Morgunblaðið - 30.01.1968, Síða 15

Morgunblaðið - 30.01.1968, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANUAR 1968 15 Cunnar J. FriÖriksson formaður Fél. ísl. iðnrekenda Iðnaðurinn um áramót ÁRIÐ 1967 varð framleiðsluat- vinnuvegunum erfitt á margan hátt. Afli reyndist mun minni en næstu ár á undan og verð- fall útflutningsafurðanna kom með fullum þunga niður á rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi og fiski'ðnaði. Árferði í landbún- aði reyndist erfitt, og hið óhag- stæða hlutfall, sem myndazt hafði milli framleiðslukostnaðar hér innanlands og erlendis, hafði í för me’ð sér enn aukna erfiðleika fyrir ýmsar greinar iðnaðarins. Þegar líða tók á árið fór að verða æ ljósara, að grípa þyrfti til róttækra rá'ðstafana í efna- hagsmálum og að gengisfelling yrði vart umflúin. Hin óvenju góðu aflabrögð og hagstæð verð- lagsþróun undangenginna ára á útflutningsmörkuðunum, urðu undirrót mikillar þenslu í efna- hagslífinu, sem leiddi af sér öra hækkun á kaupi og öðrum inn- lendum framleiðslukostnaði. Þessar öru hækkanir voru að verða algjörlega óbærilegar fyr- ir aðra framleiðslu, sem ekki naut jafn hagstæðra skilyr'ða. Þegar stöðnun varð í aukningu afla og jafnvel minnkun og mik ið verðfall varð á útflutningi sjávarafurða, kom í ljós, að hvorki sjávarútvegur né fiskiðn- aður gátu staðið undir þeirri miklu hækkun, sem orðið hafði á framleiðslukostnaði hér innan- lands. Ljóst var, að uppbætur og styrkir til þessara hefð- bundnu útflutningsatvinnuvega, hefðu þurft að verða í svo ríkum mæli, að það hefði haft í för með sér verulega röskun á eðli legu jafnvægi á atvinnulífinu. Voru flestir sammála, um að slíkt gæti ekki orðið nema bráða birgðalausn og til mjög skamms tíma. Um svipa'ð leyti fór að bera á þrálátum orðrómi um, að lækkun á gengi sterlingspunds- ins væri í aðsigi, vegna mjög alvarlegs ástands í efnahagsmál- um Breta. Þótti ljóst, að ef til lækkunar á gengi sterlings- pundsins kæmi, yrði gengi ís- lenzku krónunnar að breytast um leið og yrði þá sennilega gengið nokkuð lengra en sem næmi lækkun á gengi sterlings- pundsins. Finnar urðu þó fyrri til en Bretar, og felldu gengi síns gjaldmiðils um 31%. Varð það að sjálfsögðu til að ýta enn undir boílaleggingar um lækkun á gengi íslenzku krónunnar. Hinn 18. nóvember felldu svo Bretar gengi sterlingspundsins um 14,6% og viku síðar var gengi íslenzku krónunnar lækk- að um 24,6% gagnvart banda- rískum dollar. Fljótlega eftir að gengi sterlingspundsins var lækkað, tilkynntu mörg brezk út flutningsfyrirtæki hækkun á út- flutningsverði vara sinna, sem nam gengisfellingu sterlings- pundsins. Þó voru aftur önnur fyrirtæki og þá einkum þau, sem staðið höfðu höllum fæti í samkeppni á erlendum -mörkuð um, sem hækkuðu verð sitt minna. Þess eru hins vegar fá dæmi, að útflutningsverð brezkra fyrirtækja hafi haldizt óbreytt í pundum. lega þróun og uppbyggingu heilbrigðs atvinnulífs í landinu. Þróun peningamála á árinu 1967 var mjög óhagstæð og aukning sparifjármyndunar mjög lítil miðað við undangeng in ár. Sá samdráttur hafði að sjálfsögðu veruleg áhrif á út- lánamöguleika bankanna og jók enn á rekstrarfjárskort fyrir- tækja. Það ásamt samdrætti á vissum sviðum atvinnulífsins, leiddi svo aftur til þess, að van- skil við lánastofnanir jukust mjög. Hafði það í för með sér, að lánasjóðir gátu engan veg- spurt, hver áhrif gengisbreyt- ingin hefði á rekstur fyrirtækj- anna. Svarið var yfirleitt á þann veg, að enn væri mjög erfitt að gera sér Ijósa grein fyrir á- hrifunum. Yfirlejtt gætti þó þeirrar skoðunar, að gengisfell- ingin bætti aðstö'ðu fyrirtækj- anna. Var það undantekningar- laust álit allra þeirra, sem flytja út framleiðslu sína eða keppa verndarlaust. Nokkurrar svart- sýni virtist gæta varðandi þró- un viðskipta almennt og gerðu flestir ráð fyrir, að ekki yrði um aukningu framleiðslu að Um áhrif gengisfellingarinnar á þróun íslenzks iðnaðar er nokkuð snemmt að spá, en þó er hægt að fullyrða, að gengis- fellingin sem slík muni hafa já- kvæð áhrif og gera íslenzkan iðnað samkeppnishæfari við er- lenda framleiðslu, bæði innan- lands og á erlendum mörkuð- um. Meðan ekki verður séð, hvaða áhrif gengisfelling krón- unnar hefur á kaupgjald og annað verðlag sem áhrif hefur á rekstrarkostnað fyrirtækja, og hvaða tollabreytingar koma til framkvæmda, verður þó ekki sé'ð eða metið til fulls, hver áhrif gengisbreytingarinn- ar verða. Reynist gengisfelling- in hins vegar ekki hafa verið nægileg til að tryggja hina hefð bundnu útflutningsframleiðslu það verð fyrir framleiðsluna, sem staðið getur undir eðlileg- um reksturskostnaði, má hik- laust halda því fram, að gengis- felling hafi ekki nægt til þess áð skapa grundvöll fyrir eðli- Frá Kísiliðjunni við Mývatn. inn staðið við fyrirheit sín um lán. Einnig jukust mjög van- skil í viðskiptum. Bitnaði þró- un þessi mjög hart á iðnfyrir- tækjum. Skrifstofa Félags íslenzkra iðn rekenda hefur nýlega látið fara fram könnun á ástandi og horf- um í verksmiðjuiðnaðinum við áramót. Hér er um fremur laus- lega könnun að ræða, sem bend ir þó greinilega til þess, að um algjöra stöönun eða jafnvel sam drátt í framleiðslu hafi verið að ræða á árinu 1967 miðað við árið á undan. Á undangengnum árum hafði samdráttar eða stöðnunar fyrst og fremst gætt í málmiðnaði, fataiðnaði og veiðarfæraiðnaði. Á árinu 1967 virðist stöðnunin vera almenn. Einna alvarlegast horfði þó hiá fyrirtækjum, sem tekizt hafði að ná fótfestu á erlendum mörk uðum og hjá þeim, sem keppa verða við innflutta vöru án nokkurrar tollverndar. í könnun þessari var m.a. Gunnar J. Friðriksson nefna bruna á húsakynnum Fé- lags íslenzkra iðnrekenda, Lands sambands iðnaðarmanna og Tðn aðarbankans hinn 10. marz s.l. Skjalasafn Félags íslenzkra iðn- rekenda bjargaðist þó, þar sem það var geymt í eldtraustu her- bergi. En að öðru leyti var hús næði félagsins gjörónýtt og stóð ekki éftir annað en veggir og loft. Nú er að mestu lokið end- urbyggingu skrifstofuhúsnæðis félagsins og um áramótin flutti það starfsemi sína þangað á ný. Þa'ð fór að sjálfsögðu ekki hjá því, að þetta óhapp lamaði nokk uð starfsemi félagsins á árinu. Af öðrum minnisstæðum at- burðum í sögu iðnaðarins má nefna, að lokið var við smíði á stærsta stálskipi, sem smíðað hef ur verið hér á landi, en það var smíðað í Slippstöðinni h.l. á Akureyri. Hafin var vinna við byggingu álbræðslunnar í Straumsvik og haldið var á- fram framkvæmd stórvirkjun- ar við Búrfell. Gerður var samningur milli framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar í Reykjavík og Byggingariðjunn- Úr vélasal prjónastofu. ræða á árinu 1968. Þá kom það einnig fram, að fyrirtækin hugsa sér yflrleitt að halda a'ð sér hendi varðandi fjárfestingu og að vart yrði um aukningu á starfsfólki að ræða. Það sem mestri óvissu veldur, eru fyrir- hugaðar breytingar í tollamál- um, sem ekki er ennþá kunn- ugt, hverjar muni verða. Af atburðum þeim, sem snerta iðnaðinn á liðnu ári má ar h.f. um framleiðslu á stein- steyptum hlutum fyrir íbúðar- hús. Var þar með hafin verk- smiðjuframleiðslu á hlutum til íbúðarhúsa í stærri stíl en þekkzt hefur áður hér á landi og e. bess að vænta, að slík framleiðsla eigi mikla framtfð fyrir höndum. Sameinaða bíla- smlðjan h.f. flutti á árinu í nýtt húsnæði og fékk stærri verk- Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.