Morgunblaðið - 28.01.1968, Qupperneq 32
Mikil ófæri vestur um
til Austurlands
— Reynt að opna fjallvegi á
þriðjudag — ef veður leyfir
MIKIL ófærð var á Vestur-,
Norður- og Norð-Austurlandi í
gær, og og á Vestfjörðum. Yfir-
leitt átti ekki að aðstoða bif-
reiðir, fyrr en á þriðjudag og
verður það því aðeins gert, að
veður leyfi. Ekki var vitað um
bifreiðar fastar á heiðum uppi,
en allmikill hópur bifreiða
mun hafa beðið færis við
Fornahvamm og ætlaði Vega-
gerðin að aðstoða þær í gær yfir
heiðina, en ekki átti að ryðja
veginn fyrir umferð fyrr en á
þriðjudag.
Fyrirhugað hafði verið í
fyrradag að aðstoða bifreiðar
yfir Fróðárheiði og Kerlingar-
skarð en á föstudagsmorguninn
var komin stórhríð á Vestfjör’ð-
um, sem færðist suður eftir og
var byrjað að snjóa á Snæfells-
nesi síðari hluta dags. Varð því
að hætta allri aðstoð. Þá má
geta þess að Vestfjarðaleið
komst ekki lengra en í Búðar-
dal í fyrradag og sneri þar við.
Komst bifreiðin sfðan ekki
lengra en að Bröttubrekku og
var hún þar enn í gær.
Á Holtavörðuheiði var geysi-
legur lausasnjór og útlit fyrir
versnandi veður. í fyrradag
skall svo á þar mikil hríð og
Síldveiðiskipin enn í
höfn vegna veðurs
Hin fœreysku stunda veiðar í Norðursjó
ÍSLENZKU síldveiðiskipin, sem
verið hafa að veiðum skammt
fyrir norðan Færeyjar að und-
anförnu voru enn öll í höfn í
gær, er Mbl. hafði tal af Arge,
fréttaritara sínum í Færeyjum.
Var þá vonzkuveður að norðan
8 til 9 vindstig um allar eyj-
arnar og snjókoma.
Slysavarna-
félagið
40 ára
SLYSAVARNAFÉLAG ís-
lands á fjörutiu ára afmæli
á morgun. Þegar hefur verið
ákveðið að ekki skuli haldið
upp á afmælið fyrr en Lands-
þing félagsins hefst 25. apríl
næstkomandi, til þess að sem
flestir fulltrúar utan af landi
geti tekið þátt í hátíðinni.
Það er ógerningur að rekjn
sögu félagsins í stuttri frétt,
en hinsvegar áreiðanlega
óhætt að segja að landsmenn
allir sameinast í hamingju-
óskum og þakklæti fyrir vel
unnin störf. Þegar svo af-
mæiisins vcrður minnst verð-
ur nánar skýrt frá félagsstofn
un og starfsemi í Morgun-
blaðinu.
Færeysku síldveiðiskipin voru
öll nema 2 við veiðar á Norður-
sjó í gær, en þar var veður
einnig óhagstætt og sildin smá.
Togarar Færeyinga eru allir við
Vestur-Grænland og afla sæmi-
lega, en missa þó alltaf dag og
dag úr vegna veðurs. 15 bátar
stunda nú línuvei'ðar frá Fær-
eyjum og hafa aflað sæmilega.
Selja þeir aflann á Bretlands-
markaði og hafa sölur þeirra
verið þolanlegar.
biðu fjölmargir bílar báðu meg
in heiðarinnar. Yfirleitt lögðu
menn ekki á heiðina, en biðu
átekta. Um hádegisbil í gær var
komið sæmilegt veður í Forna-
hvammi með 18 stiga frosti, en
norðan við heiðina — Hrúta-
fjarðarmegin var mikill skaf-
bylur.
í Skagafirði gerði mikið
vonzkuveður í fyrrakvöld
með stórhríð í Vatnsskarði. —
Nokkrir bílar voru aðstoðaðir
yfir Öxnadalsheiði, en þeir
komust ekki lengra en í Varma
hlíð. 1 gærmorgun var verið að
aðsto'ða þessa bíla til Blöndu-
óss. Flestir vegir í Skagafirði
voru ófærir í gærmorgun, en
verið var að ryðja Sauðárkróks
braut, svo og veginn yfir Hegra
nes.
í Eyjafirði var mjjíil snjó-
koma í logni í fyrradag og er
á kvöldið leið var snjór orðinn
um 15 til 20 sm., jafnfallinn.
Síðan gerði stórhrið, en í gær-
morgun hafði veðrinu slotað eitt
hváð og var ófært til Dalvíkur
og út á Svalbarðsströnd. Eitt-
hvað var reynt að greiða fyrir
mjólkurflutningum í gærmorg-
un.
Frá Akureyri var ófært til
Húsavíkur og á Austurlandi var
Fagridalur jeppafær, niður á
Eskifjörðr. Oddsskarð var ófært.
Fært var um Hérað í nágrenni
Egilsstaða. Um Suðaustur- og
Suðurland var góð færð.
Blaðamenn gæða sér á þorramta í Naustinu.
Þorramatur í Nausti
ÞORRINN er hafinn og í gær
byrjaði veitingahúsið Naust að
bera á borð fyrir gesti sína
þorramatinn, eins og verið hef-
ur undanfarin ár. Trogin hafa að
geyma vel útilátinn skammt af
ýmsum tegundum þjóðlegs
matar, svo sem svið, slátur, há-
karl, hangikjöt, súran hval, sels-
hreifa, svo að eitthvað sé nefnt.
Þetta er 11. árið í röð, sem
Naust býður uipp á þorramat, en
allur maturinn er undirbúinn atf
starfsfólki veitingahússins.
Geir Zoegai, forstjóri Nausts,
lllviðri á Akureyri
Akureyri, 27. janúnatr.
í GÆltMORGUN var hér mikil
snjókoma, en hægviðri, sem hélzt
fram undir nónbil, en þá rauk
hann upp á norðvestan og herti
frostið. Varð frostið mest 9 til
10 stig og veðurhæð komst upp
í 9 vindstig. Fylgdi mikill skaf-
renningur, þannig að bílar á
Akvöröun SH um
umbúöirnar óbreytt
Bœjarútgerðin segir 5H ábyrga fyrir
tjóni, sem úfgerðin kann að verða fyrir
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Bæjarútgerð Reykjavíkur hefur
stjórn Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna tilkynnt, að fyrri
ákvörðun um að neita að af-
henda umbúðir fyrir frystan
fisk sé óbreytt, og muni stjórn-
in ekki koma saman fyrr en eft-
ir helgi til að ræða þetta mál
frekar.
Hins vegar hefur Bæjarútgerð-
in ákveðið að leita réttar síns
Sjópróí standa enn
yiir vegrna Suðra
SJÓPRÓF standa enn yfir
vegna flutningaskipsins Suðra,
sem lenti í erfiðleikum út af
Stafnesi aðfaranótt miðviku-
dagsins, þegar sjór komst í olí-
una og vélarnar drápu á sér.
Rmil Ágústsson, borgardóm-
ari, sagði Morgunblaðinu í gær
að rannsókn stæði yfir á olíu-
kerfi skipsins og eins þyrfti lík
lega að rannsaka prammann
sem það tók olíu úr. Þá kæmi
einnig til væntanleg krafa um
björgunarlaun og því ekki víst
hvenær sjóprófum lyki.
fyrir dómsstólum og krefjast
þess, að umbúðir fyrir frystan
fisk verði afhentar og jafnframt
verði SH gerð ábyrg fyrir því
tjóni, sem Bæjarútgerðin kann
að verða fyrir vegna þessa.
Brezki
togarinn
talinn af
BREZKI togarinn St. Romanus
er nú talinn af, en víðtæk leit
að honum hefur ekki borið neinn
árangur. Slysavamafélagið í
Osló hafði samband við Slysa-
vamafélag Islnnds í gær og til-
kynnti að leit hefði verið hætt.
Búið er að sannreyna að gúmmí-
báturinn sem fannst í Norðursjó
var af Romanusi, og augljóst að
enginn hefur komizt í hann. Með
St. Romanus fórust 20 sjómenn.
þjóðvegum í nágrenni Akureyr-
ar áttu í erfiðleikum með að
komast leiðar sinnar, aðallega
vegna blindu og hríðarkófs. Um
tíma urðu einnig Ieigubílar í
bænum að leggja niður akstur
vegna skafrennings.
Voru bílar skildir eftir á veg-
um unnvörpum, þar sem þeir
strönduðu, öðrurn og öflugri bíl-
um ti:l mikilla tafa. Víða voru
þess dæmi t. d. á Svalbarðs-
strönd, að fólk sem yfirgatf bíln
sína leitaði gistingar á nélægum
bæjum.
Ekki er vitað um nein óhöpp
eða slys af völdum veðursins,
nema hvað tunnuflutningabíll á
leið frá Hjalteyri mun hafa lent
út af veginum.
Þegar á leið kvöldið tíók veður
heldur að lægja og birti jafn-
framt í lofti. — Sv. P.
Sæmdur orðu
KONUNGUR Svía, Gustaf VI
Adolf 'hefur sæmt f.'V. sænska
ræðismanninn á Siglufirði, ólaf
Ragnars, riddarakrossi hinnar
Konunglegu Vasaorðu. Horuum
var afhent heiðursmerkið á heim
ili sænska sendiherrans 25. þ.m.
tjáði blaðamönnutn, þegar þeir
fengu að bragða á góðgætinu sl.
fimmtudag, að ve"ðið á troginu
yrði hið sama og síðustu ór.
*
Ohugnanleg
kímnigáfa
MAÐUR í Reykjavík fékk sl. |
miðvikudag sendan sorgar-
krans með nafni konu sinnar ,
og á borða við kransinn stóð:
Hizta kveðja — frá Ástu og (
Jóni. Manninum brá óþægi-
lega í brún, þar sem hann
vissi ekki til, að neitt hefði
komið fyrir konu sína, enda
var hún við beztu heilsu.
Manninum þótti þetta að
vonum heldur grátt gaman
og sneri sér til rannsóknar-
lögreglunnar og nú eru það
tilmæli hennar, að þeir seim
geta gefið upplýsinigar um
sendanda kransins, gefi sig
fram h;ð fyrsta, svo sá eða
þeir, sem þessa óhugnanlegu
kímnigáfu hafa, fái ekki ann '
að tækifæri til að hrella sak
laust fólk.
Sjötta umferð
tefld í dug
í DAG kilukkan tvö verður
teifld 6. umferð á Skákþingi
Reykj aivíkur. Teflt er í hinum
nýju húsakyninum Tafltfélags
Reykijavíkur að Grensásvegi 46.
Keppni á mótinu er mjög hörð
en eftir í hvorum riðli eru nú
Gunnar Gunnarsson og Björn
Þorsteinsson báðir með 4% vinn-
ing.
Miklar ógæftir
hjá línuhátum
MIKLAR ógæftir það sem af er
janúar hafa hamlað mjög veið-
um hjá línubátum. Þeir hafa þó
fengið sæmilegan afla margir
hverjir, þegar tíð hefur verið
sæmileg.
Tveir bátar hafa róið frá
Stokkseyri, og vegna ótíðar
aðeins farið tvo róðra. Afii
hefur verið lítill, tvo til þrjú
tonn í róðri. Ellefu bátar
hafa hafið róðra á línu frá Kefla
víik, en þeir háfa aðeins farið út
sex sinnum vegna ógæftanna, og
verið með 2—4 tonn í róðri.
Sömu sögu er að segja frá
Reykjavík. Þaðan hefur verið
sáralítið hægt að róa vegna veðr-
áttunnar. Þó kom Garðar inn i
fyrradag og hatfði fengið 22 tonn.
Þá ikoom Ásbjörn inn í gær með
4 tonn. Á Snæfellsnesi hafa
bátamir líka lítið getað róið
vegna táðarfarsins — aðeins far-
ið tvo eða þrjá róðra.