Morgunblaðið - 30.01.1968, Síða 18

Morgunblaðið - 30.01.1968, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐ.JUDAGUR 30. JANÚAR 1968 Jón Guðnason tré- smiður — Fæddur 26. júlí 1889 Dáinn 23. jan. 1968 NÚ verður líklega bið á því, að maður renni í hlað hjá okkur á gráum skóda og skam.mi mig há- stöfum fyrir að beita aldraðan föður minn vinnuhörku eða taki konu minni vara fyrir að saga puttana af karlinum með raf- magnssöginni. Og þótt það sé fjarri mér að vilja vera með mærð yfir þér, Jón minn, má ég kannski láta þess getið, að mér þykir tómlegra eftir en áður. Ég ætla heldur ekki að rekja ævisögu þína eða telja upp mann kostina. Til þess er ég ekki fær. Ég ætla aðeins að færa þér þakk- ir fyrir viðkynninguna í þessi 30 ár, síðan ég leit dagsins ljós. Ég vona að ég verði seint svo gamall, að ég gleymi því hver kenndi mér að skrifa, að ég gleymi hvaðan mér komu flestir blýantar þegar ég var lítill, og þótt græni skrúfblýanturinn með fína strokleðrinu og spennunni sé nú löngu allur, verður hann alltaf fyrirmynd annarra skrúf- blýanta að mínu viti. Ég gleymi heldur ekki, hver t Maðurinn minn Bogi Björnsson Jaðarsbraut 33, Akranesi lézt að sjúkrahúsi Akraness 29. jan. Sigrún Jónsdóttir. Minning það var sem kenndi mér að hræðast ekki hrjúfar skammir, heldur gá í augun hvort glettnin og góðmennskan væri ekki á sín- um stað. Það var ekki fyrirhafnarlaust að kenna mér að skrifa, enda sagðirðu stundum," að ég yrði aldrei sendibréfsfær. Engu vafn- ingaminna var það, að snúa bíln- um þrisvar eða fjórum sinnum við í einu, bara til að skemmta snáða með bíladellu. Ég er svo eigingjarn, að mér þykir skaði að eiga ekki von á þér lengur. Og þótt kynni konu minnar og barna af þér yrðu ekki löng, verður ekki um villzt, að þeim er eins farið. Það væri ýmislegt þægilegra, ef þínir líkar vseru á hverju strái. En það er nokkur bót í máli, að þú verður ekki langt undan, og þá þekki ég þig illa, ef þú gefur okkur ekki auga endrum og eins, ef vistinni hinum megin er eins háttað og ég held. Þess vegna ætla ég ekki að kveðja þig hinztu kveðju, að- eins Iáta þessi fátæklegu þakkar- orð nægja. Sigurður Hreiðar. JÓN Guðnason, trésmiður, Lang- holtsvegi 67, andaðist hinn 23. þ.m., og er útför 'hans gerð í dag frá Lágafellskirkju. Jón var fæddur hinn 26. júlí 1889 að Kröggólfsstöðum í Ölfusi, sonur Guðna Símonarsonar, bónda þar og barnakennara, og konu hans, Sólveigar Sigurðar- dóttur. Jón var næstelztur fimm barna þeirra hjóna, sem upp komust. Hann fluttist um ferm- ingaraldur með foreldrum sínum t Sólveig Hjaltadóttir andaðist á Landsspítalanum þann 28. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Skúli Helgason Elísabet Skúladóttir Hjalti Einarsson. t Eiginmáður minn og faðir Björn Henry Olsen vélstjóri, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13:30 e. h. Blóm og kransar afþakk- aðir. Þeir, sem vildu minn- así hins látna, láti Krabba- meinsfélag Islands njóta þess. Gunnþóra Gísladóttir, Hafliði Olsen. t Faðir minn Sigurjón Bjarnason frá Hvoli, Borgarfirði eystra, lézt að heimili mínu 24. þessa mánaðar. Fyrir mína hönd og annarra vanda- manna. Guðbjörg Sigurjónsdóttir. t Útför Lárusar Lárussonar aðalbókara, fer fram frá Fríkirkjunni míðvikudaginn 31. janúar kl. 13:30. Nanna Isleifsdóttir Garðar Fjaiar Lárusson Lára Óladóttir Lárus Karl Lárusson t Jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa Magnúsar Brynjólfssonar frá Dysjum fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju fimmtudaginn 1. febr. og hefst kl. 2 e.h. Guðmann Magnússon Úlfhildur Magnúsdóttir Þuríður Magnúsdóttir Sigurbjartur Vilhjálms- son og barnabörnin. t Elskuleg eiginkona mín, dóttir okkar, tengdadóttir og systir Baldrún Pálmadóttir og hjartkæru drengirnir okk- ar Jón Pálmi og Bergur Þór verða jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju miðvikudaginn 31. janúar kl. 1:30 e.h. Matthías Þorbergsson Bryndís Baldvinsdóttir Pálmi Karlsson Elsa Halldórsdóttir tengdaforeldrar og syst- kin. að Breiðholti við Reykjavík og var oft kenndur við þann stað löngum eftir að hann og allt hans fólk var horfið þaðan. Ungur lærði Jón trésmíði hjá Guðmundi Brynjólfssyni, síðar bónda að Miðdal í Kjós. Hann stundaði þá iðn í nokkur ár að námi loknu en hvarf heim til föðurhúsa aftur og vann foreldr- um sínum, þar til hann giftist eftirlifandi konu sinni, Jónu Þorbjarnardóttur frá Ártúnum í Mosfellssveit um jól 1920. Stofn- aði heimili í Reykjavík og stund- aði húsasmíðar og aðra trésmíði í sex ár. Þá festi hann kaup á jörðinni Úlfarsá í Mosfellssveit og bjó þar í 17 ár en fluttisf þá aftur til Reykjavíkur 1944, þar sem hann hefur stundað iðnina síðan og allt fram á síðasta ár. Þau hjón, Jóna og Jón, eignuð- ust 5 mannvænleg börn, sem öll eru uppkomin, gift og góðir borg arar; öll búsett í Reykjavík og nágrenni. Jón Guðnason var drengur góður í þess orðs beztu merk- ingu. Hann var karlmenni að burðum og talinn með stenkustu mönnum á yngri árum. Hann var þá einnig glæsilegur maður að vallarsýn, sem hvarvetna vakti at hygli samferðamann. Hann var alla aevi léttur í lund svo að af bar, traustur og raungóður, og því vel liðinn af öllum sem hann hafði samskipti við. Iðnaðarmaður var Jón ágætur og til fyrirmyndar yngri tnönn- um. Hann umgekkst öll sín verk- færi með virðingu og nærgætni, vandaði öll sín störf og leitaðist við að inna þau þannig af hendi, Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför Þuríðar Magnúsdóttur Torfastöðum Foreldrar og systkin, Ósi. Eiginmaður og börnin. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur og afa Skúla Jóhannessonar Dönustöðum. Lilja Kristjánsdóttir, dætur, tengdasynir og barnaböm. Innilegar þakkir til allra, fjær og nær, sem sýndu mér vinsemd á 70 ára afmæli mínu Magnhildur ólafsdóttir Höfðabraut 3, Akranesi. að þau væri iðninni til sóma og hagnýt og varanleg eigendum. Jón mun af fæstum hafa verið talinn trúmaður. Sótti lítt kirkju né aðrar helgiathafnir. Þó vissu þeir, sem bezt þekktu hann, að undir glensi og gríni um andleg mál, sem stundum gat villt mönn um sýn, bjó alvara og trú á höfund lifsins. Jón var bókamaður mikill og fylgdist vel með öllu, sem var að gerast í kringum hann á langri dagleið, jafnt í heimsmálum sem bókmenntum, og því alltaf reiðu- búinn að rökræða ýmis vanda- og dægurmál við hvern sem var. Eins og fram hefur komið hér að framan, skiptist ævistarf Jóns nokkurn veginn að jöfnu milli iðngreinar hans og sveitabúskap- ar. Líkur benda til þess, að bú- skapur hafi átt öllu sterkari ítök í huga hans en iðnaðurinn, enda þótt hann hafi metið hann mik- ils og_ fórnað honum síðustu kröft 'Um. Á hinum 17 árum, sem hann bjó á Úlfarsá, eignaðist hann og þau bjón bæði marga trygga og góða vini, og að leiðarlokum er hann jarðsettur að Lágafelli eftir eigin ósk, og talar það sínu máli. Um leið og ég kveð Jón, mág minn, með þessum fátæklegu orðum, votta ég konu hans, börn uim og barnabörnum, systkinum hans og öðrum vinum og ætt- ingjum innilega samúð okkar hjóna og bið Jóni velfarnaðar í hinum nýju heimkynnum, þar sem við eigum öll eftir að hitta hann aftur glaðan og reifan. Guðfinnur Þorbjörnsson. Björn Henry Olsen Minning f DAG verður gerð útför Björns Henrýs Ólsen vélstjóra er lézt föstudaginn 19. þ.m. Hann var fæddur 12. maí árið 1906 á ísa- firði. Foreldrar hans voru Mar- grét Björnsdóttir ættuð frá Goð- dölum í Bjarnarfirði á Strönd- um og unnusti hennar Hans Ól- sen, ketilsmiður er var norskur að þjóðerni en starfaði þá á ísa- firði. Ekki fór svo að foreldrar hans gengju í hjónaband. Og er Henrý, en það nafn notaði hann jafnan, var fimim ára að aldri, giftist móðir hans Haf- liða Einarssyni formanni og út- gerðarmanni. Og bjuggu þau fyrst í Hnífs- dal, síðan á ísafirði og að lok- um í Reykjavík. Og gekk Haf- liði honum í föðurstað Eins og flestir unglingar sem ólust upp í vestfirzkum sjávarþorpum fór Henrý snemma að taka þátt í störfum þeirra fullorðnu. Fyrst við beitningu og önnur störf í landi en síðan sem sjómaður á mótorbátuim. En er fjölskyldan fluttist til ísafjarðar, réðist hann sem nemi í vélsmíði til vélsmiðjunnar Þórs. Að þvi námi loknu fór hann á vélstjóra- skóla íslands, og laúk þar námi árið 1933. Starfaði hann svo lengstum sem vélstjóri á togur- um og flutningaskipum, eða sem vélsmiður í landi. Var hann verkstjóri í vélsimiðjunni Odda á Akureyri frá árinu 1942 til 1946, en það fyrirtæki stofnaði hann ásamt nokkrum öðrum. Síð ustu árin hefur hann sivo starfað í áhaldahúsi Reykjavíkurborgar og var meðan heilsan entist. Hér er farið fljótt yfir sögu, enda er ég ekki svo kunnugur starfsferli þessa vinar míns að ég geti rakið hana nánar. Hitt veit ég að hann var heilsteypt- ur og góður drengur. Kynni okk ar hófust er við urðum skóla- bræður í vélstjóraskóla íslands og þróuðust þau kynni upp í vin áttu sem aldrei féll skuggi á þó oft væri vík á milli vina. Vor- um við sambýlismenn seinni skólaveturinn og minnist þess ekki að nokkurn tímann kæmi snurða á vinskapinn þó oft væri tuskasti enda var Henrý ein- hver mesti geðprýðis maður sem ég hef kynnzt. Og ætíð minnist ég þess hve ástúðlegt samband var milii hans og Margrétar móð ur hans, enda gaf hún syni sín- um gott fordæmi með sinni fórn andi umönnun og lúfu lund. Þann 19/9 árið 1935 kvongaðist Alúðarþakkir flytjum við öllum nær og fjær, sem auð- sýndu okkur samúð og vin- semd við fráfall og jarðarför Jóhanns Straumfjörð Hafliðasonar Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Valgerður Sigurtryggvadóttir Henrý eftirlifandi konu sinni Gunnþóru Gísladóttur og var hjónaband þeirra mjög ham- ingjusamt sv* samhent sem þau voru og ástúðleg. Einn son eiga þau, Hafliða, sem er húsgagnasmiður að iðn og er enn á heimili foreldra sinna. Um leið og ég með þakk læti kveð þennan vin minm hinzku kveðju óska ég honum góðrar framtíðar í æðri veröld og bið Guð að vernda hann og eftirlifandi eiginkonu og syni huggun sína. Baldur Snæland. Kveðja frá sambýlismönnum. BJÖRN Henry Olsen var fæddur á ísafirði 12. maí 1906. Árið 1939 fluttist hann til Reykjavík- ur og var þar síðan að undan- skildum fjórum árum sem hann var á Akureyri. Hann lézt á Borg arsjúkrahúsinu 19. janúar s.l. eftir þunga sjúkdómslegu og var því tæpra 62 ára þegar kallið kom. Okkur sambýlismönnum hans og vinum, sem vissum hvaða sjúkdóm hann átti við að stríða, kom máski ekki á óvart andlátsfréttin, en þó er eins og dauðinn komi ætíð á óvart. Hann hafði gengið til vinnu sinn- ar hvern dag meðan þrekið ent- ist af hug og dug og þeirri trú- mennsku við starfið, og lífið, sem er aðalsmerki okkar beztu manna. Björn Henry ölsen var hógvær í umgengni og dagfarsprúður, og fús að greiða götu þeirra sem örðugt eiga um gang; hann var vinmargur og vinfastur. Betri sam'býlismaður verður ekki á kosinn og þau árin sem við átt- um samleið og sameiginlegan hlut að málum, bar aldrei skugga á, hann lagði ætíð gott til mála og var einn þeirra manna sem gott er að hafa kynnzt og átt að vini. Við sambýlismenn hans og ná- grannar, þökkum honum góð kynni og færum fjölskyldu hans, konu og syni, hugheilar samúð- arkveðjur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.