Morgunblaðið - 28.01.1968, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.01.1968, Qupperneq 28
28 MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNÚDÁGUR' 38,' JANÚAR 1968 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA Það er mesti skemmtilestur. Og hver veit nema eitthva'ð af því sé satt. — Brjálæðingur! Ertu orðinn bandvitlaus sjálfur? Hvað átöu við, að það geti verið satt? Hvað kemur það þessu máli við, hvort einhver lögreglumaður hefur misst buxumar sínar? Eða ein- hver skapillur maður hefur ver- ið á ferð í kirkjugar’ðinum? — Jæja, drafaði Hopper og kveikti sér í vindlingi. — Ég mundi vilja segja, að það sé eitt hvað í þá átt, að það getur ver- ið hvort tveggja til, að maður- inn sé viitlaus eða vitlaus ekki. Það gæti líka verið sniðugt kænskubragð. — Hverskonar bragð? Ertu að reyna að vera fyndinn? — O, sei sei nei. En þetta gæti verið til þess að leiða athyglina frá Stoddard. Hann er í varð- haldi og þessum ósköpum heldur áfram eftir sem áður. Og hvað kemur út úr því? Jú, það geng- ur einhver brjálæðingur laus, og þess vegna getur Stoddard ekki verið sekur. Annað hvort það, eða þá að mor’ðinginn gengur enn laus. Kannski reikar hann með því, að ef Stoddard er sleppt, þá höldum við áfram að elta einhvern, sem hefur það fyr ir sérgrein að stela buxum. — Þett% er hábölvað. — Kann að vera, sagði Hopper og stóð upp. En vitanlega getur verið um annan möguleika að ræða. — Og hver er hann? spur’ði Stewart, fullur grunsemda. — Hann getur verið að undir- búa eitthvað, sem enn er ekki skeð, sagði Hopper og ranglaði út úr skrifstofunni, en saksókn- arinn horfði á eftir honum. 33. kafli. Einhvern veginn gekk lífið sinn vanagang hjá mér næstu dagana. Ég fór með ungfrú Mattie á sýninguna hjá Leik- félaginu. Ég hitti Lydiu endrum 70 og eins. Veðrið var orðið grátt og leiðinlegt, að vanda sfðla hausts, með reykinn frá verk- smiðjunum niður um allan dal- inn, og þoku á nóttunni. Á morgnana ók ég upp í Klaustrið en nú var það hús tekið að fara alvarlega í taugarnar hjá mér. Ég var orðin algjörlega ein- angruð. Ekki hef ég hugmynd um með hverju Bessie drap tím ann, því að ég sá hana aldrei. Ég fékk hádegismatinn minn í skrifstofuna, og var þar ein mest allan tímann, nema hvað Roger var hjá mér og svo þurfti ég snittur ÍBRMJÐI smurt brauöIHÖLLINIbrauötertur LAUGALÆK 6 )opid frá kl. 9-23:30 fl* SÍMI 309414^>næg bilastæöi( öðru hverju a'ð hlusta á harma- tölur frú Partridge yfir því, að Bessie væri að gera tilraunir til að stjóma húsinu. Öðru hverju lá miði frá Tony á borðinu mínu, en af honum var ekkert að ráða. Hann kom oftast seint heim á kvöldin og hafði borðað kvöldverð í borg- ; inni, en var farinn á morgnana áður en ég kom. Sem betur fór, hafði ég nóg a'ð gera. Einn daginn síðdegis kom hr. Elliott, tiltölulega snemma, og við fórum í gegn um þau skjöl frá Maud, sem við gátum fundið. En þau voru ekki mörg. Hún fleygði alltaf bréfum, þegar búið var að svara þeim. En það var eins og hann væri eitthvað í vafa þennan dag. — Hafði hún ekkert einka- bréfasafn? spurði hann. — Nei, alls ekki. — Þér ættuð að gá að því, sag’ði hann, — og láta mig vita, ef þér finnið eitthvað. Og svo ekki nefna það við nein, ungfrú Abbott. Tony veit, að ég er héma, en líklega hefur það, sem ég var að leita að, verið í um- slaginu sem hvarf. Ég hélt áfram að leita næsta dag og samdi svo skrá yfir eign- ir Maud, handa matsmönnunum. Hilda hjálpaði mér og í innaná- vasa á frakkanum, sem Maud hafði verið í, kvöldið, sem hún dó, fann ég pappírsblað. Það var nú ekki neitt merkilegt, en á því var skrifað með stórum stöfum símanúmerið hennar Lydiu, en þar undir var nafn á einhverju fyrirtæki, sem ég kannaðist ekkert við. — Summers & Brodhead, las ég. Hverjir eru þeir, Hilda? — Það eru gimsteinasalamir frúarinnar, sagði Hilda hálfgrát- andi. «— Þeir gerðu við fyrir hana og breyttu stundum grip- um. — Hafði hún sagt, að hún þyrfti að láta gera við eitthváð? — Nei, ekki get ég munað það. Þetta virtist ekki vera neitt áríðandi. Ég geymdi nú samt mið ann, og við héldum áfram. Þetta var hvimleitt verk, vægast sagt. Þarna voru snyrtiáhöldin hennar úr gulli og skelplötu, fallegu loð kápurnar hennar og fullt af und irfötum, kjólum, skóm og meira að segja var þarna bók með TRAVERTINE VEGG OG GÓLFFLÍSAR sérstaklega fallegar í stigahús og forstofur. Mjög hagstætt verð. INNRÉTTINGABÚÐIN, Hin nýja »lína« vindlanna Trygging á góðum vindli - er hinn nýi DIPIO DIPLOMT SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY BY APPOINTMENT TO THE ROYAL DANISH COURT 380 A — Það er annað með hann pabba ykkar, — hann er líftryggður hann má fara upp fyrir haus. teikningum af hverjum búningi, þar sem hann var sýndur með öllu tilheyrandi. Suma þessa skartgripi hafði ég aldrei séð. Þeir votu geymdir í bankahólfi og ekki notaðir nema alveg sér- staklega stæ'ði á. En þetta gim- steinasalanafn stóð fast í mér, og seinna um daginn hringdi ég þá upp og gerði grein fyrir því, hver ég væri. — Hringdi frú Wainwright ykkur upp daginn áður en hún dó eða skömmu áður? sagði ég. Það varð eitthvert hik í sím- anum. — Hver segizt þér vera? — Ungfrú Abbott, einkaritar- inn hennar. Þá fékk hann má'lið, að minnsta kositi að nokkru leyti. Þetta reyn'dist vera hr. Brod- head, og hann sagðist hafa þekkt móður mína vel, endur fyrir löngiu. Eftir þetta gátum við rætt málið. Hann lækkaði röddina. — Já, hún hringdi. Það var nú að vísu einkamál, en .mér hefur dofct ið í hug síðan, bvort ég ætti ekki að segja frá því. Ekki að það gæti komið henni neitt við — eða því, sem fyrir hana kom. En eins og ég sagði við 'hr. Summers, þá ættum við kannski að segja frá því, ef hún hefur raunverulega verið í fjárþröng. — Þér getið sagt m'ér það og ég segi ekki frá 'því nema það reynist vera áríðandi. Annars segi ég það ekki öðrum en syni hennar. Honum létti heldur við þetta, enda þótt röd'din væri enn eins og í samsærismanni. — Mér skild ist hún vilja selja skartgripina sína, ungfrú Abbott. — Selja þá? Alla? — Já, a'lla, sem hún átti. Ég beið eftir Tony um kvöld- ið og sagði honum frá þessu. Svipurinn á honum var dular- fullur. Hversvegna? Hversvegna í ós'köpunum ætti hún að fara að selja skartgripina sína? Hún óð í peningum. En svo kom ein- hver grunsemdarsvipur í andliitið á honum. — Bessie já, auðvitað Bessie. Hún ætlaðd að fara að kaupa hana af sér affcur. Pat, það kemur stundum fyrir, að ég er ekki almennilega ábyrgur gerða minna! Ég vissi, að nú gat ég ekki. verið þarna mikið lengur. Ég hafði lokið að mestu við það, sem ég þurfti að gera, en hann bað mig að vera kyrr eitfih'vað svolít- ið enn. Hann æfclaði að fara að undirbúa skilnað þeirra Bessie. Hann hafði beðið Bessie að setj- asit að í einhverju gistihúsi í borg inni og hafði meira að segja út- vegað henni herbergi þar. En hún var þver og neitaði að fara úr Klaustrinu. BOROIÐ SSirMEIRI VAL A15-20 OSTATEGUNDUM OSTA'OG SMJÖRSALAN? SNORRABRAUT 54.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.