni fyrr. Fjölmargar þessara endurbóta miðast við að auka öryggi bílsins. I þessu sambandi. viljum við nefna t.d. Tvöfalt bremsukerfi. öryggisstýrishjól. örygg- isstýrisós. Ný aðailjós, sem eru með lóðréttum Ijós-glerjum. Tveggja hraða rúðuþurrku. öryggisspegla bæði úti og inni. Hærra staðsetta, lengri og sterkari fram- og aftur-stuðara. Við höfum heldur ekki gleymt að gera bílinn þægilegri. Skemmtileg- asta nýjungin í þeim efnum, er senni- lega ioftræstikerfið. >ér getið fengið ferskt loft að vild öðru hvoru megin, eða beggja megin í bílinn. Aðrar end- urbætur: — Bóðar hurðir eru nú opn- anlegar með lykli að utanverðu. Ný gerð úti-hurðarhúna. Benzínófylling- arstútur er í inngreyptu plóssi á hægri hvalbak og smellilok yfir. Og svo er 12 volta rafkerfi í bóðum bessum gerðum. Varahluta- og viðgerðaþjónusta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.