Morgunblaðið - 30.01.1968, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANIJAR 1968
í skurðstofu.
Hjartagrœdsla
hafði þegar samband við yfir-
lækni handlæknisdeildar sjúkra
hússins og fékk leyfi hans til að
gerðarinnar og valdi í samráði
við hann lið aðstoðarmanna, 30
menn á aldrinum 30-40 ára.
Washkansky fylgdist sjálfur
með undirbúningnum af áhuga
og var hinn kátasti, spjallaði
við önnu konu sína um það,
sem til stóð, en hún sat hjá
honum ölium stundum, er hún
mátti. Þegar hann vareinn las
hann leynilögreglusögur.
Laugardaginn 2. desember
Framh. á bls. 19
SEGJA má, að sagan um fyrstu
hjartagræðsluaðgerðina 'hafi
hafizt um miðjan september sl.
er heildsali í Höfðaborg Louis
Wasihkansky, var lagður inn á
Groote Sdhtuur sjúkralhúsið,
þungt haldinn af hjartasjúk-
'dómi. Hann hafði fengið slag í
þriðja sinn á ævinni — hið
fyrsta fékk hann fyrir sjö árum,
annað fimm árum seinna. Nú
var hann svo kominn, að kölk-
un var í hjartaæðum og hjart-
að hafði stækkað mjög. Hann
hafði einnig fengið sykursýki og
var veikur í lifur.
Fljótt varð ljóst, að lítið ef
þá nokkuð, var hægt að gera
fyrir sjúklinginn og læknar
hans komust að þeirri niður-
stöðu, að hann væri dauðans
matur.
2. grein
Washkansky var raunsær
maður og gerði sér glögga grein
fyrir því, að lífsvon væri lítil.
Hann krafðist þess afdráttar-
laust, að læknarnir segðu hon-
um sannleikann og það gerðu
þeir.
Það fór vel á með þeim
Washkansky og dr. Chirdistian
Barnard, sem annaðist hann, og
dag einn settist læknirinn hjá
sjúklingnum og sagði honum, að
það væri aðeins einn hugsanleg
ur möguleiki á að lengja líf
hans — og hann þó mjög tví-
sýnn — sem sé, að taka úr hon
um hjartað og setja annað í
þess stað. Barnard geröi hon-
um ljóst, að slík aðgerð hefði
aldrei fyrr verið framkvæmd á
manni og hann gæti því ekkert
sagt til um, hvernig hún tæk-
ist, en hann væri fús að reyna
þetta, - ef Washkansky vildi
leggja sig í þessa hættu. „Hugs
ið yður vel um í tvo daga“,
sagði Barnard .
„Og hvemig ætlið þér að
finna handa mér hjarta?"
spurði Washkansky.
,,Ur látinni manneskju að
sjálfsögðu svaraði læknirinn,
„einhverjum, sem deyr af öðr-
um völdum en hjartabilun. Ekki
tek ég hjarta úr lifandi manni“.
Washkansky þagði andartak
— sagði síðan: „Þér skulið
gera það sem þér viljið, prófess
or, ég er reiðubúinn. Mín vegna
megið þér gera þetta strax“.
Þar með hófst undirbúningur
aðgerðarinnar. Hann stóð yfir
vi'kum saman og sömu'leiðis
leitin að hjarta, sem hæfa
mundj sjúklingnum. Barnard
Blaiberg-hjónin ásamt hjúkrun arfóiki við Groote Schuursjúkra
húsið.
gxæðslan í Höfðaborg var framkvæmd. Eins og sjá má voru
efstu hlutar forhólfanna skildir eftir til þess að ekki þyrfti að
tengja saman æðar. í fyrri tilraunum sínum á hundum hafði
Barnard, — eins og dr. Shumway í Californíu, sem var upp-
hafsmaður þessarar aðferðar — skilið meira eftir að forhólfun-
um en vegna þess hve hjarta Washkanskys var miklu stærra
en Denise Darvall varð hann að skilja eins lítið eftir og hægt
var.
1. Efri meginbláæð, 2 klemmur, x. tengzl við hjarta- lungna
vél, 3. efsti hluti hægra forhólf s, la. neðri meginbláæð, 4. hægna
afturhólf, 5. þverskurður hjartans, 6, ósæð (meginslagæð), 7,
lungnaslagæðar, 8. Iungnabláæðar, 9. efsti hluti vinstra for-
hóifs, 10. vinstra afturhólf, 11. tengzl frá hjarta-lungavél, 12.
efri meginbláæð, 13. saumar, 14. neðri meginbláæð, 15.
ígrædda hjartað, 16 ósæð, 17. lungnaslagæð, 18. lungnabláæð-
ar, 19. sumar.
Einhver varð að brjdta ísinn
Þessi teikning sýnir í aðalatriðum hvernig hagaði til við aðgcrð-
ina og hvemig þeim Darvall og Wasihkansky var komið fyrir.
Kassamir fremst í myndunum eru hjarta-lungnavélamar.
Louis Washkansky eftir aðgerðina.