Morgunblaðið - 30.01.1968, Page 17

Morgunblaðið - 30.01.1968, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1968 17 Sextugur í dag: Þórleifur Bjarna- son, námsstjóri í STÓRVJÐRUM skammdegis og vetrar svarrar brimrót Dumibs- hafs við Hornbjarg og Hælavik- urbjarg. Feiknstafir og rammar rúnir getur hvarvetna að líta á stórskorinni og veðurbitinni ásjónu þessara nyrztu útvarða íslands. í blíðviðirum vors og sumars er þar engu að síður unað að finna í mildum hljómum og fögrum li'tum. Lækir hjala í giljum, kjarrgróður angar í hvömmum og runnum. Andstæð- urnar á næsta leyti, fannir og berangur, magna áhrifin, skíra litina undir blágrænu heiði norð- ursins. Með Hornstrendingabók sinni kveður rithöfundurinn Þórleif- ur Bjarnason sér hljóðs með þjóð sinni svo skörulega að eftir var tekið. Þar lýsir hann á magn- þrunginn hátt stórbro'tinni og fagurri náttúru Hornstanda; lífsbaráttu fólksins þar, barátt- unni við björgin, andlegu lífi þess, trú, siðum og samskiptum þess við dular'heima góðs og ills. „Meðan trúin á forynjur og for- dæðuskap . mátti sín nokkurs voru Vestfirðir jafnan talin heimkynni skelegigustu galdra- mannanna, sendingarnar voru hvergi magnaðari en þaðan, og á útkjálkum þessa landshluta lifði trúin lengst á má'ttugar kynja- verur og töfravarnir gegn þeim.“ „í hamingjuleysi þeirra oln- 'bogabarna, sem af mönnum voru dæmd til vonlausrar ævi, gátu ljúflingar eða aðrar verur gæddar dulrænum mætti, gripið inn í líf þeirra til hamingju- skipta og gert hið dæmda barn að krýndum höfðmgja". Þannig lýsir Þórleifur Bjarna- son dularheimum góðs og ills, ljóss og myrkurs, þjóðtrúarinnar, í Horns'trendmgabók sinni. En rit hans, Hornstrendingabók, Hjá ömmu og afa og skáldsögur hans, bera því fagurt vitni að heimkynnin hafa „ekki misst af þeirri taug, sem dregúr föður- túna tiil“. Með ritum sínum Ihefur Þór- leifur rækt sonarlega skyldu við ættbyggð sína óg uppruna með stórmannlegum hætti. Þegar hann ungur að árum bjóst að heiman með léttan mal verald- legra gæða, til þess að afla sér menntunar og lífsstarfa, hefur hann þaðan þann búnað, það vegarnes'ti andlegra verðmæta, sem hafa orðið honum ærið notadrjúg og munu honum end- ast til leiðarloka. Hann er maður margvís og margskunnandi, en eigi verður hann bendlaður við forneskju né svartagaldur en 'töframaður er hann eigi að síðiur. Sjálf lí’fsstefna hans, eins og hún birtist í störfum hans og at'höfn allri á rætur sínar í ljósheimum þjóðtrúarinnar, þ.e. að vinna g'egn hamingjuleysi mannanna barna, krýna þau þeirri auðnu að komast til nokkurs þroska, er leiðir til fegurra mannlífs. Þessi fjölgáfaði og ágæti son- Ur Hornstranda er sextugur í dag, fæddur 30. janúa 1908 i Hælavík í Sléttuihreppi, Norður- ísafjarðarsýslu. Hann ólst upp hjá afa sínum og ömmiu, er þar bjuggu. Þórleifur fluttist á unglingsár- um burt frá Hornsitröndum. Hann stundaði nám í Reykjavík og lauk kennaraprófi vorið 1929 frá Kennaraskóla íslands. Nám stundaði hann síðar við Kennara háskólann í Kaupmannahöfn í sögu, landafræði, ensku og upp- eldisfræði. Á árinu 1946 fór hann námsför til Norðurlanda og kynnt; sér námseftirlit og fræðslustjórn. Fleiri náms- og kynnisferðir hefur 'hann farið ti.1 Norðurlandanna. Hann hefur get sér far um að fylgjast sem bezt með því, sem er að gerast í uppeldis- og fræðslumálum á hverjum tíima með nágrannaþjóð um okkar. Á árunum 1929—1943 hafði Þórleifur á hendi kennslustörf á Vestfjörðum, lengst af á fsafirði við barnaskólann og gagnfræða- skólann þar. Frá haustinu 1943 hefur Þórleifur Bjarnason verið námisstjóri á Vesturlandi, fyrstu árin á Vestfjörðum og í Dala- sýslu, síðari árin á öllu Vestur- landi með búsetu á ísafirði og frá 1955 á Akranesi. Jafnframt frábærlega vel ræktum embæbtisstörfum hefur Þórleifur verið afkastamikill rit- höfundur og félagsmálam.aður. Rit hans eru: Hornstrendinga- bó,k, Og svo kom vorið, Hvað sagði tröllið, Þrettán spor — smá sögur, Tröllið- sagði, Hjá þmmu og afa og kennslubók í íslands- sögu. ‘Hann ‘hefur unnið að bindind- ismálum, barnaverndarmálum, að málum Norræna félagsins, kennarafélagsmálum, félagsmál- um námssst'jóra og verið formað ur Námsstjórafélags íslands síð- ustu árin. Þá hefur hann gefið sig töluvert að leiklistarmálum, einkum fyrr á árum. Hér er slegið á marga strengi og sundurleita. Mætti ætl-a að ekki gæfist tóm til að gera hverju og einu viðhlitandi skil. Það m,un þó ekki ofmæl't að m,aðurinn sé engu síður vand- virkur en mikilvirkur. Hann gengur hávaða- og fumlaust að störfum sínum, flest virðist hon- u-m auðvelt og opið fyrir liggja. Hann er kröfuharður við sjálf- an sig, nærgætinn og umburðar- lyndur við aðra, án þess að missa sjónar á réttu og röngu. Hann þótti snjall kennari og skemmtilegur og er minnisstæð- ur nemendum sínum. Sem félagsmálamaður er hann duglegur og laginn í senn. Hann er ágætur ræðumaðiur, mikill málafylgjumaður, ef á reynir. Fyrirlesari er hann og góður og eftir honum tekið, enda fram- sögn og flutningur máls í bezta lagi. Ekki er honum um það gefið að hafa sig í frammi nema hann telji sig eiga brýnt erindi og skylt. Á leiksviði hefur hann hlotið góða dóma og er minnis- stæður þeim, er sáu hann í hlut- verki séra Sigvalda í „Maður og kona“. Kunni hann vel með þann persónugerfing að fara, enda kynni hans af séra Sigvöldum samtímans þó nokkur, en Þórleif- ur er mjög glöggskyggn á sér- stæðar og marglitar manngerðir. Fyrir ritverk sín og skáldverk hefur hann fengið góða dóma, 'þeirra, er dómbærir eru á bók- menntaverk og hlotið viðurkenn- ingu fyrir þau við úthlutun lista mannalauna. Nánust eru persónu'leg kynni mín af námsstjórastörfum Þór- leifs í nálega 25 undanfarin ár. Störf námsstjóra eru þannig í eðli sínu að þau verður að vinna að langmestu leyti í kyrrþei, þau eru í senn vandasöm og við- kvæm, mörg hver ekki til vin- sælda fallin. Einn námsstjóri -á S'tóru svæði þarf að skipta sér milli margra skóla, fara langar vegalengdir oft í misjafnri færð að vetrarlagi, einum skóla þarf að sinna meira en öðrum og get- ur því ekki ætíð komið mikið í hlut hvers þeirra af tíma náms- stjórans. Námsstjórastörfin eru og ekki til þess fallin að hafa uppi um þau auglýsingaskrum né gaspur. Hitt dylst engum, sem opin hefur augun og vill viður- kenna staðreyndir, að stórfelld breyting hefur á orðið til hins betra um aðstöðu til skólastarfa í landinu — og jafnari mögu- leika fyrir börnin í strjálbýlinu til þess að njóta fræðslu innan hins/samræmda skólakerfis, síð- an námsstjórar hófu törf sín haustið 1941. Grundvöllur þess- ara breytinga og umbó'ta er sam- eining smærri sveitarfélaga um skóla skyldunámsins, annað hvort með daglegum flutningi nemenda milli skóla og heimila, eða með 'byggingu heimavista. Samþykktar sameiningar og s.tarfandi skólar innan þeirra, fyr ir 2—‘9 sveitarfélög um einn skóla eru nú alls yfir landið 35 skólar, sem 128 sveitarfélög standa að — eða koma til með að njóta. Að baki slíkum sameining- um liggur mikil og þrotlaus vinna. Ekki 'hefur all'taf verið auðvelt að komast út fyrir hreppamörkin í þessum málum. Oft hefur reynt á þolinmæði og þá ekki síður á lægni þeirra, er hér unnu að. Sá árangur, sem unnist hefur í þessu efni, er eng- um meir að þakka en námsstjór- unum, sem sleitulaust hafa að þessu unnið. Á námsstjórasvæði Þórleifs Bjarnasonar, Vestur- landi, frá botni Hvalfjarðar að Hrútafirði, hafa 40 sveitarfélög sameinast um 8 skóla fyrir skyldunámið. Námssíjórarnir Bjarni M. Jónsson og Stefán Jónsson eiga'- þátt í þeirri stór- felldu saminingu, sem orðið hef- ur um skóla í Borgarfirði, Mýra- sýslu og Snæfllsnesi meðan þeir, hvor í sínu lagi, fóru með náms,- stjórn á því svæði, auk þess sem þeir hafa unnið ötullega að hlið- stæðum sameiningarmálum, hvor í sínu umdæmi. Sumar þessar sameiningar eru um barnafræðslu eingöngu, aðr-: ar um barnafræðslu og unglinga- nám', þ.e. allt skyldunámið í ein- um og sama skóla, og enn aðrar um unglinganámið eingöngu. Þórleifur Bjarnason getur nú við sextugsaldur litið yfir árang- ursríkt starf námsstjóra í um- dæmi sínu og landinu sem heild, þar sem segja má að nálega allt umdæmi hans er nú að fullu skipulagt í fastbundin skóla- hverfi með fáa en hæfilega stóra skóla fyrir skyldunámið, þegar fullbyggðir verða. f fljótu bragði mætti ætla að maður, sem hefur svo ríka hneigð til ri'tstarfa og annarra listrænna hugðarefna, skorti að einhverju leyti þá raunsæi og veraldarhyggju, sem til þarf að þjarka á fundurn, færa traust rök fyrir marg-víslegum forsend- um- að lausn flókinna verkefna, er snerta jafnt samanburð á fjármálalegum útreikningum og kennslufræðilegum árangri í skólastarfi. En þessa veraldar- vizku á Þórleifur í ríkum mæli. Honum er mjög sýnt u-m að ganga beint og vafningalaust að aðalatriðum viðfangsefna og skýra þau á ljósan og einfaldann hátt. í opinberu starfi er fátt eitt þýðingarmeira, en að koma í veg fyrir að vandamál verði til af litlu eða engu tilefni. Þetta kann Þórleifur betur en margiur annar og mörg eru þau atvik, sem hann hefiur leyst án þess að til skýrslu séu færð. Með því hefur mikið fé sparast og sjálfsagt eigi lítið taugastríð. Það er langt bilið milli slíkrar starfshæfni eða vinnubragða þeirra þumalfingra- manna, sem gerá hvert mál að lítt leysanlegum vanda, beinlínis stunda framleiðslu .vandamála. Þótt Þórleifur Bjarnason sé þjóðkunnur maður sem rithöf- undur, félagsmálamaður og ágæt ur embættismaður skólamála, þá er upptalning á störfum hans og afrekum aðeins ytra borðið. Mestu varðar maðurinn sjálfur, er stendur að baki verkum sín- um og lifir í þeim og hrærist. Við lestur rita hans verður kynningin við hann sjálfan náin og hugstæð. í nánu samstarfi og drengilegri samfylgd um .aldarfjórðungs skeið, verður minnisstæðast: traust og trúnaður, sem aldrei brást, örugg starfhæfni að hverju sem fór, viturleg afstaða og göf- ugmannleg til mannlegra vanda- mála án þess að niðst værj. á trún aði og skyldum, í hópi vina sinna er Þórleifur Bjarnason hrókur alls fagnaðar. Humor hans er svo léttur og græzkulaus að úr læðingi losnar ýmislegt gott og skemmtilegt úr hugskotum viðstaddra, sem ekki virtist í fyrstu liggja laust fyrir. Hann getur með nokkrum lát- brögðum og fáum vel völdum orðum látið álagafjötra sýndar- mennsku falla af mönnum, svo að þair verða mennskir meðan þeir eru í návist hans og virðist líða ágætlega. Ég gat þess í upphafi þessa greinarkorns að Þórleifur Bjarna son væri töframaður. Skaplyndi hans er slíkt, umburðarlynidi hans og ósvikin mannleg tillits- semi, hefur létt honum störfin og lífið — og samskipti hans við ólíklegustu manngerðir og þá eigi sízt gert hánin .kæran aufúsu mann í vinahópi. Persónutöfrar 'hans eru slíkir, þegar hann vill það við hafa, að fátítt er. Þeim beitir hann í þágu göfugra mál- efna, til þess að gleðja og hefja umhverið, eða til að rétta anm- arra hlut. Þórleifur er hamingjumaður í einkalífi sínu. Kvæntur er hann glæsilegri og ágætri konu, Sig- ríði Hjartar húsmæðrakennara, dóttur hins kunna skólamanns Friðriks Hjartar skólastjóra og konu hans Þóru Jónsdóttur Hjartar. Þau hjón eiga fjögur bör-n: Þóra, bókasafnsfræðingur, læknisfrú í Noregi, Hörður, er við tannlæknanám í Þýzkalandi, kvæntur Svanfríði Larsen kenn- ara, Friðrik Guðni, kennari í Reykjavík og Björn, við nám í Kennaraskóia íslands. Öll hafa þau syst.kinin lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum á AkureyrL Á myndarlegu heimili þeirra Sigríðar og Þórleifs hafa vinir þeirra átt margar yndisstundir. Fyrir það og fábæra gestrisni og greiðasemi skulu þeim nú færðar hugheilar þakkir. í dag eru Hornstrandir í auðn. í hugum og ihjörtum, æðum og taugum, fólksins, sem þar fædd- ist, ólst þar upp og háði þar harða lífsbaráttu, lifa Horn- strandir með fegurð sína og ógn, gleði sína og harma. Sú lífs- reynsla, þær ljúfsáru minningar ganga sem dýrmætur arfur til næstu kynslóða, en bezt mun sá arfur geymast í ritum Þórleifs Bjarnasonar. Fyrir það á hann þökk og virðingu alþjóðar. Sá, sem rækir skyldur við ættbyggð og uppruna sinn, rækir með því. skyldu við þjóðina alla. Á sextugsafmæli Þórleifs skulu -honum og fjölskyldu hans færð- ar alúðarþakkir, ásamt einlæg- um óskum um velfarnað og ham- ingju á komandi tím'um. Aðalsteinn Eiriksson. u 120 ferm. götuhæð nálægt Miðbænum, í góðu ásig- komulagi. Uppl. i síma 32520. ATVINNA Ungur, reglusamur maður með samv.skólam. óskar eftir skrifstofu- eða verzlunarstarfi. Tilboð sendist á afgr. Mbl. fyrir 1. feb. merkt: „Duglegur 5208“. 122-24 130280-32262 LITAVER Plastino kork extra með kork undirlagi. Nýtt gólf undraefni. Gott verð Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og ýmissa lög- manna, verða neðangreindar bifreiðir seldar á nauðungaruppboði til lúkningar lögtaks- og fjár- námskröfum, fimmtudag 1. febrúar n.k. kl. 1.30. e.h. að Síðumúla 20, Vöku h.f. Greiðsla fari fram við hamarshögg. R-2094, R-22G0, R-2625, R-3695, R-4061. R-7090, R-7424, R-7967, R-8116, R-8784, R-8851, R-10200, R-11215, R-11393, R-13046, R-13410, R-14388, R-14533, R-15975, R-16544, R-17178, R-17884, R-18199, R-18746, R-19363, R-19923, R-20248, R-21540, R-22029, Y-759. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.