Morgunblaðið - 30.01.1968, Page 14

Morgunblaðið - 30.01.1968, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1968 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. ÖÁBYRG AFSTAÐA að hefur verið eitt helzta einkenni á stjórnmála- baráttu kommúnista og Fram sóknarmanna síðari árin, að þeir hafa fagnað hverri ógæfu, sem yfir þjóðina hef- ur gengið, en ekki getað leynt gremju sinni, þegar sæmilega hefur tekizt að leysa vandasöm mál. Það er enn í minnum haft, hver við- brögð Framsóknarmanna og kommúnista og málgagna þeirra urðu, þegar síldveiði- flotinn sigldi í höfn sumarið 1965 og þó ekki síður sú reiði, sem skein út úr forsíðum blaða þessara flokka, þegar lausn fékkst á því máli inn- an nokkurra daga. Kommúnistar eg Framsókn armenn eru enn sama sinnis og þá. Frá áramótum hefur í vaxandi mæli gætt atvinnu- leysis hér á landi, og hefur ástandið í þeim efnum orðið stöðugt ískyggilegra eftir því sem á janúarmánuð hefur lið ið. Atvinnuleysi hefur verið nær óþekkt fyrirbrigði á ís- landi í nær tvo áratugi og jafnvel lengur og unga kyn- slóðin í landinu þekkir þenn- an bölvald ekki nema af af- spurn. Þess vegna eru það mikil ótíðindi, þegar atvinnu- leysi skýtur upp kollinum í fyrsta skipti um langt ára- bil og slíkt ástand hljóta stjórnarvöld landsins að líta mjög alvarlegum augum. Eðlilegt er að dokað hafi verið við þar til ver- tíðin væri komin í fullan gang og frystihúsin hefðu hafið starfrækslu, en komi í ljós þegar sjávarútvegurinn hefur hafið starfrærkslu af fullum krafti, að enn skorti atvinnu, verður að grípa til róttækra ráðstafana. En það er ljóst af við- brögðum bæði kommúnista og Framsóknarmanna, að | þeir líta ekki aðeins á at- vinnuleysið sem bölvald. I þeirra augum er það tæki- færi til árása á ríkisstjórn- ina, að þeirra mati er það vopn, sem þá hefur lengi vantað. Þess vegna leynir sér ekki í skrifum málgagna Framsóknarmanna og komm únista sá fögnuður, sem að vissu marki einkennir af- stöðu þessara aðila til at- vinnuleysis. Þá vekur það og sérstaka athygli, að ekki hefur sézt styggðaryrði í blöðum stjórn- arandstæðinga í garð hrað- frystihúsanna vegna þeirrar ráðstöfunar frystihúsaeig- enda, að loka frystihúsun- um. Hefði þó einhvern tíma heyrzt hljóð úr horni þess- ara herra vegna verkbanns atvinnurekenda, en svo virð- ist sem bæði Framsóknar- mönnum og kommúnistum hafi verið þessi stöðvun frystihúsanna mjög -kærkom in, — hún er ein helzta or- sök atvinnuleysisins. Slík afstaða stjórnmála- flokka sem eiga að vera á- byrgir í stjórnmálabaráttu sinni er í alla staði fordæm- anleg og hneykslanleg. Stöðvun frystihúsanna og hið vaxandi atvinnuleysi í landinu er ekkert gamanmál, og hverjir svo sem eru í stjórn landsins eða í stjórn- arandstöðu, ber öllum þjóð- hollum mönnum að taka höndum saman um lausn svo alvarlegra vandamála. MIKILHÆFIR SKÓLAFRÖMUÐ IR HORFNIR 'l/feð Þórarni Björnssyni skólameistara á Akur- eyri sem lézt aðfaranótt s.l. sunnudags er genginn einn merkasti og ágætasti skóla- maður landsins. Það var ekki vandalaust verk að taka við skólameistarastarfi við Menntaskólann á Akureyri að Sigurði Guðmundssyni skólameistara látnum. Svo merk og mikilhæf var skóla- stjórn þess sérstæða gáfu- manns. En Þórarni Björns- syni farnaðist skólastjórn hins norðlenska menntaskóla ágæta vel. Hann var gerkunn ugur öllu starfi í skólanum, hafði verið kennari þar í 15 ár, áður en hann gerðizt skólameistari. Á því tímabili var hann einn af nánustu satnverkamönnum Sigurðar Guðmundssonar. Var það tví mælalaust góður undirbún- ingur undir það að taka síð- 1 an við stjórn skólans. Þeim, sem þekkja vel til Menntaskólans á Akureyri mun nú þykja mikið skarð fyrir skildi, er þau falla frá á sama sólarhringnum frú Halldóra ólafsdóttir, skóla- meistarafrú, ekkja Sigurðar Guðmundssonar, og Þórarinn Björnsson skólameistari. Frú Halldóra ólafsdóttir var gáf- uð og sérstæð kona. Hún stóð við hlið manns síns í skóla- stjórnarstarfi hans af festu og skörungsskap. Á hinn norðlenzki menntaskóli einn- ig henni mikið að þakka. Þórarinn Björnsson var fjölgáfaður maður og sann- ur húmanisti í þess orðs merkingu. Hann hafði næma réttlætistilfinningu og við- kvæma lund. Hann kom alls Hungrið í heiminum á dagskrá hjá UNCTAD NÆSTA alheimsráðstefna um utanríkisverzlun og þró- unarmál (UNCTAD) verður haldin í Nýju Delhi frá 1. febrúar til 25. marz, og eru höfuðdrættir hennar nú farn ir að skýrast. Stjórn ráðstefn unnar hefur gengið frá bráða birgðadagskrá hennar og sam þykkt þrjú ný umræðuefni fram yfir þau sem áður höfðu verið samþykkt; hið al þjóðlega matvælavandamál, vandamál vegna ört vaxandi notkunar á gerviefnum og þáu sérstöku vandamál sem skapast í löndum sem liggja að sjó. Eftirtalin átta meginatriði dagskrárinnar hafa verið samþykkt: 1. Tilhneigingar og vandamál í alþjóðaverz'un og þróun- armálum. 2. Vöruvandamál og vöru- pólitík. 3. Aukning og meiri fjöl- breytni í útflutningi van- þróaðra landa á háif- og heilunnum vörum. 4. Vöxtur, þróunarfjármögn- um og bein hjálp (sam- raeming alþjóðlegra og þjóðlegra aðgerða). 5. Vandamál vanþróuðu land anna með tillíti til ósýni- legra verzlunargreina, þeirra á meðal siglinga. 6. Aukning verzlunar og efnahagsleg heilun meðal vanþróuðu landanna: ráð- stafanir sem vanþróuðu og iðnvæddu löndin verða að gera. 7. Sérstakar ráðstafanir sem verður að gera til hags- bóta fyrir þau vanþróuðu lönd sem skemmst eru á veg komin í því skyni að flýta fyrir efnahagslegri og félagslegri þróun þeirra. 8. Almenn könnun á starf- semi UNCTAD. Undir fyrsta lið mun ráð- stefnan fjalla um fram- kvæmd þeirra til'lagna sem lagðar voru fyrir fyrstu al- þjóðarráðstefnu um utanrík- isverzlun og þróunarmál, sem haidin var í Genf árið 1964. Vandamálin í sambandi við viðskipti •milli landa beggja megin járntjaldsins, áhrifin af svæðisbundnum efnahagsbandalögum fyrir vanþróuðu löndin og sam- hengið milli hins alþjóðlega matvælavanda og útflutnings tekna vánþróuðu landanna og ráðstafanir til að auka mat vælaframleiðsluna verða einn ig til umræðu sem og til- flutningur tækniþekkingar og kunnáttu. Forgangsréttur vanþróuðu landanna. Undi'r öðrum lið verða rædd mál eins og alþjóðleg- ir vörusamningar og aðrar leiðir til að koma jafnvægi á vörumarkaðinn. Meðal ann arra umræðuefna verðlags- stefnan, frjálsari verzlun og vandaroál í samibandi við gerviefni. Þriðji hópurinn tekur fyrir forgangsrétt eða frjálsan að- gang heil- og hálfunninna vara vanþróuðu landanna. að mörkuðum iðnaðarland- anna. Stjórn ráðstefnunnar lýsti sig samþykka þeirri skoðun, sem ein nefrad henn- ar kom fram með, að spurn- ingin um forgangsrétt heil- og hálfunninni afurða vanþró uðu landanna án ggnakröfu frá iðnaðarlöndunum og án mismununar væri tímabær á annarri alheimsráðstefnunni um utanrí'kisverzlun og þró- unarmál. Iðnaðarlöndin hafa gefið í skyn, að þau vonist til að geta lagt fram á ráð- stefnunni meginþættin í um- rædd.u fongangskerfi. Margar sendinefndiir voru þeirrar skoðunar, að ráð- stefnan í Nýju Delhi ætti að rannsaka hvernig niðurstöð- ur Kennedy-viðræðnanna ork uðu á vanþróuðu löndin. Þannig væri hægt að leggja grundvöll frekari ráðstafana tíl. Undir fjórða lið mælti stjórnin með því að höfð yirði til grundvallar umræðum skýrsla sem samin var á liðnu vori og leggur m.a. ríka áherzlu á nauðsyn þess að létta skuldbyrðar vanþiró- uðu landanna. Israelsmenn vinna mikla olíu úr Sínai Haifa, ísrael, 22. jan. AP. ÍSRAEL minnkaði olíuinn- flutning sinn um næstum því einn þriðja hluta og sparaði þannig fimm millj. dollara eftir styrjöldina í júní sl. — Var frá þessu skýrt í dag af hálfu ráðu- neytis þess í ísrael, sem annast olíuvinnslu og hefur eftirlit með olíuinnflutningi í landinu. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að ástæðan fyrir þess um samdrætti í innflutningi olíu sé sú, að miklu magni af góðri olíu hafi verið dælt upp á olíu- svæðum Egypta í Sínaieyðimörk inni, sem ísraelsmenn náðu á sitt vald í júnístyrjöldinni. Segja yfirvöld í ísrael, að olíu- innflutningur hafi dregizt saman um 29% á tímabilinu júlí til staðar fram til góðs og naut virðingar og trausts allra þeirra er honum kynntust. Morgunblaðið vottar ást- vinum Þórarins Björnssonar skólameistara og Halldóru ólafsdóttur skólameistarafrú ar innilega samúð við frá- fall þeirra. Menntaskólanum á Akureyri biður blaðið geng is ðg blessunar á ókomnum árum. desember, miðað við sömu tölur árið þar á undan. Ekki voru gefnar upp neinar opinberar töl- ur, en talið er, að innflutningur- inn hafi minnkað um 725.000 tonn. Yfirvöldin hafa skýrt frá því, að olía að verðmæti 12 millj. dollara hafi verið flutt inn á tímabilinu júlí—september, en Háskólastyrkur til náms í Frakklandi RÍKISSTJÓRN Frakklands býð- ur fram styrki handa íslending- um til háskólanáms í Frakklandi námsárið 1968-69. Styrkir verða að öðru jöfnu ekki veittir til náms í París, nema um sé að ræða framlengingu fyrra styrks. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðu- neytisinis, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 13. febrúar n.k. og fylgi s'taðfest afrit próf- skírteina ásamt meðmælum. Um- sóknareyðublöð fást í mennta- málaráðuneytinu og erlendis hjá sendiráðum íslands. Frá Menntamálaráðuneytinu. hafi numið 17 millj. dollurum 1966. Ekki eru fyrir hendi neinar nákvæmar tölur um, hve mikla oliu ísraelsmenn fá nú úr Sinai- eyðimörkinni, en álitið er, að vinna megi 5 millj. tonn af olíu árlega úr olíulindunum þar. Leynibréf Johnsons til Kosygins BANDARÍSKAR heimfMir i Moskvu hafa staðfest að sendi- herra Banidaríkjanina Llewel'lyn Thomison afherati Kosygin, for- sæti'sráðherra, leynilegan boð- skap frá Johnson í gær, en ekki hefur verið upplýst um hvað orðsendingin fjallar. Ýmisiir telja þó ólíklegt, að efrai hennar hafi verið viðvíkj- aradi Vietnam, heldur um al- menn afvopnunarmál og fleira þar að lútandi. Menn sýna orð'sendingu Banidaríkjafpriseta sénstakan áhiuga með hliðsjón af hei'm- sókn Harolds Wilsons, forsætis- ráðherra Breta til Moskvu um þessar muradir. Stubbar 6 Jerúsalem, 23. jan. AP. Yfirvöld í ísrael kynna sér nú skýrslu Odd Bull, sem at- hugað hefur áætlanir Egypta um að opna að nýju Súez-skurð fyrir umferð skipa og leysa út 16 skip, sem þar hafa setið föst síðan í júní, Ekki hefur verið opinberlega skýrt frá efni greinargerðarinn- ar. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.