Morgunblaðið - 30.01.1968, Page 3

Morgunblaðið - 30.01.1968, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1968 3 29. janúar — AP-NTB ALLT bendir nú til þess, að ísraelski kafbáturinn „Dakar“ sem ekki hafði spurzt til síð- an á fimmtudag, er hann var undan Kýpurströnd, sé fund- inn. I fréttum í gærkvöldi var sagt, að heyrzt hefðu neyðarmerki sem talin voru send frá „Dakar“. Á laugardag var tilkynnt í París, að franskur kafbátur „Minerva“ væri horfinn og óttast að hann hefði farizt á Miðjarðarhafi. í gærkvöldi ísraelski kafbáturinn „Dakar“ sem hvarf á fimmtudag á Miðjarðarhafi, skammt frá Kýpur. Tveggja kafbáta með 121 manni saknað á Miðjarðarhafi — Talið að neyðarskeyti hafi heyrzt trá öðrum i gœr — og flak hins sennilega fundizt bárust þær fréttir, að skip hefðu orðið vör við flak á 250 metra dýpi á þeim slóðum sem síðast var vitað um franska kafbátinn og álitið, að þar væri „Minerva“ kom- inn. Víð’tæk leit hefur staðið yfir að kafbátunum báðum, og hafa tekið þátt í leitinni flugvélar og skip frá ísrael, Bretlandi, Banda rikjunum, Grikklandi og Frakk- landi. ísraelski kafbáturinn „Dak ar“ var á leið til Haifa, eftir gagn gerðar endurbætur sem gerðar voru á honum í Englandi. Um boð er 69 manna áhöfn. Þegar hætti að heyrast til kafbátsins á fimmitudag, var þegar hafin víð- tæk leit í sjó og úr lofti. ,,Dakar“ mun hafa verið í um 250 sjó- mílna fjarlægð frá ströndum ísrael, þegar síðast heyrðist til hans. Til hins kafbátsins „Minerva" heyrðist síðast á laugardag, en þá var báturinn að æfingum um 20 sjómílur fyrir utan Toulon. Um borð eru 52 rnenn. Jafnskjótt og ljóst var, að eitthvað hafði kom- ið fyrir kafbátinn, fyrirsikipaði franska flotamálaráðuneytið mikla leit að honum, sem virð- ist nú hafa borið þann árangur, sem að ofan greinir. Leiðangrar með útbúnað til fullkominna köfunaraðgerða eru á leiðinni til staðar þess, sem ým:s skip og bát- ar telja sig hafa orðið vara við flak kafbátsins. Talsmenn franska flotamála- ráðuneytisins segja, að hvarf bát anna tveggja kunni að stafa af miklum neðansjávarumbrotum, en aðrir taka þessari skoðun með nokkurri varúð. Bent er á, að um svipað leyti og ísraelski kafbát- urinn ,,Dakar“ hvarf hafi miklir jarðskjálftar verið á Sikiley og kunni áhrifa þeirra að hafa gætt í hafinu. Bæði Frakkar og fsraelsmenn hafa lýst því yfir, að þeir hafi enga ástæðu til að ætla að um skemmdarverk erlendra aðila hafi verið að ræða. Mesta kafbátaslys á friðartím- um varð ihinn 10. apríl 1963 er bandarískur kjarnorkukafbátur fórst í Atlantshafi með 1219 mönn uim innanborðs. Aðkallandi mál Áskorun til hœstvirts Alþingis Skákþing Reykjavíkur: íslendinga Cunnar og Björn með 5V2 vinningr at 6 SJÖTTA umferð Skákþings Reykjavíkur var tefld sJ. sunnu dag. Úrslit í A-riðli urðu þessi: Jón Pálsson vann Braga Hall- dórsson, Gunnar Gunnarsson vann Benóný Benediksson og Björgvin Víglundsson vann Jón Þorvaldsson. Hermann Ragnars son og Guðmundur Sigurjónsson eiga biðskák, ennfremur fór skák þeirra Andrésar Fjeldsted og Stíg Herlufsen í bið. Sigurð- ur Herlufsen sat yfir. Úrslit í B-riðli: Bjarni Magn- ús.son vann Frank Herlufsen, Leifur Jósteinsson vann Sigurð Kristjánsson, Björn Þorsteins- son vann Hauk Kristjánsson, Jó hann Þórir Jónsson vann Braga Kristjánsson og Gyilfi Magnús- son vann Júlíus Fri’ðjónsson. Jón Kristinsson sat yfir. Vinningsstaðan er nú þessi í A-rrðlli: Gunnar Gunnarsson 5% vinning (af 6 möguleguim), Guð miundur Sigurjónsson 3% (4), Björgvin Víglundsson 3% (5), Jón Pálsson 2% (5), Benóný Benediktsson og Jón Þorvalds- son 2 (4) hvor. Björn Þorsteinsson 5% (6-), Bragi Kristjánsson 4 (6), Gylfi Magnússon 3 (4), Jóhann Þ. Jónsson 2Mt (3), Bjami Magnús- son og Jón Kristinsson 2% (4). Biðskákir úr 4., 5. og 6. um- ferð verða tefldar í kvöld í húsakynnuim Taflfélags Reykja- ví’kur að Grensásvegi 46. Keppn- in hefst kl. 20. HÉR hjá mér um að minnka ekki styrk til safnaðarmála Hallgr'ímskirkju, heldur ríf- lega að auika svo framiag að í snarheitum sé hægt að gera sér grein fyrir hvernig húsið lítiur úit þegar búið er að rífa burt alla stirlasana hversu fágað og prýtt í litum með list mundi mega telja þá ómálga eftirlitsleysi um heiHdaráhrif bæjarskipulags, sem er í smíðum — Þar sem ekki gild- ir metnaður einn að stinga út það sem vel er gjörti, held- ur tillitssemi við umhverfi frumkristninnar sjálfrar nátt úrunnar. En bíðum bara við. í þessu bæjarmáli og gerðum okkar vil ég gefa sannsögulega skýringu á að eftir því út- liti, sem um ræðir er eðli- legt að turnar séu byggðir þar sem er sléttlendi, hvar sem væri í heiminum, þá krefur mannanna smíði sér það til ágætis að góna og glápa eftir því, sem eru fjöll og firnin'di. Þessu hafið þér og yður láðst að umvanda með því að stækka yfifmáta Skólavörðuholtið — auk þess að skyggja á sólina, hádegis- ljóssins, Skólavörðustíginn all an. Hér með endurtek ég beiðni mina og áskorun til hæstvirts Aiþingis að flýta þessu staðsetningarflaustri göfugrar hugmyndar í bygg- ingarlist. Að flýta því með snerpu — sivo hægt verði skynbæru, þroskuðu fólki að ákrveða sig um, hvort flytja eigi húsið til frambúðar eða rífa það af sömu og hvort- tveggja ástiæðu. Hér þetta nafn, Jóhannes S. Kjarval. IMYJIJIMGARNAR 8JÁIÐ ÞÉR í BÍÖLN Á vorsýningunni í Köln munu yfir 2000 aðilar frá 23 löndum sýna varning sinn ALÞJÓÐLEGA BLSAHALDA- OG JARIMVÖRIJSÝIMIIMGIN í KÖLN frá 15. — 18. febrúar Komið til Kölnar — í þágu viðskiptavina yðar Allar frekari upplýsingar gefur ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir, Aðalstrœti 8, sími 24373. Munið kaupstefnu- og sýningaþjónustu okkar bl STAKSTEINAR Fortíðin íslendingar, sem heimaækja önnur lönd eru oft spurðir fregna af þeirri fámennu þjóð, sem ísland byggir. Telja má líklegt, að svör fleistra, siem þannig eru ispurðir, einkennist af nokkru stolti yfir fortíð þjóð arinnar. Útlendingum ;er Vafa- laust skýrt frá því, að IsJend- ingar eigi elzta þjóðþing í heimi, að fslendingar eigi hinar merkustu fornbókmenntir. sem sögur fara af, að Islendingar hafi varðveitt sérkennilega tungu nær óbreytta um margar aldir og geti af þeim sökum les- ið bókmenntaverk forfeðra sinna og þannig mætti lengi telja. fs- lendingurinn, sem er í útlönd- um fyllist vafalaust vaxandi stolti, þegar hann segir útlend- ingum frá hinni merku fortið þjóðar sinnar. En igvo getur ver ið, að íslendingurinn verði fyr- ir sálrænu áfalli. Kannski verð- ur honum sagt, að fslendingar séu ekki einir í heiminum og einhvers staðar á jarðkringlunni h<afi fyrir mörgum öldum starf- að samkunda, sem líka mætti kalla elzta þjóðþing veraldar, að fjölmargar aðrar þjóðir, ekki sízt smáþjóðir, eigi sér merkar fornar bókmenntir og hafi unn- ið ýmisleg önnur afrek ekki síðri afrekum forfeðra okkar, í stuttu máli sagt, að fortíð íis- lendinga sé kannski ekkert eins dæmi í veröldinni. Oflætisfullt uppeldi? Eftir því sem samskipti okk- ar við erlendar þjóðir aukast, verður sú spurning stöðugt á- sæknari hvort það uppeldi, sem við veitum nýjum kynslóðum, sú saga sem við kennum þeim, einkennist e.t.v. af óþarflega miklu oflæti vegna fornrar frægðar. Að sjálfsögðu er sag- an og hin fornu bókmenntaaf- rek forfeðra okkar megin ástæða fyrir því, að fsland er byggt í dag. Traust tengsl við þessa for tíð er nauðsynleg forsemda þess að við höldum þjóðlegum sér- kennum okkar, tungn og menn ingu. En það er engum til gagns að ala upp með þjóðinni oflæti vegna fornra afreka og ýta að henni þeim hugmyndum að hún sé merkari en aðrar þjóðir. Slíkur rembingur á ekkert skylt við heilbrigðan þjóðar- metnað. Framtíðin Sumar þjóðir lifa á fornri frægð, og sumir einstaklingar baða sig í afrekum ættingja sinna eða forfeðra. En þeir sem einblina um of á það siem liðið er, eru ekki líklegir til þess að fylgjast með framtíðinni. Og kannski er bæði hollt og hyggi- leg’t’ fyrir okkur íslendinga að gera okkur grein fyrir þvi, að saga okkar, fom menning og bákmenntaleg afrek forfeðra okkar gefi fyllsta tilefni til stolts, eru margar aðrar þjóðir sem eiga forn verðmæti, sem ekki eru síður dýrmæt en okk- ar. Og e.t.v. er tími til þess kom inn, að færa þungamiðjuna i afstöðu fslendinga til eigins lands og þjóðar nokkrar aldir fram í tímann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.