Morgunblaðið - 30.01.1968, Síða 21
MORGUN'BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1968
21
Fjárlagafrumvarp Bandaríkjanna lagt fram:
Halli á f járlögum áætlaður
átta milljarðar
- Tœpir 26 milljarðar dollara eiga ao
fara til Víetnamsfyrjaldarinnar
WasJiington, 29. jan. — NTB-AP
JOHNSON Bandaríkjaforseti,
lagði í dag fram fjárlagafrum
varp sitt fyrir fjárhagsárið
1968—69 og eru niðurstöðu-
tölur þess 186.1 milljarður
dol'lara. Mjög er undir því
komið, hvort fjárlagafrum-
varp þetta nái fram að ganga,
að þingið samþykki fyrri til-
lögu hans um 10% aukaskatt.
Útgjöld til hersins eru ráð-
gerð 79.8 milljarðar dollara.
Hafa þau aldrei verið hærri
og á þetta rót sína að rekja
til styrjaldarinnar í Vietnam.
Forsetinn varar við því í
fjárlagafrumvarpinu, að svo
kunni vel að fara, að eftir
sjö blómleg ár í bandarísku
efnahagslífi kunni að fylgja
önnur sjö mögur, ef þingið
samþykkir ekki tillögur hans
um aukna skatta.
Gert er ráð fyrir, að tekjurnar,
og er skattaaukningin reiknuð
þar með, muni nema 17‘8.1 millj-
örðum dollara fyrir fjárhagsárið,
sem byrjað 1. júlí. Hallinn á fjár-
lögunum er reiknaður 8 milljarð
ar dollara, en á núverandi fjár-
bagsári er hann reiknaður 19.8
milljarðar. Forsetinn lagði hins
vega áherzlu á, að án aukaskatts-
ins mun hallinn verða nær 2,0
milljarðar dollara. — Við efna-
hagsástand, þar sem þegar ríkir
greinileg þensla, mun slíkuir halii
á fjárlögum 1968—69 auka mjög
á verðbólgutilhneigingu, segir
í fjárlagafrumvarpinu.
Það voru enn hernaðarútgjöld-
in, sem sýndu mesta hækkun
allra liða fjárlagafrumvarpsins,
en síðan komu útgjöld til heil-
•brigðismála, útrýmingar atvinnu
leysis og félagsmála, sem saman-
lagt sýndu næstmestu hækkun-
ina.
- BAUNSGÁRD
Framh. af bls. 1
þriggja flokkanna við hann, en
Krag naut aðeins fylgis eigin
flokks og SF. Sömuleiðis lagði
íhaldsflokkurinn á það áherzlu
við konung, að flokkurinn styð-
ur frjálslynda ríkisstjórn borg-
araflokkanna með Hilmar Bauns
gárd sem f or s æt i s ráðWerra.
Baunsgárd varð samstundis
við tilmælum konungs og hóf
viðræður við stjórnmálaforingj-
ana. Hann talaði við þá eftix
stærð flokka þeirra og var því
Jens Otto Krag fyrstur. Krag
ítrekaði við BaunsgSrd, að skil-
yrði fyrir samstarfi væri að
hann héldi áfram embætti for-
sætisráðherra, og eftir áð Bauns
gárd hafði ráðgazt við annan
helzta foringja RV, Karl Skytte,
var því tilboði eindregið hafn-
að og minnt á að RV hefði lýst
því yfir fyrir kosningar, að þeir
mundu ekki ganga til samstarfs
við Sósíaldemókrata.
Eftir öllum sólarmerkjum að
dæma má gera ráð fyrir, að
Baunsgárd tilkynnti von bráð-
ar um gang viðrræ'ðnanna og
sömuleiðis hverjar verða lykt-
ir málsins. Þó að samvinna tak-
ist með borgaraflokkunum
þremur er álitið, að þeir þurfi
og nokkurn tíma til að ganga
frá stefnuskrá væntanlegrar
ríkisstjómar. Búizt er við til-
kynningu Baunsgárd innan ör-
fárra daga.
Nýja þingið kemur saman
hinn 6. febrúar.
Ti'l þess að gera frumvarpið
eins aðgengilegt og unnt er fyrir
hina mörgu í þinginu, sem spara
vilja, hefur forsetinn lagt fram
tillögur um, að dregið verði úr
útgjöldum til geimferða, land-
búnaðar, skipabygginga og haf-
rannsókna. Hann leggur hins veg
ar til ,að útgjöld til atvinnubóta,
baráttunnar gegn afbrotum,
fjölskylduáætlana, heilsuvernd-
ar, menntamála og til þess að
hreinsa andrúmsloftið og vatnið
í stórborgunum, verði aukin.
Forsetinn gerir ráð fyrir, að
eðlilegur vöxtur ríkisteknanna
verði um það bil 11.5 milljarðar
dollara, samanborið við aukn-
ingu núverandi fjárhagsárs, sem
á að nema 10.4 milljörðum. Þetta
mun gera betur en að nægja til
þess að vega upp á móti eðlilegri
hækkun útgjalda samkv. fjár-
lagafrumvarpinu.
—• Þess vegna munu allar tekj
ur vegna aukaskatta þeirra, sem
tillögur eru lagðar fram urn, og
hraðari g.jaldheimta á félaga-
skatti verða til þess, að minnka
hallann á fjárlögunuim. Á einn
eða annan hátt verða skattar okk
ar þyngri en áður. Við getum
valið á milli skattaálagningar af
handahófi og samkvæmt dutlung
um tilviijananna, sem er sam-
fara og hefur í för með sér dýr-
tíð, vaxtahækkanir og ef til vill
enn meiri halla á fjárlögum, en
það fæli í sér ógnun um fjár-
hagslegt vanmegunartíma'bil i
kjölfar uppgangstíma'bilsins eða
við getum hins vegar valið leið
á'byrgðarinnar, sagði forsetinn í
ræðu sinni í þinginu.
Tæpir 26 milljarðar
til Víetnam-styrjaldarinnar
Útgjöld til hernaðarþarfa
verða aukin um 3.3 milljarða
dollara upp í 79.8 milljarða.
Af þessu eiga 25.8 milljaðar að
ganga til styrjaldarinnar í Víet-
- VARÐ NÆR UTI
Framh. af bls. 28
upplýsingum héraðslæknisins
liggur maðurinn nú þar með
lungnabólgu, auk þess sem hann
er kalinn á höndum. Hann er þó
talinn úr allri lífshættu.
Inflúensufaraldur geisar hér á
Þingeyri og er svo víða, að öli
fjölskyldan liggur rúmföst. Hef-
ur héraðslæknirinn, Guðmundur
Steinsson, átt langan starfsdag
að undanförnu, en hann gegnir
líka Flateyrarhéraði, þar sem
flensan er að stinga sér niður
þessa dagana.
Héraðsskólinn á Núpi hefur ti]
þessa sloppið við inflúensuna, en
þar stunda nú nám um 150 ung-
lingar.
Af fjórum bátum, sm gerðú
eru út héðan, liggja tveir bundn
ir við bryggju vegna veikinda
skipshafnar. Af sömu ástæðum
var þorrablóti Slysavarnadeildar-
innar Varnar frestað um óákveð
inn tíma, en venjan er að halda
þorrablót fyrsta laugardag í
þorra.
Á sl. ári komu hingað 138
brezkir togarar og það sem af er
þessu ári, hefur 31 togari komið
hingað, ýmist til viðgerðar eða
vegna veikinda einhvers af
áhöfninni.
Er sjúkraskýlið nú yfirfullt og
dveljast fjórir Bretar í gistihús-
inu Höfn, þrír vegna kals á hönd
um.
—O—
Hér hefur verið mikið vetrar-
ríki síðan um áramót og vegir oft
illfærir vegna klaka og fann-
kyngis. — Hulda.
nam. Síðan hernaðaraðgerðir
fóru að aukast í Víetnam 1965,
sýna tölur, að styrjöldin hefur
kostað Bandaríkin 76.3 mi'lljarða
dollara. Ekki eru taldar með þær
varúðarráðstafanir, sem fram-
kvæmdar hafa verið síðan njósna
skipið „Pueblo“ var hertekið af
Norður-Kóreumönnum, en John-
son forseti hefur látið kalla í
herinn 14.000 manns úr varaliði
landsins, eftir að 'búið var að
semja fjárlagafrumvarpið.
Að því er snertir efnahagsað-
stoð til vanþróaðra ríkja, fer for-
setinn fram á aukna aðstoð við
þau ríiki, sem eru reiðubúin til
þess að hjálpa sér sjálf. Án þess
að láta andstæðinga sína á þingi
aftra sér, en þeim tókst að láta
skera þennan lið núverandi fjár-
laga svo niður, að upphæð hans
er hin lægsta í 20 ár, fór forset-
inn nú fram á 750 millj. dollara
hækkun á þessum fjárhagslið á
komandi fjárhagsári.
Útgjöld til aðstoðar við önn-
ur ríki er einnig gert ráð fyrir
að verði lægri en nokkru sinni
fyrr. Johnson fer fram á 2.5 millj
arða dollara í efnahagsaðstoð og
540 milljónir dollara í hernaðar-
aðstoð. í fyrra var tillaga hans
uim rúmlega' 3,2 milljarða dollara
á þessum lið skorinn niður atf
þinginu næstum um einn millj-
arð.
Nokkrar skemmdir urðu á verkstæði Landleiða h.f. á Gríms-
staðaholti, þegar eldur kom þar upp í fyrrakvöld. Engir bíl-
ar voru inni í verkstæðinu, en eldurinn kom upp í raf-
magnstöflu í austurgafli þess. Verkstæðið er timburklæddur
braggi og var nokkur eldur í klæðningunni þegar slökkvi-
liðið kom á vettvang. Slökkvistarf gekk greiðlega og tók um
klukkustund að ráða niðurlögum eldsins.
Borgarastyrjöld
í Grikklandi
fari herstjórnin ekki frá innan skamms
— segir Andreas Papandreu
Bonn, 29. janúar — NTB
HINN Iandflótta gríski stjórn-
málamaður, Andreas Papan-
dreou, sagði í viðtali, sem birt-
ist í vestur-þýzka blaðinu
„Frankfurter Rundschaú* í dag,
að það muni vafalaust koma til
borgarastyrjaldar í Grikklandi,
ef núverandi herstjórn þar verði
ekki steypt sinnan kamms.
— Eina leiðin til þess að kom-
ast hjá bogarastyrjöld er að
mínu áliti sú, að herstjórninni
verði steypt af stóli og að raun-
verulega frjálst og lýðræðislegt
stjórnarfar komizt á að nýju í
Grikklandi, sagði hinn 49 ára
garnli Papandreu í viðtalinu.
Hann kvaðst vera þeirrar skoðun
ar, að herstjórnin hefði látið
hann lausan úr fangelsi og látið
hann fara úr landi fyrr í þess-
um mánuði í því skyni, að friða
almenningsálitið í heiiminium, en
einnig til þess að sýna eigin
styrk._
— Ég vona samt sem áður, að
ég fái tækifæri til þess að sanna
það fyrir herstjórninni, að hún
gerði mikla skyssu, þegar hún
ákvað að láta mig fara burt frá
Grikklandi, sagði Papandreu.
í sambandi við setningu fund-
ar þingmannanefndar Evrópu-
ráðsins á morgun, sendi Papan-
dreu í dag frá sér áskorun í
París til jíkja Vestur-Evrópu um,
að veita aðstoð við að koma aft-
ur á lýðræði í Grikklandi, á með
an enn væri tími til stefnu til
þess að gera það á friðsamleg-
an hátt. Fundurinn mun á morg-
un ræða um það, hvort víkja
eigi Grikklandi úr Evrópuráðinu,
en í því eru 18 ríki.
Papandreu sagði í yfirlýsingu
sinni, að hann gæ'ti ekki nóg-
samlega lagt áherzlu á þá hættu,
sem væri því fylgjandi ,að gríska
herstjórnin sitji í valdastóli um
langan tíma og sagði, að gríska
þjóðin myndi ekki sætta sig við
það, að núverandi herstjórn
héldi áfram að vera við völd.
- LEITAR HÆLIS
Framh. af bls. 28
þjónustu. Hann hafði áður
gegnt herþjónustu í þrjú ár,
m.a. var hann alllengi á ís-
landi.
í gærniorgun sneri Banda-
ríkjamaðurinn sér til útlend-
ingaeftirlitsins og leitaði hæl-
is á Islandi sem pólitískur
flóttamaður. Tók hann fram,
að hann væri andvígur stefnu
Bandaríkjastjórnar í Víet-
nam.
Skýrsla xitlendingaeftirlits-
ins var send dómsmálaráðu-
neytinu síðdegis í gær og er
hún þar nú til athugunar.
- INNFLUENZA
Framh. af bls. 1
urinn breiðst út í slíkum mæH,
að fjölda skóla hefur orðið að
loka, sökum þess að svo margir,
jafnt kennarar sem némendur,
hafa sýkzt, að ekki er unnt að
halda kennslunni áfram. í mörg-
um fyrirtækjum er allt að 15%
starfsfólksins fjarverandi vegna
veikinnar.
Prófpredikun
CAND. theol. Brynjólfur Gísla-
son flytur prófpredikun sína í
dag, þriðjudag, kl. 6 í kapellu
Háskólans.
- SH OG SÍS
Framh. af bls. 1
hvort þetta þýddi afnám um-
búðabannsims. Formaður stjóm-
ar SH, Gunnar Guðjónisson,
svaraiði því tíl að svo væiri.
Þorsteinn Arnalds tjáði Morg
unblað'imu í gær, að útigerðar-
ráðis væri að ákveða, hvort farilð
yrði fram á bætur fré SH vegma
umbúðabanns þann tíma, sem
Tiðinm er.
Morgunbliaðinu barst ei.nnig í
gæir fréttatillkynning frá Sjávair
afurðadeild SÍS um fund fram-
kvæmdastjóra frystihúsa inniam
þeirra samtaka. Tilkynningin
er svohljóðandi:
„Funduir framkvæmdastjóra
hiraðfryst'ilhúsa á vegum SfS,
halldinn í Reykjavfk 29. janúar,
1968, samþykkir eftirfarandi:
TiTboð ríkiisstjórnarinnair til
hraðfrystiiðmaðarins eirns og það
liggur nú fyrir er ófullnægj andi
og getuir f'undurinn því ekki
fallfet á það ðbreytt. Hinsvegar
vill fundurinn samþykkja til-
boðið sem umræðuigrund'völl fyr
ir rekstur á vetrarvertíð 1968 og
kýs 3ja manna nef.nd til þess að
næða við ríkisstjórnina urn viss
ar breytingar, sem funiduriiwi
samþykkir sérstaklega.
Mun nefndin síðan taka af-
stöðu til m.áísins eftir að heyrzt
hefur um undirtektdir ríkis-
stjórnarinnar um umbeðnar
breytin.ga.r, og kallia framkvæmda
stjórana aftuir saman til fund-
ar, sjlái hún ástæðu til.
Fundurinn samþykkir að
heimila þeim frystihúsum, sem
tellja sér það fært að hefja
rekstur. að gera það í trauisti
þess, að ríkisstjórnin sjái sér
flært að verða við óskum fund-
arins í meg'inatrið’um“.
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA
SÍMI 10*100
Konu - traustum og góðum
ferðafélaga
býðst ferðalag með ráðsettum manni til suðlægari
landa. — Tilboð greini síma og allt sem nánast,
merkt: „Njáll 113 — 5214“ sendist blaðinu.