Morgunblaðið - 30.01.1968, Blaðsíða 19
ÍIORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1968
19
- IÐNAÐURINN
Fraimhald af WLs. lð.
samning um yfirbyggingar bíla
en þekkzt hefur áður. Ýmis fyr-
irtæki fluttu starfsemi sína á ár
inu í nýtt húsnæði og tóku um
leið í notkun nýjan og fullkomn
ari vélakost og má þar nefna
m.a. Kaffibrennslu O. J. & Kaa-
ber h.f. Þá tók Iðnþróunarráð
til starfa á s.l. ári, en það er
skipað af iðnaðarmálaráðherra
og er hlutverk þess að vera iðn-
a’ðarmálaráðuneytinu til styrkt-
ar um meðferð meiriháttar
mála, er snerta iðnþróun Is-
lands. Ýmsar athuganir voru
gerðar varðandi nýjar iðngrein
ar á íslandi og einhver mnfangs
mesta rannsókn, sem nú fer
fram á því sviði, er athugun á
vegum Rannsóknarráðs ríkisins
á möguleikum sjóefnavinnslu
hér á landi. Virðast rannsóknir
benda til þess, að vinnsla efna
úr sjó með notkun jarðhita, raf-
orku og jafnvel kulda jöklanna
geti orðið álitleg atvinnugrein
hér á landi.
í upphafi árs er gagnlegt að
horfa yfir farinn veg og rifja
upp rás viðbur’ðanna. Reyna síð-
an að draga ályktanir og læra
af reynslunni. Þá er ekki síð-
ur nauðsynlegt að horfa fram
á við og reyna að gera sér ein-
hverja hugmynd, um, hvert
stefni, og ekki sízt hvert beri
að stefna.
Flestum hlýtur að vera ljóst,
að árið 1968 verður framleiðslu
atvinnuvegunum erfi-tt ár. Svo
mörg vandamál bíða nú úrlausn
ar í atvinnu- og fjármálum og
er engin auðveld lausn sjáan-
leg. A þetta að sjálfsög'ðu einn-
ig við iðnaðinn, því við mikla
erfiðleika verður að etja sér-
staklega í sambandi við fjár-
mál og síaukna samkeppni.
Mikil og hröð þróun hefur átt
sér stað undanfarin ár í atvinnu
lífi okkar Islendinga og þá jafn-
framt í iðnaðinum. Sá tími hef
ur verið notaður til þess að
byggja upp fyrirtæki með bætt
um húsakosti og vélum. Má
segja, að á vissan hátt sé ís-
lenzkur iðnaður nú betur und-
ir það búinn en áður að taka
upp harða samkeppni. Viður-
kennt er, að gæði íslenzkrar
iðnaðarvöru hafa stórum aukizt
undanfarið, jafnframt því sem
bættur húsa- og vélakostur
stuðlar að aukinni hagræðingu
og lægri framleíðslukostnaði.
Þetta hefur gerzt þrátt fyrir
það, að efnahagsástand undan-
genginna þriggja- fjögurra ára
hefur verið iðnaðinum mjög
óhagstætt. En svo hratt hefur
verið sótt fram, að víðast hvar
hefur ekki gefizt tóm til að
treysta nægilega fjárhagsgrund-
völl fyrirtækjanna. Samfara
fjárfestingunni hafa hinar öru
kostnaðarhækkanir dregið svo
úr ar’ðsemi fyrirtækjanna, að
hætt er við, að þau geti ekki
notfært sér eins og æskilegt
væri, hin hagstæðu áhrif geng-
isfellingarinnar. Það er því
einna mest aðkallandi, að tryggt
verði nægilegt fjármagn til iðn-
aðarins til að efla viðgang
hans.
Það er nú almennt viður-
kennt, að okkur íslendingum er
lífsnauðsyn atö renna fleiri stoð-
um undir atvinnulíf okkar og
auka þar með fjölbreytni þess.
Flestum ber saman um, að það
er á sviði iðnaðar, sem framtíð
okkar býr. Bíða okkar því mik-
il verkefni við að efla þann
iðnað, sem fyrir er í landinu
og að sækja inn á nýjar brautir.
Það verfJur að styrkja það sem
fyrir er með auknu fjármagni,
með beitingu fullkomnari fram-
leiðslutækni og siðast en ekki
sízt með sölutækni og vilja til
þess að heyja samkeppni.
I nær hverju byggðarlagi eru
til völundarsmiðir og uppfind-
injfcarmenn. Iðnaðurinn þarf í
ríkari mæli að hagnýta sér
hæfileika þessara manna, jafn-
framt því að notfæra sér í sem
víðtækustum mæli erlenda
tækni og þekkingu.
I þessu sambandi langar mig
til þess að segja frá því, er ég
á sl. hausti heimsótti stærstu
sælgætisverksmiðju Danmerkur.
A sama tíma og verið er að
leggja niður margar sælgætis-
verksmiðjur í Danmörku, hefur
þessi verksmiðja jafnt og þétt
aukið framleiðslu sína og sölu.
Þegar forstjórinn sýndi mér
verksmiðjuna stöldruðum við
við mjög flókna sjálfvirka véla
samstæðu og ég spurði, hvar
hún væri keypt. Hann svaraði
því til, að þeir smíðuðu nær
allar sínar vélar sjálfir. Ef við
kauþum vélar af vélaframleið-
endum, þá eru það sams konar
vélar og allir aðrir nota og með
þeim mundum við framleiða
sams konar vöru og þeir. En
með því að smíða okkar eigin
vélar eftir okkar .eigin hug-
myndum, getum við framleitt
vörur, sem er öðruvísi og betrL
Þetta er eitt af því, sem ég vil
þakka velgengni fyrirtækis
okkar.
En það er ekki nóg að fram-
leiða góða vöru á samkeppnis-
færu verði. Við verðum að fara
út og selja vöru okkar, en ekki
bíða eftir því að kaupandi birt-
ist. Ekki er vanþörf á, að við
íslendingar aukum þekkingu
okkar á sölumennsku og notfær-
um okkur til hins ítrasta þá
sölutækni, sem í fjölda ára hef-
ur verið þróuð með ýmsum öðr-
um þjóðum. Við þurfum að
halda áfram að nýta þær au’ð-
lindir, sem faldar eru í orku
vatns og hita. Við þurfum að
kanna til hlítar, hvort við get-
um með orkulindum okkar
unnið verðmætt efni úr sjó,
reist okkar eigin olíuhreinsun-
arstöð og með þessu hvort
tveggja skapað grundvöll fyrir
efnaiðnað, en sá iðnaður er nú
talinn eiga fyrir höndum mesta
vaxtarmöguleika. Og við þurf-
um að kanna hvort við getum
ekki haslað okkur vöU í iðn-
greinum, sem byggja á vísinda-
legri þekkingu á sviðum eðlis-
fræði.
Við verðum því hið bráðasta
að taka ákvarðanir um, hvar
næst skuli bera niður. Vinnu-
aflsþörf við þær stórfram-
kvæmdir, sem í gangi eru, mun
ná hámarki á þessu ári og er
þess vegna ekki seinna vænna,
að ákvarðanir séu teknar, ef
tryggja á fulla atvinnu og æski
legan hagvöxt.
Það hefur að undanförnu
mikið verið rætt um atvinnu-
leysi og því jafnframt verið lýst
yfir af hálfu ríkisstjórnarinn-
ar, að koma verði í veg fyrir
atvinnuleysi með öllum tiltæk-
um ráðum. Undir þetta geta
allir tekið. En bezta ráðið til
þess er, að þannig sé að atvinnu
vegunum búið, að þeir geti
blómgast. Þá geta allir,- sem
vilja vinna, stundað arðbæra
atvinnu fyrir þjó'ðarbúið.
Það verður að horfast í augu
við nútímann og það má ekki
halda því við, sem úrelt er á
kostnað framfaranna.
Iðnaður er atvinnuvegur nú-
tímans og framtíðarinnar. Þess
vegna ber að efla hann með öll
um tiltækum ráðum. Að öðrum
kosti verðum víð að sætta okk-
ur við lífskjör vanþróaðrar þjóð
ar.
4*
—HJARTAGRÆÐSLA
Framh. af bls. 10
laust eftir klukka 4 síðdegis, var
Anna Wash'kansky á heimleið
frá sjúkrahúsinu, er hún kom
þar að sem bifreið stóð þvert
á götunni og umhverfis var
mannþyrping og hópur lögreglu
manna. Ýlfrandi sírenur sjúkra
bifreiðarinnar færðust óðfluga
nær og hún sá skömmu síðar. að
tvær konur voru flluttar af slys
staðnum með ofsahraða. Hún
vissi ekki fyrr en síðar, að kon-
urnar tvær voru Denise Ann
Darvall, 26 ára að aldri, og
móðir hennar. Denise og foreldr
ar hennar höfðu ætlað í heim-
sókln til vina sinna og konum-
ar ábváðu að boma við í köku-
búð og ’hafa með sér eitthvað
með kaffinu. Darvall stöðvaði
'bifreiðina gegnt kökubúðinni en
í því að mæðgurnar gengu yfir
götuna, bar þar að bifreið á
miklum hraða og gat bifreiða-
stjórinn ekki stöðvað hana
fyrr en konumar lágu báðar í
blóði sínu. Dervall horfði á agn
dofa og gat enga björg veitt.
Kona hans lézt samstundis og
dóttirin var svo illa sködduð á
höfði og heila, að vonlaust var
að bjarga lífi hennar.
Þegar læknarnir, sem tóku
Við Deniise, hiöfðu gengiið úr
skugga um, að ekkert væri
hægt að gera fyrir hana, var
gerð á henni blóð- og vefja-
flokkun. Þegar læknarnir sáu
niðurstöðurnar, höfðu þeir þeg-
ar samband við Barnard og
sögðu honum, að nú hefðu þeir
sennilega hjarta handa Wash-
kansky. Barnard fór rakleitt til
föður Denise og sagði honum
allt af létta. Hafði læknirinn
búizt við, að faðir stúlkunnar
muudi tregðast við að veita
samþykki sitt til að hjartað
væri tekið úr henni, en eftir
andartaks umhugsun veitti
hann leyfi, „úr því þið getið
ek'kert fyrir hana gert, skulið
þið reyna að bjarga lífi þessa
manns“, sagði hann. Eimnig
leyfði hann að nýra yrði tekið
úr Denise og grætt í lítinn
dreng.
Barnard hófst þegar handa
við undirbúning aðgerðarinnar.
Fyrsta verk hans var að kalla
saman læknalið sitt, læknarnir
voru flestir farnir í helgarfrí,
sumir út úr borginni og tók þá
nokkra stund að komast til
sjúkrahússins. Meðan lagði
Barnard sig til svefns en Wash
kansky var búinn undir aðgerð-
ina. Þegar allt var reið'ubúið,
læknarnir allir komnir á sinn
stað var leynilögreglusagan
tekin af honum og ekið með
hann fnn á skurðstofuna. f ann-
arri skurðstofu við hliðina var
Denise Darv.ail komið fyrir á
skurðarborði og læknarnir
skiptu sér í tvo hópa, annar
þeirra undir forystu Marius-
ar Barnards, bróður dr. Christ-
ians, tók sé stöðu við skurðborð
Denise, hinn hópurinn undir
forystu Christians inni hjá
Washkansky. Á þessari stundu
kom þegar í ljós, að ýmis atr-
iði varðandi þessa skurðaðgerð
yrðu umdeild, því að innan
þessa fámena og samhenta
læknahóps reis þegar nokkur
ágreiningur um það hvenær
skyldi hefj'ast handa. Marius
Barnard hvatti til þess að það
yrði gert sem fyrst eftir að
heilalínurit sýndi, að heilafrum
urnar voru dauðar, til þess að
hjartað héldist sem mest óskert
en bróðir hans ákvað að bíða
þar tii engin merki hjartsláttar
var lengur að finna á hjarta-
línuriti. Sáu læknarnir þegar,
að slíkar aðgerðir mundu bafa í
för með sér umræðu og ágrein-
ing um það, hvenær mannvera
væri fullkomlega látin — en
þeir áttu nóg verkefni fyrir
höndum, tíminn mundi skera
úr um slík vandamál. (Nánar
verður fjallað um þetta atriði í
þriðju grein).
Þegar Denise Dairvall var
endanlega úrskurðuð látin hófst
aðgerðin. Brjóisithol þeirra
Denise og Washkanskys voru
opnuð samtími's. Þau voru
bæði tengd við hjarta — og
lungnavélar með þeiim hætti,
að súretfnisríkt bJóð nœrði
hjarta Denise, annarsvegar en
Mkaima Washkansky hinsvegar.
Eftir tæpa klukkustund var
aðgerðin það langt á veg kom-
in, að dr. Bernand fór yfir í
skurðstofuna tifl Mariusar og
hans manna og skar hjiartað úr
Denise. Hann flutti það miflli
skurðstotfanna í sbálskól og
setti það strax í samband við
aðra hjarta- og lungnavél, sem
hélt því litfandi með blóði
Washkanskys. Síðan tók hann
hjartað úr Washkamsky og að
svo búnu hófst erfiðasti þáttur
aðgerðarinnar, að tengja hjarta
Denise við líkama Washkan-
skys.
Vegna þess hve hjarta Wash-
kanskys var miklu stærra en
hjarta Denise, ákvað Barnard
að skilja eins lítið og hægt var
eftir af efsta hluta ónýta hjart-
ans, — og minna en hanm. hatfði
skilið efltir, þegar hann var að
gera tillTaunir á hundum.
Þanhig veittist honum auðveld
ara að tengja nýj'a hjartað,
fyrst tengdi hann vinstra for-
hólf, síðan það hægra, þá ós-
æðarnar og lungnaslagæðarn-
ar.
Eftir 4 klst. og 4Ö mínútna
aðgerð var hjartað komið á
sinn stað. Til þess að koma
hjartaslættimum af stað hleypti
hann dálitlum rafstraumi gegn
um hjantað. Qg það tók að slá.
Það gerði líka hjarta Barmards,
ótt og títt, og hann hrópaði
upp: „Jesús — það slær“.
í fyrstu var hjarta- og
lungnavélin höfð í sambandi
og dældi nú heitu blóði. Eftir
tíu mínútur var hún tekin úr
sambandi sem snöggvast, til
þess að athuiga, hvort nýja
hjartað gæti fullnœgt þörfum
líkamans. Það var ekki ernrnþá
fulltfært um að leysa atf hendi
hlutverk sitt, svo að vélin var
atftur tengd við í um það bil
5 mímútur. Eftir það var allt
í lagi, hjartað sló eins og vera
átti.
Eftir aðgerðina var Wash-
kansky mjög fljótur að nó sér.
Hann fékk fljótt góða matar-
liyst og heimurinn allur fylgd-
ist með því, hvað hann lét otfan
í sig í fyrstu. Og hann tók aftur
til við leyniiögreglusögurnur
og glettist við hjúkrunarkon-
urnar.
Hann var alveg einangraður
í fyrstu til að florða honum frá
sýkingu — kona hans fékk t.d.
ekki að heimsækja hann fyrstu
fjóra dagama — og jafnframt
var tekið að getfa honum fúka-
lyf og geisla.
Framan af hoppaði nýja
hjartað fram og atftur í brjóst-
holinu, sem áður hafði geymt
srvo miklu stærra hjarta. En
það gerði ekkert tii, smám
saman mundi þrengjást um
það.
Stöðugar rannsóknir voru
gerðar á Washkansky, m. a. tifl
þess að fylgjast með því, hvort
Mkaminn afnei'taði hjartanu og
með hverjum hættL Læknarn-
ir áttu ýmissa kosita völ til
þess að minnka viðbrögð lík-
amans gegn hjartanu, — þeir
völdu, sem fyrr sagði fúkaflyf
og geislun.
í vikulokin fór framleiðsla
hvítu blóðboTnanna að aukast
og höfðu lækmarmir þó fleiiri
lytf viðbúin til þess að draga
úr henni á ný og jatfntframt
juku þeir geislunina. Litfur
Washkanskys varð nær eðMleg
að stærð á ný og nýru hans
og hjartað úr Denise unnu svo
vel saman, að hann losnaði við
nær 10 kg. af hjúgvökva.
Washkansby var svo vel á
veg kominn, a@ hann var far-
rnn að sitja sitund og stund úti
á svölum sjúkraihússins og
læknarnir höfðu gert sér vonir
um, að hann kæmist e.t.v.
heim til sín fyrir jólin. En það
voru tálvonir einar. Skyndi-
lega hrakaði sjúkMngnum
mjög. Hinar ströngu lyfjagjatf-
ir, sem ætlaðar voru tifl að
veikja mótstöðu Mkamans gegn
hinum framandi vetf, hötfðu
jafnframt veikt mótstöðu hans
gegn sýkingu. Hann fékk hast-
arlega lungnabólgu og lézt
átjón dögum etftir skurðaðgerð
ina.
Dr. Christian Barnard sagði
seinna í viðtaM við blaðamenm,
að hann og aðstoðarlæknr hans
hefðu að ölum líki'ndum verið
of taugaóstyrkir og brugðið of
hart við fyrstu merkjunum um
að Mkaminn væri að afneita
hjartanu. „Við gætum þess
næst að rasa ekki um ráð
flram“ sagði hann.
Og við það hetfur hamn stað-
ið í meðferð sinni á tannlækn-
inum Blaiberg, sem Barnard
græddi í hjarta úr kynblend-
ingi skömmu etftir andlót Wash
kanskys. Þegar þetta er ritað
eru nær fjórar vikur liðnar frá
aðgerðinmi og hann er enn á
l'ífi og hefuir tekið daglegum
fra-mtförum. Um tima leit svo
út sem hann ætflaði að fá smá
hálsbólgu, en ekkert varð úr
henni. Enntfremur satfnaðist
eitt sinn vökvi við hjartað en
það mun algengt etftir hjarta-
skurði og etftir að hann hatfði
verið tekinn, leið Blaiberg æ
betur. Hann er þó alls ekki
úr hættu. Allt hefur verið gert
til þess að forða honum tfrá
sýkingu, sjúklingurinn verið
einangraður mun rækilegar en
Washkansky og lyfjagjötf og
geislun hetfur veriö hafldið
mjög niðri. Dr. Barmard og
læknar hans eru bjartsýnir
um, að Blaiberg Mifi átfram, en
tíminn verður að skera úr um
það, hvort hvítu blóðkormin £
líkama hans sætta sig við
hjartað úr kynbl'endingnum
Haupt.
Mjög verður forvitnilegt að
fylgjast með líðan Baibergis og
viðbrögðum Mkama hanis,
þegar hann fer að litfa eðfliiegu
lítfi. Þá munu etflaus fást svör
við mörgum spurningum, sem
enn er ósvaTað. Litfi Blai'berg
má Mta á það sem staðtfest-
ingu á því, sem læknar höfðu
sagt, að hjartagræðslutilraunir
væru komnar á það stig, að þær
yrðu brátt gerðar á mönnum.
Einhver sagði um aðgerð Barn
ards, að fyrr eða síðar hetfði
komið að því, að einhver bryti
ísinn. Lifi Blaiberg, verður
tæpast með sanngirnd staðhætft
að hann hafi gert það otf fljótt.
Hveragerði
Til sölu er lítið einbýlishús í Hveragerði. Húsið er
50 ferm. 3 herb. og eldhús, tilvalið sem sumarbú-
staður. Nánari uppl. gefur
Sveinn J. Sveinsson lögfræðingur,
Selfossi. — Sími 1429 eftir kl. 5 s.d.
Ford Fairlane ’65
Skipti á ódýrari bíl möguleg.
Sýningarsalurinn Sveinn Egilsson.
Aðstoðarlæknisstöður
Við barnaspítala Hringsins í Landsspítalanum eru
lausar þrjár aðstoðarlæknisstöður. Tvær frá 1.
apríl og ein frá 1. júní 1968.
Laun samkvæmt samningum Læknafélags Reykja-
víkur og Stjórnarnefndar ríkisspítalanna.
Umsóknir með uppiýsingum um aldur, námsferil og
fyrri störf sendist Stjórnarnefnd ríkisspítalanna,
Klapparstíg 29, Reykjavík fyrir 1. marz 1968.
Reykjavík, 26. janúar 1968.
Skrifstofa ríkisspítalanna.